Tíminn - 20.03.1976, Side 13
Laugardagur 20. marz 1976
TÍMINN
13
ÍIHÍ.KmI,, 11111
Mjólkurleysi þótt verk-
föllum sé aflétt
Ekki skal fjölyrt um verkföll-
in hér á dögunum, en aðeins
skal á það drepið, að á meðan
verkföllin stóðu var hægt að átta
sig á mjólkurleysi, sem eigi að
siður leiðir margt slæmt af sér.
En nú, þegar nálægt vika er lið-
in siðan mjólkurverkfallinu (a-
samt öðrum verkföllum) linnti,
virðist, stappa nærri þvl að
ýmsir verði að þola mjólkur-
skort. Og undanfarna daga má
sjá mörg dæmi þess að fólk fer
búð úr búð til að reyna að ná i
mjólkursopa og sumt af þvi fólki
vinnur þar fyrir gýg, og það
með mikilli fyrirhöfn. En efa-
laust er lika til fólk, sem hefur
tekist að bjarga sér og hefur
ekkert af mjólkurskorti að
segja. En þá má búast við að
aðrir spyrji: Er þarna fólk sem
lánast svona vel að hamstra
mjólkina, þegar sumir fá varla
mjólkurdropa? Ég hef sjálfur
fengið að þreifa á þessu ófremd-
arástandi. Ég hef nokkrum
sinnum þessa dagana komið i
mjólkurbúð og þá ekki sézt þar
mjólkurdropi og fleiri hafa þar
ætlað að kaupa mjólk, en auð-
vitað orðið að hverfa frá.
Hvernig sem I þessu liggur, að
sumir virðast fá nægju sina af
mjólkinni, en aðrir varla dropa,
þá finnst mér að svona ófremd-
arástand eigi ekki að eiga
sér stað. Það er a.m.k. nóg að
slikt ástand riki þegar mjólkur-
verkfall er, þó ekki bætist þar
við margra daga og kannske
vikum saman aukaófremdar-
ástand.
Undanfarna daga hefur að
visu mjólk komið i búðir, en
ýmsir bara ekkert vitað um það
fyrr en um seinan. Aðrir hafa þá
ætlað að nota tækifærið hafi þeir
séð sér fært, en er þeir hinir
sömu hafa komið að mjólkur-
búðinni hefur verið sú blindös
þar, að þeir hafa snúið frá, enda
hafa margir öðrum störfum að
sinna, en standa i þess háttar
biðröðum, og fá svo e.t.v. ekki
dropa eftir alla biðina. En sé
þaö svo að enn sé litið um m jólk
(sem égtel þó vafasamt) þá ætti
iólk si'zt að hamstra. Það vantar
svo sem ekki að forráðamenn-
irnir þarna hafi verið að spá, að
ástandið myndi batna áður en
langt um liður. Ég skal ekkert
um það segja, en er á meðan er.
Þetta ástand er með öllu óþol-
andi, þvi er ekki hægt að neita.
Eyjólfur Guðmundsson.
Hvi var
mjólkinni hellt?
t Timanum þann 5. marz er frá-
sögn af tjóni Hai^ks i Svein-
bjarnargerði nú i verkfallinu og
viðtal við hann.
Eittatriðii gréin þessari get
ég ekki fellt mig við, skil ekki.
Haukur hafði af dugnaöi og hug-
kvæmni orðið sér úti um ilát og
geymt mjólk sina, átti 7500 litra,
segir i greininni, en hann varð
að hella mjólkinni niður, þar
sem ekki fékkst leyfi til að vinna
hana. En hvað kom i veg fyrir
að þessi mjólk væri öll unnin
eftir verkfall?
Eftir reynslu okkar Sunnlend-
inga var tiu daga mjólk, geymd
við svipaðar aðstæður og voru
hjá Hauki, sæmilega vinnslu'-
hæf. Hér var allt verkfallið tekið
til heimilisno ' af elztu mjólk-
inni úr heimi. tanki, sem varð
10 daga gömu og fannst ekki á
henni annað en hún væri
óskemmd.
Ég spyr þvi enn: Hvers vegna
þurfti Haukur að hella niður úr
ilátunúm? Neitaði mjólkursam-
leg K.E.A. að vinna hana, eða
var þetta gert i fljótræði?
