Tíminn - 16.03.1976, Síða 16

Tíminn - 16.03.1976, Síða 16
16 TÍMINN Þri&judagur 16. marz 1976 A FLOTTA FRÁ ÁSTINNI lilil DVARP Eftir Rona Randall hjá yfirlækninum. En samt fannst henni uppörvandi, þegar hann brosti til hennar. Eftir kuldalegar móttökur AAarks Lowell, var gott að vita, að einhver í hópi lækn- anna vildi gjarna hafa hana hérna. Sannleikurinn var sá, að hlýja og vingjarnleiki yfirhjúkrunarkonunnar og framkoma Davids Harwey bættu henni mikið upp ein- manaleikann hér. Hún var einmana, þótt einkennilegt mætti virðast. Heimur læknavísindanna, sá heimur, sem hún hrærðist í, var athyglisverður og örvandi, en gjörsamlega óper- sónulegur. Einu manneskjurnar sem máli skiptu þar, voru sjúklingarnir og Myra viðurkenndi með sjálfri sér, að hvað varðaði framkomu Marks Lowells við þá, var hún fullkomin. Hann var eins og allur annar maður innan um sjúklinga sina. Mark Lowell tók návist Myru eins og sjálfsagðan hlut og reyndi að hrinda frá öllum persónulegum skoðunum, þá hún var að störfum. Eftir nokkurn tíma varð hann að viðurkenna, að hún virtist fyllilega hæf og hafði ekk- ert á móti mikilli vinnu. En tíminn mundi leiða í Ijós, hvernig þetta væri. Hún mundi kannski glata starfsgleð- inni, þegar nyjabrumið færi að fara af. Hann var að hugsa um þetta eitt síðdegi, þegar hann ók frá sjúkrahúsinu til ibúðar f rænku sinnar i þvergötu við Champs Elysées. Lafði Lowell hafði búið við það sem Mark kallaði ,,hæf ilegan íburð" síðan Sir Edward Lowell lézt fyrir nokkrum árum, vegna þess að hún kaus f remur íbúð í París en að búa á óðali f jölskyIdunnar í Normandí. Aðaláhugamál hennar í lífinu var St. Georges-sjúkra- húsið, að Mark sjálfum frátöldum, Hann var sonur einkasystur hennar, sem lézt af slysförum, þegar hann var barn og hann hafði komið í stað þeirra barna, sem henni hafði aldrei orðið auðið. Þau voru öllu fremur mæðgin en ættingjar. Sjálfsagt var, að lafði Lowell ætti sæti í stjórn sjúkra- hússins og það var fátt, sem gerðist þar, sem hún vissi ekki um. Það sem Mark sagði henni ekki, gróf hún upp eftir öðrum leiðum, annað hvort í samræðum við yfir- hjúkrunarkonuna, eða með því að fara í margar og óvæntar heimsóknir á sjúkrahúsið. Þessi smávaxna, granna kona var vel þekkt þar, hún tók að sér ýmis verk, heimsótti sjúklinga og bar fram te, þegar skortur var á starfsfólki. Hún hafði skipulagt bókasafnið og sá um að bæta við það og aka bókavögnum til sjúklinganna. Já, það var ekki til sá hlutur, sem hún vildi ekki gera til að þjóna þessu elskaða sjúkrahúsi sínu. Ibúð hennar í Rue Marbeuf var eins og flest frönsk heimili, óálitleg að utan, en hið gagnstæða að innan. Her- bergin voru rúmgóð og glæsileg, húsgögnin smekkleg, í hlýjum litum og hún hafði einstakan hæf ileika til að gera heimili hlýlegt og notalegt. Mark fann það í hvert sinn, sem hann kom i heimsókn, einnig nú. Hann hafði átt langan og erfiðan starfsdag og hans eigin piparsveins- íbúð laðaði hann ekki að sér þessa stundina. Frænka hans var vön því að hann kæmi og færi eins og honum hentaði, hún lagði bara á borð fyrir einn til við- bótar. Eftir matinn settust þu í dagstofu og Mark dæsti af vellíðan. — I þakklætisskyni fyrir matinn geturðu sagt mér f rá nýja aðstoðarlækninum, sagði frænka hans brosandi. Hún tók upp handavinnu og lét sem hún einbeitti sér að henni, en í rauninni sá hún fyrir sér grannvaxna, hvít- klædda konu, sem hún hafði rekizt á í gangi sjúkrahúss- ins að morgni þessa sama dags. Stúlkan