Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 14. marz 1976 TÍMINN 17 margt komið fram til styrktar kenningu hans, bæði frá rann- sóknum i tilraunastofum óg mæl- ingum i andrúmsloftinu. Nú er kenning hans yfirleitt talin sönn- uð, þótt enn sé kýtt um það, hve hættan sé i rauninni mikil. Snemma á siðasta ári gaf ame- riska visindaakademian frá sér itarlega skýrslu, sem i einu og öllu studdi kenningar Johnstons. Þar kemur fram að 100 hljóðfráar þotur af núverandi gerð þynni ósonið um 0,02%, lOOslikar vélar, sem framleiddar verða á næstu árum, muni minnka það um 0,2, og 100 hljóðfráar Concorde eða rússneskar Tu-144 um 0,7%. Eitt hundrað hljóðfráar þotur, sem Bandarikjamenn höfðu áætlað að framleiða, hefðu getað eytt ósoninu um 3,0%. Mismunurinn liggur fyrst og fremst f mismunandi hæð, sem þessar vélar fljúga i, og hve mikið magn af eldsneyti þær nota. En þessar tölur má ekki taka alveg fyrirvaralaust, sérstaklega hvað snertir þær vélar, sem fljúga um það bil undir neðstu lögum háloft- anna,þarsem erfiðasterað segja fyrir um hreyfingar andrúms- loftsins. Hljóðfráar þotur, sem eru stærri en nýja Concorde farþega þotan, og við megum búast við að framleiddar verði i framtiðinni, munu hafa veruleg skaðleg áhrif á ósonið. Bandarikjamenn höfðu miklar áætlanir á prjónunum i sambandi við framleiðslu á slik- um vélum, en lögðu þær alveg á hilluna fyrir nokkrum árum. Vel má vera áð þeir taki þær nú aftur fram i dagsljósið, ef sýnt verður að framleiðsla nýju Concordevél- arinnar gengur vel og gefur af sér stundargróða. 1 skýrslu akademiunnar er einnig minnzt á þær afleiðingar, sem eyðing ósonsins getur haft i för með sér. (Þær eru vitanlega þær sömu, hvort heldur eyðingin er af völdum flugvéla eða flúorkarbóns). Alvarlegustu áhrifin, sem geta orðið af þessum sökum, er aukn- ing i tiðni húðkrabbameinstil- fella. Tvær megintegundir af húð- krabba eru algengastar. önnur gerir helzt vart við sig hjá fólki, sem komið er yfir miðjan aldur. Hún er sjaldan banvæn, að þvi til- skyldu, að hún sé uppgötvuð og meðhöndluð timanlega, en hún tekur sig oft upp aftur og aftur og getur framkallað slæm likams- lýti. Dánartalan er einn á móti hundrað. Hin tegundin — Mel noma — er öllu alvarlegri, en hún er jafnframt sjaldgæfari. 1 Bandarikjunum eru sárafá tilfelli árlega, og yfirleitt öðlast tveir af hverjum þremur sjúklingum bata. Samkvæmt skýrslunni mun sérhver eins prósents rýrnun á ósoninu leiða til tveggja prósenta aukningar i húðkrabba. Ef áframhaldandi ofnotkun verður á úðunarbrúsum, munu sjúkdóms- tilfellin i Bandarikjunum einum þúsundfaldast á næstu árum. Það eru ekki allir, sem samþykkja réttmæti tölulegra niðurstaðna skýrslunnar, og margir (þ.á.m. brezka veðurfræðistofnunin) telja þærsýna fullmikla svartsýni. Það er samt sem áður viðurkennd staðreynd, að ef notkunin á úðunarbrúsum verðureins og hún hefur verið siðustu árin, og hljóð- fráar þotur, grundvallaðar á nú- tima tækni, verða framleiddar i miklu magni, þá er lifi á jörðinni stefnt i voða. En tæknin getur vafalaust fundið einhverja leið út úr þess- um ógöngum, þegar fram liða stundir. Köfnunarefnissamböndin, sem eru i útblæstri flugvélanna, myndast vegna feikilega hás hitastigs. Breytingar á gerð vél- anna gætu þess vegna orðið til þess, að myndun þessara efna- sambanda yrði margfalt minni. En þessar breytingar yrðu dýrar, og þrátt fyrir að þær yrðu mann- kyninu til góða, er óvist hvort ráðamenn legðu út i slikan kostnað. Hvað flúorkarbóni viðvikur, þá kemur að þvi, að notkun þess verður takmörkuð. Beint bann við þvi myndi hafa viðtækar fjár- hagslegar afleiðingar og valda atvinnuleysi fjölda fólks. Það er þóvarla nokkur vafi á þvi, að við- unandi lausn mun finnast innan fárra ára. Þrátt fyrir að vandamálið, sem felst i mengun andrúmsloftsins verði leyst, þá hefur það sýnt okk- ur, hve mikilvægt það er að við séum vel á verði gagnvart þeim hættum, sem tækniframförum fylgja, og látum þær ekki vaxa okkur yfir höfuð. (Þýtt og endursagt JB) Pipuþanar — undirstöðukefli o.fl. Tilboð óskast v/kaupa á eftirtöldu efni f. Gufuveitu Kröfluvirkjunar. 1. Pipuþanar (belgþenslustykki) þvermál 250-800 m/m. 2. Undirstöðukefli undir pipur, pipuþvermál 350-700 m/m. 3. Undirstöðuplötur undir pipur, pipuþvermál 350-700 m/m. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri fimmtudaginn 8. april 1976, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 SKIP — SKIP — SKIP Eigendur bóta og skipa athugið! Fjöldi aðila hafa beðið okkur á útvega sér skip af ýmsum stærðum til kaups. I sumum tilfellum er um mjög fjársterka kaupendur að ræða. Höfum til sölu: 4-11-36-38-71 tonna tréskip. 308-335 tonna stálfiski- skip. Einnig mjög vandað nýtt tréfiskiskip 30 tonna, tilbúið til af- hendingar i júni n.k. Eigendur að stórum, góðum linu- og togskipum athugið! Höfum fjársterka erlenda kaupendur að þessum tegundum skipa nú þegar. Þorfinnur Egilsson lögmaður, Vesturgötu 16, 3ju hæð, Simi: 21920 og 22628. -HUSftNftUST SKIPA-FASTEIGNA OG VERÐBREFASALA VESTURGÖTTJ 16 - REYKJAVIK Befri yfirsýn yfir reksturinn Addo bókhaldsvélar aSstoða stofnanir og fyrirtæki um allt land við að fylgjast með rekstrinum. Addo er löngu þekkt fyrir gangöryggi, léttan áslátt og hljóðláta vinnslu. Vélarnar má programera fyrir ólíkustu verkefni, svo sem launabókhald, birgðabókhald, viðskiptamannabók- hald, svo eitthvað sé nefnt. Með sjálfvirkum spjaldíleggjara má auka færsluafköst um 40%. Fullkomin þjónusta, kennsla og aðstoð við uppsetningu á bókhaldi ef óskað er. Leitið nánari upplýsinga um verð og gerðir. \ KJARAINIhf skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, simi 24140

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.