Tíminn - 16.03.1976, Blaðsíða 1
1 '
Leiguflug—Neyðarflug
HVERTSEM ER
HVENÆR SEM ER
FLUGSTÖÐIN HF
Símar 27122-11422
AAóðir bjargar
2 ára syni
frá drukknun
gébé Rvik — Tveggja ára
snáði var hætt kominn á
Breiðdalsvik sl. föstudag, er
hann féll í djúpa gryfju fulla af
vatni. Móður hans tókst með
snarræði sinu að bjarga
dregnum frá drukknun.
Samkvæmt frásögn Guð-
mundar Arasonar, fréttarit-
ara Timans á Breiðdalsvik,
hafði Kristin Hauksdóttír hús
móðir farið að litast um eftir
synisinum tveggja ára og öðr-
um snáða á svipuðum aldri.
Kom hún að gryfju, þar sem
annar snáðinn stóð á bakkan-
um og gat gert henni skiljan-
legt, að sonur hennar, Gauti
Brynjólfsson, hafði fallið i
hana. Vatnið var óhreint i
gryfjunni, og sá ekki til botns.
Kafaði Kristin þegar niður og
þreifaði fyrir sér, þangað til
hún fann son sinn. Var hann þá
meðvitundarlaus og hættur að
anda.
Gerður Benediktsdóttir kom
þarna að, og hóf hún þegar
björgunaraðgerðir og notaði
blástursaðferðina. Tókst það
giftusamlega, þvi að fljótlega
tókst að koma Gauta Útia til
meðvitundar, og er hann nú
furðu hress eftir þetta ævin-
týri sitt.
Lögreglan
í Keflavík:
Allir
óskrdðir
hundar
skotnir
Gsal-Reykjavik — Lögreglan i
Keflavik hefur ákveðið að
hefja herferð gegn hundum i
bænum, Ollum óskráðum
hundum verður lógað þegar til
þeirra næst. Skráðir hundar
verða hins vegar hýstir hjá
lögreglunni, ef þeir sjást á
flakki og eigendum tilkynnt
um þá. Við Itrekuð brot er lög-
reglunni heimilt að svipta eig-
anda leyfi til hundahalds, og
verður hundinum þá komið
fyrir utan bæjarmarkanna.
Að sögn lögreglunnar i
Keflavik er til þessara að-
gerða gripið vegna sifelldra
brota á ákvæðum lögreglu-
samþykktar um hundahald. —
Astandið i þessum málum
hefur lengst af verið mjög
slæmt, sagði varðstjóri lög-
Framhald á bls. 23
Umsögn ungra Sjálf-
stæðismanna um krat
ana: Eru aö reyna aö
breiöa yfir ósómann og
sukkið i Alþýðuflokkn-
um.
Sjá nánar ,,Á viða-
vangi" bls. 5.
Áætlunarstaðír:
Blönduós — Sigluf jörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
Gjögur — Hólmavík
Hvammstangi — Stykkis-
hólmur — Rif Súgandafj:
Sjúkra- og leiguflug um
allt land
Símar:
2-60-60 &
2-60-66
,,Til hamingju með
vel unnið verk"
— var dlit rdðherrans á ofbeldi Breta d íslandsmiðum
HV—Reykjavik — „Minar beztu
kveðjur og hamingjuóskir til ykk-
ar allra á herskipum hennar há-
tignar og borgaralegum verndar-
skipum. Þið hafið unnið hið bezta
verk (first class) við hinar erfið-
ustu aðstæður.... Við erum hreyk-
in af ykkur. Haldið áfram á sömu
braut.”
Þannig hljóðaði kveðja herra
Frank Judd, aðstoðarráðherra i
brezku rikisstjórninni, til skips-
hafna brezkra verndarskipa við
tsland i gær.
Ráðherrann flaug þá yfir is-
lenzku landhelgina i Nimrodþotu
frá brezka flughernum, og auk
kveðjunnar til verndarskipanna
sendi hann togarasjómönnunum
brezku svohljóðandi skeyti:
„Þakka ykkur fyrir hugrekki
það og samstarfsvilja, sem þið
hafið sýnt við mjög erfiðar aö-
stæður.”
Vonzkuveður var á miðum
brezku togaranna úti fyrir Aust-
fjörðum i gærdag og i gærkvöldi
Varöskipið Baldur kom i gær-
dag til Reykjavíkur og tók Ró-
bert Timaljósmyndari þessar
myndir af skipinu i gær. Neðri
myndin sýnir skipiðsigla inn i
höfnina, en efri myndirnar
sem felldar eru inn á þá stóru,
sýna helztu skemmdirnar á
Baidri eftir ásiglingar brezku
freigátanna, en þær eru veru-
legar, eins og glöggt má sjá.
