Tíminn - 16.03.1976, Side 13

Tíminn - 16.03.1976, Side 13
Eðvarð Benediktsson bygginga- meistari: íþróttabyggingar Það er smærri sveitarfélögum algjörlega ofviða að koma sér upp nútima iþróttaaðstöðu, ef fuli- nægja þarf þeim skilýrðum og kröfum, sem rikisvaldið setur. Gleggsta dæmið nýverið er Flat- eyri. íþróttanefnd rikisins hefur lagt fyrir þetta sveitarfélag að byggja iþróttahús úr steinsteypu, sem i reynd myndi kosta 150—180 millj. kr., ella fáist ekki lögmælt framlag rikisins til byggingarinn- ar. A meðan þetta gerist stendur Flateyrarhrepp til boða stál- grindahús, sem myndi kosta upp komið án innréttinga um 18 millj. kr. bar við bætist, að unnt er að koma upp stálgrindahúsi á einu sumri, þannig að það væri fullbú- iðfyrir notkun næsta vetur. Stein- steypt i'þróttamannvirki af þeirri gerð, sem hér er um að ræða, eru hins vegar mörg ár i byggingu með tilliti til framkvæmda einna saman. Með tilliti til fjárhagslegs bolmagns smærri sveitarfélaga og ef til vill þeirra stærri lika, verður raunin sú, að slikar fram- kvæmdir standa yfir í allt of mörg íþróftabyggingar nær fimm sinnum of dýrar ár, jafnvel áratugi, þvi að ráð- stöfunarféð til þessarar mann- virkjagerðar leyfir ekki annað. Gefur þetta auga leið á stöðum, þar sem iþróttamannvirki eiga að kosta á annað hundrað millj. kr. Stefnt i hreint óefni Að minu mati stefnir nú i hreint óefni i þessum málum. Nútima- kröfur til iþróttamannvirkja — einkúm stærðar þeirra — eru meiri en áður var. Ef hinum smærri sveitarfélögum viðs veg- ar um landið á nokkru sinni að takast að koma upp hjá sér boð- legri aðstöðu i fjölmörgum iþrótt- um, svo sem handknattleik, körfubolta og innanhúsknatt- spymu, þá verður að hverfa frá hinum rándýru mannvirkjum úr steinsteypu til annarra ódýrari byggingarhátta. Stálgrindahúsin eru án nokkurs vafa veruleg lausn á þessum vanda. Þau hafa náð umtals- verðri útbreiðslu erlendis, ekki hvað sizt sem iþróttahús, en jafn- framt hafa verið reist i margvis- legum öörum tilgangi og jafnan gefið góða raun. Þannig eru þau mikið notuð á Norðurlöndum. Sl. haust ferðaðist ég um Sviþjóð og skoðaði þar stálgrindahús af margvislegu tagi, sem reisthöfðu verið viðs vegar um landið. Þar á meðal gat að lita margs konar iþróttahús en einnig vöruskemm- ur, stórar kjörbúðir, hvers konar verkstæði o.s.frv. Eina kirkju sá ég, sem byggð var úr stálgrind- um, hið fallegasta guðshús. Að undanförnu hafa orðið tals- verðar umræður um þessi mál i fjölmiðlum og þá einkum vegna fyrirhugaðs iþróttahúss á Flat- eyri. bað sem einkum hefur vakið furðu mina i sambandi við þessar umræður, er þröngsýn og ihalds- söm afstaða iþróttafulltrúa rikis- ins, Þorsteins Einarssonar, sem fram kom i grein þeirri,sem hann skrifaði i Timann 15. febrúar sl. Af þeirri grein er ekki annað unnt að skilja enað Þorsteinnhafi i eitt skipti fyrir öll gert það upp við sig, aö ekkert annað en rándýr iþróttamannvirki úr steinsteypu komitil greina hér á landi. Skiptir þar engu máli, hvaða rök standa þvii gegn, svo sem langtum lægri byggingarkostnaður stálgrinda- húsanna auk miklu skemmri byggingartima. Staðlausar fullyrðingar Sjálfur gripur Þorsteinn til staðlausra fullyrðinga i mál- flutningi sinum. Þannig full- yrðir hann m.a., að bruna- öryggi stálgrindahúsa sé miklu lakara en strengjastéypu- húsa. Hvenær varö stál eld- fimara en strengjasteypa? Þessi fullyrðing er gjörsamlega úr lausu lofti gripin. Hún er það staðlaus, að hún ein kastar mikilli rýrð á málflutning Þorsteins i heild. Alhr, sem til þekkja, vita, að brunaöryggi stálgrindahúsa er i raun meira en strengjasteypu- bygginga. Ástæðan er sú, að við eldsvoða siga stálhúsin saman en hrynja ekki. Það gera strengja- steypubitar. 