Tíminn - 09.04.1976, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Föstudagur 9. apríl 1976.
Starfssvið Kristjáns
Péturssonar, deiidarstjóra
Timanum hefur borizt eftirfar-
andi athugasemd:
„1 grein eftir Þorstein
Hákonarson, er birtistiblaði yðar
hinn 1. aprQ s.l. undir fyrirsögn-
inni ,,CIA — tilræðið við stjórn-
skipun lýðræðisrikja”, er látið að
þvi liggja að Kristján Pétursson,
deildarstjóri, i tollgæzlunni á
Keflavikurflugvelli beri sérstaka
ábyrgð á eftirliti með pósthúsi
varnarliðsins og að undir hann
heyri eftirlit með varningi til-
heyrandi varnarliðinu, sem sér-
staklega var tilgreindur i téðri
grein.
Af þessu tilefni vil ég taka fram
til leiðréttingar á framanrituðum
staðhæfingum i greininni, að
starfssvið Kristjáns, sem deildar-
stjóra i tollgæzlunni er bundið við
daglega stjórnun tollgæzlunnar i
flugstöðinnier lýtur að tolleftirliti
i flugstöðvarbyggingunni og flug-
hlöðum svo og tollskoðun og
vegabréfaskoðun flugfarþega og
áhafna, er um Keflavikurflugvöll
fara.
Tolleftirlit með eignum varnar-
liðsinsogeinstaklinga tilheyrandi
þvi, heyrir undir aðra deild toll-
gæziunnar, og tolleftirlit i hliðum
flugvallarins er framkvæmt af
lögreglunni.
Lögreglustjórinn á Keflavikur-
fiugveili 5. april 1976.
Þorgeir Þorsteinsson.”
Athugasemd Timans
Það er óneitanlega fróðlegt að
fá greinargerð um starfssvið
Kristjáns Péturssonar, deildar-
stjóra i tollgæzlunni á Keflavikur-
flugvelli frá yfirmanni hans, og
að eftirlit með tilteknu pósthúsi
heyri ekki undir starfssvið hans.
En þessi stuttorða greinargerð
vekur spurningar. — Að beiðni
hvaða aðila og i umboði hvers
hefur nefndur Kristján tekið að
sér rannsókn á fjölbreytilegustu
meintum afbrotum i lögsagnar-
umdæmum, sem bágt er að sjá aö
heyri undir starfssvið hans sem
deildarstjóra afmarkaðrar deild-
ar toUþjónustunnar á Keflavikur-
flugvelli?
A undanförnum árum hefur
deildarstjórinn skotið upp kollin-
um i fjölmiðlum og gefið yfir-
lýsingar um rannsókn sina á að-
skiljanlegum málum, utan og
innan varnargirðingar flug-
vallarsvæðisins. Stundum virðist
svo sem hann vinni einn að rann-
sóknarstörfum sinum en i öðrum
tilvikum gerirhann lögregluþjón-
um og öðrum embættismönnum
þann grciða, að þiggja aðstoð
þeirra við uppljóstran mála.
Liggur þá sjaldnast i láginni hver
sé hinn raunverulegi snillingur að
baki lausninni. Nægir að minna á
margitrekaðar staðhæfingar um
að deildarstjórinn hafi með smá-
vægilegri aðstoð rannsóknarlög-
regiuþjóns i Keflavik upplýst um
meira magn af smyglvarningi á
tilteknum tima, utan og innan
vallar.en samanlögð tollþjónusta
og lögregla annars staðar á land-
inu.
En það er fleira en uppljóstran-
ir um smygl, sem Kristján
Pétursson hefur afrekað að eigin
sögn. Hann hfur komizt að ýmsu
gruggugu i þrotlausri baráttu
sinni við afbrotaöflin í þjóðfélag-
inu.
Hverjar eru siðan uppljóstran-
irnar. Dylgjur, eða hvað? 1 um-
boði hvaða embættis „rannsak-
aði” tollþjónninn á Keflavikur-
flugvelli bókhald fyrirtækis I
Reykjavik og samskipti þess við
stofnanir og heimtar nú rann-
sókn, sem reyndar hefur verið i
höndum allt annars embættis I
nokkur ár?
i krafti hvaða embættis heimt-
aði tollþjónninn og vegabréfa-
skoðarinn að útgáfa lyfseðla yrði
rannsökuð langt aftur í timann og
fyrirskipaði heilbrigðisyfirvöld-
um að fara eftir sinum eigin
kokkabókum varðandi samskipti
lækna, sjúklinga og lyfja-
verzlana, á sinum tima?
Hvernig stendur á þvi, að titt-
nefndur deildarstjóri stingur upp
kollinum á lögreglustöðvum viðs-
fjarri flugstöðvarbyggingunni,
sem yfirboðari hans segir, að sé
hans vinnustaður?
Engu er líkara en að rann-
sóknarlögreglan i Keflavik sé
handa- og heilalaus nema að
Kristján Pétursson sé þar innsti
koppur i búri. Að minnsta kosti
heyrist ekki um uppljóstranir á
þeim stað hvort sem um er að
raÆa sprúttsölu, bilþjófnaði, inn-
brot eða mannshvarf, nema að
rannsóknarlögreglumaður
staðarins og tollþjónninn séu
spyrtir saman, þegar skýrt er frá
afrekunum I fjölmiðlum. Fæst
deildarstjórinn við þetta i fritim-
um sinum eða hvað?