Hörður Sigurgrimsson
0 Gjaldþrot
er ég spurðist fyrir um þetta mál,
en upplýsingar um staðfestingu
Landsbankans hafði ég fengið frá
væntanlegum kaupendum hluta-
bréfanna. Þá var að visu eftir að
ganga frá skjölum málið varð-
andi og ætla mátti, að nokkur timi
færi i það. Þegar séð varð, að ekki
væri hægt að ganga frá málinu i
heild fyrir uppboðsdag, kom ég
fram beiðni til bankans um fyrir-
greiðslu, svo hægt væri að fá upp-
boðinu frestað. Að þvi var unnið
allt fram á siðustu stundu aö
þeirri málaleitan var synjað án
nokkurra skýringa. Við eigendur
frystihússins töldum okkur hafa
fulla ástæðu til þess að ætla, að
bankinn kippti málunum i lag
fyrirannað og siðasta uppboð.Svo
reyndist þó ekki þegar til kast-
anna kom.
Hráefnisöf lun
Þar sem Hafblik var búið að
selja frá sér rétt sinn til nýtingar
hráefnis af skuttogaranum
„Suðurnes” var strax hafin at-
hugun á þvi, hvernig bæta mætti
úr þvi. Allar likur bentu til þess,
að hægt væri að afla frystihúsinu
hráefnis, sem ástæða var til að
ætla, að gæti numið hátt i það
magn, á vetrarvertiðinni einni
saman, sem sennilegt mátti telja,
að skuttogarinn aflaði húsinu á
heilu ári. Ég var búinn að gera
bankanum grein fyrir horfum á
þessu efni.
Viöhorf til byggöarlagsins
Hafnir á Reykjanesi voru fyrr-
um eitt svipmesta byggðarlag á
Reykjanessvæðinu, hvað snerti
útgerð og athafnir stórbrotinna
héraðshöfðingja þeirra tima. Hér
hefur um margra áratuga skeið
rikt algjör stöðnun i atv.málum
og uppbyggingu allri, enda þótt
þetta byggðarlag, að öllum öðr-
um stöðum á Reykjanessvæðinu
ólöstuðum, sé sizt óbyggilegra
heldur en önnur sveitarfélög hér
um slóðir. Þegar horft er yfir kort
af suðurströnd tslands og vestur-
og norðurströnd Reykjanesskaga
allt til Keflavikur, er hvergi að
finna fjörð nema hér i Höfnum,
þar sem Kirkjuvogur er. Hér rétt
fyrir utan er meginþorri þeirra
fiskimiða, sem. bátar frá nær-
liggjandi stöðum hafa i áratugi
sótt á. Hefur verið gerð könnun á
þvi, hvort Kirkjuvogur hafi upp á
minni, sambærilega eða meiri
möguleika að bjóða til hafnar-
gerðar, en þær hafnir, sem hingað
til hefur verið varið stórfé til?
Það er kannski alveg út i hött, að
spurt sé, nú þegar verð á oliu er
haft i huga, hvað það myndi
nema mikilli fjárhæð i rekstri
bátaflotans á ári sem gerður er út
frá byggðarlögum á norðanverðu
Reykjanesi, eða hvort þeir sæktu
sjó frá Höfnum. Á undanförnum
áratugum hefur frystihúsið i
Höfnum verið rekið með óstöðug-
um og slitróttum hætti, sem vald-
ið hefur þvi, að það fólk, sem hér
býr, hefur ekki haft það öryggi i
atvinnu, sem stöðugt rekið fyrir-
tæki myndi skapa. Hefur þvi það
fólk, sem að heiman hefur getað
farið orðið að leita sér atvinnu
annars staðar. Hitt fólkið hefur
verið atvinnulaust að undan-
skildu þvi, sem prýðilega stætt og
vel rekið litið saltfiskverkunar-
hús og nú orðið visir að frystihúsi
hefur veitt fólki dálitla atvinnu
hluta af ári hverju, en langt frá
þvi að vera samfellt. Þó að rekst-
ur frystihússins 1973 til 1974 og
þar til i marz 1975, væri langt frá
þvi að vera kominn i það horf,
sem þurfti, en hafði þó verið lagð-
ur verulegur grundvöllur að, var
að byrja að leiða til þess að fólkið
hér fengi á þvi vaxandi trú að
skapast væri möguleiki til
stöðugrar atvinnu á staðnum.
Arangur þess var þegar orðinn
sá, að til var kominn 12-15 manns,
sem stöðugt var til staðar við
framleiðslustörf i frystihúsinu.
