Tíminn - 14.03.1976, Page 10

Tíminn - 14.03.1976, Page 10
10 TÍMINN Sunnudagur 14. marz 1976 Gísíi Kristjánsson: ENDUR OG GÆSIR A BtJNAÐARÞlNGI voru til meö- ferðar mál, sem snerta villigæsir og fækkun þeirra, svo og hugsan- lega ræktun gæsa og anda sem búgreina aö einhverju marki. Umræöur um þessi mál voru loft- kenndar, svo ekki sé fastar aö oröi kveðiö, og að verulegu leyti út i hött. Má telja vel viöeigandi að fram komi hliöstæöa umrædds efnis eins og atburöarööin gerist á þessu sviöi hjá Norðmönnum, en rannsóknir þessara mála hafa fariö þar fram fyrir skömmu og vel þess vert aö segja frá niður- stööum þeirra I eftirfarandi. —o— 1 ýmsum löndum, þar sem bú- menning er að nokkru metin, hefur alifuglaræktun i vaxandi mæli beinzt aö þvf að framleiða hænsnakjöt, nánar tiltekið kjúk- lingakjöt, fremur en annað fugla- kjöt, af þvi að til þeirrar fram- leiðslu eyðist minnst fóður á hverja einingu kjöts. 1 öðru lagi hefur tæknivæðing þjóðanna haft i för með sér minnkandi neyzlu fitu i matvælum, jafnvel skapað andúö á feitmeti, eðlilega vegna þess að orkubrennsla til erfiðis fer fram i vélum og i ört minnk- andi mæli i liffærum fólksins. Norðmenn höfðu áður fyrr — eins og Norðurlandaþjóðir aðrar — umtalsverða ræktun anda og gæsa, sem minnkað hefur að marki siðari árin. Til þess *að komast að raun um forsendur umræddrar hnignunar á þessu sviði i Noregi og til að skoða ný viðhorf ákvað landsráð alifugla- ræktenda að skipa „ræktunar- nefnd” i þágu þessara mála. Arið 1973 starfaði 5 manna nefnd við athuganir á ræktun anda, gæsa og kalkúna og i sambandi við hana markaðsmálin i kringum kjöt- framleiðslu þessara tegunda. Skýrsla um niðurstöður rann- sóknanna var gefin út siðastliðið ár og er vel viðeigandi aö segja frá nokkrum atriðum úr þeirri skýrslu, þvi að telja má liklegt, að ályktanir getum við dregið af vissum atriðum til stuðnings mál- stað þeim, sem hagrænn getur hugsazt ef til hliðstæðrar ræktun- ar kemur hér á landi. Forsendur í inngangi er gerð grein fyrir þvi, að vist megi telja ýmsar for- sendur fyrir andfuglaræktun i Noregi, ekki bara viðunandi heldur og hagrænar. Ýmiss konar úrgangur og nýtist vel i andfugla- fóðrunogsvo getur gras og afurð- ir þess verið meiri hluti fóðursins en gerist um aðra alifugla. Ræktun anda, gæsa og kalkúna, er næsta takmörkuð i Noregi og litlar llkur til að notkun og nýting þessara alifugla eflist að ráði né njóti til þess opinbers stuðnings fram yfir það, er nú gerist. Eigi að sfður getur verið viðeigandi að reka þessa ræktun á skipulegri hátt en nú gerist, segir þar. BRflun RAFTÆKI Eldhúsprýði og heimilishjálp KM-32 hrærivél MP-32 með 400 w. mótor, MX-32 ávaxta- og 2 skálum, hnoðara Multi- berjapressa. og þeytara. Mixari. Kr. 18.105 Fjölbreytt úrval aukatækja fáanlegt fyrir KM-32 og MX-32. Sími sölumanns og viðgerðarþjónustu 1-87-85 Póstsendum um allt land. BRAUN-UMBOÐIÐ RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF Símar 1-79-75/76 Ægisgötu 7 — Reykjavik zi Framíeiðslan Nefndin komst að þeirri niður- stöðu, aö af samanlögöu magni fuglakjöts i Noregi árið 1973 , 8,01 millj. kg. samtals, nam gæsakjöt 70tonnum eða 0,87%, og andakjöt 21 tonni eða 0,26%. Hins vegar nam kalkúnakjötsframleiöslan 339 tonnum eða 4,23% og hún fer ört vaxandi. Af samanlögöu verð- mæti allrar alifuglaframleiðslu i Noregi umrætt ár, nam gæsakjöt- ið 0,29% en andakjötið 0,06%, eða með öðrum orðum hreinir smá- munir, sem ekki er útlit fyrir að eflist að ráði. Með tilliti til inn- flutts magns af kjötvörum kalkúna, gæsa og anda, er ekki hægt að gera ráð fyrir að aukning innlendrar framleiðslu þurfi að nema meira en 20—25% til þess að fullnægja neyzluþörf. Þróun og öfugþróun i stofn- stærðum gæsa, anda og kalkúna um undanfarin 40 ár má lesa af eftirfarandi tölum: Endur.......................... Gæsir.......................... Kalkúnar....................... í rannsóknum sinum komst umrædd rannsóknarnefnd að niðurstöðum um