Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 29

Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 29
Sunnudagur 14. marz 1976 TÍMINN 29 ,.Við qetum ekki hrist neitt töframeðal fram úr erminni" Tíminn Helga Dantelss aðalvarðstjóra rannsóknarlögreglunni, um afbrot barna og unglinga j - Helgi Daniclsson aöalvarö- stjóri meö skýrslubunka •— en allar skýrslurnar eiga þaö sameiginlegt, að þær tengjast tvcimur ungum afbrota- drengjum. 1. APRIL 1975 var stofnuö sérstök deild innan rannsóknarlögreglunnar. sem hefur með hönriuni rannsokn á afbrotamálum barna og unglinga — og var Helgi Danielsson rannsóknarlögreglumaöur skipaöur aöalvarðstjóri deildarinnar þann sama dag-. Matth'ias Guðmundsson ránnsóknarlögreglu- maður starfar að þessum málaflokki ásamt Helga. Helgi Danielsson heíur unnið hjá rannsóknarlögreglunni i þrju og hallft ar. en áður staríaði hann hjá lögreglunni a Akr.ariesi. Frá 1. september 197-1 hefur Helgi einkum hatt með höndum rannsokn a afbrotum barna og unglinga. Matthias Guðmundsson kom til starfa hja rannsóknarlögreglu i febrUar a sl. ari. og hcfur tra þeim tima unmð að þessum malaflokki. — Við önnumst öll afbrota- mál barna og unglinga inn- an sextán ára aldurs, en að sjálfsögðu grípum við inn i önnur mál, eftir því sem tilefni gefast til á hverjum tíma, sagði Helgi Daníels- son aðalvarðstjóri i viðtali við blm. Timans. — Afbrot barna og ung- linga eru mjög margvísleg, og raunar ógjörningur að gera þeim tæmandi skil, sagði Helgi. — Helztu teg- undir afbrota eru þjófnað- ir, skemmdarverk, hvers kyns óknyttir, ávisanafals og ýmiss konar svik. Það er mjög áberandi hvað ávísanafalsið hefur aukizt gífurlega að undanförnu, og við fáum sífellt fleiri slík mál. Það má fullyrða, að aukningin sé áþreifan- legust í þessum mála- flokki. Helgi dró fram falsaða ávisun, útfyllta af niu ára gömlum dreng, sem hafði stælt rithönd föður sins og ritað nafn hans á ávisunina. Drengurinn hafði augsýnilega ekki vitað, hvernig útfylla á ávis- anir, þvi i stað handhafa hafði hann skrifað „til handa hans”. Þá skrifaði hann 500,- i tölustöfum á ávisunina, en 5000,- i bókstöfum. Með þessa ávisun fór drengurinn i verzlun og keypti sér þar sælgæti og fleira — og verzlunin keypti ávisunina af honum á 5000,- kr.!! — 12—13 ára gamlir unglingar eru mjög virkir i ávisanafölsun, sagði Helgi. — Þess eru dæmi, að unglingar hafi tæmt heilt hefti á einum degi. Og allar ávisanirnar eru keyptar, þótt sumar þeirra séu þannig, að heita má furðu- legt, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að nokkur skuli láta það hvarfla að sér, að kaupa þær. A þessum ávisanablöðum eru oft mjög áberandi ritvillur, og i mörgum tilfellum eru þær afar illa skrifaðar. Það myndi minnka umfang þessara mála til mikilla muna, ef fólk sýndi meiri aðgæzlu varðandi ávisanakaup — og það er min skoðun, að hægt væri á þennan hátt að komast hjá stór- um hluta þessa ávisanafals. Annað, sem er mjög áberandi i afbrotum barna og unglinga, er hnuplið. Ég vil sérstaklega vekja athygli á veskjastuldi af skrif- stofum og ýmsum öðrum stofnun- um, en við fáum ávallt mörg slik mál til meðferðar. t þessum til- vikum eru blaðsölubörn oft að verki, en þess eru einnig dæmi, að krakkar fari gagngert i bæinn i þeim tilgangi að stela veskjum á vinnustöðum. Það mætti kóma að mestu leyti i veg fyrir þetta hnupl en þvi miður virðist fólk vera furðu kærulaust hvað þetta á- hrærir. — Stórfelldustu þjófnaðir barna og unglinga eru þjófnaðir úr verzlunum, og ég hygg, að hnupl úr verzlunum sé meira en bæði lögregla og verzlunareig- endur telja, þvi aðeins litið brot af þessum þjófnuðum er kært til okkar. Ég veit dæmi þess, að krakkar fari i verzlanir til þess eins að stela, og það er oft ótrú- legt hvað þeim verður ágengt. 