Fjöldi þeirra, sem af og til unnu
hjá fyrirtækinu var snöggtum
meiri. Þessarar vaxandi trúar
gætti ennfremur hjá sveitar-
stjórninni, sem m.a. kom fram i
þvi að stuðla að þessari þróun
með veitingu hreppsábyrgðar til
styrktar atvinnufyrirtæki i
byggðarlaginu. Það er okkur
fyrrverandi eigendum frystihúss-
ins mikið áhyggjuefni að þurfa að
horfa til þess veruleika, að
Hafblik h.f. á ekki lengur mögu-
leika til þess að standa við þær
skuldbindingar. A undanförnum
árum hefur sveitarstjórnin skap-
að möguleika til úthlutunar
byggingarlóða með þvi að festa
kaup á allstóru landsvæði, sem
þegar hafði verið skipulagt.
Arangur þess er sá, að úthlutað
hefur verið á annan tug lóða undir
ibúðarhús. Nú eru hafnar fram-
kvæmdir á fimm þessara lóða og
sum húsin vel á veg komin. Hvort
aðgerðir þær, sem nú hafa verið
hafðar i frammi við Hafblik h.f.,
og óbeint gegn byggðarlaginu um
leið, muni valda verulegri skerð-
ingu á þeim neista, sem hér var
óumdeilanlega að kvikna til upp-
byggingar þessu byggðarlagi,
skal ósagt látið.
Lítt skiljanleg framkoma
banka
Svo sem að er vikið hér að
framan varð Hafblik h.f. að hætta
rekstri i marz 1975. Allan timann
alveg fram undir það siðasta,
nánar tiltekið nálægt heilu ári,
hafði útvegsbankinn veitt félag-
inu ýmiss konar fyrirgreiðslur til
bjargar að einhverju leyti i ýms-
um aðsteðjandi vandamálum.
Hver gat ástæða og tilgangur
bankans, með þvi að færa þannig
skuldir fyrirtækisins, sem honum
voru óviðkomandi inn i bankann,
önnur verið en sú, að ætla sér að
ljúka málum á umsaminn hátt?
Með þessum hætti og ýmsum
fleiri, svo og hæstum mögulegum
sektarvöxtum i skjóli þess okur-
vaxtakerfis, sem nú viðgengst i
þjóðfélaginu, hækkuðu skuldir
fyrirtækisins með ört vaxandi
hraða frá þvi að rekstri var hætt
og þar til yfir lauk. Enda þótt að
til brigða kæmi a gefnum hluta-
fjárloforðum, var af hálfu
eigenda frystihússins sýndur full-
ur vilji til þess að fylla það skarð,
sem þar hafði orðið i undirstöðum
málsins, enda voru tillögur okkar
þar að lútandi samþykktar, svo
sem frá hefur verið greint. Þegar
öll meginatriði málsins, sem eg
hef hér að framan reynt að skýra,
eru höfð i huga, legg ég það i dóm
allra sanngjarnra og hlutlausra
aðila, hvort við eigendur frysti-
hússins höfum að ástæðulausu
verið i góðri trú um farsæla
niðurstöðu þess.
Lokaorð
Ég hef i þessum greinarstúf
reynt eftir beztu samvizku að
skýra frá gangi og þróun málsins,
eftir þvi sem ég veit það réttast.
Ég hef reynt að forðast að láta
reiði eða biturð ná tökum á mér i
frásögu þessa máls, þó ég fúslega
skuli viðurkenna, að mér er mjög
heitt i hamsi. Ég hef um langt
árabil átt viðskipti við Útvegs-
bankann, bæði persónulega og i
umboði fyrirtækja, sem ég hef
veitt forstöðu. Ég hef hvorki áður
fyrr, né nú, orðið var annars en
góðvilja og velvildar af hálfu
bankastjórnarinnar og reyndar
alls starfsfólks bankans, sem ég
hef átt samneyti við til þess að
mál mættu leysast svo, að bæði
bankanum og mér og eða þeim
fyrirtækjum, sem ég hef unnið
fyrir, mættu verða að gagni. Það
er mér mikil raun að þurfa að
skýra gang þessa máls i blaða-
grein, sem sprottin er af þvi, að
ég stend agndofa óskiljanlegri og
skyndilega breyttri afstöðu
Útvegsbankans til endanlegrar
niðurstöðu málsins. Ég stend
agndofa frammi fyrir þeirri stað-
reynd, að Útvegsbanki Islands
skuli fótum troða þá siðferðislegu
skyldu sina til þess að ljúka mál-
inu á þann veg, sem hann hafði
samþykkt, og varð til þess, að
stórlán úr opinberum sjóði var
veitt til framgangi málsins. Ég
stend agndofa gagnvart slikri
meðferð mála af Útvegsbankans
hálfu, að eftir eins árs meðhöndl-
un skuli bankinn taka þá ákvörð-
un, sem gerir allt starf og öll
meginundirstöðuatriði málsins,
sem þó voru unnin i samráði viö
hann og að beinu undirlagi hans
sjálfs algjörlega tilgangslaus og
unnin fyrir gýg. Höfnum 15. marz
Nýju íbúoirnar í
Mosfellssveit stærri
en í Reykjavík
SJ—Reykjavik — Þann 1. janúar
sl.voru 178einbýlishús i smiðum i
Mosfellshreppi, og voru þau að
meðaltali 481 rúmmetri að stærð.
Tiu tvi- og fjölbýlishús með 22
ibúðum voru þá i smiðum i
hreppnum, 71 raðhús, 258 bif-
reiðageymslur, átta aðrar bygg-
ingar, og auk þess var verið að
byggja við þrjú eldri hús. Samtals
var verið að vinna að smiði á hús-
næði, sem er 186,821 rúmmetri að
stærð.
Af þeim ibúðum,sem taldar eru
i smiðum, er 32 nær tilbúnar.
Flutt hefur verið i 77 ibúðir af
þeim sem taldar eru i smiðum.
Að sögn Magnúsar Ólafssonar
byggingafulltrúa er þetta um það
bil fimmti hluti á við það hús-
rými, sem er i smiðum i Reykja-
vik, og er þá átt við Ibúðafjölda.
Hinsvegar munu ibúðir hinna
verðandi Mosfellinga vera stærri
en ibúðirnar i Reykjavik.
Meiri byggingarframkvæmdir
eru nú i hreppnum en i ársbyrjun
1975.
Arið 1975 var lokið smiði 29
ibúða i einbýlishúsum, tvi- og
fjölbýlishúsum og raðhúsum.
Voru það minni framkvæmdir en
árið áður (1974), en þá var lokið
smiði 66 ibúða i 60 húsum.
Meðal annars er verið að
byggja skóla- og iþróttahús i Mos-
fellshreppi, og er það 14.553 rúm-
metrar að stærð. Smiði þess hófst
1975.
„Undrandi á afstöðu
stjórnvaldanna"
Svohljóðandi ályktun var sam-
þykkt á aðalfundi Félags flug-
málastarfsmanna rikisins:
„Aðalfundur Félags flugmála-
starfsmanna rikisins, sem hald-
inn var 16. þ.m., lýsir undrun
sinni á afstöðu stjórnvalda til
samningsréttar opinberra starfs-
manna.
Það er alkunna, að starfsmenn
rikisins hafa lakari rétt til
samninga um laun sin en aðrir
þegnar þjóðfélagsins og hafa oft
orðið að sætta sig við gerðardóm
sem lokastig i kjaradeilum.
Fundurinn skorar á rikisstjórn
að taka þegar i stað upp viðræður
við heildarsamtök opinberra
starfsmanna i fullri alvöru og
beita sér, þegar á yfirstandandi
Alþingi fyrir lagasetningu, sem
tryggja muni opinberum starfs-
mönnum sömu aðstöðu við gerð
kjarasamninga og öðrum þegn-
um þjóðfélagsins.
Fundurinn lýsir þvi yfir að
félagsmenn Félags flugmála-
starfsmanna rikisins munu
einskis láta ófreistað til þess að
ná þessu marki.”
Alyktun þessi var samþykkt
samhljóða.
Barngóð róðskona
óskast til að annast heimili i Reykjavik.
, Hjónin vinna bæði úti. Húsnæði og fæði á
staðnum, ef óskað er. Góð laun fyrir góða
konu.
Umsóknir sendist afgr. blaðsins merkt
1899.
HÓTEL —
VEITINGAHÚS
í nágrenni Reykjavikur er hótel og
veitingahús i fullum rekstri til sölu.
Mjög arðbær rekstur fyrir fjölskyldu eða
tvo samhenta aðila.
Þeir sem áhuga hafa fyrir kaupum
þessum leggi nafn og heimilisfang sitt inn
á afgreiðslu blaðsins merkt: Hótel og
Veitingahús fyrir 30. þ.m.
Orlofsaðstaða
Starfsmannafélag Tryggingar h.f., óskar
eftir aðstöðu til útiveru til kaups eða leigu.
Flest kemur til greina, svo sem jörð eða
jarðarpartur, sumarbústaður eða annað
þvi um likt.
Vinsamlegast hafið samband við formann
starfsmannafélagsins i sima 21120 frá kl. 9
til 17 næstu vikur, eftir kl. 17 20607 og
73554.