Tíminn - 14.03.1976, Side 12

Tíminn - 14.03.1976, Side 12
12 TÍMINN Sunnudagur 14. marz 1976 Útboð Tilboð óskast í að rifa trébryggju i Hafn- arfjarðarhöfn. Bryggjan er um 150 metra löng og 12 metra breið. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæj- arverkfræðings, Strandgötu 6, Hafnar- firði. Tilboð verða opnuð á sama stað, mánu- daginn 22. marz 1976 kl. 11 f.h. Hafnarstjórn Hafnarfjarðar. Skiptafundur i þb. Flugfélagsins Air Viking h.f., sem tekið var til gjaldþrotameðferðar með úr- skurði uppkveðnum 2. þ.m., verður hald- inn i skrifstofu borgarfógetaembættisins að Skólavörðustig 11, herbergi nr. 10 á III. hæð, þriðjudaginn 23. þ.m. kl. 10 árdegis. Ræddur verður hagur búsins og tekin ákvörðun varðandi tilboð i flugvélar i eigu þess. Skiptaráðandinn i Reykjavik 12. marz 1976. Austur-Húnavatnssýsla íbúðir fyrir aldraða Hafin er bygging ibúða fyrir aldraða á Blönduósi i tengslum við Héraðshælið. Ákveðið hefir verið að þeir, sem hefðu áhuga á, geti tryggt sér leigurétt með þvi að lána fé til byggingarinnar þ.e. greiða leigu fyrirfram. Þeir sem vilja sinna þessu, hafi samband við undirritaðan sem fyrst. Sýslumaður Húnavatnssýslu Jón ísberg. Byggið ykkar eigin bát Nú er rétti timinn til að panta og smiða bát i fristundum fyrir sumarið — og spara þannig mikið fé. Við útvegum teikningar i fullri stærð. Grindur og úrvals tilsniðið efni, tilbúið til samsetningar. Kynnið ykkur verð og biðjið um mynda- lista. Sveinn Benediktsson: Markaðsmál í deiglunni ÍSLAND er harðbýlt land og hafa landsmenn oft mátt á þvi kenna. Sjávaraflinn við strendur lands- ins og lax- og silungsveiði i ám og vötnum hafa gert landið byggi- legt, Landbúnaðurinn einn hefði ekki megnað að halda við byggð landsins i 11 hundruð ár. Hvort tveggja þarf að haldast i hendur, ásamt nýtizku iðnaði, fiskvernd og fiskrækt. Ekki kopist verulegur skriður á efnahagsframfarir landsins fyrr en sjávarútvegurinn færðist i nýtizku horf fyrir atbeina fram- farmanna, er brutu isinn, i skjóli þess takmarkaða stjórnfrelsis, sem þjóðin hafði fengið fyrir at- beina Jóns Sigurðssonar, forseta og fleiri stjórnmálaskörunga. A fyrsta áratug 20. aldarinnar gerðist allt i senn, að Islendíngar hófu sildveiðar með reknetum og herpinótum. Hafin var útgerð nýtizku togara og smárra vél- báta. Islenzkur sjávarútvegur var i örri þróun, þegar fyrri heim- styrjöldin brauzt út. Þrátt fyrir eyðileggingar styrjaldarinnar og kreppu, sem henni fylgdi, reis sjávarútvegur- inn upp með miklum bióma 1924, þegar Halamiðin fundust út af ísafjarðardjúpi. Saman fór mok- afli hjá togurum og ágætt verð á saltfiski. Verzlunareinokunin, sem stofn- sett var árið 1602, hafði ásamt siglingabanninu, er henni fylgdi, komið tslendingum á nátrén. Verzlunin var ekki gefin frjáls að fullu og öllu fyrr en árið 1854. Varð það landi og lýð til heilla. Jón Sigurðsson var aðal baráttu- maðurinn fyrir verzlunarfrelsinu. OOO Svipull er sjávarafli. Er þess skemmst að minnast, þegar al- gjörlega tók fyrir veiði vorgots- sildarinnar, sem veiðzt hafði fyrir Norður- og Austurlandi um tangt skeið i þeim mun rikari mæli sem veiðitækni óx, eftir þvi sem lengra leið fram á 20. öldina. Árið 1966 námu útfluttar sildar- afurðir um 44% af verðmæti heildarútflutnings landsins. Sildveiðarnar brugðust 1967 og 1968hrapallega bæði á fjarlægum miðum að sumrinu og heima- miðum fyrir Austurlandi að hausti. Sildveiðarnar fyrir Suður- landi