Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 14. marz 1976 TÍMINN 23 ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ ^ >■ y Sigþór Pétursson: Landhelgisdeilan og brezkt almenningsólit Mikilvægasti vigvöllur brezku rikisstjórnarinnar i landhelgis- deilu þeirra við Islendinga er lygavigvöllur brezkra fjölmiðla. Áþessum vigvellierbariztum al- menningsálit brezku þjóðarinnar. Það verður að segja eins og er, að enn sem komið er virðist sú bar- átta ganga vel hjá brezku rikis- stjórninni, enda baráttan fremur auðsótt, en sú staðreynd segir fremur ófagra sögu af fjölmiðl- um, sem hafa viljað telja sig i hópi hinna beztu i heimi. Þar er lærdómsrikt, þó ekki verði sagt, að það sé ánægjulegt, að vera íslendingur I Bretlandi þessa dagana. Fyrir tslending sem trúir þvi I raun og veru að það sé mikils virði að „hafa ætið það sem sannara reynist” og af eðlilegum ástæðum þekkir flestar hliðar landhelgisdeilúnnar, er það ótrúlega erfitt að þurfa að horfa upp á meðhöndlun f jölmiðla hérna á þessu deilumáli. 1. Brezka þjóðin og þekking á landhelgis- deilunni Ég get ekki álasað brezkum al- menningi fyrir að láta ekki meira til sin heyra til þess að mótmæla ofbeldi Breta á tslandsmiðum. Ég hef fylgzt náið með fréttaflutningi og umræðum um þetta mál hérna i Bretlandi. Það liggur við að maður komist við þegar maður heyrir hálfan sannleikann, en hreinum lygum er dælt út úr fjöl- miðlum af ráðamönnum hérna svo það minnir helzt á aðferðir Göbblels á sinum tima. Eftirfarandi eru dæmi um þetta: I. Um það leyti sem samkomu- lagið um veiðar Breta innan 50 milnanna var að renna út kom Roy Hattersley fram i sjón- varpi, þar sem hann sagði að hann tryði þvi ekki að tslend- ingar létu ekki brezku togarana óáreitta þó þeir héldu áfram að veiða ásömuslóðum. Þaðertil einhvers að hafa samning sem hefur engin áhrif á ástandið hvort sem hann er i gildi eða ekki. Ef þessi framkoma er ekki móðgun við isl. stjórnvöld þá veit ég ekki hvað er. Þegar svo landhelgisgæzlan að sjálfsögðu gerði sitt itrasta til að fram- fylgja isl. lögum þá túlka brezkir fjölmiðlar það sem dæmium óvilja isl. stjórnvalda i garð brezkrar togaraútgerð- ar. Með hliðsjón af þvi sem á undan er gengið i landhelgis- deilum Islendinga og Breta þá má segja að íslendingum væri ekki láandi þó þeir grétu ekki yfir óförum brezkrar togaraút- gerðar, en það er ekki aðalatr- iðið. Það sem er mikilvægt er það að þetta var ef til vill fyrsta dæmið um hvemig brezk stjómvöld ætluðu að heyja sitt „þorska- strið” um brÁzt almennings- álit. t þetta skipti eins og oft siðan gefa brezkir fjölmiðlar visvitandi ranga mynd af þvi sem er að gerast. II. Aðaltalsmaður Breta i þessu máli, Roy Hattersley, kom ekki alls fyrir löngu fram i útvarpi þar sem almenningi var gefinn kostur á að leggja fyrir hann spurningar. t þætti þessum, sem sýndi þrátt fyrir allt ótrú- lega mikinn stuðning við mál- stað tslendinga, var svar R.H. við öllum spurningum, sem lutu að réttmæti aðgerða Breta I deilunni, það, að Islendingar væru að brjóta alþjóðalög. t sjónvarpsþætti skömmu siðar, semfjallaði um fiskiðnað Breta var hinn ágæti R.H. aftur kom- inn til að verja málstað rikis- stjörnarinnar. Einn þátttak- andinn i þeim