Tíminn - 14.03.1976, Page 20

Tíminn - 14.03.1976, Page 20
20 TÍMINN Sunnudagur 14, marz 1976 Sunnudagur 14, marz 1976 TÍMINN 21 Simo Milojevic, ritstjóri timaritsins Esperanto, og fram- kvæmdastjóri aðalskrifstofu Alþjóðlega esperantosambandsins I Kotterdam. Tlmamynd GE. f „ESPERANTO TENGIST FRAMTÍÐAR- VON MANNKYNSINS UM SÁTTFÝSI OG JAFNRÉTTI" segir Simo AAilojevic um esperonfo og heimsþing esperantisfa, sem haldið verður í Reykjavík á næsta ári / FYRIR SKÖMMU var staddur hér á landi einn af forystumönn- um esperanto-hreyfingarinnar i heiminum, Júgóslavinn Simo Milojevié. Á meðan hann dvaldist hér náöi blaðamaöur frá Tíman- um tali af honum og fékk að taka viðtal við hann, með góðri aöstoð Baldurs Ragnarssonar, kennara og rithöfundar, sem er mikill áhugamaður um esperanto og talar málið ágætlega. Sliks var lika þörf, þvi að blaðamanninum er sú tunga ekki töm, en aftur á móti vill Milojevié helzt ekki tala annað en esperanto, þegar hann á orðastað við blaða- og fréttamenn á ferðum sinum. Hér fer á eftir allt hið helzta, sem á góma bar, og það er von okkar, að lesendur Timans hafi nokkra skemmtan og fróðleik af lestrinum, þvi að vissulega er það ekki á hverjum degi, sem slikan viðmælanda rekur á fjörurnar. Átta hundruð tillögur um alþjóðamál Við byrjum á byrjuninni og spyrjum fyrst: — Iivert er upphaf esperanto-hreyfingarinnar i heiminum? — Þegar rætt er um uppruna alþjóðamáls, er rétt að byrja á þvi að tala um samskipti manna almennt. Þegar tveir menn eða fleiri, sinn af hverju þjóðerni, hittust og þurftu að skiptast á hlutum, var ekki svo ýkjamikil þörf á sameiginlegu máli. Menn gátu sýnt hver öðrum hlutina, sem þeir höfðu á boðstólum, og gertsig skiljanlega með bending- um og margs konar látbragði. En eftir þvi sem þjóðfélögin urðu flóknari, þeim mun meiri var þörfin fyrir tungumál, sem allir hlutaðeigendur skildu. Og þvi verðmætari sem vörurnar voru, Islando gastigos la 62an UKen 1977 er verzlað skyldi meö, þeim mun nauðsynlegra var að geta útskýrt gildi þeirra með orðum. Ef það væri svo, að hver þjóð vildi lifa innan sinna takmarka, væri ekki nein þörf á alþjóðamáli einsogesperanto. En eins og allir vita, er þetta ekki svona einfalt. Ef litið er til fornaldarinnar, kemur i ljós, að þar gegnir öðrú máli en um siðari tima þjóöfélög. Jafnvel sigrar landvinningaþjóð- anna i fornöld skipu ekki neinn tungumálavanda, þvi að hinar sigrandi þjóðir neyddu sinni tungu upp á hinar sigruðu. Á meðan mannfólkið skiptist i hús- bændur og þræla, kröfðust hús- bændurnir þess, að þrælarnir töl- uöu þeirra mál. Hugmyndir um alþjóölegt mál eiga þvi rætur að rekja til hugmynda um jafnrétti á milli manna og þjóða. Gildir það jafnt um esperanto og tilraunir sem gerðar hafa verið til þess að skapa sameiginlegt — alþjóðlegt — tungumál. — Hafa margarslíkar tilraunir verið gerðar? — Á liðnum öldum hafa komið fram um það bil átta hundruð til- lögur um alþjóðamál. Esperanto er ein þessara tillagna, og i raun- inni eina málið, sem náð hefur einhverri teljandi útbreiðslu, og er viðurkennt sem gilt alþjóða- mál. Esperanto kom fyrst fram á sjónarsviöið árið 1887, og þvi verður heimsþingið, sem haldið veröur i Reykjavik sumarið 1977, háð á niutiu ára afmæli málsins. — Er esperanto-hreyfingin jafngömul málinu sjálfu? — Hún er aðeins nokkrum mánuðum yngri. I vissum skiln- ingi má þó segja, aö hún sé eldri, þvi að hér er um að ræða hreyf- ingu til framdráttar alþjóölegu máli, og margir höföu alið með sér slikar hugmyndir, áður en esperanto varö til. Fyrsta esperanto-félagið var stofnað áriö 1889, en um raunverulega hreyf- ingu var þó naumast að ræöa fyrr en meö fyrsta alþjóðamótinu árið 1905. Það var haldið i borginni Boulogne-sur-Mer i Frakklandi. Það er eftirtektarvert, að esperanto hefur jafnan tekiö fjör- kippi eftir að miklir atburöir hafa orðið i veraldarsögunni, eins og til dæmis heimsstyrjaldirnar báöar, 1914-1918 og 1939-1945. Málið fékk mikinn byr undir vængi eftir seinni styrjöldina, og nú má segja að það standi traust- um fótum og eigi siauknum vinsældum og áhuga að fagna. Einstæð hreyfing, sem á itök meðal áttatiu og sex þjóða. Frá mörgum sjónarhornum séð er esperanto einstæö hreyfing I veröldinni. Það er einskis eign, engin þjóð getur eignað sér það annarri fremur, esperanto er hlutlaust mál, og styðst ekki við nein fjármálaöfl einstakra þjóða né heldur alþjóðleg. Sú „fjárfest- ing”, ef svo mætti segja, sem menn leggja i esperanto, er ekki peningalegs eðlis, heldur sið- ferðilegs: bróðurþelið. Þeir, sem styðja esperanto, hafa fyrst og fremst i huga bætt samskipti þjóða og einstaklinga. Segja má, að esperanto sé fremur hindrað af fordómum en að þvi sé hjálpað af velvilja og skilningi. Til samanburðar koma mér i hug erfiðleikar is- lenzku þjóðarinnar við að lifa i landi sinu. Þið eigið við margvis- lega erfiðleika að etja, óbliða náttúru og skilningsleysi annarra þjóða á sérstöðu ykkar. A þessu þurfið þið að sigrast, og á þessu hafið þið sigrazt, og lifið nú góðu lifi, að þvi er ég bezt fæ séð. — Mjög likt er þessu farið með esperantohreyfinguna. Hún á við margvislega erfiðleika að striða, og þarf að sigrast á þeim. — Eru til nokkrar tölur um þaö, hversu margt fólk i heimin- um kann esperanto? — Þessi spurning, og ýmsar henni líkar, heyrast oft, þegar esperanto berá góma. Ég er van- ur að svara henni á þá leið, að henni sé næstum ómögulegt að svara. Hitt er þó staðreynd, að menn reyna að svara henni, hver fyrir sig, og ýmiss konar svör hafa heyrzt. Sumir segja, að fimm milljónir manna kunni málið, aðrir eru vlsir til aö nefna átta eða tiu milljónir. Hið eina, sem við vitum með vissu, er skráður fjöldi félagsmanna i Alþjóðlega esperantosamband- inu, sem þó er aðeins örlitið brot þeirra esperantista, sem til eru i veröldinni. Til þess að gefa ofur- litla hugmynd um útbreiðsluna, Kápusiða tiinaritsins Espcranto. Textinn yfir myndinni þýðir á islenzku: „ísland býður heim sextugasta og öðru heimsþingi cspcrantista 1977.” má geta þess, að félagsmenn hreyfingarinnar eru nú dreiföir á meðal áttatiu og sex þjóða. — Hvernig teljið þér, að staða esperanto sé núna gagnvart hin- uin stóru tungumálum menningarþjóða, eins og til dæmis ensku, þýzku og frönsku? — Þótt hin svonefndu stóru mál, hafi mikil áhrif núna og séu viða töluð, þá þykir mér ekki lik- legt, að það haldist óbreytt til langframa. Staða þessara tungu- mála byggist fyrst og fremst á valdi þjóða, en nú bendir