Lögreglustöðin i Reykjavik er
ekki óhult fyrir rannsóknargleði
tollþjónsins, fremur en aðrar
stofnanir. Er skemmst að minn-
ast er deildarstjórinn elti rann-
sóknarlögreglumann Kefla-
vikurkaupstaðar á eftir áfengis-
smyglara sem lögr.eglan i
Reykjavik handtók.en sá kom frá
Keflavik. Það lá og liggur ljóst
fyrir, að áfengi það sem hér um
ræðir fór aldrei gegnum flug-
stöðvarbygginguna en var keypt
hjá Bandarikja mönnum á Kefla-
vikurflugvelli og kom starfssviði
Kristjáns ekki við, enda voru aðr-
ir embættismenn að vinna að
rannsókn þess máls og uppljóstr-
un þess, sem er fyllilega lokið nú.
En Kristján sletti sér inn i það
mál með þeim eindæmum að yfir-
lögregluþjónninn I Reykjavik og
ráðuneytisstjóri dómsmálaráðu-
neytisins hafa hvað eftir annað
þurft að svara opinberlega stað-
hæfingavaðli hans þar sem
dcildarstjórinn blandar saman
tveim alls óskyldum smyglmál-
um og gerir þessum mönnum upp
orð og fyrirskipanir, sem ekki fá
staðizt en hamrar á staðhæfing-
um sinum, sem vissir fjölmiðlar
eru galopnir fyrir.
Hvaða erindi átti deildarstjór-
inn yfirleitt i lögreglustöðina i
Rcykjavik umræddan dag? Menn
minnastað hafa séð hann flækjast
þar á göngum en sjálfur ber hann
að yfirlögregluþjónninn hafi borið
honum og rannsóknarlögreglu-
manninum úr Keflavik, skilaboð
frá dómsmálaráðuneytinu um að
hætta rannsókn máls, sem honum
kom ekkert við og var þá reyndar
unnið öllum árum að að upplýsa,
sem og var gert, án aðstoðar
Kristjáns Péturssonar. En það er
kannski það sem ekki má .
Það eru fleiri mál en hér eru
upp talin, sem Kristján telur sig
hafa umboð til að hnýsast i. Að
sjálfsögðu varða alla borgara
þessa lands afbrotamál og réttar-
gæzla, en það er ekki þar með
sagt, að hver og einn hafi heimild
til að taka rannsókn einstakra
mála i eigin hendur og vaða inn
á gafl þeirra stofnana þjóðfélags-
ins, sem hafa það hlutverk að
upplýsa og dæma fyrir afbrot og
halda uppi löggæzlu i landinu, —
en það dettur engum i hug að gera
nema Kristjáni Péturssyni.
En hafi deildarstjórinn ein-
hvers konar heimild til að fylgja
þeim málum eftir, sem hann
kemstá snoðir um i embætti sinu,
vekur það þá spurningu, hvort öll
þau fjölbreytilegu rannsóknar- og
afbrotamál.sem hann hefur feng-
izt við, eigi upptök sin i tollaeftir-
liti og vegabréfaskoðun flug-
stöðvarbyggingarinnar á Kefia-
vikurflugvelli? —OÓ
AÐ BEIÐNI HVAÐA ADILA OG í UMBOÐI
HVERS HEFUR NEFNDUR KRISTJÁN TEKIÐ
AÐ SÉR RANNSÓKNIR Á ÝMSUM MÁLUM?
RANNSOKN
LOKIÐ í
MÁLUM
ÁTTA AF TÍU
LANDHELGIS
BRJÓTANNA
Gsal—Reykjavik. — Rannsókn er
lokið i málum átta skipstjóra, af
þeim tiu, sem teknir voru að
meintum ólöglegum netaveiðum
á Selvogsbanka s.l. mánudag.
Skipstjórarnir hafa allir viður-
kennt mælingar varðskipsins
Þórs — og þar með viðurkennt
brot sin.
Sumir skipstjóranna báru þvi
við, að þeim hefði ekki verið
kunnugt um að bannsvæðið hefði
verið stækkað. Rannsókn i mál-
um tveggja skipstjóra var ekki
lokið i gærdag.
Niðurstöður rannsóknarinnar
hafa verið að berast rikissak-
sóknara og gera má ráð f yrir þvi,
að málum skipstjóranna tiu ljúki
með dómsátt.
BRETAR A
FÆREYJAMIÐ
Gsal—Rey kjavik. — A Vest-
fjarðamiðum og norðvestur af
Straumnesi voru i gær sextán
brezkir togarar. Ellefu brezkir
togarar voru við Suðausturland
og fjórir brezkir togarar voru i
gærdag á leið á Færeyjamið.
Tiðindalaust var á miðunum,
að sögn talsmanna Landhelgis-
gæzlunnar.
Nú er minna
atvinnuleysi
á sama tíma
sama tima i fyrra, en þá
voru 1.165 manns atvinnu-
lausir. Atvinnuleysisdagar i
mánuði voru nú 16.856 á móti
23.463 i fyrra.
Gsal-Reykjavik — