Tíminn - 20.03.1976, Síða 16

Tíminn - 20.03.1976, Síða 16
Laugardagur 20. marz 1976 METSÖLUHÆXUR Á ENSKU í VASABROTI t Líbanon: Rodesía: Skutu á fluvél Karamis í Beirut Viðræður strandaðar NTB, Beirút. Utanrikisráðherra Libanon, Eashid Karami, slapp naumlega ómeiddur út úr flugvél á flugvellinum i Beirút i gær, þegar skæruliðar hæfðu hana með eldflaugum og kveiktu i henni. Flugvélin átti að fljúga með Karami og aðra leiðtoga múhameðstrúarmanna til Sýr- lands, þar sem þeir ætluðu að ræða við ráðamenn um hugsan- legar lausnir á innanlandsdeilun- um i Libanon. Deilurnar hófust fyrir rúmri viku, þegar Aziz al-Ahab hers- höfðingi, yfirmaöur hersins i Libanon, krafðist þess að forseti landsins, Suleiman Franjieh, og rikisstjórn hans, segði af sér. Þegar skæruliöarnir skutu á flugvél Karamis, voru allir komnir um borð i hana. Hæfðu þeir vélina með einni eldflaug og kveiktu i henni, en allir nefndar- menn komust óskaddaðir út úr henni, ýmist um aðaldyr eða neyðarútgang. Ekki er vitað hvaða skæruliða- hópur stóð að baki árásinni, en ljóst er að það er einhver þeirra, sem mótfallnir eru afskiptum Sýrlendinga af deilunum. Samkvæmt fréttum útvarpsins i Beirút sagði Karami stuttu eftir atburðinn, að hann myndi halda áfram tilraunum til að leysa deil- una. Bardagar héldu áfram i Beirút i gær, meðal annars skammt frá forsetahöllinni. Enn minnkar verðbólgan í Bretlandi Reuter, London. Verðbólgan i Bretlandi heldur áfram að minnka, eftir siðustu opin- berum tölum að dæma, f febrúarmánuði var verð- bólga á ársgrundvelli 22.9% en var i janúar 23.4%. Þetta er sjötti mánuðurinn i röö, sem verðbólga minnk- ar á Bretlandseyjum, og var hún nú lægri en verið hefur i tiu mánuöi. Samt sem áður var verð- bólga enn meiri i Bretlandi en helztu samkeppnislöndum þess meðal iðnaðarþjóða. Bannað að heimsækja andófsmenn NTB, Osló.Sex þingmenn úr norska Stórþinginu, sem fyrir nokkru sóttu um heimild til sovézkra yfir- valda til þess að heimsækja Sovétrikin og eiga þar viðtöl við nokkra þekkta andófs- menn, hafa fengið neikvætt svar við beiðni sinni. í synjunarbréfi sinu segja sovézk stjórnvöld, að til- gangur ferðarinnar sé i mót- sögn við þá viðteknu venju, að þegnar einnar þjóðar hafi ekki afskipti af innanrikis- málefnum annarrar. Reuter.Salisbury Viðræður fulltrúa svarta meirihlutans i Ródesiu við rikisstjórn hvita minnihlutans i landinu, um framtiðarskipan i stjórnarfari landsins, leystust upp i gær. Ian Smith forsætisráðherra fór þess þá á leit við Breta að þeir tækju virkan þátt i viðleitninni til að leysa deilurnar um stjórnarskrá landsins. t yfirlýsingu, sem Smith lét frá sér fara skömmu eftir að viðræðurnar strönduðu, sagðist hann álita, að nú gætu Bretar ekki lengur skotið sér undan ábyrgð sinni á málefnum Ródesiu. Leiðtogi svartra þjóðernis- sinna i Ródesiu, Joshua Nkomo, sagði i gær, að viðræðurnar hefðú strandað, vegna þess að Smith hefði neitað að ganga að kröfum um að svarti meirihlut- inn taki við stjórn landsins þeg- ar i stað. Nkomo sagði á blaðamanna- fundi i gær, að stjórn Smiths hefði ekki viljað ræða um stjórn svartra i landinu fyrr en i fyrsta lagi eftir tiu til fimmtán ár. — Við höfum reynt aö ryðja úr vegi þvi sem leitt gæti til styrjaldár, sagði NKomo, — en rikisstjórnin hefur neitað að fjarlægja þær hindranir. Það er greinilegt, að þeir eru reiðubún- ir til styrjaldar. Smith, forsætisráðherra Ródesiu, sagði eftir að viðræð- urnar stöðvuðust, að rikis- stjórnin hefði boðið „viðtækar áætlanir um skiptingu valds i landinu og miklar stjórnarfars- breytingar, svarta meirihlutan- um i hag.” Enn fremur sagði Smith: — Ég álit að brezka stjórnin eigi ekki lengur að forðast þá ábyrgð, sem hún hefur tekizt á herða, og ætti hún nú að taka virkan þátt i leit að lausn á stjórnarskrárdeilunum hér i Ródesiu. Herteknu svæðin við Jórdan: Öryggisráðið taki ástandið þar til athugunar nú þegar Reuter, SÞ/Jerúsalem.