Tíminn - 14.03.1976, Qupperneq 13

Tíminn - 14.03.1976, Qupperneq 13
Sunnudagur 14. marz 1976 TÍMINN 13 Úr dreifibréfi Félags íslenzkra fiskmjölsframleiðenda nr. 2/1976 þýðubandalagið urðu sigurvegar- ar i kosningunum. Ný stjórn var mynduð i ágústlok 1974 af Sjálf- stæðisflokki og Framsóknar- flokki. Tók hún við miklum vanda i efnahags- og utanrikismálum og hruni flestra fiskstofna vegna of- veiði. Þessi vandamál er stjórnin að glima við. Það er ósk yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar, að stjórninni auðnist að leysa giftu- samlega þann margþætta vanda, sem nú steðjar að. Framtið þjóð- arinnar veltur á þvi, að ekki sé rasað fyrir ráð fram. Breytingar á sjóðakerfi sjávarútvegsins. A undanförnum árum hefur verið sivaxandi óánægja með sjóðakerfi fiskiskiptaflotans. Við gerð samninga um kaup og kjör sjómanna á bátaflotanum i marzmánuði 1975 fóru samninga- hefndir sjómanna og útgerðar- manna fram á það við rikisstjórn- ina að fram færi gagngerð endur- skoðun á lögum og reglum um sjóði sjávarútvegsins, innbyrðis samhengi sjóðanna við skipta- verð og aflahlut áhafna. S.l. vor skipaði sjávarútvegs- ráðherra nefnd i þessu skyni. 1 nefndinni eru 10 menn undir for- ustu Jóns Sigurðssonar, hagrann- sóknastjóra Þjóðhagsstofnunar- innar. Auk hans eru i nefndinni 2 fulltrúar frá hverju eftirtalinna félaga og sambanda: Sjómanna- sambandi Islands, Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, Landssambandi isl. útvegsmanna og einn fulltrúi frá hverju eftirtal- inna félaga: Alþýðusambandi Vestfjarða, Alþýðusambandi Austfjarða og Félagi isl. botn- vörpuskipaeigenda. Hinn 19. janúar 1976 skilaði nefndin itarlegu áliti. í framhaldi af þessum tillögum voru lögð fram á Alþingi i byrjun febrúar þrjú stjórnarfrumvörp, sem gera ráð fyrir að fella úr gildi hið eldra sjóðakerfi fiskiskipa og setja nýtt i staðinn. öll voru þessi frumvörp sam- þykkt og hafa nú verið auglýst sem lög og eru prentuð i Stjórnar- tiðindum nr. 4, 5 og 6 1976. Megin efni laga þessara er: 1. Lækkað er tillag i Stofnfjár- sjóð fiskiskipa, sem tekið er af óskiptum afla úr 15% i 10%. 2. Útflutningsgjöld af loðnuaf- urðum lækka úr 17,9% i 6% af fob- verðmæti. Einnig er ákveðin lækkun á útflutningsgjaldi af öðr- um sjávarafurðum niður i 6%. 3. Gjald er sett á gasoliu og Nýtt verð á loðnu til bræðslu. Á fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins 29. febr. s.l. brennsluoiiu, sem nemur kr. 1,33 á hvert kg. og skal það innheimt með aðflutningsgjöldum. Kemur þetta gjald I stað söluskatts af gasoliu til fiskiskipta, sem niður er felldur. Tekjum af gjaldi þessu verður varið til niðurgreiðslu á oliuverði I sveitum og þorpum, sem ekki hafa hitaveitu og til greiðslu I okrusjóð. Tekjur af útflutningsgjöldum þeim, sem rikissjóður innheimtir skiptast þannig: var ákveðið eftirfarandi lág- marksverð á loðnu til bræðslu eft- irgreind timabil á loðnuvertið 1976: kr. 3.70 kr. 3.40 kr. 3.10 kr. 2.80 kr. 2.25 kr. 2.25 Auk þess greiði kaupendur 10% af skiptaverðinu i stofnfjársjóð og kr. 0.10 fyrir hvert kg I loðnuflutn- ingasjóð frá 16. til 29. febrúar og kr. 0.05 frá 1. til 14. marz. Verðið er uppsegjanlegt með 4 daga fyrirvara. Verðið var ákveðið af odda- manniog fulltrúum seljenda gegn atkvæðum kaupenda. Oddamaður lét bóka eftirfar- andi: „Akvörðun þessi er tekin á þeirri forsendu, að rikisstjórnin beiti sér fyrir ráðstöfun á vett- vangi verðjöfnunarsjóðs eða