Tíminn - 14.03.1976, Síða 19

Tíminn - 14.03.1976, Síða 19
Sunnudagur 14. marz 1976 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Iielgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiösiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 800.00 á mánuði.. Blaðaprent h.f. Að standa fast við sitt Það er mannlegur breyskleiki að vilja halda þvi, er menn hafa náð tangarhaldi á, þótt með röngu sé. Þetta sannaðist á Bretum i fjölda nýlendna, og þetta sannast á þeim á Islandsmiðum. Þeir hafa ekki látið sér segjast, þó að þeir fengju umþóttunartima með samningunum 1973, og nú láta þeir eins marga togara og þeir geta komið á miðin, skarka með óhemjulegum tilkostnaði við vernd grúa herskipa og dráttarbáta á alfriðuðum svæðum, i þvi skyni að gera sem mestan usla i fiskstofnum. 1 þokkabót er vænn skerfur aflans ekki manná- matur, þegar komið er með hann til. Bretlands. Samtimis stefnir óðfluga að þvi, að tvö hundruð milna auðlindalögsaga hljóti fulla viðurkenningu, og sjálfir tala Bretar tungum tveim, þvi að þeir heimta annan rétt sér til handa á heimamiðum sinum en þeir vilja unna Islendingum. Af þessum sökum meðal annars snýst al- menningsálitið i heiminum æ greinilegar gegn Bretum, og fleiri og fleiri, sem á annað borð kunna einhver skil á þessari landhelgisdeilu, játa opin- skátt að þvilikt framferði hefði Stóra-Bretland ekki leyft sér i skiptum við neina aðra þjóð en þá, sem sökum smæðar sinnar hlýtur að eiga i vök að verjast. Þrátt fyrir reginmun á liðskósti og vöpnabúnaði, gerast þær raddir sifellt háværari meðal Breta sjálfra, að þorskastriðið við íslendinga sé tapað, og hyggnir menn i þeirra hópi hafa kveðið upp úr með það, að frekar eigi að draga úr kröfunum en verða af samningum. Vikuritið Economist er dæmi um þetta, en i því mátti lesa á dögunum hvatningu þess efnis, að skárra væri að reýna að semja nú við Geir Hallgrimsson, þótt um litið væri, heldur en eiga mann á borð við Ólaf Jóhannesson, sem ekki kæri sig um samninga, eins og að orði var komizt, yfir höfði sér seinna. Að sjálfsögðu hefur það haft gifurleg áhrif meðal stjórnmálamanna i Vestur-Evrópu og Bandarikj- unum, að þeir hafa haft af þvi efalausar spurnir, að sivaxandi fjölda íslendinga finnst lítið hald að vera i Atlantshafsbandalaginu og leyfa herstöðvar i landinu, ef þaðan er engrar verndar eða liðsinnis að vænta, er okkur riður loks á þvi, að þátttakan sé að minnsta kosti til nokkurra fiska metin. Skyndi- lokun herstöðva á Reykjanesskaga og i Hornafirði átti sinn þátt I þvi, að mörgum hefur orðið þetta ljóst, og þá jafnframt, að nú muni orðið torvelt að finna fimmtiu og fimm þúsund íslendinga, sem vildu andmæla þvi með undirskrift sinni, að herstöðvar yrðu lagðar niður I áföngum, úr þvi þær nýtast okkur ekki, þegar mest liggur við. Nú siðast hafa stjórnarvöld látið kanna, hvers konar hraðbátar væru okkur gagnlegastir til eflingar landhelgisgæzlunni, og var talið, að bezt hentuðu bandarisk gæzluskip af Ashville-gerð eða litlar sovézkar freigátur af Mirka-gerð. I fram- haldi af þessu hefur verið farið fram á, að Bandarikjastjórn láti okkur i té gæzluskip af hinni fyrrnefndu gerð, og mun það hafa mikil áhrif á hugarfar íslendinga, hvort sú fyrirgreiðsla fæst. Hitt er svo dapurlegt að til skuli islenzkir stjórnmálamenn, sem hampa þvi einmitt nú, að Islendingar muni aldrei segja skilið við Atlants- hafsbandalagið, hvað sem i skerst, eins og Gylfi Þ. Gislason gerði algerlega að þarflausu I Kaup- mannahöfn á dögunum. Hér er meira i húfi en svo, að slikar yfirlýsingar og slíkt hugarfar eigi við. — JH. TÍMINN Norman Cousins, Long Island Humphrey gæti tekið forustuna En þó ekki fyrr en að forkosningum loknum Kennedy neitar enn HEIÐARLEGIR menn eru ef til vill ekki allir sammála um réttmæti þessarar ákvörðun- ar. En það er i öllu falli rangt