Tíminn - 09.04.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. april 1976.
TÍMINN
9
ÍSLENZK
UTANRÍKIS
ÞJÓNUSTA
t Timanum fimmtudaginn 25.
marz er leiðari sem ber yfir-
skriftina: MERK NÝBREYTNI.
Leiðarinn byrjar svona: Eins og
skýrt hefur verið frá hér i blaðinu
hefur sú ákvörðun nýlega verið
tekin að sendiherra i fjarlægum
rikjum verði staðsettur i Reykja-
vík. Ennfremur er þess getið að
tiilagan reki rætur sinar tii
greinargerðar sem Pétur Eggerz
samdi á vegum utanrikisráðu-
neytisins. Margt athygiisvert
kom fram i þessari greinargerð
Péturs og er ein hugmynd hans
hér komin tii framkvæmda. —
Einar Agústsson hefur mikinn
áhuga á endurskipulagningu ut-
anrikisþjónustunnar. Þessi leið-
ari varð til þess að við fórum að
ræða þessi mál og taldi utanrikis-
ráðherra eðlilegt að blað hans
birti tillögu þá sem hér er um að
ræða. Tillagan er á þessa leið:
„Skipaður verði sérstakur
sendiherra fyrir Japan og Kina
með búsetu i Reykjavik. Sam-
timis verði ráðnir með sérstökum
hætti viðskiptafulltrúi i Japan og
menningarfulltrúi i Kina og heyra
þeir undir sendiherrann.
Svo sem vitað er fara viðskipti
Islands og Japans sivaxandi, og
ýmsar raddir hafa verið uppi um
nauðsyn þess að stofna sendiráð i
Tokyo, og er það ekki að ófyrir-
synju. Þróun timans stefnir hrað-
byri i þá átt, að ekki verði hjá þvi
komizt að stofna sendiráö fyrir
Asfuriki, áður en langt um liður.
Við nána athugun þessara mála
veröur að teljast hagrænna að
slfkt sendiráð sé staösett i
Reykjavik en i Tokyo. A islenzkt
sendiráð i Tokyo myndi hlaðast
mikill fjöldi verkefna, sem krefð-
ist mikils starfsliðs og tima, þótt
þau væru ekki öll að sama skapi
nytsöm. Japanir eru þekktir að
nákvæmni og um leið æði spurul-
ir. Timafrekt yrði og seinunnið að
afla allra þeirra upplýsinga að
heiman, sem leitað væri eftir.
öðru máli gegnir þegar sendi-
herrann er i Reykjavik og auð-
veldur aðgangur að hvers konar
gögnum og áliti ráðamanna á
þýðingarmiklum málum, sem
skjótra úrlausna þarfnast. Eins
og geta má nærri er mikili fjöldi
sendiráða staðsett i Tokyo. Þeim
fylgir hringiða samkvæmislifs-
ins, sem islenzkur sendiherra
myndi viljugur eða tUneyddur
sogast inn i um leið og það lamaði
starfsorku hans og drægi til sin
drjúgan skilding úr sameiginleg-
um sjóði islenzku þjóðarinnar, en
þvi fé væri sannarlega á annan
hátt betur varið austur þar.
Ég hef rætt fyrirsvar íslands i
Asiu nokkuð við kinverska sendi-
ráðsritarann Mr. Lin. Hann taldi
miklu skipta, að islenzkur diplo-
mat væri búsettur i Asiu, m.a. til
að kynna sér staðhætti þar og
hugsunarhátt Asiubúa. Verzlun-
ar- og menningarfulltrúar, sem
heyra undir sendiherra i Reykja-
vik myndu þjóna mikilvægu hlut-
verki að þessu leyti. Mr. Lin taldi,
að Kinverjar sættu sig við, að
sami maður yrði sendiherra i
Japan og Kina með búsetu i
Reykjavik.
Ekki er unnt að ganga fram hjá
kostnaöarhliöinni, þegar rætt er
um staðsetningu sendiráðs i
Tokyo. Japan er mjög dýrt land.
Norðmenn og Danir gerðu fyrir
mig kostnaðaráætlun um rekstur
á mjög fáliðuðu sendiráði i Japan.
Þar mun allt vera reiknað i lág-
marki og varla öll kurl komin til
grafar.
Rökstuddar vonir eru bundnar
við ráðningu verzlunarfulltrúa
(Export stipendiat) i Japan.