umræðum, sem greinilega vissi um hvað hann var að tala, benti á að það væru engin alþjóðalög um landhelg- ismál og allar þjóðir, þar með taldir Bretar,hefðu fært út ein- hliða. Þó svo að R.H. hafi eytt heilli klukkustund i útvarpinu og reynt aftur þarna i sjón- varpinu við að hamra þvi inn hjá áheyrendum að tslendingar væru að brjóta alþjóðalög, fannsthonum ekki ástæða til að. svara þessari athugasemd. Þetta var fyrsta dæmið sem ég sá um að R.H. væri visvitandi að ljúga að brezku þjóðinni, og hið virta BBC, annað hvort af fávizkueða annarlegum ástæð- um, virtist una þessum mál- flutningi vel. III. Það má segja að þó svo að gengið væri út frá þvi að Bretar hafi aldrei haft neinn rétt til að veiða við Islandsstrendur þá væri fremur ósanngjarnt að segja þeim að hætta með hálfs árs fyrirvara. Þetta skilur hinn skarpi Hattersley, og þess vegna reynirhann að koma þvi inn sem röksemd fyrir aðgerð- um sinum að Bretar hafi dcki fengið nægan aðlögunartima, þó svo að hinn raunverulegi að- lögunartimi sem þeir hafa fengið sé nær 30 árum. Það er uggvænlegt hvað brezkir fjöl- miðlar hafa látið stjórnmála- menn, sem R.H., komast upp með óheiðarlegan málflutning i þessu máli. IV. Hattersley á röngum kanti: Til að gefa enn frekari afsökun á framferði Breta kom R.H. með dæmisögu. Honum hefur árnefa þótt dæmisagan góð, þvi hann sagði hana bæði I útvarpi og sjónvarpi. — Ef ákveðið væri að breyta umferðinni á brezkum vegum frá vinstri um- ferð til hægri I. okt. næsta haust, þá gefur það ekki neinu héraði heimild til að skipta yfir strax. — Hliðstæðan á að vera sú að það er svo gott sem afráð- ið að bæði Bretar og tslending- ar og fleiri þjóðir fái alþjóða- viðurkenningu á 200 milna efnahagslögsögu eftir hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Dæmisagan er náttúr- lega út i hött eins og við var að búastfrá þessum herbúðum, en maður hefði haldið að góður fréttamaður hefði spurt að gefnu tilefni hvort þetta atriði hafi ráðið viðhorfum Breta þegar Islendingar færðu út i 4 milúr, 12 milur, eða 50 milur. 2. Bretar og EBE Bretar nota að sjálfsögðu að- stöðu sina innan EBE til að reyna að þvinga þær þjóðir, sem þar eru, til stuðnings við sinn vonda málstað. Eitt atriði sem þar gæti orðið mikilvægt eru veiðar EBE-landanna innan brezkra 200 milna þegar þar að kemur. Þeir tala um að „fremja tslending” á EBE-löndunum. Þetta er undir- ferli, sem er tslendingum hættu- legt, þvi þau sámskipti, sem rikja á milli þjóðanna innan EBE eru gjörólik viðhorfum Islendinga til Breta. Innán EBE er það sam- komulag um sameiginleg efna- hags-og viðskiptamál, sem ræður þvi að aðrar þjóðir innan EBE fóru fram á að stunda veiðar inn- an brezku 200 mílnanna. 3. Ilræsni brezkra stjórnmálamanna Fyrir Islendinga hér i Bretlandi er varla eins erfitt að umbera nokkuð af þeim þvættingi, sem sagt er um landhelgisdeiluna og þá hræsni brezkra stjórnmála- manna, að reyna að koma þvi inn hjá brezku þjóðinni að tslending- ar séu árásarðilinn, og að þeir geri sinar árásir i skjóli smæðar sinnar. Ef nokkuð er dæmi um hreinan Göbbels-áróður þá er þetta það. Mér er nær að halda, að ef stærðarhlutföllin á milli ts- lendinga og Breta væru t.d. að- eins 1 á móti 10 i stað 1 á móti 250 