að segja að hann hafi álitið að Bandarikin gerðu rétt i þvi að halda styrjöldinni áfram. Allt þetta er að sjálfsögðu löngu liðið. Nú standa fyrir dyrum nýjar kosningar, og eftir atkvæðatölum að dæma, virðist bandariska þjóðin nú Frh. á bls. 39 Eftir fyrstu forkosning- arnar virðast öll forsetaefni demókrata, sem háfa gefið kost á sér, fallin frá, nema Carter, Jackson og Udail. Eins og er, þykir ekki ó- sennilegt, að þeir geti orðið nokkuð jafnir, þegar á flokksþingið kemur. Þvi aukast enn þær spár, að enginn þeirra verði fyrir valinu, en þingið skori þá á Hubert Humphrey að gefa kost á sér. Hinn þekkti ame- riski fréttaskýrandi, Nor- manGousins ræðir umþetta í eftirfarandi grein: EFTIR ÞVt sem forkosning- ar demókrata i Bandarikjun- um fara fram, ein af annarri, styrkist staða Huberts Humphrey óhjákvæmilega. Sú staðreynd, að i forkosningun- um hefur enginn frambjóð- andi skorið sig úr sem sigur- vegari, mun að öllum likind- um hafa þau áhrif, að Humph- rey öldungardeildarþingmað- ur verði orðinn liklegur til að hljóta útnefningu þegar á flokksþingið kemur. Að visu hefur hann ekki lýst sig keppanda að þvi marki, en mun ekki heldur ófús ef til þess kemur. Að sjálfsögðu er þetta allt háð þvi að öldungardeildar- þingmaðurinn Edward Kennedy meini i raun og veru þær yfirlýsingar sinar að hann gefi alls ekki kost á sér til framboðs. Enn sem komið er hefur ekkert bent til annars en óhætt sé að trúa þvi. Þvi virð- ast forlögin vera að búa sviðið fyrir Hubert H. Humphrey. Þó getum við vel trúað þvi þegar Humphrey segist ekki sækjast eftir útnefningu i verki. Þær yfirlýsingar eru i öllu heiðarlegar. A ARINU 1968 var Hubert Humphrey yfirbugaður. Lyndon B. Johnson hafði ekki i hyggju að láta fyrrverandi varaforseta sinn koma sér út úr húsi vegna Viet-Nam-styrj- aldarinnar. Þvi var það að LBJ sendi Humphrey þau skilaboð, að hann myndi ekki hika við það, ef nauðsynlegt reyndist, að standa á móti honum i kosningabaráttunni. Humphrey vildi binda endi á styrjöldina. Hann vissi að fyrir lá ekkert nauðsynlegra verkefni. Ég get borið vitni um að bak við tjöldin gerði Ilumphrey hann allt sem mögulegt var til að koma á samningaviðræð- um, sem stuðlað gætu að frið- samlegu samkomulagi. Að beiðni Johnsons forseta fór ég með Humphrey til austurlanda fjær meðan á sprengjuhléinu stóð i Viet Nam i janúar 1966. Tilgangur ferðarinnar var að kanna vilja N-Vietnama til samningavið- ræðna. Og reyndar tókst ferð- in vel, þvi að ákveðinn var dagur til að hefja viðræður við fulltrúa frá Hanoi. Daginn áður en viðræðurnar áttu að hefjast hófu þó banda- riskar flugvélar aftur sprengjuárásir á Viet-Nam og þvi var hætt við þær. MÉR VIRTIST að á þessum tima væri Johnson- forseti i eins konar haldi hjá þeim öfl- um innan rikisstjórnarinnar, sem fylgjandi voru áfram- haldandi styrjöld. Þeir, sem vildu ná friðsamlegu sam- komulagi, voru meðal ann- arra þeir Hubert Humphrey, Bill Moyers, McGeorge Bundy, Clark Clifford og George Ball. I hvert sinn sem málin þokuðust i átt til við- ræðna milli styrjaldaraðila, hóf herinn einhverjar aðgerðir á vi'gvellinum, svo sem sprengjuárásirnar á Hanoi, sem svo eyðilögðu alla frið- samlega þróun mála. Stefna hernaðarráðunauta Johnsor.s var sú að halda á- fram að þoka hernaðarlegum þrýstingi upp, i þeirri trú að Hanoi-menn myndu þreytast á baráttunni, leggja niður vopn og hætta. Þetta var fáránleg hugsun og enginn vissi það betur en Hubert Humphrey. Hann varð að velja milli þess að segja af sér og gagn- rýna yfirmann sinn opinber- lega, eða halda áfram stöðu sinni og reyna að gera hvað hann gæti innan frá. Hann taldi ekki að bein andstaða við forsetann gæti þjónað nothæf- um tilgangi eða væri til þess fallin að flvta lokum styrjald- arinnar. Þvi ákvað hann að vera kyrr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.