Tíminn - 14.03.1976, Qupperneq 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 14. marz 1976
Höndunum við framleiðslu-
störfin má ekki fækka
Seinleg og
mannfrek
samningagerð
Meginverkföll ársins fjöruöu út
fyrir hálfum mánuði. Eftir langar
setur, miklar vökur, togstreitu,
bið og þras, féll allt snögglega i
ljúfa löð, og menn gátu pungað
taflið og haldiö heim af skipta-
fjörunni — sumir með létt trúss,
en aðrir drápsklyfjar, i nær þvi
réttu hlutfalli við það, hve
myndarlegar klyfjar höfðu áður
verið fluttar heim á merinni.
Nú er samningalúinn að mestu
úr þvi fjölmenni, sem bældi stöl-
ana og mældi göngin á Loftleiða-
hótelinu, og eitthvað af nefndun-
um, sem látnar voru hafa lengsta
bið, án þess að nokkur yrti á þær,
kannski búnar að koma sér upp
nýjum spilum, svo að eitthvað
megi hafa til dundurs, þegar ný
lota hefst með þessar löngu og
ströngu setur, sem virðast sjálf-
sagður undanfari þess, að ioks
komi úr djúpinu, hvaða kjara-
samninga menn vilja gera, likt og
jarðlifið i táradalnum er forspil
himnasælunnar.
Það kvað vera lýðræðið i land-
inu, sem býður og skipar, að
svona skuli þessu vera varið, og
þar með er sá, sem aldrei hefur i
Loftleiðahótelið komið, náttúr-
lega mát. Hann þorir hvorki að
æmta né skræmta — i hæsta lagi,
að hann hugsi með sér, án þess að
láta það uppi við nokkra sál, að
mikið fjandi megi þétta lögmál
lýðræðisins vera strangt, ef
óhugsandi sé að fremja eitthvað
af þessum þrásetum og ganga-
mælingum áður en út i verkföll er
komið. Litilfjörlegt brjóstvit má
sin ekki mikils andspænis hag-
fræði, lögfræði, togstreitfræði,
tölvisi, sálfræði, klófestuvisind-
um, þófaramennt og öðrum
náðarmeðölum, sem krydda orðið
kjarasamningagerð svo listilega.
I stuttu máli sagt: Nú er runnin
önnur öld heldur en þegar
karlarnir i Dagsbrún börðust fyr-
ir sinu við atvinnurekendavaldið
og létu þykkar og sigggrónar
hendur skipta, ef til þess þurfti að
koma.
Ekki var þó fyrir öll verkföll
girt með vökunum miklu. Nokkr-
ar eftirhreytur hreppum við hér
og þar um landið, og er enn á
huldu, hversu sá hali verður lang-
ur og digur. En það getur orðið
kostnaðarsamt að draga hann
lengi á eftir sér, einkanlega ef
framleiðslugreinar á þeim land-
svæðum, sem drýgst eru i fram-
lögum i þjóöarbúið, verða hart
úti.
Vinnusiðferði
og aðhald
Ekkiverður hér fjallað um það,
hversu réttlátir eru þeir kjara-
samningar, sem tekizt hafa, þótt
grátbroslegtsé, ef einhverjir hóp-
ar landa okkar og samþegna
hreppa i kjölfar þeirra viðlika
kauphækkun út á prósentureglu
og fólki i lægstu launaflokkum er
ætlað i heildarkaup. Fram hjá
hinu verður lika sveigt, hvemig
atvinnuvegirnir eru i stakk búnir,
eins og nú tíðkast að segja, til
þess að standa fyrir sinu. Um
þetta hefur margt verið sagt —
fyrir verkfall og eftir verkfall og
meðan á verkföllum stóð —, en
ályktanirnar verið nokkuð mis-
munandi, bæði eftir þvi hver tal-
aði og hvenær var talað.
En það eru til atriði, sem miklu
skipta fyrir kjör og kaupgjald i
landinu, þegar til lengdar lætur,
og þó verið haft hljótt um alla
jafnan.