Hann yrði eins konar forgöngu-
maöur til að kynnassér hugsunar-
hátt, venjur og smekk þjóðarinn-
ar i þvi skyni að efla viðskipti
milli landanna. Fulltrúinn hefði
náið samband við fslenzka ræðis-
manninn f Tokyo, og reynt yrði að
gera hann sem virkastan fyrir
málefni Islendinga. 1 þessu sam-
bandi bendi ég á, hversu áríðandi
er að vanda vel val ræðismanna
tslands i hinum ýmsu löndum og
fylgjast rækilega með störfum
þeirra. Vel metinn og dugandi
ræðismaður getur orðið þjóðinni
að ómetanlegu liði. Hugsi þessi
trúnaðarmenn þjóðarinnar hins
vegar mest um, að titillinn auki
frama þeirra og bæti eigin að-
stöðu, á ekki að hika við að skipta
um menn.
Strax og ráðinn er islenzkur
fulltrúi i Japan er mjög æskilegt
og reyndar brýn nauðsyn, að ann-
ar fulltrúi setjist að i Kina. Færi
vel á þvi, að hann yrði eins konar
menningarfulltrúi (Cultural att-
ache). Þarf naumast að fjölyrða
um nauðsyn þess að hafa sem
mest og bezt samskipti við þetta
menningarlega háþróaða stór-
veldi. Sendiherra gagnvart Japan
og Kina með aðsetri i Reykjavík
þarf að sjálfsögðu að fara við og
við til þessara landa. Fram að
þessu hafa islenzkir sendiherrar
gagnvart Japan aðeins farið einu
sinni á starfstimabili smu til
landsins og þá til að afhenda trún-
aðarbréf sitt. Hér er það hár
feröa- og gistikostnaöur, sem
grípurinn i. Sendiherra með slika
aðstöðu getur sannarlega litið
gagn gert, embættisstaða hans
gagnvart viðkomandi landi er
varla annaö en formsatriði. Hann
hefur nánastenga möguleika á aö
takast á við vandamál, smá eða
stór, sem upp koma i landi, sem
hann kemur aldrei til og þekkir
ekki til þjóðaraðstæðna.
Ferðaskrifstofur hafa bent á
vegna eftirgrenslana, að mjög
mörg flugfélög fljúgi til Japan og
margir mismunandi taxtar séu i
gildi. Óhætt er að fullyrða, að
unnt sé aðútvega a.m.k. helmingi
ódýrari fargjöld en almennt eru
gefin upp.”
Tillaga þessi er úr 170 blaðsiðna
skýrslu um endurskoðun utan-
rikisþjónustunnar, sem ég skrif-
aði samkvæmt ósk Einars
Agústssonar. Ég set fram 19 til-
lögur í skýrslunni ásamt greinar-
gerð og rökstuðningi. Pétur Thor-
steinsson fyrrverandi ráðuneytis-
stjóri beitti sér á móti þvi að til-
lögur minar fengju eðlilega at-
hugun. Liklegt má telja að sú til-
laga min hafi gramizt honum
mest, að ég bendi á að i sumum
tilfellum gætu Islendingar sem
skipaðir væru sendiherrar er-
lendis haft búsetu i Reykjavik
sem sparað gæti íslandi mikinn
kostnað og gæti stundum verið
hagkvæmara fyrirkomulag en að
sendiherrarnir sætu i fjarlægu
landi. Þaðer þess vegna kátbros-
legt, þegar Pétur Thorsteinsson
sótti siðar mjög fast að verða
skipaður sendiherra i rikjum Af-
riku og Asiu með búsetu i Reykja-
vik e ins og ég h afði stungið upp á i
skýrslu minni.
Leiðari Timans skýrði frá þvi
að nú væri ein hugmynd min
komin tilframkvæmda. En það er
hins vegar staðreynd, að tvær til-
lögur skýrslunnar eru komnar til
framkvæmda. önnur um Asiu en
hin um Afriku. Pétur Thorsteins-
son verður sendiherra bæði i rikj-
um Asiu og Afriku. Það liggur i
augum_uppi að þessi sendiherra-
embætti eru mjög erfið og krefj-
ast mikillar hugkvæmni og and-
legrar atorku. Þess vegna hefði
fiestum áreiðanlega þótt æski-
legra að einhver af hinum ungu
efnilegu starfsmönnum sem ut-
anrikisráðuneytið hefur á að
skipa hefði verið skipaður i þau
frekar en roskinn maöur sem er
farinn að þreytast.
Pétur Eggerz.