Ofbeldisverk af þessu tagi
telja brezkir ráöamenn til af-
reksverka eins og ráða má af
ummælum brezka aðstoðar-
ráðherrans, sem flaug yfir
miðin i Nimrodþotu i gær.
og létu togararnir þvi reka. Að
sögn Landhelgisgæzlunnar voru
29togarará miðunum i gær, flest-
ir á Hvalbakssvæðinu og norður
af þvi.
Hættir Union Carbide
við þátttöku í járn-
blendiverksmiðjunni ?
Gsal—Reykjavik — Það virðist
vera ákaflega mikil bölsýni ríkj-
andi hjá forráðamönnum Union
Carbide um áframhaldandi þátt-
töku i járnblcndiverksmiðjunni,
og þeir eru mjög hikandi varð-
andi frekari framkvæmdir við
verksmiðjuna sagði Steingrimur
Hermannsson, framkvæmda-
stjóri Rannsóknaráðs ríkisins,
sem jafnframt á sæti í stóriðju-
teldu margt i skýrslunni ekki alls
kostar rétt, og þvi hefði verið
ákveðið að afla upplýsinga ann-
ars staðar frá um markaðshorf-
ur. — Við höfum ákveðið að afla
frekari upplýsinga frá óháðum
aðilum um markaðsmálin, sagði
Steingrfmur, enda teljum við, að
ástandið sé ekki jafn alvarlegt og
Union Carbide vill vera aö láta.
Að sögn Steingrims verður end-
anlega úr þvi skorið á næsta fundi
i stjórn Járnblendiverksmiðjunn-
ar, hvort hætt verði við að reisa
verksmiðjuna, en eins og fram
kemur hér að framan, virðast
nokkrar likur á þvi, að Union
Carbide hætti þátttöku i fyrirtæk-
inu.
— Mér sýnist ljóst, sagði Stein-
grimur,aðfarisvo, að Union Car-
bide hætti þátttöku i járnblendi-
verksmiðjunni, þá muni fyrirtæk-
ið vera gert ábyrgt umfram sitt
hlutafé, þvi svo mjög er ákvörðun
um byggingu verksmiðjunnar
byggð á athugunum þeirra á
markaði fyrir járnblendi, svoog á
tæknilegri þekkingu þeirra á
þessu sviöi. Mér fyndist þvi, að
Union Carbide ætti að vera tölu-
vert ábyrgara en sem nemur
þeirra hlutafé, sagöi Steingrimur.
nefndinni, sem svo er kölluð.
Svo sem greint hefur verið frá i
fréttum, hafa framkvæmdir viö
verksmiðjuna legið niðri um
nokkurt skeið, sökum óvissu um
markað fyrir járnblendi. Aö sögn
Steingrims féll markaðurinn
stórlega niður fyrir siöustu ára-
mót, jafnframt þvi sem verð á
járnblendi lækkaði verulega.
Steingrimur sagði hins vegar, að
stálhefði hækkað töluvert að und-
anförnu, og járnblendið fylgdi
gjarna á eftir stálinu, hvað verð-
lag áhrærði.
Steingrimur kvað skýrslu
komna frá Union Carbide, þar
sem ástandið væri málað dökkum
litum. Hann sagði, að Islendingar
Ólafur Jóhannesson dómsmálaróðherra:
Býst við svari næstu daga
MÓ-Reykjavik — Ég trúi ekki
örðu en við fáum svar við þvi i
vikunni, hvort við fáum skip frá
Bandarikjunum eða ekki sagði
Ólafur Jóhannesson dómsmála-
ráðherra i viðtali við Timann í
gær. Við höfum einungis beðið
um skip, og það ætti ekki að
vera svo lengi gert að taka á-
kvörðun um slika beiöni. Jafn-
framt þessu erum við að kanna
fjáröflunarleiðir.
Dómsmálaráðherra var ekki
viðstaddur umræður utan dag-
skrár á Alþingi um Landhelg-
isgæzluna. Sagði dómsmálaráð-
herra, að sér hefði ekki verið
kunnugt um að ræða ætti þau
mál á Alþingi utan dagskrár, og
hefði hann verið upptekinn á
fundi i ráðuneytinu.
Þess má geta, að venja er,
þegar þingmenn ætla að kveðja
sér hljóðs utan dagskrár. að
þeir láti viðkomandi ráðherra
vita um málið, áður en þing-
fundir hefjast.