Tíminn - 14.03.1976, Síða 26

Tíminn - 14.03.1976, Síða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 14, marz 1976 KVIKMYNDIR - - KVIKMYNDIR - - KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR - - KVIKMYNDIR — KVIKMYNDA- HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson Hálf öld spennu og ógna Lengsti glæpaferill án dóms, sem um er vitað Þaö er allt aö þvl regla hjá meistaranum, einkum hin siöari ár, aö sýna sig ofurlitiö I kvikmyndum sinum. Þaö má jafnvei lita á þessi stuttu inn- skot sem einskonar vöruverki. Hver kannast ekki við Hit- chcock? Hver þekkir ekki til þessa meistara spennunnar? Hann hefur verið kallaður hug- myndarikasti glæpamaður allra tima, en hefur þó aldrei gerzt brotlegur við lög, svo að til sé tekið. Morð hefur runnið undan rifjum hans, inn á filmu og þaðan á hvita tjaldið. Honum er jafn- tamt að halda áhorfendum i spennu og Chaplin er að vekja hlátur. Flest höfum við séð eitthvað af kvikmyndum hans, og flest höfum við orðið fyrir sömu reynslu gagnvart þeim. Hann fæddist i Bretlandi, starf- aði að mestu i Bandarikjunum, en hefur borið nafn sitt með verkum sinum um flest lönd veraldar. Hann er einn af fáum leikstjór- um,framleiðendum og höfundum kvikmynda, sem lifðu af umskipt- in frá þöglu myndunum til tal- mynda. Ef til vill vegna þess aö tal og tónar eru meö mikilvæg- ustu þáttum spennukvikmynda. Hitchcock hefur sótt efni i kvik- myndir sinar til allra þeirra þátta mannlegrar tilveru, sem fela i sér einhverja spennu. Geðbilaðir morðingjar, sem ofsækja ungar stúlkur, eða aðra mannfélags- hópa, hafa löngum heillað hann, enda „Jack the Ripper” með æsi- legustu persónuleikum sögunnar. Njósnarar, gagnnjósnarar og slikir kumpánar hafa einnig hrifið hugmyndaflug hans. Viðar mætti einnig drepa niður, en verður ekki gert að sinni. Viðfangsefni Hitchcocks er að öðru jöfnu ekki svo mjög moröin sjálf, ekki atburðir þeir sjálfir, sem efni mynda hans byggjast á. Hann leitar fremur til áhrifa i manneskjunni sjálfri. Skelfing njósnarans, sem veit að hann er kominn á svartan lista og á að af- mást, er þannig stærra atriði en morðathöfnin sjálf. Blóðiö er I baksýn: áhorfandinn sér það ekki, en finnur þess I stað lyktina af þvi. Að mörgu leyti hefur Hitchcock verið brautryðjandi I kvikmynda- gerð. Hann tileinkaði sér fyrstur manna ýmsa þætti kvikmynda- töku, svo sem að sýna senur hægt og að frysta myndir. Einnig hóf hann til vegs og virðingar ýmsar nýjungar i notkun hljóðs. Það sem ef til vill greinir myndir Hitchcocks mest frá öðr- um, er þó vandvirkni hans og ná- kvæmni. Hvert einasta atriði mynda hans er nákvæmlega skipulagt og útfært. Jafnvel sölu- herferð þeirra er undir hans um- sjá og stjórn. Hann þekkir hvert einstakt atriði kvikmyndaiðnað- arins, getur flest gert með ágæt- um og hefur, með þekkingu sinni og vandvirkni áunnið sér nafn sem „hinn fullkomni kvikmynda- gerða-rmaður” meðal sjálfra Frakka, sem þó kalla ekki allt ömmu sina i þeim efnum. Það væri þarft verk, ef eitt- hvert kvikmyndahúsanna hér tæki sig til og sýndi okkur eitt- hvað af gömlu myndunum hans, llkt og Hafnarbió hefur undanfarið gert myndum Chaplins skil.Þar Ifelast efalaust margar perlur, sem vert væri að sjá. Tækninni hefur fleygt fram I kvikmyndagerö þessa áratugi frá þvi Edison festi fyrstu rammana á filmu. Gegnum allar þær breytingar hefur Hitchcock gengið og tileinkaö sé ailar framfarir jafnóöum. Myndir Hitchcock's A árinu 1926 ávann Hitchcock sér fyrst nafn fyrir spennukvik- myndir, en þá sendi hann frá sér myndina „The Lodger” með Ivor Novello og June Marie Ault I aðalhlutverkum. Eftir það er brautin mörkuð, glæpur tekur við af glæp, óhugnaður við af óhugnaði. „Downhill”, „Easy virtue” og „The Ring” gerir Hitchcock árið 1927, og likt og næstu myndir hans þar á eftir — „The farmers wife”, „Champagne”, sem hann gerir 1928 — njóta þær misjafnra vinsælda. Hann helzt þó við i bransanum, og árið 1929 gerir hann slðustu þöglu mynd slna, „The Manxman”. Umskiptin miklu i kvikmyndagerð voru komin, og Hitchcock tileinkaði sér taltæknina strax I upphafi. Siðan þá hefur hann fram- leitt um fimmtiu kvikmyndir, sem ekki er hægt að telja allar upp hér. Þar á meðal þær myndir, sem hann hefur hlotið hvað mesta frægð fyrir. Fyrsta talmynd meistarans var „Blackmail”, gerð 1929, með Anny Ondra og John Longden I