1 stálgrindahúsum ætti þvi að gefast ráðrúm til þess að koma fólki brott. í strengja- steypuhúsum er þessi möguieiki siður fyrirhendi.Þetta kom bezti ljós i eldsvoða þeim, sem varð i Skeifunni á dögunum. Þar eyði- lögðust steinþitarnir i loftinu með þeim afleiðingum að loftið féll niður. Happatilviljun réð, að eng- inn varð undir, þvi að annars hefði stórslys orðið. Atburður sem þessi hefði naumast getað gerzt i stálgrindahúsi. bá eru fullyrðingar Þorsteins Einarssonar um, að stálgrinda- húsin séu dýrari i smiðum, rekstri og viðhaldi jafn mark- lausar. Það vekur athygli, að hann gerir hvergi samanburð varðandi verð og gæði, heldur klykkir einungis út með þvi, að þetta sé sin persónulega niður- staða. Sjálfur bauð ég i iþrótta- mannvirkin á Flateyri — iþrótta- hús og sundlaug — og nam út- boðsfjárhæðin rúmlega 15 millj. kr. Innifalið i þessari fjárhæð var klæðning hússins utan sem innan og 15 cm þykk glerullareinangr- un, en eftir voru gluggar, tvöfalt gler og hurðir, sem kosta myndi samanlagt ca. 3 millj. kr. Verð þetta miðaðistvið hafnarbakkann á Flateyri. Þess ber þó að geta, þegar þessar tölur eru nefndar, að þá eru eftir þær sérstöku inn- réttingar og útbúnaður, sem þarf i svona iþróttahús og er jafn dýrt i stálgrindahúsi sem steinhúsi. Þessi útbúnaður gæti numið aUt Afskipti ríkisvaldsins Flateyringum dýrt spaug að 20miUj. kr., þannig aðheildar- kostnaðurinn við að koma sliku iþróttamannvirki upp með fullum útbúnaði væri 30—40 millj. kr. En hvað er það á móti sams konar iþróttamannvirki úr steinsteypu, sem kosta myndi 150—180 miUj. kr. Auðvelt að breyta stál- grindahúsum Þá er þess að geta, að það er mjög auðvelt að stækka og breyta stálgrindahúsum. Það vill oft verða i tímans rás og það gjarnan fyrren ráð hafði verið gert i upp- hafi, að menn vilja breyta byggingum og stækka þær með tilliti til nýrra krafna og breyttra aðstæðna. Með slikt i huga eru stálgrindahúsin örugglega miklu viðráðanlegri en steinsteyptar byggingar. Rétt er að taka fram, svo að aftur sé vikið að brunaör- yggi, að ekkert er auðveldara en að breyta klæðningu stálhúsa i samræmi við óskir eldvarnaeftir- lits, ef fram koma, svo sem að eldverja máttarbita og asbest- klæða loft. Loks má benda á það, að stálgrindahús eru ekki við- haldsfrekari en önnur hús, svo sem strengjasteypuhús, og væri fróðlegt að fá upplýsingar frá borsteini Einarssyni, hvaða stoð- um hann hleypir undir þær full- yrðingar sinar. Skal tekið fram i þessutilefni, að stálgrindahús eru með innbrenndu lakki, sem ekki krefst neins viðhalds. Fram- leiðándinn ábyrgist litinn á kæðn- ingunni i 20 ár. Þorsteinn Einarsson vænir ó- hikað talsmenn stálgrindahúsa um hlutdrægna afstöðu og segir: ,,Að baki þeirra stendur oftast einsýn afstaða sölumanna”. En af hvaða rótum skildi þá andstaða sumra talsmanna steinsteypu- húsanna við stálgrindahúsin vera sprottin. Sú staðreynd blasir við, að ekki er þörf fyrir hönnunar- vinnu arkitekta við smiði stál- grindahúsa. Teikningarnar eru innifaldar i verði þeirra, enda eru þær sáralitill þáttur i kostnaði við smiði slikra húsa. Jes Einar