fóru sömu leiðina á næstu tveim árum. A árunum 1967-’68 féll verðlag á hraðfrystum fiski og fleiri útflutningsvörum stór- kostlega. Jafnframt várð mikil hækkun á framleiðslukostnaði vegna dýrtiðar þeirrar, er fylgdi I kjölfar hinnar miklu hækkunar á oliu, sem varð haustið 1973, samfara styrjöld Egypta og Arabaþjóða við Israel. Á árunum 1967-’68 gerði rikis- stjórn og Alþingi ýmsar efna- hagsráðstafanir, sem mörgum þótti orka tvimælis, þegar þær voru gerðar, en allir sáu eftir á, að gert höfðu þessi glfurlegu áföll, sem þjóðin varð fyrir, bæði léttbærari og skammvinnari en ella hefði orðið. Bjartari horfur i viðskiptamálum heimsins Talið er, að viðskipti i veröld- inni hafi dregizt saman um meira en 6% á árinu 1975. Hins vegar er þvi spáð, að heimsviðskipti mmuni á þessu ári aukast aftur um svipaðan hundraðshluta og um nærri 10% á árinu 1977. Heimsframleiðsla var talin hafa minnkað á árinu 1975 um 2- 3%, þegar talin er verg fram- leiðsla einstakra landa. Er sam- drátturinn rakinn til fjárhags- örðugleika stórra iðnfyrirtækja. Gert er ráð fyrir, að framleiðslan vaxi um 4% á þessu ári og um 6% 1977. Á ráðstefnunni i Ramboulillet (sumarhöll forseta Frakklands skammt frá Versailles), sem haldin var af fremstu fjármála- mönnum hins vestræna heims og Japans, I siðustu viku nóvember- mánaðar 1975, var þvi lýst yfir og undirstrikað, að náttúruham- farir, styrjaldir og harðir stjórn- málalegir árekstrar þjóða á milli, geti gjörbreytt og spillt samstarfi iðnaðarþjóða á skömmum tima. Ef ekkert óvænt kemur fyfir, er talið að verulegur bati verði i efnahagsmálum hinna iðnvæddu þjóða á árinu 1976, hliðstætt þvi sem orðið hefur i Bandarikjunum á s.l. ári. Ansjovetuveiðar við Perú stöðvaðar Hinn 23. febrúar bárust þær fréttir frá Perú, að heildarveið- arnar á bræðslufiski hafi hinn 18. febrúar numið um 420.000 tonnum frá áramótum. Svari þetta til um 90.000 tonna af fiskmjöli og um 19.000 tonna af lýsi. Frá 1. febrúar hafa veiðar verið bannaðar á öllum veiðisvæðum nema 110 vegna þess hve ansjóvetan hefur verið blönduð kræðu (peladilles). Ekki hefur verið ákveðið hve- nær veiðar verða leyfðar aftur. Er tilkynningar um það vart að vænta fyrr en um 15. marz. Margir telja að Perúmenn hafi spillt framtiðarveiði siðar á árinu og næsta ár með kræðuveiðinni i janúarmánuði s.l., og með ofveiði fyrrihluta árs 1975. Endanlegar tölur liggja nú fyrir um það, hve Perúmenn veiddu mikið af bræðslufiski á s.l. ári. Nam aflinn alls um 3.1 milljón tonna og framleidd voru á árinu 1975 um 686.000 tonn af fiskmjöli i stað 1.1-1.2. milljón tonna, sem áætlað hafði verið að framleiða. Á seinni vertiðinni, sem hófst 6. október og stóð til loka desember voru aðeins framleidd um 30 þús- und tonn af mjöli. Versnandi veiðihorfur við Perú hafa styrkt verðið á fiskmjöli, en á móti þvi vegur betri uppskera á sojabaunum, mais og hvers konar fóðurmjöli og jurtaolium i Banda- rikjunum, Suður-Ameriku og víðar, en við hafði verið búizt. Hinn geigvænlegi uppskeru- brestur og fóðurskortur i Sovét- rikjunum hefur auk innkaupa á fóðurvörum frá Bandarikjunum verið leystur að verulegu leyti með fóðurvörukaupum frá Brasi- liu. V iðskiptas a mningur Póllands og Brasiliu í Financial Times 26. febr. 1976 er skýrt frá upplýsingum Reuters fréttastofunnar 25. febrúar þess efnis, að Pólland og Brasiliu hafi þann dag undirritað 5 ára viðskiptasamning. Skv. samn- ingnum á Brasilia að láta Pól- landi i té árlega 300.000 tonn af sojamjöli, 150.000 tonn af soja- baunum og 500.000 tonn af mais. Þessar og aðrar útflutningsvörur frá Brasiliu til Póllands eiga skv. samningnum að nema á þessu 5 ára timabili 1.6 milljarð dollara á hvora hlið til ársloka 1980. Brasilia selur sisal-hamp, castoroliu, kakao, kakaosmjör og hnetukjarna, hrisgrjón, frosið kjöt og frystan appelsinusafa. 