meö öðrum hætti, sem fullnægjandi geti talizt til að tryggja rekstur veiða og vinnslu.” Fulltrúar kaupenda létu bóka eftirfarandi: „Meirihluti yfirnefndar hefur við verðákvörðunina sniðgengið þau meginatriði, sem lögð skulu til grundvallar hverri verðá- kvörðun, samkvæmt lögum um Verðlagsráö sjávarútvegsins, en þess ? stað samþykkt kröfur sjó- manna og útvegsmanna um ákveðið lágmarksverð á loðnu til bræðslu, er þeir hafa sett sem skilyrði fyrir undirritun kjara- samninga. Verður að vita slika málsmeðferð meirihluta yfir- nefndar, er starfar sem fjölskip- aður dómur. Við mótmælum eindregið þess- ari verðákvörðun, þar sem enn er aukið á rekstrartap verksmiðj- anna og fjárhagsstöðu þeirra stefnt i algjört öngþveiti, nema þær úrbætur, sem stjórnvöld hafa gefið fyrirheit um verði verulegar og komi skjótt til framkvæmda.” 1 yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Daviðsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Páll Guðmundsson og Tryggvi Helgason af hálfu seljenda og Guðmundur Kr. Jóns- son og Jón Reynir Magnússon af hálfu kaupenda. Frá 16. til 22. febrúar, hvert kg........ Frá 23. til 29. febrúar, hvert kg........ Frá 1. til 7. marz, hvert kg............. Frá 8. til 14. marz, hvert kg............ Frá 15. til 21. marz, hvert kg........... Frá 22. marz til loka loðnuvertiðar, hvert kg 1. Til Aflatryggingasjóðs % a) Almenndeild..............................................22 b) Áhafnadeild .............................................26 2. Til greiðslu á vátryggingakostnaði fiskiskipa, samkvæmt reglum sem sjávarútvegsráðuneytið setur....................27 3. Til Fiskveiðasjóðs Islands og Fiskimálasjóðs a) Lánastarfsemi............................................21 b) Styrkveitingar Fiskimálasjóðs........................... 0,9 4. Til sjávarrannsókna og Framleiðslueftirlits sjávarafurða, skv. reglum sem sjávarútvegs- ráðuneytið setur ..................,....................... 2,3 5. Til Landssambands isl. útvegsmanna........................ 0,4 6. Til samtaka sjómanna skv. reglum sem sjávarútvegsráðuneytið setur .............................. 0,4 Samtals 100.0 27.2.1976 29/2 1974 VINNUVELAR TIL SÖLU Jarðýtur: Cat. 6B, 4D, IH TD-14, BTD-8. Gröfur: HY-MAC 580, BRÖYT X-2, JCB-3C og 3D, J.D. 400. Payloaders: IH H30, Michigan 75A og 85. Snjóplógur fyrir vörubil, traktorpressur steypuhrærivél- ar, vörulyftarar. BÍLKRANAR: 12tonn, 20 tonn, 25 tonn og 30 tonn. Tökum i umboðssölu allar geröir vinnuvéla. — Útvegum erlendis frá góðar vélar á hagstæðum verðum. Leitið nánari upplýsinga. RAGNAR BERNBURG — vélasala, Laugavegi 22, simi 27020, kvöldsimi 82933. Ferðaútvarp og segulband 3 bylgjur Innbyggður, mjög næmur hljóónemi. Sjálfvirkt stopp á segulbandi. Sjálf- virkupptaka. Rafhlöðumælir. Lang- Dylgja, miðbylgja og FM bylgja. C.rown stendur fyrir sínu. Verð: 38.950.- Tækið er hægt að stilla þannig að það taki upp eftir ákv. tíma. Crown CRC 502 vekur yður með útvarpinu eða segulbandinu. Þér getið sofnað út frá tækinu, því það getur slökkt á sér þegar þér óskið. Hægt er að taka beint upp á segulbandið úr út- varpinu án aukatenginga. Crown CRC 502 er hægt að tengja við plötuspilara og taka beint upp. Inn- b/ggður spennubreytir f. 220 volt. Gengur einnig f. rafhlöðum. Innbyggður hljóðnemi. Skipholti 19, við Nóatún sími 23-800 Klapparstig 26 simi 19-800 Sólheimum 35 sími 33-550

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.