— Nokkur Arabariki fóru i gær fram á skyndifund hjá öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna, þar sem fjallað yröi um ástandið á þeim svæðum vesturbakka Jórdan, sem tsra- elsmenn halda hernámi. Beiðnin um skyndifund var bor- in fram af Pakistan og Libýu, en þau eru einu múhameðstrúar- Allsherjarverkfall í Argentínu ef herinn tekur völdin þar Reuter, Buenos Aires. — Verka- lýðsforystan i Argentinu sam- þykkti i gær að efna til allsherjar- verkfalls um óákveðinn tima, ef herinn i landinu tæki völdin þar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi milli leiðtoga verkamanna og verkalýðsmálaráðherra Ar- gentinu, Miguel Unamuno. Verkalýðsleiðtogarnir, sem ótt- ast að bylting hersins sé yfirvof- andi, fóru fram á fund þennan með ráðherranum, eftir að fréttir bárust af þvi i gær, að þung- vopnaðar sveitir hermanna hefðu á fimmtudag ráðizt á tómstunda- miðstöð verkamanna i málm- iðnaði I Mendoza-héraði. Stjórnmálamenn, sem einnig óttast byltingu hersins, voru að reyna að koma á fundi með hinum ýmsu stjórnmálaflokkum i land- inu, til þess að leita lausnar á langvarandi stjórnarfars- og efnahagskreppu í landinu. Maria Estela Peron forseti þótti i gær likleg til að vera fylgj- andi hugmyndum um fund þenn- anEinnig þarf að ganga frá laga- legum hliðum kosninganna, sem fara eiga fram þann 12. desember næstkomandi. löndin, sem aðild eiga að öryggis- ráðin'u. 1 bréfi til forseta ráðsins, Thomas Boya, greindu þeir frá „hinu alvarlega ástandi, sem myndazt hefur vegna undanfar- andi atburðaþróunar á hernumd- um svæðum Arabalanda”. 1 bréfinu sagði, að ástandið hefði haldið áfram að versna und- anfarna daga og að aðgerðir isra- elskra stjórnvalda á svæðunum vær> ekki hægt að skoða öðru visi en sem „hluta af stefnu, sem miði að þvi að innlima herteknu Jerúsalem i Israel og breyta menningarlegum og þjóðfélags- legum einkennum hennar, i út- reiknaðri mótstöðu gegn yfirlýs- ingum bæði öryggisráðsins og þings Sameinuðu þjóðanna um málið”. í gær héldu israelskir hermenn, vopnaðir byssum, aftur af arab- iskum andófsmönnum á herteknu svæðunum, og komu þannig aö mestu i veg fyrir óeirðir og átök. Landamæralögregla og her- menn fóru i eftirlitsferðir um göt- ur Jerúsalem, og fallhlifaher- menn lokuðu öðrum borgum og bæjum á vesturbakka Jórdan. Tókst þannig að halda friðinn I gær, eftir sjö vikna stanzlaus átök, milli arablskra ungmenna og stúdenta, sem vopnuð eru grjóti, og israelskra hermanna. Við óeirðum lá þó fyrir utan Al- Aqsa moskuna eftir hádegisbænir Araba, þar sem trúarleiötogar múhameðstrúarmanna sögðu stórum hóp ungmenna að Isra- elum yrðu ekki liðin nein afskipti af trúmálum þeirra. En þegar ungmennin, sem mörg báru hefð- bundinn höfuðbúnað Palestinu- araba, sýndu merki þess að æs- ingur hefði gripið um sig, dreifðu trúarleiðtogarnir hópnum og báðu hvern að fara heim til sin. Thailand: Frestur USA til brott- flutnings úti í dag NTB, Bangkok.F'restur sá, sem Bandarikjamenn höfðu til að flytja siðustu hermenn sina á brott frá Thailandi, rennur