flest til þess að heimurinn þokist smám saman i réttlætisátt. Hugmyndir um jafnrétti á milli manna og þjóða fá sifellt meiri og meiri hljómgrunn, og þá er þess að vænta að valdið, sem er megin- stoð hinna stóru tungumála, muni vikja fyrir réttlætishugmyndum. Esperanto er kennt i skólum viða um heim — Eru nokkrar likur til þess að esperanto verði notað I staðinn fyrir ensku á alþjóðlegum vett- vangi, til dæmis á fundum Sam- einuðu þjóðanna? — Ég hef ferðazt mikið um heiminn og hef reynslu fyrir þvi, hve ensk tungaer gagnleg. Þegar ég var i Indlandi fyrir tiu árum, ferðaðist ég á fyrsta farrými járnbrautarlesta, en ég fann fljótt, að sú aðferð færði mér ekki þann ávinning, sem ég hafði ætl- azt til. Ég fór ekki til Indlands til þess að læra meira um Shake- speare eða aðra slika, en þannig voru einmitt umræðuefnin á fyrsta farrými, svo ég flutti mig yfir á þriðja farrými. A þriðja farrými hitti ég fyrir Indverja, sem gátu sagt mér frá indversk- um skáldum og rithöfundum og frætt mig um indverska menn- ingu. En um esperanto er það að segja, að framtið þess tengist óhjákvæmilega framtiö mann- kynsins. Ef framtiðin ber i skauti sinu atómstyrjaldir, kannski margar, á mannkynið ekki neina framtið fyrir sér, og esperanto þá auðvitað ekki heldur. Ef við aftur á móti verðum svo lánsöm, að samhjálp og samvínna á milli þjóða fari sifellt vaxandi, þá mun esperanto að sjálfsögðu eiga sér mikla framtið. — Er esperanto eða hefurverið námsgrein i skóluin á skyldu- námsstigi, einhvers staðar þar scm þér þekkið til? —- Það er hvergi skyldugrein svo ég viti, en engu aö siður er það kennt i skólum viða um heim. Siðastliðið ár lauk ég merkilegri þriggja ára kennslutilraun, þar sem esperanto hafði verið kennt i barnaskólum i löndum, þar sem eru talaðar tungur af mismunandi málaflokkum. Hér var um að ræða Búlgariu og Tékkóslóvakiu, þar sem töluð eru slavnesk mál, Ungverjaland, sem er sér á parti, Austurriki i germanska málaflokknum og ítalía i þeim rómanska. Árangur- inn af þessari tilraun var mjög uppörvandi, og nú er nýhafin önn- ur tilraun, sams konar i fimm öðrum löndum, Þýzkalandi, Frakklandi, Hoilandi, Grikklandi og Belgiu. Enn fremur er esperantokennt i nokkrum tugum háskóla viðs vegar um heim. — Er skynsamlegt fyrir smáþjóð eins og til dæmis ís- lendinga að kenna esperanto i skólum sinum? — Þeirri spurningu ættu Is- lendingar helzt að svara sjálfir, en það hlýtur að liggja i augum uppi, að litil þjóð, sem þarf að berjast fyrir menningarlegri og efnahagslegri tilveru sinni, — hún hefði einungis gott af þvi að inn- leiða esperanto hjá sér, þö ekki væri nema til mótvægis gegn áhrifunum frá hinum stóru mál- um i umhverfinu. — Myndi esperanto-hreyfingin hafa hug á þvi að stofna -til sam- starfs við islenzka skólamenn um það efni? — Slikt væri að sjálfsögðu æskilegt, en það er erfitt i fram- kvæmd. Fyrst þyrfti að mennta allmarga kennara til þess að kenna málið, og það tæki nokkur ár, kennslubækur, ætlaðar is- lenzkum nemendum þyrfti einnig að semja, og fleira mætti nefna, sem að undirbúningi lýtur. Allt tekur þetta sinn tima og þarfnast nákvæmrar athugunar, áður en hafizt er handa, en að sjálfsögðu er esperanto-sam- bandið til viðræðu um aðstoð