Eitt slikra atriða er, hvernig
unnið er. 011 vitum við, að i land-
inu er margt dugnaðarforka, sem
bæði vanda vinnu sina og sækja
hana fast. En við erum lika byrg
að slæpingslýð, sem ekki verður
við atorku og samvizkusemi
kenndur. I timavinnu ber þess
konar veikafólk jafnmikið úr být-
Cr sútunarverksmiöju Iðunnar á
um og hinir, sem aldrei draga af
sér, og þegar öllu er á botninn
hvolft, er þetta fólk hemill á kaup
og kjör i landinu. Vegna slælegra
vinnubragða þess, óvandaðra
vinnubragða eða litilla afkasta
(og oft hvort tveggja), verða
fæjri og verri vinnueiningar af
hendi inntar af heildinni fyrir
hverjar hundrað þúsund krónur,
svo að einhver tala sé nefnd.
Þetta fólk er vinnufélögum sinum
verst, og stétt sinni.
Við þvi er að visu ekkert að
segja, þótt afköst séu i' minna
lagi, ef i hlut á burðalitið fólk eða
vanheilt — það ber að virða, ef
það vinnur eftir sinni getu, og
væri ranglátt og ósiðlegt að gera
meiri kröfur. En sé þetta full-
hraust fólk og með venjulega
burði, er það vargar i véum. Það
er undir aðhaidi komið, að það
sjái að sér og geri betur, sjálfu
sér til aukins manndóms og sam-
félaginu til farsældar.
Og þá er komið að þvi, sem mig
undrar: Sjá verkalýðsfélögin sér
ekki framtiðarhag i þvi að stuðla
að góðum vinnubrögðum og
sæmilegum vinnuafköstum?
Enginn hefur betri aðstöðu til
þess en verkalýðsfélögin sjálf að
rótfesta vinnusiðferði, og traust
vinnusiðferði er fyrst og fremst
þeirra hagur, þegar fram i sækir,
þó að atvinnurekandinn kunni að
hafa mestan hag af þvi i fyrstu
lotu. Að vel sé unnið, er undir-
staða þess, að vel verði borgað
siðar meir.
Hvers vegna i ósköpunum ber
þetta svo sjaldan á góma sem
raunin er?
Þótt svo viða megi finna at-
vinnurekendur og forstjóra og
aðra yfirboðara á vinnustöðum,
er engan gaum virðist gefa þvi,
hverjir vinna vel og hverjir illa
eða sýna að minnsta kosti ekki i
neinu, að þeir geri þar mun á,
mega vinnustéttirnar sjálfar ekki
lita fram hjá þvi, að góð vinnu-
brögð er hagur þeirra sjálfra og
veigamikil rök til stuðnings þvi,
að þeim megi betur borga en gert
er.
Akureyri.
Kökusneiðarnar
og brenglun
atvinnuskiptingar
Annað er það, sem jafnan er
forðazt að minnast á: Mikilvægi
þess, að eins margir og efni
standa til starfi innan frumgreina
framleiðslunnar og svokallaðra
úrvinnslugreina. Undir fjölda og
afköstum þessa fólks á þjóðin
það, hvað á skiptavöll kemur. Við
höfum ekki af neinu öðru að taka
en verðmæti framleiðslunnar til
lands og sjávar og þeirri verð-
aukningu, sem fæst við úrvinnslu,
þegar hráefni eða hálfunninni
vöru er breytt i aðra verðmeiri.
Með þessu er auðvitað ekki
sagt, að fólk, sem gegnir öðrum
störfum, vinni ekki fyrir mat sin-
um — langt frá því. En fáist mun
fleiri við verzlun, bankastörf eða
önnur skrifstofustörf en nemur
raunverulegri vinnuþörf á slikum
sviðum, er verið að sóa starfs-
orku fólks og rýra það, sem til
skipta gæti verið. Raunverulegar
þjóðartekjur aukast ekki um
hætishót, þótt þúsund menn væru
teknir og settir til starfa i ein-
hverjum stofnunum, ef það þjón-
aði ekki nauðsyn samfélagsins,
heldur minnkuðu þær þvert á
móti, svo fremi sem þessir menn
væru að meira eða minna leyti
teknir frá framleiðslustörfum eða
úrvinnslustörfum.
Fráhvarf frá framleiðslugrein-
um og úrvinnslugreinúm og of-
vöxtur annarra starfsgreina i
landinu þýðir þess vegna einfald-
lega minna til skipta og raun-
verulegra, frjálsra umráða af
þessari svokölluðu köku, sem all-
ur styrinn hefur staðið um,
hvernig sneiða skuli. Brenglun
eðlilegra hlutfalla leiðir til þess,
sem allir ættu að vilja forðast:
Meiri tilkostnaðar við samfélag
okkar en eðlilegt og heppilegt er
og lakari lifskjara en áður, þegar
allt hefur verið greitt, mælt og
talið. Sizt af öllu höfum við efni á
þess konar brenglun, þegar þau
kjör, sem við sætum i samskipt-
um við aðrar þjóðir, eru okkur
óhagstæð að meira eða minna
leyti, og alltaf er hún óæskileg.
