Tíminn - 20.03.1976, Qupperneq 9

Tíminn - 20.03.1976, Qupperneq 9
Eigendur Ilafbliks voru frumkvöðlar að kaupum togarans Suðurnes KE 12, og áttu ekki minnstan þátt i framkvæmd þess. Nýtt fiskverkunarhús i smiðum. Lokið er við að leggja oliumöl allt umhverfis húsið, samkvæmt nútimakröfum. Hluti af vinnusal frystihússins, þar sem snyrting og pökkun fer fram. Á neðri myndinni er handflökunarkerfið i frystihúsinu. Laugardagur 20. marz 1976 Laugardagur 20. marz 1976 Þórarinn St. Sigurðsson framkvæmdastjóri: GJALDÞROT HAF- BLIKS HF. í HÖFNUM ---- J Fyrir skömmu varð eitt frysti- hús á tslandi að leggja upp laup- ana. Eignir Hafbliks h.f. i Hiífn- um voru seldar á nauðungarupp- boði, fyrst fasteignir og siðan hlutabréf i skuttogaranum Suður- nes KE 12. Eignir þessar voru i báðum tilfellum slegnar útvegs- banka tslands og jafnframt i báð- um tilvikum langt undir raunvirði meö þeim afleiðingum að aðrir lánadrottnar fá ekkert upp i sinar kröfur. Það er kannski ekki ástæða til þess að skrifa blaða- grein, þótt eitt fyrirtæki i fisk- iðnaði á tslandi fari á hausinn og jafnvel þó að þau færu sömu leið- ina snöggtum fleiri svo sem staða þeirra margra er um þessar mundir vegna þess hvernig að þeim atvinnufyrirtækjum er búið. Til þess að lengja mál mitt ekki alltof mikið mun ég ekki fara út i þá sálma. Það er aðdragandi gjaldþrotsins og afskipti viðskiptabanka Hafbliks h.f. Út- vegsbanka tslands til máls ins semveldurþvi að ég undirritaður sem var annar aðaleigandi frysti- hússins og framkvæmdastjóri félagsins mun hér á eftir reyna að varpa ljósi á málið i heild sinni. Erfiðleikar í sjávarútvegi Á árinu 1974 fór afkoma frysti- iðnaðarins mjög versnandi og voru mörg fyrirtæki komin i mikla greiösluerfiöleika á haust- mánuðum það ár. Eftir gengis- fellingu i september 1974 voru undirbúnar viðtækar aðgerðir til lausnar þessum vanda með þvi að breyta lausaskuldum fyrir- tækja i sjvarútvegi i langtima lán, i daglegu tali nefnt ,,kon- vertering”. 1 þessu skyni var skipuð nefnd með fulltrúum við- skiptabankanna þ.e. Útvegs- bankans og Landsbankans, Sjávarútvegsráðuneytisins og Seðlabanka tslands. Settar voru ákveðnar reglur um framkvæmd lánveitinganna. Mikill timi fór i gagnasöfnun hjá viðkomandi fyrirtækjum og úrvinnsla þeirra tafði afgreiðslu mála verulega. Rekstrarerfiðleikar fóru sivax- andi enda gripið til annarrar gengisfellingar i febrúar 1975. Fljótlega varðljóst að gera þurfti sérstakar ráðstafanir, ef Hafblik ætti að geta notið þeirra lánveit- inga, sem fyrirhugaðar voru. Útvegsbankinn lagði til, að hlutafél fyrirtækisins yrði aukin verulega, ef það mætti verða til þess að uppfylla settar reglur. Loforð fékkst fyrir 13 milljóna króna hlutaf járaukningu, en reyndist þó ekki nóg til þess, að „konvertering” fengist. Sú varð einnig niðurstaða nefndarinnar gagnvart fjölmörgum öðrum fyrirtækjum. Haldið var áfram tilraunum til lausnar vanda fyrir- tækisins i samráði við Útvegs- bankann og féllst hann á sem lið i þeim aðgerðum, að lausaskuldum fyrirtækisins við bankann yrði breytt i allt að 15 ára lán. Eins og áður var að vikið var fjöldi fyrir- tækja, sem ekki uppfyllti reglur til „konverteringar”, en jafn- framt var ljóst, að til stórvand- ræða gæti horft i atvinnumálum ef þessi fyrirtæki yrðu að hætta störfum. Fyrir forgöngu sjávar- útvegs og f jármálaráðherra ákvað rikisstjórnin að lána byggðasjóði