eða fyrirgreiðslu, ef sliks yrði óskað. Bókmenntir á esperanto — Er langt siðan farið var að þýða bókmenntir á esperanto? — Það eru niutiu ár. Fyrsta raun málsins var einmitt i sam- bandi við þýðingar. Sjálfur höfundur málsins reyndi á þolrif þess með þýðingum, og siðan hefur stöðugt verið unnið að þýðingum á esperanto fram á þennan dag. Fyrstu ritin, sem tekin voru til þýðinga, voru ýmis fremstu verk heimsbókmennt- anna, svo ekki er hægt að segja, að ráðizt hafi verið á garðinn, þar sem hann var lægstur. Þar. voru höfundar eins og Shakespeare, H.C. Andersen, Gogol, Moliére og fleiri álika þekktir. Hvað sjálfan mig snertir, þá er ég menntaður á sviði bókmennta, svo að ég er út af fyrir sig ekki neitt stoltur af þvi að lesa höfunda eins og Shakespeare á esperanto, ég get lesið verk hans á ensku. Mér er miklu meira virði að geta lesið bókmenntir hinna smærri þjóða á esperanto, — þar á meðal islenzkar bókmenntir. — Það kynni að vera ómaksins vert vegna þeirra tslendinga, sem ckki vissu það áður, að við minntumst hér á sögu esperanto á tslandi, og þýðingar islenzkra bóka á esperanto. — Frumherji esperanto á Islandi var Þorsteinn Þorsteins- son, fyrrum hagstofustjóri, sem birti fyrstu islenzku kennslu- bókina i esperanto árið 1909. Sið- an birtust aðrar bækur i þessa sömu átt, og ber þar fyrst að nefna bækur Þórbergs Þórðar- sonar, kennslubækur i esperanto, og hið mikla verk hans Alþjóðamál og málleysur. Og fleiri hafa samið kennslubækur i esperanto, til dæmis Magnús Jónsson frá Skógi. Þegar telja skal islenzk bók- menntaverk, sem þýdd hafa verið á esperanto, má nefna úrval úr tslendingasögum, sem Baldur Ragnarsson þýddi, og tvær ljóða- bækur Þorsteins frá Hamri, sem Baldur þýddi einnig. Auk þess hafa birzt I esperanto-timaritum smásögur, þjóðsögur og ljóð sem ýmsir menn hafa þýtt á esperanto. Það hefur lengi verið draumur islenzkra esperantista að gefa út sýnisbók islenzkra bókmennta á esperanto, og þegar hefur veriö safnað verulegum drögum til slikra þýðinga. Islenzka esperanto-hreyfingin gaf á sinum tima út timaritið Voco de Islando eða Rödd Islands, þar sem birtar voru i rikum mæli þýðingar á is- lenzkum bókmenntum. — Iiefur mikið veriö frumsam- ið á esperanto? — Ahugi minn á esperanto vaknaði fyrstviö það að uppgötva frumsamdar bækur á málinu. Uppeldi mitt og menntun voru með þeim hætti, að ég hlaut að læra mörg tungumál. Þegar ég kynntist esperanto fyrst, var ég haldinn ýmsum fordómum gagn- vart þvi máli, en fordómarnir þokuðu, þegar ég kynntist bók- menntum, sem samdar höfðu verið á málinu. Þær sigruðu mig blátt áfram og unnu mig til fylgis við þetta tungumál. Tugir þúsunda bóka hafa komið út á esperanto, svo nú þegar er Víöa um hcini er esperanto kcnnt sem valgrein i skólurn. Hér þýzk stúlka i esperanto-tima. hægt aðtala um esperanto-menn- ingu. Og kjarni þeirrar menning- ar eru hinar frumsömdu bók- menntir á esperanto. Við erum stoltir af þeim ljóðum, sem ort hafa verið á esperanto, og sann- færing okkar er, að þau standist fyllilega samanburð við ljóðagerð á öðrum málum, hvaða mæli- kvarða sem beitt er. Skáld sem ort hafa ljóö á esperanto, eru dreifð um veröldina, allt frá Suður-Afriku til Sovétrikjanna, og ég vil