þá væru tslendingar fullfærir um að halda þeim i skefjum með einu aðferðinni sem þeir skilja, þ.e. vopnavaldi. Mér vitandi hefur tsland ekki lýst yfir striði á hendur Bretum eða Bretar á hendur tslendingum. Ég fæ þvi ekki annað séð en brezki flotinn sé notaður til að styðja hreina ofbeldismenn i þvi að brjóta islenzk lög. Þó svo að ts- lendingar hafi góðan málstað þá er mikilvægt að það sé aldrei slakað á i upplýsingamiðlun og hvert tækifæri notað til að benda á hin raunverulegu sannindi i þessari deilu. Ég hef þvi miður ekki séð islenzk blöð siðan um áramót, en ef það er rétt túlkað að islenzkir ráðamenn séu farn- ir að tala um að halda uppi skæruhernaði á tslandsmiðum eins og sagt var i fjölmiðlum hér, þá held ég að það sé kominn timi til að menn staldri við og ihugi hvort þeir hafi ekki lesið The Times með einum of opnu hugar- fari. Látum Breta ekki hafa frum- kvæðið i að gefa hlutunum nafn. Það er aðeins einn sannleikur um ástandið á tslandsmiðum oghann er sá, að islenzku varðskipun eru hindruð i að framfylgja islénzk- um lögum af ofbeldismönnum i finum einkennisbúningum. Brezkir ráðamenn væru, þrátt fyrir allt, meiri menn, ef þeir gengju hreint til verks og segðu tslendingum strið á hendur. 4. Hræsni brezkra fjölmiðla Fyrir nokkrum dögum var grein i The Times eftir vel þekkt- an blaðamann hér I Bretlandi. Greinin fjallaði um skort á frelsi i Póllandi. Mér er alls ó- kunnugt um sannleiksgildi grein- arinnar, en hún bar viss einkenni þeirrar einfeldni að allt sé svart fyrir austan járntjald og allt hvitt okkar megin við þetta ljóta tjald, sem brezkir ihaldsmenn reyna nú allt hvað af tekur að endurreisa til að fela sitt getuleysi við að koma með jákvæðar hugmyndir til að takast á við þau vandamál, sem að Bretum steðja. Skömmu siðar heyrði ég svo I BBC-sjónvarpinu fyrirlestur sem haldinn var af háttsettum manni hjá BBC. Fyrirlesturinn var til heiðurs einum þekktasta útvarps- og sjónvarpsmanni Breta, sem látinn er fyrir mörgum árum, Ri'chard Dimbelly. Fyrirlesturinn var mjög góður og i honum minntist fyrirlesarinn meðal ann- ars á mikilvægi þess að fjölmiðlar leituðust við að segja sannleikann i hverju máli, allan sannleikann. Það voru reyndar þessi tvö atriði, sem hafa knúið mig til að skrifa þessar linur. Fyrir áramót sendi ég, i einfeldni minni, stutt bréf til að leiðrétta viss atriði i frétta- flutningi brezkra fjölmiðla um landhelgismálið. Bréfið var ekki birt. Skömmu siðar var bréf i The Times frá brezkum þingmanni, Patrick Wall, þar sem svo gott sem hvert einasta atriði i þvi bréfi var mistúlkun og lygar um islenzk málefni fannst mér að ég yrði að gera mitt til að leiðrétta slikan málflutning. Ég sendi þvi annað bréftil The Times. Það var heldur ekki rúm fyrir það þó svo aðþað bréf innihéldi ekkert nema leiðréttingar á mistúlkunum P.W. Sem sagt fyrrnefnd grein i The Times og hinn ágæti fyrirlestur i BBC gáfu ekki alveg sömu mynd af brezkum fjölmiðlum og með- höndlun þeirra á landhelgisdeil- unni. Ég vil að min persónulega reynsla af þvi komist á framfæri. Báðar sjónvarpsstöðvarnar hérna hafa verið með þætti, sem átt hafa að gefa mynd af bak- grunni landhelgisdeilunnar. Þættir þessir hafa i sjálfu sér ekki verið illviljaðir i garð tslendinga, en ég er ekki ennþá búinn að skilja það, að ein af mikilvægustu röksemdum tslendinga i deilunni sé sú að tómatsósa sé þrisvar sinnum dýrari á Islandi en á Bretlandi. Fréttamenn frá báðum stöðvunum fóru i innkaupaferð i Silla og Valda-verzlun. 