rúmar 300 milljónir króna úr gengishagnaðarsjóði, sem byggðasjóður siðan endur- lánaði þessum fyrirtækjum i samráði við og að fengnum tillög- um viðskiptabanka þeirra um fjárþörf fyrirtækjanna og að sjálfsögðu að þvi tilskildu, að heildarlausn fengist á málefnum hvers fyrirtækis, sem lánað yrði. Að tilstuðlan og i samráði við Út- vegsbankann sótti Hafblik h.f. um lán hjá byggðasjóði og voru meginforsendur umsóknarinnar i samræmi við það sem að ofan greinir eftirfarandi: i 1. Loforð um 13 milljóna króna hlutafjárauknirigu. 2. Loforð bankans um að lausa- skuldum fyrirtækisins i bankan- um yrði breytt i löng lán. A þessum meginforsendum lánaði byggðasjóður fyrirtækinu 15milljónir króna til 5 ára. Vegna þess sem fram kemur hér á eftir skal það tekið fram, að loforð um aukið hlutafé var staðfest af við- komandi aðilum bæði munnlega og bréflega viö Útvegsbankann og a.m.k. munnlega við byggða- sjóð, auk þess sem undirritaður tekur það sem gefið, að byggða- sjóður hafi leitað staðfestingar Útvegsbankans á fyrirhugaðri breytingu skulda fyrirtækisins i bankanum. Jafnframt veit ég ekki betur en að byggðasjóður hafi beinlinis falið Útvegs- bankanum að sjá um fullnægingu hlutafjárloforðanna, enda voru allar staðfestingar um hlutafjár- loforðin i fórum bankans. Þá skal það tekið fram, að forystumaður þeirra aðila, sem gefiö hafði lof- orð um hið aukna hlutafé, hafði útvegað Hafblik h.f. erlent lán og var (og er) ábyrgur fyrir greiðslu þess. Lán þetta var á þessum tima i vanskilum og hart gengið fram af viðkomandi aö hluta byggðasjóðsláns yrði varið til greiðslu upp i það. Undirritaður taldi eðlilegt, að gengið yrði frá hlutafjárloforðinu samhliða upp i greiðslu á nefndu erlendu láni, og lagði ég þvi þá málsmeðferð til við þann bankastjóra Útvegs- bankans, sem leitt hafði málefni fyrirtækisin bankastjórninni, en Tveir frystiskápar af þessari gerð eru i frystihúsinu. í þessum tækjum er hægt að frysta 301. af loðnu á 10 klst. hann vildi þó ekki fallast á þetta, þar eð bankinn hefði ekki ástæðu til að vantreysta gefnu loforði viðkomandi. Auk þess yrði ég að taka tillit til þess, að sami maður væri að koma með margar millj. inn .i fyrirtækið i formi nýs hlutafjár og bæri mér þvi að greiða það, sem lofað hefði verið upp i erlenda lánið. Til grundvall- ar þessari tillögu minni um ofan- greinda málsmeðferð lá einungis vilji minn til þess að láta ekkert fara úrskeiðis varðandi fullnæg- ingu skilyrðis byggöasjóðs fyrir lánveitingunni, svo og að tryggja Hafblik h.f. starfsmöguleika. Með tilliti til traustsyfirlýsingar bank- ans á loforöi viökomandi aðila féllst ég á að inna umrædda greiðslu af höndum, án fyrr- greindrar málsmeðferðar. Bankinn lagðist gegn rekstri Með tilkomu byggðasjóðsláns- ins, siöari hluta ágúst, var fljót- lega hafizt handa að mála frysti- húsið að innan og utan og lagfæra það, sem úrskeiðis hafði gengið, með það fyrir augum að hefja .starfrækslu á ný. 1 þvi sambandi voru fulltrúar framleiðslueftirlits sjávarafuröa kvaddir á staðinn og veittu þeir leyfi til þess að hefja framleiðslu. Aðgerðir þessar fóru fram með fullri vit- und bankans og án nokkurra athugasemda af hans hálfu. Þeg- ar hefja skyldi framleiðslu á ný, lagðist bankinn eindregið gegn þvi og hvatti mig til þess að hef ja ekki rekstur að svo stöddu, þar sem mikill taprekstur væri á frystihúsunum um þessar mundir og allt