hafði virzt aðlaðandi, hugsaði hún. Hún var hressandi nýnæmi inn- an um alla þessa karla, sem að hennar dómi höfðu allt of lengi verið einráðir við St. Georges. — Hvað um hana? spurði Mark kæruleysislega. — Vertu ekki svona snakillur, Mark. Mig langar að vita allt um hana, að sjálfsögðu. Er hún viðkunnanleg? Dugleg? Kvenleg? — Viðkunnanleg! Mark hló. — Almáttugur, það veit ég ekki! Ég hef varla tekið eftir stúlkunni — aðeins séð hana vinna og mér finnst hún nógu dugleg. — Svei mér þá, kæri frændi, ef mig langar ekki til að flengja þig! sagði Estelle Lowell hægt og með áherzlu. Hann starði hissa á hana og hún hló. — Ég gefst upp á þér, drengur minn, svei mér þá. Eins og sending af himnum kemur allt í einu ung og lagleg kona á sjúkra- húsið sem læknir og þú — karlmaður — getur ekki lýst henni, nema sem ,,nógu duglegri"! Hann andvarpaði. Nú var frænka farin að gera giftingaráætlanir einu sinni enn. Jú, hann þekkti ein- kennin. — Þú eyðir bara tímanum til einskis, Estelle, sagði hann óþolinmóður. — Ég læt David Harwey sjá um allt, sem kemur ástum og kvenfólki við. — David er svo samvizkusamur í vinnunni, að hann verður að sleppa sér svolítið lausum utan sjúkrahússins. Þú varst einu sinni þannig sjálf ur, manstu það ekki? G E I R I Skilið herra, Hann segir: Ý yfir- Takið engri L J5SL; áhættu! - Skipun er skipun af stað! Glæpamennirnir Hæ, Pétur, þetta erum við! , , Halló, biðið, , biðið,' Biðið , strákar! Þriðjudagur 16. marz 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Gunnvör Braga les framhald sögunnar „Krumma bolakálfs” eftir Rut Magnúsdóttur (2). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjallkl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Hliómsveitin Fin- landia leikur „Þyrnirós”, leikhústónlist eftir Erkki Melartin, Jussi Jalas stjórnar. NBC-sinfóniu- hljómsveitin leikur Sinfóniu i d-moll eftir Cesar Franck, Guido Cantelli stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Standið rétt! Aðalsteinn Hallsson fimleikakennari flytur fyrri hluta erindis um fimleikakennslu og sýning- ar. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatiminn. Finn- borg Scheving sér um tim- ann. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- laga þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnuöryggi i bygging- ariðnaðinum. Sigursveinn Helgi Jóhannesson málari flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 „Suite Bergamasque” eftir Claude Debussy. Bandariski pianóleikarinn Micha Dichter leikur (Hljóðritun frá útvarpinu i Belgrad). 21.50 „Allir söngvar þagna þó um siðir”Jónas Guðmunds- son les eigin ljóð. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (25). 22.25 Kvöldsagan: ,,í verum”, sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar. Gils Guð- mundsson les annað bindi (31). 22.45 Harmonikulög. Tony Romano leikur. 23.00 A hljóðbergi. „Þrjár myndir úr ævi minni” eftir Albert Engström. Stig Jarr- el les. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. IBHil 11 Þriðjudagur 16. marzl976 20.00 Frcttir og veöué. 30.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Þjóðarskútan. Þáttur um störf alþingis. Um- sjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.20 McCloud- Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Fingralangar flugfreyjur Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.50 Erlend málefni. Umsjón Jón Hákon Magnússon. 23.20 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.