■
;i 11
I # '* J i 1
V 1 •■ úp- jjSh3M<. j
Kammersveitin frá Munchen.
Kammesveit frá Munchen heldur
tónleika víða um land
SJ—Reykjavik. Kammersveit
frá Miinchen, Múnchener Aka-
demie Kammerorchester, veröur
i tónleikaferðalagi hér á landi
10.-25. april i boði Reykjavikur
Ensemble, sem fór sina fyrstu
tónleikaför um Þýzkaland sl.
sumar. Fyrstu tónleikar hljóm-
sveitarinnar verða i Háteigs-
kirkju sunnudaginn 11. april kl. 5
ogleikurhún þar Concertino fyrir
fjórar fiðlur eftir Riciotti, H-moll
svitu eftir Bach og Árstiðirnar
eftir Vivaldi.
Tónlistarfélagið á Akureyri
ásamt dansk-islenzka félaginu
hefur boðið Kammersveitinni að
halda tónleika á Norðurlandi, og
verða þeir á Dalvik, Akureyri og
Húsavik dagana 12., 13. og 14.
april. Um páskana leikur
Kammersveitin við fermingu i
Kristskirkju i Reykjavik. Einnig
verða tónleikar i Hveragerði og
nágrenni. Þá leikur Kammer-
sveitin fyrir útvarp, en loka-
tónleikarnir verða i Félags-
Mclverka-
sýningu
Jónasar lýkur
um helgina
Málverkasýningu Jonasar
Guömundssonar, sem staöið
hefur i Hamragöröum, Há-
vailagötu 24 Reykjavik, lýk-
ur nú um helgina, eða nánar
tiitekið á sunnudagskvöld.
Er sýningin opin frá kl. 14-22
á laugardag ogsunnudag. en
frá 16-22 á föstudag.
Allmargt gesta hefur skoð-
að sýninguna, og allmörg
verk hafa selzt. Eins og áður
hefur verið frá greint mun
iistamaðurinn næst sýna i
Niirnberg i V-Þýskalandi og
opnar sú sýning 26. april
næstkomandi.
O.Ó.
heimili Seltjarnarness 24. april
kl. 14.30 og verða þar á efnisskrá
verk eftir Há'ndel, Stamitz,
Vivaldi og Mozart.
Sendiráð Sambandslýðveldis-
ins Þýzkalands, GIsli Sigur-
björnsson og Flugleiðir ásamt
Wolfgang Stross hafa stutt komu
Kammersveitarinnar hingaö.
Kammersveit þessa, sem nú
mun leika hér á landi, stofnaði
stjómandinn, A. Ginthör, fyrir
einu og hálfu ári. Meginþorri
hljómsveitarmanna er við nám i
Staatliche Hochschule fúr Musik
og Richard-Strauss-Konserva-
torium i Munchen. Asamt nokkr-
um félögum, sem þegar hafa lok-
ið burtfararprófi, og nú starfa hjá
Sinfóniuhljómsveit bayerska
Rikisútvarpsins og Filharmoniu-
sveit Munchen, myndar flokkur
þessi átján manna Kammersveit.
Hljómleikaförin til Islands er
fyrsta utanför Kammersveitar-
innar, sem getið hefur sér gott orð
fyrir tónleika i heimalandi sinu.
Ireinn Hrafnsson nýbakaður Norðurlandsmeistari, að tafli.
Tima. Karl.
Hreinn Hrafnsson
Norðurlands-
meistari í skók
KS-Akureyri — Nýlokið er á
Akureyri Norðurlandsmóti i
skák. Keppendur voru alls 16 og
tefldar voru 7 umferðir eftir mon-
radkerfi. Norðurlandsmeistari
1976 varð Hreinn Hrafnsson sem
hlaut 5 1/2 vinningi annar varð
Gylfi Þórhallsson með 5 vinninga
og þriðji Björn Arnason sem hlaut
4 1/2 vinning. Að fyrrnefndu móti
loknu fór fram Norðurlandsmót i
hraðskák. Þar sigraði Jón Björg-
vinsson, en hann háði einvigi við
Jón Torfason, en þeir voru jafnir
eftir aðalkeppnina. Þriðji varð
Gylfi Þórhallsson. Tefit var að
Hótel Varöborg og skákstjóri var
sem fyrr Albert Sigurðsson.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i sorpmóttöku og vélavinnu viö sorphauga
borgarinnar I Gufunesi.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 4. mai
1976, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800