benti til þess að frystihús- um á svæðinu frá Akranesi til Vestmannaeyja yrði lokað á næstunni. Farið var að ráðum bankans i þessu efni og óþarfi að skýra það nánar. Hlutafjárloforð svikin Svo sem fram hefur komið lágu fyrir i Útvegsbankanum, stað- festingarum aukningu hlutafjár i Hafblik h.f., sem námu 13 milljónum króna. Skipting þeirra var þannig, að eigendur frysti- hússins höfðu lofað 5 milljóna króna aukningu og nýir aðilar höfðu lofað 8 milljónum króna. Um það bil, sem staðfesting á láni byggðasjóðs lá fyrir i Útvegs- bankanum, fór ég að verða var við, að þvi er mér fannst, breytt hljóð i forystumánni þeirra aðila, sem lofað höfðu auknu hlutafé. Þvi var það að ég lagði áður- nefnda málsmeðferð til við bankann svo sem fyrr er frá greint, þ.e. að tengja saman greiðslu upp i erlenda lánið og frágang hlutaíjárloíorðanna. Þvi miður reyndist þessi grunsemd min rétt, þvi eftir fundahöld og málaþras, sem ekki er ástæða til að fara frekar út i nema sérstakt tilefni komí tíl, varð það ljóst, að bakslag var komið i nefnt hluta- fjárloforð. Þegar komið var langt fram á haust, mun forystumaður viðkomandi aðila hafa tjáð bankanum þau málalok. Að þess- um niðurstöðum upplýstum, ósk- uðum við, eigendur frystihússins, þ.e. stjórnarformaður, ívar Þór- hallsson, og undirritaður, eftir þvi við útvegsbankann, að bank- inn beitti áhrifum sinum til þess að við gefið loforð yrði staðið. Ekki varð þess vart á neinn hátt, að bankinn hafi gert tilraunir til þess, enda sannar framvinda málsins, að ekki varð sýnilegur árangur af þeirri viöleitni, hafi hún verið höfð i frammi. Viöbrögð eigenda Hafbliks við tilkomu svikinna lof- orða 1 ljósi þeirra staðreynda, sem nú lágu fyrir svo sem skýrt hefur verið hér að framan, var haldið áfram viðræðum eigenda frysti- hússins við Útvegsbankann. Við buðumst til að auka hlutfé okkar upp i 10 milljónir i stað 5 milljóna króna, sem áður hafði verið gert ráð fyrir. 1 þvi sambandi gerðum við bankanum grein fyrir þvi, hvernig sú hlutafjáraukning var hugsuð. Auk þess lögðum við til að selja helming hlutabréfa i Útgerðarfélaginu Suðurnes. KE 12, enda gengi andvirði hluta- bréfa Hafbliks h.f. til lækkunar á skuldum frystihússins i útvegs- bankanum. Að sjálfsögöu voru þessar tillögur við það miðaðar, að bankinn gengi endanlega frá málum svo sem hér að framan greinir, og þá öllum þáttum þess, en ekki bara einum eða ein- hverjum þeirra. Útvegsbankinn samþykkti þessa tillögu strax, og i áframhaldi af þvi var farið að vinna að sölu hlutabréfanna og gerður samningur af lögfræðingi bankans við hina væntanlegu kaupendur i nóvember 1975. Svo sem oft vill verða i málum sem þessum, þ.e. sölu hlutabréfanna, drógust þau á langinn langt fram yfir það, sem ráð hafði verið fyrir gert. Þegar kom að þeim degi i febrúar 1976 að selja átti eignir Hafbliks á uppboði, var þó búið fyrir nokkru að staðfesta við Útvegsbankann, af viðskipta- banka kaupendanna, Landsbanka Islands, að ekkert væri þvi til fyrirstöðu, að kaup viðkomandi aðila gætu farið fram. Útvegs- bankinn staðfesti þetta við mig, Framhald á bls. 13 Ný frystipressa tilbúin til notkunar i frystihúsinu, en hún hefur aldrei verið sett i gang. TÍMINN Ný hús hafa risið i Höfnum, og fleiri eru i byggingu, eins og sjá má á þess- um myndum, og eru gatnagerðarframkvæmdir i fullum gangi. 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.