framleiðslu- magn hinna nefndu tegunda fuglakjöts svo sem linuritið sýnir. Til samanburðar er viðeigandi að geta þess. að framleiðsla kjöts af holdakjúklingum i Noregi hefur á sama tima aukizt úr svo sem 100 tonnum i 4.600 tonn. Það fer ekki milli mála, að þar er hagfræðin ráðandi og þar er framleiðslan aukin með tilliti til eftirspurnar á almennum markaði, með öðrum orðum sagt: Þar ráða einnig neyzluvenjur. Fóðrið Frá sjónarmiði Islendinga getur komið til álita hvort í þessu sambandi skal minnzt a kalkúna, enda þótt gera megi ráð fyrir, að kjöt þeirra sé eftirsótt- ara en kjöt sundfuglanna. En við ræktun þeirra er naumast um notkun annars fóðurs að ræða en kraftfóðurs. öðru máli gegnir um andfuglana: endur og gæsir Þeir geta að verulegu leyti lifað af gróffóðri, þegar miðað er við stofninn, en aðeins að litlu leyti þegar um ræðir ungfugla til kjöt- framleiðslu. Þær fóðurtegundir, sem hæfa til fóðrunar anda og gæsa, eru: Gras og grænfóður, rótarávext- ir, matarleifar og kraftfóður. Hve mikinn hluta fóðursins má nota af þvi, sem heima er aflað á bújörð hvers bónda, er ýmsu háð, en einkum hlutfallinu milli verð- lags á kjötinu og fóðrinu. Stofn- gæsirnar má fóðra að langmestu leyti á grasi, votheyi og álika fóðri, endurnar að meira leyti á úrgangi frá heimilishaldi og fisk- stöðvum, en unga til slátrunar að- eins að nokkru á nefndum fóður- tegundum, og eigi varan að vera við hæfi neytenda mun nákvæm- lega hið sama gilda hér og annars staðar, fiskúrgang eða fóður með fiskfeiti má ekki nota siðasta mánuðinn fyrir slátrun, og ein- mitt þann mánuð þarf að ala ung- fuglana á kraftfóðri. Og það gildir raunar bæði um endur og gæsir, að vaxtarskeiðið verður þeim mun lengra sem fóðúr þeirra er gróffóðurblandaðra á fyrsta vaxtarskeiði. Meta verður verð fóðursins á uppeldisskeiðinu, en uppeldi unga gæsa og anda að mestu á kraftfóðri til að skapa skilyrði til að þeim megi slátra markaðshæfum 14—15 vikna gömlum, en láti menn nægja að ungarnir gangi sem grasbitir, til svo sem 20 vikna aldurs, þá þarf að ala þá á kraftfóðri svo að segja einu saman siðasta mánuðinn, ef kjöt þeirra á að verða góð mark- aðsvara, og það skeið er dýrt. Er þá miðað við stofna þeirra anda og gæsa, sem langræktaðar hafa verið, en ekki tegundir villi- 10.738 7.175 7.673 5.789 2.076 9.353 5.438 6.063 5.555 7.118 6.321 4.877 5,447 4.635 3,0.813 fugla, sem naumast eða ekki kemur tii greina að rækta á hag- kvæman hátt, fremur hér en ann- ars staðar. Við tilraunir og athuganir i grannlöndum okkar hefur það _sýnt sig hagkvæmt að fóðra gæsa- unga með gróffóðri að mestu til 16 vikna aldurs og ala þá siðan 3—5 vikur með korni að mestu. Með þessu fyrirkomulagi megi þá spara 10—15% af kraftfóðri miðað við að ala ungana til slátrunar 14—j5 vikna að aldri. Markaðsmálin Hve mikill markaður er hér á landi fyrir fuglakjöt af þvi tagi, sem hér um ræðir? Þvi er vand- svarað. A meðan svo að segja ekkert er á markaði af þeirri vöru er auðvitað unnt að selja nokkurt magn, þegar gæðin eru við hæfi neytenda. Hátiðamatur og veizlumatur eru tilbrigði frá hversdagsleikan- um og að vissu marki er eðlilegt og sjálfsagt að rækta umrædda fugla til þess að unnt sé að bjóða kjöt þeirra á markaði. En þeir mega ekki vera fitaðir i fjörunni, eins og svo oft hefur gerzt og kjöt þeirra þannig gert að óæti, eða þefurinn af steikinni verði sá ódaunn, sem valdi þvi að skrokkur fuglsins fari beina leið i sorptunnuna i stað munna og maga veizlugesta, svo sem dæmi eru til. Við borðum sundfugla i rikara mæli en flestar þjóðir aðr- ar. Hve þröngur eða rúmur markaður er fyrir kjöt af öndum og gæsum til viðbótar veit vist enginn. Framleiðsla Norðmanna af gæsa- og andakjöti, 91 tonn ár- lega og til viðbótar innflutt, eða Tonn Fuglakjötsframleiðsla Norðmanna, önnur en kjúklingakjöt, á árunum 1959—1973. Ar...................................... 1929 1939 1949 1959 1969

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.