arki- tekt, sonur Þorsteins Einarssonar iþróttafulltrúa, átti hins vegar að fá kr. 7.135 þús. kr. fyrir hönnun- arvinnu sina og samstarfsmanna sinna við fyrirhugað iþrótta- mannvirki á Flateyri, og miðað við núgildandi byggingarvisitölu 11,4 millj. kr. Segi svo hver sem vill, að afstaða slikra aðila mótist hvergi af peningasjónarmiðum. Sannleikurinn er sá, að andstaða sumra annars mætra arkitekta og verkfræðinga við stálgrindahúsin er sprottin af þeirri ástæðu fyrst og fremst, að við smiði slikra húsa er sáralitil þörf fyrir sér- fræðingaaðstoð þeirra. Mikil og almenn notkun stálgrindahúsa hefði þvi i för með sér, að margir þessará aöila myndu missa spón úr aski sinum. — Það er þessi staðreynd, sem mótar afstöðu þeirra. Hverra er fjárveitinga- valdið? Það eru alþingismenn með fjárveitingavaldi sinu, sem i orði ákveða framlag rikisins til nýrra iþróttamannvirkja viðs vegar um landið. Á borði er það hins vegar iþróttanefnd rikisins, undir for- ystu borsteins Einarssonar, sem mestu ræður, hvernig þessu fé er ráðstafað. Þarna er um framsal á TÍMINN Þriðjudagur 16. marz 1976 Þriðjudagur 16. marz 1976 TÍMINN miklu fjárveitingavaldi að ræða, þvi að miklum fjármunum er varið til þessara mannvirkja. Al- þingismenn — ekki hvað sizt utan af landsbyggðinni — kunna að vera sælir i þeirri trú, að fjárveit- ingavaldið sé þeirra. 1 reynd eru það ekki þeir, sem ráða þvi, hvort og hvers konar iþróttamannvirki verða reist i heimabyggð þeirra. Slikar ákvarðanir eru teknar á skrifstofu iþróttanefndar rikisins ántillits til þess, hver er vilji fjár- veitingavaldsins. Á annan hátt verður það ekki útskýrt, hvers vegna allt of dýrir og úreltir byggingahættir eru tiðkaðir hér á landi við gerð iþróttamannvirkja, enda þött á þeim vettvangi blasi við óunnin verkefni við hvert fót- mál. Mál er að þessu linni, og ó- dýrari og fljótvirkári byggingar- hættir taki við. íþróttahús Stærð 15x30 = 450 ferm VERD Vegghæð 7,5m = 3375 rúmm. álklætt (innbr.lakk) 15 cm þykk glerullareinangrun = Kr. 10.035.968.- T.d. 52 ferm. gluggar meö tvöföldu gleri, fjórar hurðir 200x220 cm og uppsetning = Kr. 2,755.000,- Sökkulkostnaður með plötu = ca.kr. 6.000.000,- Heildarkostnaður = Kr. 18.790.968,- Sundlaugarhús Stærð 15x30 m = 450 ferm Vegghæð 3,5m = 1575 rúmm álklætt (innbrennt iakk) 15 cm þykk gierullareinagrun = Kr. 8.650.197,- T.d. 32 ferm gluggar með tvöföldu gleri, fjórar hurðir 200x200 cm og uppsetning = Kr. 1.987.000,- Sökkulkostnaður með piötu = ca.kr. 3.000.000,- Heildarkostnaður = Kr. 13.637.197,- Kenningar Danikens kvikmyndaðar ERICH von Dániken er áhuga- fornleifafræðingur og hefur stundað sjalfstæðar rannsóknir og komið fram með kenningar, sem i ýmsu brjóta i bága við viðurkenndar skoðanir. Kenning- ar hans hafa fengið misjafnar undirtektir hjá fornleifafr.æðing- um en komið róti á hugi margra leikmanna. Dániken hefur skrifað bækur um kenningar sinar, sem þýddar hafa verið á islenzku. Kvikmyndaframleiðandinn dr. Iiarald Reinl (t.v.) gerði kvikmynd byggða á þremur bókum Erichs von Dánikens (t.h.). Hér eru þeir að viröa fyrir sér brúður Hopi-Indiánanna. Bibliuna segir hann vera dag- eða leiðarbók geimfara einhvers staðar utan úr geimnum. Þessi geimfari á að hafa gamnað sér með- stúlkum frá Sódómu og Gómorru og ættihann samkvæmt þvi að vera ættfaðir allmargra jarðarbúa. Hugmyndir sem þessi hafa fall- ið svo vel i kramið hjá fólki, að höfundur