ekki láta hjá liða að minna tslcndinga á landa þeirra, sem hefur ort ljóð á esperanto — ljóð, sem ég tel vera i fremstu röð frumsamins skáldskapar á esperanto. Það er Baldur Ragnarsson. Hann hefur frumsamið tvær ljóðabækur á esperanto, em báðar hafa komiö út erlendis, og hafa hlotið góða dóma þar. Enskan opnar hótelin, — esperanto hjörtun — Næst langar mig að vikja talinu að hcimsþingi esperant- ista, sein fyrirhugað er að halda i Reykjavik. — Já, það er rétt, að sumarið 1977, siðustu dagana i júli og fyrstu dagana i ágúst, veröur þing Alþjóðlega esperantosam- bandsins haldið i Reykjavik. Þetta þing er hið sextugasta og annað i röðinni, og einungis það sannar hina lönguhefð, sem þeg- ar hefur skapazt varðandi þessi þing. Við köllum þau gjarna heimsþing, enda sækja þau menn hvaðanæva að úr heiminum. — Gerið þér ráð -fyrir mikilli þátttöku að þessu sinni? — Að undanförnu hafá þátttak- endur að meðaltali verið um fimmtán hundruð, frá um það bil fimmtiu þjóðum. Persónulega býst ég viö, að til Reykjavikur komi á milli átta hundruð og þús- und manns frá nálægt fimmtiu löndum, eins og að undanförnu. — Er esperanto mikið notað af feröamönnum i heiminum yfir- leitt? — Já, það er mjög mikið notað af ferðamönnum, ogþá er um leið rétt að minna á það, að esperanto kemur miklu auðveldlegar á persónulegu sambandi á milli manna, heldur en önnur mál, sem notuð eru af ferðamönnum. Það hefur stundum verið sagt, að enskan opnaði hótelin, en esperanto heimilin og. hjörtun. Ferðamenn, sem binda sig eingöngu við stóru málin, til dæmis ensku, eru gjarna i hópum, elta leiðsögumann sinn og fá fyrirfram undirbúnar skýrslur um það, sem veriö er að sýna og skoða. Esperantistarnir tala aft- ur á móti meira saman, og persónuleg kynni verða nánari. Tveir menn, sem báðir tala esperanto, skynja hvor annan sem jafningja, þótt þeir séu sinn af hvoru þjóðerninu, af þvi að málið er hlutlaust. — Hins má lika geta, að það fer mjög i vöxt, að lönd og borgir gefi út bæklinga fyrir ferðamenn á esperanto. ,,Mér fannst ég vera kominn á aðra plánetu” — Að lokum langar mig að spyrja: Hvemig liztyðurá ísland og íslendinga, eftir aö liafa dval- izt hér þennan tima? — Þegar ég steig út úr flugvél- inni.fannst mér ég vera kominn á aðra plánetu. Þetta voru nú fyrstu áhrifin. Þvi miður hef ég ei geta ferðazt neitt að ráði um landið þessa fáu vetrardaga, sem ég hef verið hér, en þó hef ég komizt til Þingvalla og enn frem- ur hef ég getaö gert mér allljósa hugmynd um Reykjavik og nágrenni hennar. Ég verð að segja, að landiö kom mér mjög á óvart. Það er allt ööru visi en ég hafði gert mér i hugarlund. En um þjóöina er það aö segja, að ég held að Islendingar hljóti að vera einhverjir hraustustu og hug- djörfustu menn i heiminum. Þeir berjast við erfiða og duttlunga- fulla náttúru, en þeir berjast ekki gegn henni, i þeim skilningi aö þeir reyni að eyða henni. heldur þvert á móti. Þannig vinna þeir skipulega aö þvi að skapa betra og hollara umhverfi fyrir sig og niðja sina. Og Island er eini staðurinn i heiminum, fyrir utan heimili ömmu minnar i Júgóslaviu, þar sem ég hef fengið gott hangikjöt! — VS. Textf: Val Valgeir Sigurðsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.