aðalhlutverkum. Síðan er ferillinn óslitinn, og má nefna til dæmis „The skin game” frá 1931, „The man who knew too much”, 1934 og aftur 1956, „Dial M for murder”, árið 1954, og „The troublewithHarry”,semhanngerði 1956. Þær myndir hans, sem við munum nú bezt eftir, eru til dæmis „Psycho” gerð 1960 með Anthony Perkins ög Janet Leigh I aðal- hlutverkum, „The Byrds” frá 1963, með Rod Taylor og Tippi Hedren, „Marnie”, frá 1964, „Topaz” 1970 og „Frenzy” sem gerð var 1972 með Barry Foster og Jon Finch I aðalhlutverkum. Alls hefur Hitchcock stjórnað, framleitt og/eða samið yfir sextiu kvikmyndir. Það var árið 1921, sem Hitchcock spreytti sig fyrst á stjórnum kvikmyndar. Þar var um kvikmyndina „Number thirteen” að ræöa, og var ætlunin að Clare Greet færi með aðalhlutverk hennar. Þessi mynd var þó tekin úr framleiðslu áður en til töku kæmi, og þvl kom hún ekki meistaranum á blað. Næstu myndir, sem hann spreytti sig á, voru svo „Always tell your wife” og „Womaíi to woman”, báðar á árinu 1921, „The White shadow”, árið 1923, „The passionate adventure”, árið 1924, „The blackguard”og „The Prude’s fall”, árið 1925, svo og það sama ár myndin „The pleasure garden”, sem hann leikstýröi einn. Eftir það hefur Hitchcock að mestu unnið sjálfstætt að myndum slnum, og hefur hann ekki aðeins leikstýrt þeim, heldur einnig verið framleiðandi og jafnvel höfundur. Þeir kvikmyndaáhugamenn eru nú fáir i heiminum, sem ekki telja Alfred Hitchcock með helztu meisturum kvikmyndaiönaöarins. Eftir rúmlega fimmtlu ára feril sem framleiðandi, leikstjóri og höfundur glæpa- og hryllingsmynda, hefur hann áunnið sér sess, sem aldrei veröur frá honum tekinn. Þaö er ekki aðeins svo, að hugsi menn til spennumynda, þá detti þeim nafn hans I hug, heldur getur oröið „Thriller”, sem nánast þýöir spennumynd, talizt allt að þvi samheiti við Hitchcock. Flestar kvikmynda sinna gerði hann i Bandarikjun- um, en fæddist þó og ólst upp i Bretlandi, nánar tiltekið I Leyton, sem er hverfi I norðaustur hluta Lundúna- borgar. Hann var þar borinn I þennan heim 13. ágúst árið 1899, af miðstéttarforeldrum, og gefið nafnið Alfred Joseph Hitchcock. Faðir hans var kaþólskur smákaupmaður, sem veitti syni sinum strangt uppeldi, svo sem tiðkaðist I þá daga. Ungur var Alfred Joseph sendur til náms I heimavistar- skóla Jesúita, St. Ignatius College, þar sem hann átti að hljóta menntun og læra góöa siði. Dvöl hans I skóla þess- um mun hafa haft góð áhrif á hann, þvi agi var þar mikill og kennslan góð. Af prestunum lærði hann margt, en þó einkum tvennt, sem gætt hefur I starfi hans við kvikmyndir. I fyrsta lagi lærði hann að nota viljastyrk sinn til að ná fram skipulagningu, og I öðru lagi varð hann þar vitandi um afl hins illa i heiminum. Segja má að annað hafi gert honum kleift að nýta hitt. I fyrstu hneigðisthugur Hitchcock til verkfræöi, og hóf hann undirbúning lifsstarfs á þvl sviði. Þegar fyrir tvl- tugt sýndi hann þó tilhneigingar til listrænnar tjáningar, og þvl fór hann á listanámskeiö við Lundúnaháskóla, og hóf slöan störf hjá blaöi, sem gefið var út af fyrirtækinu W.T. Henley. Stuttu siðar fóru kvikmyndir að vekja áhuga hans að marki. Hann fór mikið I kvikmyndahús að sjá stjörnur þess tima, og skemmti sér við að hanna titilspjöld fyrir þær myndir, sem hann sá. Honum flaug þá I hug, að ef til vill gæti hann unnið sér inn fé á þennan hátt, og eftir nokkra l'eit fékk hann atvinnu hjá bandariska fyrirtæk- inu „Famous Players:Lasky”, sem þá var aö hefja framleiðslu mynda I London. I fyrstu var starf Hitchcock eingöngu fólgið I hönnun titilspjalda og textaspjalda fyrir þöglar kvikmyndir. Innan tiðar rak þó orka hans og framagirni hann áfram, út I önnur störf, og hann fór að stjórna kvikmyndum. 1 fyrstu var hann eingöngu I félagi við aðra, en siðar einn, og þá hófst hinn eiginlegi ferill hans. Fyrsta myndin sem hann reyndi við var „Number Thirteen”, en hún var tekin úr framleiðslu. Næst kom „Always tell your wife”, I félagi við Seymour Hicks. Slð- an kom hver myndin af annarri, þar til loks árið 1925, að hann fékk að stjórna einn og sjálfur i fyrsta sinn. Það var myndin „The pleasure garden”sem vakti þó nokkra athygli, og þar kom að þvi að pressan viðurkenndi Hitchcock sem sérlega efnilegan byrjanda. Sú spá átti eftir að standa undir sér.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.