þeirra er nú orðinn mill- jónamæringur. Bækur hans selj- ast i milljónum eintaka, og af fyrstu kvikmynd sinni rakaði hann saman dollurum. Innan skamms tima er væntanleg á markaðinn önnur kvikmynd hans, sem nefnist „Boðskapur guðanna. Sú mynd er byggð á þremur bókum hans. I henni er brugðið upp myndum af aUs kyns fyrir- bærum og gátum, og spurning- arnar dynja á manni. Ekkert eitt svar er gefið, heldur standa margir möguleikar opnir, þar á meöal það, hvort guðirnir hafi ekki einfaldlega verið geimfarar. Eftir að hafa séð myndina, virðist manni það alveg eins geta verið og hvað annað. Dr. Harold Reinl kvikmynda- framleiöandi annaðist töku myndarinnar. 1 næstum þrjá mánuði þeyttist hann milli staða, sem Erich hafði valið, — á landi, legi og i lofti. Engu var sleppt, ef það gat tal- izt einhvers virði, og ekkert var til sparað. Hann fór meðal annars til Ekvador, Mexikó, Kolumbiu, Perú, Chile, Tahiti og Mikró- nesiu. Eitt af þeim fyrirbærum, sem mynduð voru, var forsöguleg borg i Mirkónesiu. Það merkilega við þessa borg er, að hún er byggð á basalti, en ekkert basalt finnst i minna en 45 km fjarlægð frá borginni. Hvernig bergið var flutt alla þessa vegalengd i gegnum þykkan frumskóginn, veit enginn. Þegar kvikmyndatökumenn- irnir komu til Costa Rica til að taka þar myndir af dularfuUum klettabjörgum sem Daniken hafði fundið þar áður, fundu þeir ekkert annað fyrir en grjóthrúgur. Hugmyndafræðingurinn hafði strax svör á reiðum höndum við þessu. Hann sagði, að þegar hann hefði fundið eitthvað markvert, sem hann vildi skoða nánar, ein- hvers-staðar, kæmi það stundum fyrir, að innfæddir héldu að það væri gull i þvi og brytu það i spað. En nóg er um viðfangsefnin og gáturnar. Þeirra á meðal eru risastórar, ævafornar jarðristur i S-Ameríku. Það er einungis hægt að koma auga á þær úr flug- vélum, og enginn hefur getað gef- ið skýringu á þeim. Þá má néfna likneski af „flug- vélum” forn-Egypta og Kinverja og brúður Hopi-indijánanna i Nýju-Mexikó og Arizona. Þessar litlu brúður lita út eins og geim- farar, og meðal Indiána lifir sú saga, að þær séu eftirmyndir af „mönnum sem komu i heimsókn fyrir langa löngu”. Og til þess að börnin hræðist þá ekki, þegar þeir koma aftur, eru þau látin leika sér að þeim til að venjast þeim. I Ekvador fundu þeir likneski, sem á að vera af einhverjum ó- þekktum guði frá Chimu-timabil- inu þar i landi, og likist þetta lik- neski óneitanlega geimfara i geimbúningi. Þá er fiað bannfæring faraó- anna. Da*niken segir tuttugu manns hafa látið lifið af þessum völdum, en nú hafi visindamenn tekið röntgenmyndir af múmiun- um og komizt að þeirri merkilegu niðurstöðu, að öll mikilv. innyfli mannanna hafi verið fjarlægð og i stað þeirra lagðir einhverjir hlut- ir. Hann varpar fram þeirri spurningu, hvað þetta sé. Hvort það séu gimsteinar eða skraut- munir, „en þvi ekki alveg eins einhver tækniáhöld ogtól?” Hann var aðeins viðstaddur töku myndarinnar á fáum stöð- um, t.a.m. i Bóliviu og i Amerfku, þar sem kvikmyndaliðið leitaði til NASA (National Aeronautics’ space Administration) tU að fá kvikmyndir af fljúgandi furðu- hlutum. Þar höfðu þeir ekkert Framhald á bls. 23 Þessi 2500 ára gömlu goðalikneski I Suður-Ameriku voru mynduð I bak og fyrir. Erich von Daniken telur þessa þrjú þúsund ára gömlu steinlikneskju sýna fyrirrennara nútima geimfara.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.