5. Kynning á málstað tslendinga Mér er ekki kunnugt um hvað gert er til þess að skýra islenzkán málstað fyrir erlendum fjölmiðl- um. Ef það sem birzt hefur i brezkum fjölmiðlum gefur rétta mynd af þvi', sem þeim hefur ver- _ ið boðið upp á, þá er það harla lit- ‘ ið. Það má vera að það sé erfitt fyrir Islendinga að koma á fram- færi efni, sem skýrir það sem liggur að baki þessari þriðju eða fjórðu landhelgisdeilu. Ég vona hins vegar að málstaður íslend- inga hafi verið rækilega kynntur meðál annarra þjóða, þvi það ermeð stuðningiþeirra sem sigur verður unninn. —o— Að lokum vil ég segja það, að tslendingar hafi ekki metið rétt tvö atriði sem lúta að landhelgis- deilunni. I fyrsta lagi hafa þeir vanmetið Breta á þann ótrúlega hátt að of- meta þá. Islendingar hafa sem sagt gengið út frá þvi, að hið brezka „fair play” væri ekki ein- vörðungu þjóðsaga. Bretar eru I efnahagsörðugleikum þessa dag- ana sem kunnugt er. Á slikum timum virðast auðveldu og óheiö- arlegu lausnirnar miklu vinsælli, að minnsta kosti meðal brezkra stjórnmálamanna. t öðru lagi held ég að tslending- ar hafi vanmetið hlutverk sitt i al- þjóðlegum hafréttarmálum. Við skulum ekki gleyma þvi að islenzka þjóðin hefur sennilega gert meira en nokkur önnur þjóð til þess að knýja fram réttláta niðurstöðu i hafréttarmálum. ts- lenzka þjóðin hefur gert þetta, ekki með þvi að senda nefhdir á ráðstefnur, þó svo aö það sé fjarri mér að draga úr þýðingu slikra sendimanna, heldur með þvi að láta aldrei vopnað ofbeldi brjóta sig á bak aftur. Það hefur verið islenzka þjóðin, ekki stjórnmála- hetjur, með fullri virðingu þó fyrir þeim, sem staðið hefur af sér þessar árásir hins blinda og ó- mennska valds, sem Bretar hafa beitt, vald vopna og hræsni. 29.2. ’76 Sigþór Pétursson. Jörð óskast til kaups Félagssamtök óska eftir að kaupa jörð. F.kki bundið við ákveðinn landshluta. (Æskilegt að einhver veiðihlunnindi fylgi jörðinni.) —- Tilboð óskast sent Timanum. sem fyrst, merkt Falleg jörð 1895. Aðstoðarlæknir á Röntgendeild. Staðan veitist frá 15. april n.k. til sex mánaða. Laun samkvæmt kjara- samningum Læknafélags Reykjavikur og Reykjavikurborgar. Lausar stöður | í Borgarspítalanum w. 'X ’i; ji.. -Sr *.«y -Cv- i -r* -• -% • V * rV Félagsráðgjafi i Geðdeild. Staðan veitist eftir samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavikurborgar og Reykjavikurborgar. Aðstoðarlæknir á Endurhæfingadeild (Grensásdeiid). Staðan veitist frá 1. mai til sex mánaða. Laun samkvæmt kjarasamningum Læknafélags Reykjavikur og Reykja- vikurborgar. Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöð- um, skulu sendar viðkomandi yfirlækn- uni fyrir 1. april n.k. Þeir gefa jafnframt frekari upp- lýsingar. Reykjavik, 12.03. 1976. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. • k".i * ' Í:j\ . . v/- ;_V- • » »Vv ■ r; • •; >'. % i1;, > ý. . • /v* ; >>;. ; 'fj n •'I-V y -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.