Hvert stefnt hefur má ráða af
þvi, að árið 1973 voru skattfram-
teljendur, sem aðalatvinnu höfðu
af opinberri þjónustu, orðnir
12.502, en höfðu árið 1971 verið
11.311. Vafalitið héfur fjölgunin
verið svipuð frá árinu 1973 til
1975. Þegar þess er svo gætt, að
svokölluð þjónustustarfsemi á
vegum einkaaðila hefur einnig
aukizt stórlega á sama tima,
vaknar sú spurning, hvort hér
kenni ekki ofrausnar. Er þetta
samfélaginu nauðsynlegt og hef-
ur það efni á þvi, að þeim fækki
stöðugt hlutfallslega, sem vinna
við framleiðslugreinar og úr-
vinnslugreinar og leggja þjóðinni
ihendur verðmætin, sem hún hef-
ur af að lifa?
Þar hallar á
Það er alkunna, að framlag
hvers einstaklings til þjóðarbús-
ins er ákaflega misjafnt eftir
landshlutum og byggðarlögum.
Það er langminnst að meðaltali á
hvern mann, þar sem fjölbýlast
er, kannski aðeins þritugasti hluti
þess, sem gerist i smæstu
byggðarlögum úti á landshorni.
Það er óralangt frá þvi, að Rvik.
standist Breiðdalsvik, Súða-
vik eða Grimsey snúning, þegar
að þvi kemur, hvað hver einstak-
lingur leggur mikinn gjaldeyri i
þjóðarbúið að meðaltali. Þetta
stafar af þvi, hversu fáir hlut-
fallslega starfa þar að marg-
nefndum frumgreinum og úr-
vinnslugreinum atvinnulifsins og
hversu margir eru að fást við
þjónustustörf alls konar, viðskipti
og skrifstofumennsku. Og þeim
virðist fram á þennan dag hafa
hraðfjölgað á kostnað hinna, er
framleiðslustörfum gegna. Af
þeirri fjölgun framteljenda i
opinberri þjónustu, sem til var
vitnað frá árinu 1971 til ársins
1973, kom hvorki meira né minna
en 75% á Faxaflóasvæðið.
Þannig skerðist enn hlutur
þessa svæðis, þegar upp er gert,
hvaðan hin raunverulegu verð-
mæti koma — það er að segja út-
flutningsvaran og sú framleiðsla
innlend, sem við getum fætt okk-
ur með og klætt og notað við hús-
byggingar og mannvirkjagerð og
kostað með menntun okkar,
heiisugæzlu og stjórnsýslu.
En það er geigvænlegt, að
mesta fjölbýli landsins skuli
dragastþannig aftur úr i þátttöku
við raunverulega verðmæta-
myndun.
Hlutverk A.S.Í. í
fortíð og framtíð
t siðustu viku voru sextiu ár lið-
in frá stofnun Alþýðusambands
íslands. Það verður seint nóg-
samlega virt og metið, hvaða þátt
veikalýðshreyfingin hefur átt i
þvi að bæta lifskjör almennings i
landinu, auka mannréttindi og
glæða samkennd. Ásamt öðrum
fjöldahreyfingum, svo sem sam-
vinnuhreyfingunni, bændasam-
tökunum og ungmennafélags-
hreyfingunni framan af öldinni,
hefur hún bókstaflega umskapað
tsland.
Auðvitað verður það framvegis
sem hingað til eitt af meginverk-
efnum A.S.t. að heyja sitt strið
fyrir kaupi og kjörum þeirra
stétta, sem innan þess eru, og
halda uppi virðingu þeirra. En
það er eitt af þvi, sem vel verður
að gæta til þess, að vinriandi fólk
geti borið þolanlegan hlut úr být-
um, að yfirbygging mannfélags-
ins verði ekki að þrúgandi þunga,
sem heimti óhóflega mikið af
starfsþreki og f jármunum alþjóð-
ar — að þeir verði ekki hlutfalls-
lega allt of fáir, sem vinna við
sjávarútveg, iðnað og landbúnað,
þvi að þar er þó og verður grund-
völlur afkomunnar.
— JH