1 viðtölum minum við börn hef ég sérstaklega orðið áberandi var við, að mikið er um þjófnaði úr bókaverzlunum, enda virðist auð- velt fyrir börnin að losna við bæk- urnar. — Að sjálfsögðu er mest um af- brotbarna og unglinga á veturna, en minnst á sumrin, þegar krakk- arnir eru i vinnu ellegar i sveit. ,,Ég stel ekki þegar ég er að vinna og þegar ég á peninga,” sagði strákur eitt sinn við mig. Margir af þessum krökkum, sem stunda þjófnaði hafa tamið sér dýra lifn- aðarhætti, og þegar peningana þrýtur, eru þjófnaðir oft leiðin til lausnar vandans. — Það er min skoðun, að börn og unglingar innan við sextán ára aldur séu „dominerandi” i þjófn- aðarmálum almennt. Um þetta eru engar tölulegar staðreyndir, en ég hygg, að i innbrotum og þjófnuðum eigi þessi hópur mjög stóran hlut. — Það, sem gerir afbrotamál barna og unglinga seinunnari en önnur afbrotamál, er fjöldi þeirra, sem viðriðnir eru hvert einstakt mál. Ég man varla eftir máli, þar sem aðeins einn krakki átti i hlut — yfirleitt eru 2—3 eða 3—4 saman um þjófnaði og allt upp i tuttugu. — Tilþess að starf rannsóknar- lögreglumanns, sem vinnur að af- brotamálum þessa hóps beri ein- hvern árangur, er nauðsynlegt að vinna i mjög nánu samstarfi við foreldra, kennara og fleiri aðila, sem tengdir eru börnunum, og raunar er þetta algjör forsenda þess, að einhver árangur náist. Þessi hlið málsins tekur vissulega mikinn tima af okkar starfi. —. Það er oft talað um að for- eldrar sýni neikvæð viðbrögð, þegar lögreglumaður kemur og skýrir frá þvi, að barn þeirra hafi orðið uppvist að þjófnaði eða ein- hverju öðru afbroti. Ég vil þvi taka það fram, að þennan tima er ég hef verið i þessu starfi hef ég aldrei lent i andstöðu eða úti- stöðum við foreldra. Þvert á móti, hefur samvinnan verið eins góð og frekast verður á kosið, og ég hef margsinnis orðið var við þakklæti foreldra. Hins vegar er það mjög misjafnt hvernig heim- ilin eru undir það búin að takast á við vandann. — Telur þú, Helgi, að afbrot barna og unglinga hafi aukizt á siðustu árum? — Það er erfitt um það að segja, þar sem aðeins litill hluti af afbrotamálum þeirra upplýsist. Nú erum við tveir, sem rannsök- um mál barna og unglinga — og þótt fjöldi mála hafi aukizt, þarf það ekki endilega að þýða fleiri afbrot. — Hvað er gert við þau börn, sem eru orðin mjög afvegaleidd? — Sum þeirra eru send á Upp- texti — Gsal mynd — Gunnar tökuheimilið i Kópavogi, önnur i Breiðuvik, og enn önnur eru send i sveit. Þá fá sum börnin að fara heim til sin, en slik ákvörðun er tekin eftir að athugað hefur verið gaumgæfilega, hvort grundvöllur sé fyrir þvi, að börn- in séu á sinu heimili. Við vinnum i nánu samstarfi við félagsfræð- ínga, sálfræðinga, svo og ýmsar stofnanirsem hafa með þessi mál að gera. og við reynum að þrýsta á, að eitthvað raunhæft sé gert, en þar sem börnin eru ekki sakhæf eroftum erfiðleika að ræða. Með- an mál þessara barna eru rann- sökuð, eru þau send á Skamm- vistunarheimilið i Kópavogi. — En hvað um árangur af ykk- ar starfi? — Það gefur auga leið, að um slikt er erfitt að segja, þar sem við vitum ekki fyrr en eftir langan tima, hvort okkur hefur tekizt að fá þau til að snúa af afbrotabraut- inni. Við leggjum á það höfuð- áherzlu, að tala um fyrir börnun- um og ræða við þau. Það er algjör regla hjá okkur, að börnin fari héðan út með jákvæðan hugsun- arhátt — og öll eru þessi börn vin- ir okkar, heilsa okkur og spjalla við okkur þegar við hittum þau á förnum vegi. Það heyrir til al- gjörra undantekninga, ef það skapast óvildarhugur milli okkar og barnanna. — En við vitum ekki hvort um raunhæfan árangur er að ræða. Börnin eru eins misjöfn og þau eru mörg, og við getum ekki hrist neitt töframeðal fram úr erminni, við höfum enga reglu sem við getum farið eftir i blindni. — Þetta er að mörgu leyti á- hugaverður málaflokkur að vinna að, og maður gleðst yfir hverjum einum, sem maður fær til að snúa af afbrotabrautinni. Þetta er fyrirbyggjandi starf, og þetta er sú deild innan rannsóknarlög- reglunnar, sem getur helzt unnið fyrirbyggjandi starf. Hvort það hefur tekizt veit ég hins vegar ekki, en maður verður að trúa á það sem maðureraðgera. Þá ber manni alltaf að hafa það hugfast, að ef ekki tekst að stöðva börnin á afbrotabrautinni á unga aldri, minnka likurnar alltaf eftir þvi sem þau eldast. — Afbrot og áfengi — eru þetta samverkandi þættir hjá börnum? ' — Nei. ég merki það ekki svo mjög, svona almennt séð. Hitt er annað mál, að margir af þessum krökkum neyta áfengis. og i mörgum tilvikum eru afbrotin gerð til að afla fjár til kaupa á á- fengi. En það er hins vegar ekki mikið um það, að krakkarnir séu beinlinis undir áhrifum áfengis, þegar þau fremja afbrot.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.