1 staðinn flytur Pólland út til Brasiliu brennistein, áburð og ýmiss konar efni til lyfjagerðar i Brasiliu. óðaverðbólgan og s j á varút vegurinn 1 ályktun, sem siðasta Fiski- þing samþykkti i einu hljóði siðast I nóvember 1975, segir svo m.a. „Hinar gifurlegu framkvæmdir á vegum hins opinbera siðustu þrjú árin, sem margar hverjar eru óarðbærar, hafa verið mjög verðbólguaukandi. Einnig hafa yfirborð i kaupgjaldsmálum hjá rikinu sjálfu, miklar og hraðar framkvæmdir á vegum þess, stuðlað að hinu sama. Ýmsar stofnanir rikisins greiða hærra kaup en almennt gerist auk margvislegra hlunninda, sem þær veita starfsmönnum sinum i hvers konar friðindum, sem undirstöðuatvinnuvegirnir ekki megna að bjóða starfsfólki sinu.” OOO Eins og tekið hefur verið fram af forustumönnum Alþýðusam- bands Islands og Vinnuveitenda- sambandsins, sem nú eru að ganga frá samningum um kaup og kjör eftir tveggja vikna verk- fall, miðast samningar þeir, sem nú er verið að ganga frá, við það að halda tekjum verkafólks og þeirra, er trygginga njóta, i þvi horfi hvað kaupmátt snertir, sem verið hefur á árinu 1975. Lifeyris- sjóðakerfinu hefur verið gjör- breytt til hins betra skv. tillögum Guðm. H. Garðarssonar. Kaupgjald og allur rekstr- arkostnaður sjávarutvegsins hefur margfaldazt á siðustu 3-4 árum. A tveim siðustu árum hafa afurðir sjávarútvegsins fallið stórlega i verði um leið og til- kostnaðurinn á sjó og landi hefur vaxið hraðfara. Komið var i veg fyrir stöðvun á s.l. ári með greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins, en nú er svo kom- ið, að sjóðurinn er að mestu tóm- ur og hefur rikissjóður orðið að taka ábyrgð á greiðslum hans. Siðustu tvær vikur hafa sölu- horfur á islenzkum sjávarafurð- um i Bandárikjunum batnað nokkuð frá þvi, sem þær voru, þegar lakast horfði þar vestra á s.l. ári og árinu 1974. Hefur þessara áhrifa gætt viða. Meðalverð á fyrirframseldu lýsi var á s.l. ári US $ 510,- 515 tonnið cif, en er nú um 200 dollurum lægra en þá. Cif-verð á fiskmjöli er nú heldur hærra en 1975. Mark- aður á fiskmjölinu hefur verið óstöðugur og Umsetning litil vfðast hvar. OOO 1 kjölfar þeirrar hækkunar, sem varð á fiskmjöli, lýsi og flestum sjávarafurðum á árinu 1973 fylgdi hækkun á öllum til- kostnaði á sjó og i landi. Þvi fór það svo, þegar mikið verðfall varð á útflutningsvörum sjávarútvegsins ásamt oliu- kreppunni, sem komst i algleym- ing haustið 1973, að íslendingar voru varbúnir að mæta þessum áföllum. Vegna batnandi viðskiptakjara og ört hækkandi kaupgjalds á árinu 1973 hafði, þrátt fyrir óstöð- ugt verð á útflutningsvörum, gripið um sig óskhyggja og bjart- sýni langt úr hófi fram, fyrst hjá fjölmiðlum, siðar hjá almenningi og helztu stjórnmálamönnum landsins. Allt kaupgjald i landinu var stórhækkað með almennum samningum um kaup og kjör i febrúarmánuði 1974. Ráðizt var i hverja stórframkvæmdina af annarri og Alþingiskosningar látnar fara fram i júlímánuði 1974. Sjálfstæðisflokkurinn og Al-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.