Tíminn - 14.03.1976, Qupperneq 15

Tíminn - 14.03.1976, Qupperneq 15
Sunnudagur 14. marz 1976 TÍMINN 15 góða menntun og upplýsingar um kynferðismál svo að þær geri sér fulla grein fyrir þvi hvenær þær vilja eignast börn og hve mörg. Nauðsynlegt er að viðurkenna störf uppalandans eða uppalend- anna sem þjóðfélagslegt framlag istað þess einsognú er, að litið er á það sem hjáverk. Lögð var áherzla á, að konur tækju virkari þátt i félagslegri stjórnun. Varað var við tilhneig- ingum til kyngreiningar i hinum ýmsu störfum. Það er beinlinis talin vera skylda verkalýðsfélaganna að vinna að áætlanagerð um jafn- réttismál og koma sér upp ákveð- inni stefnu á þvi sviði. Það hefur gefið góða raun að skylda ráðuneyti til þess að gefa árlega út skýrslu um ástandið i jafnréttismálum eins og það er hverju sinni á hinum ýmsu svið- um. Þetta þýðir það i fyrsta lagi, að þá verða valdhafar að hafa vakandi auga með þvi, að farið sé eftir, lögum i þessum efnum og i öðrulagi á þá almenningur greið- an aðgang að nauðsynlegum upp- lýsingum um jafnréttisstöðu sina á hverju sviði. Mikilvægt er að konur taki virkan þátt i störfum fjölmiðla og beiti kröftum sinum til að af- nema, á jákvæðan hátt, hina röngu glansmynd sem viða hefur verið gefin af konunni. Æskilegt þykir að koma á fram- færi I fjölmiðlum nákvæmum og hlutlausum upplýsingum um stöðu konunnar alls staðar i heiminum. Það er I þágu allra manna, að fjölmiðlum verði beitt þannig, að þeir stuðli að friði og skilningi milli manna um viða veröld. TÍMINN hafði stutt viðtal við einn isienzku fulltrúanna, Ingu Birnu Jónsdóttur, og bað hana lýsa þinginu i A-Berlin. — A Berlinarráðstefnunni voru fulltrúar ýmissa frjálsra félaga- samtaka og er þar helzt að nefna verkalýðshreyfingar úr öllum heimshlutum, sagði hún. — Til dæmis var formaður einnar starfsnefndarinnar þarna Enrico Casterina sem er formaður Al- þjóðaverkalýðssambandsins. Þarna var einnig Horace Perera frá Sri Lanka (áður Ceylon) en hann er forstjóri allra aðildarfé- laga Sameinuðu þjóðanna og hef- ur aðsetur sitt i Genf, hann hafði orð á og lýsti áhuga sinum á að heimsækja fsland. Einna tilkomumestir fundust mér þó Indiánarnir vera. Ég var svo heppin að kynnast tveimur þeirra, annarri frá Kaliforníu og hinni frá Kanada. — Einn daginn var okkur boðið á uppskeruhátið i litlu þorpi rétt hjá Potsdam I Werder. Þarna voru skemmtiatriði, söngur og dans og veitt jarðarberjavin. Bæjarstjórinn, sem er kona, hélt tilkomumikla ræðu, slátrarinn söng einsöng og æskulýðurinn söng sina popptónlist. Þegar við vorum að fara af þessari skemmtun, sté kanadiska Indi- ánakonan upp á sviðið og söng af slikri snilld að gestirnir vildu helztekki sleppa henni af sviðinu aftur. — Þvf miður voru ekki allar stundir ráðstefnunnar gleðistund- ir, heldur Inga Birna áfram. Það vakti reiði og hryggð fulltrúa, þegar konur frá sumum Suð- ur-Ameríku, Afriku og Asiu rikj- um lýstu þeim viðurstyggileguog vansæmandi lifsskilyrðum sem fólk býr við vegna misréttis og ógnarstjómar. í E1 Salvador er skriðdrekum beitt á stúdenta, i Chile eru pyndingar I fangelsum daglegt brauð alþýðunnar og i Suður Kóreu mega einstæðar mæður standa á götuhpmum og- betla sér til lífsviðurværis. — Starfsnefndin sem þú vannst i? — Já, hún hét Jafnrétti sam- kvæmt lögum og i reynd. Þar hélt ég ræðu, og sagði frá þeirri at- hyglisverðu rannsókn sem hér var gerð á vegum þjóðfélags- fræðideildar Háskóla Islands um jafnrétti kynjanna og eins sagöi ég frá kvennafrideginum, en þetta gerði ég vegna þess að ég trúi á þá aðferð að koma upplýs- ingum á frámfæri. Sem dæmi um það hve konur tóku þessa ráð- stefnu alvarlega og með mikilli einurð, er að einn brezki fulltrú- inn, reyndar fulltrúi samvinnu- hreyfingarinnar f Bretlandi, kvað uþp úr með það að það væri ekki bara skömm Breta það sem er að gerast i Irlandi I dag, heldur skömm alls heimsins. Hún lýsti yfir þeirri skoðun sinni að brezki herinn i Irlandi ætti ekki að vaða þar um allar götur og egna fbú- ana til átaka heldur ættu þeir að halda sig innan girðinga og gripa i taumana einungis ef hætta væri á blöðbaði. kvenna Berlín Helvi Sipilia, höfundur kvennaársins, og varaaðalritari Sameinuðu þjóðanna, flytur ávarp sitt á kvennaráðstefnunni. HÁR ER HÖFUÐ PRÝÐI Hárkollur, toppar og fléttur í úrvali. Nýkomnar sendingar frá London, París og Kaupmanna- höfn. Hárprýöi er eina sérverslun landsinsá sviði.Tekur viö af GM Búöinni, Laugavegi 8. Hár:A. pryoi V >/Sérverslun V __^Glæsibæ Reykjavík Sími 32347 PÓSTKRUFU' aug lysing_ FRÍMERRI í STAÐ FERÐAR í BÆINN LEVÍS GALLABUXUR SNIÐ 522 Vinsamlegast sendið mér Levi's gallabuxur I þeirri stærð sem merkt er við.— MITTIS- MÁL 25 26 . 27 28 29 30 31 32 33 34 36 Q Q V) LL UJ CC 34 36 * w NAFN: HEIMILISF: 1 n Levrs a Levrs r laugavegi 89-37 hafnarstræti 17 10353 12861 13303 Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.