út i dag, en i gær höfðu stjórnir landanna ekki enn komið sér saman um með hvaða skilmál- um her Thailands skuli taka við hernaðarmannvirkjum Banda- rikjamanna i landinu. Rikisstjórn Thailands hefur lagt áherzlu á, að ef samkomu- lag næst ekki, verði aö taka niður öll bandarisk mannvirki og flytja þau úr landi. Komi til þess, verður þó að lengja frest Bandarikjanna nokkuð. Embættismenn i Thailandi sögðu i gær, að Bandarikja- menn vildu fá að hafa um 4.000 hermenn I landinu áfram, en stjórn Thailands hefur sett þau skilyrði, að bæði hermenn og mannvirki verði undir eftirliti og stjórn þarlenzkra yfirvalda. Bandarikin óska eftir að fá að handa stórri samgöngumiðstöð i Ramasun, svo og stöðvum sin- um á nokkrum smærri stöðum. Enn fremur vilja þeir hafa stjórn yfir hluta af flugvellinum við U-Tapao. Nýr fastafull- trúi USA hjá SÞ Reuter.Sameinuðu þjóðunum. William Scranton, fyrrverandi rikisstjóri i Pennsylvaniu- fylki i Bandarikjunum, fram- visaði i gær skilrikjum sinum sem ljórtándi fastafulltrúi Bandarikjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum. Scranton tekur við embætti fastafulltrúa af Daniel Patrick Moynihan, sem lét af þvi til að snúa aftur til kennslu við Har- vard-háskóla, eftir að hafa sakað nokkra háttsetta banda- riska embættismenn um að ganga fram hjá sér er hann gegndi embætti fastafulltrúa hjá S.Þ. Reyndi aö myröa rogsmann Thorpe Reuter, Exetcr. Tuttugu og niu ára gamall flugmaður, Andrew Newton, var i gær dæmdur til tveggja ára fang- elsisvistar i Exeter i Bret- landi, fyrir að reyna að skjóta fyrrum tizkusýningarmann- inn Norman Scott. Scott er sá hinn sami og fyrir nokkru varð valdur aö miklu fjaðrafoki i röðum Frjálslynda flokksins brezka. með þvi aö segjast hafa staðið i kynferðislegu sambandi við leiðtoga hans, Jeremy Thorpe. Scott hélt þvi fram við rétt: arhöldin, að Newton hefði fengið hann með sér upp i sveit, skotið þar huðd Scotts og reynt að skjóta hann sjálf- an á eftir, en þá hefði byssan staðið á sér. Newton hélt þvi fram, að Scott heföi kúgaðaf sér fé meö ljósmynd af sér nöktum, og hefði hann skotið hundinn og reynt að hleypa öðru skoti af til að fá Scott til að afhenda sér ljósmyndina. Dómarinn i málinu sagði Newton, að hann hefði gerzt sekur um að taka lögin i sinar eigin hendur, og heföi þaö getað haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Hann dæmdi Newton til tveggja ára fangelsisvistar, fyrir að hafa haft skotvopn með höndum og ætlað að valda likamlegum meiðingum með þvi. Kínverskur viöskiptaráðherra til Júgóslavíu Reuter, Bclgrad. — Chen Chien, aðstoðar utanrikis- við^kiptaráðherra Kina, kom i SHORNA ÁMILLI gær til Belgrad til að vera viðstaddur fyrsta fund sam- eiginlegrar júgóslavnesk-kin-' verskrar viðskiptanefndar. ‘Chien mun einnig heimsækja borgirnar Novi Sad, Zagreb og Rijeka til að ræða viðskiptatengsl og verzl- un milli landanna tveggja. Tefjast kosning- arnar í Portúgal? NTB, Lissabon. Hætta virðist nú á að kosningar til nýs þjóð- þings i Portúgal frestist um einhvern tima, vegna deilna milli Maóista og kommúnista, sem trúir eru Moskvu, um það, hvor flokkurinn megi nota hamar og sigð sem merki sitt á kjörseðlum. Vegna deilu þessarar hefur ekki reynzt unnt að prenta kjörseðlana, en kjörstjórn i Portúgal gerði það að skil- yrðislausri kröfu, að hver flokkur um sig hefði eitthvert merki, sem algerlega aðskiidi hann frá öðrum flokkum. v

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.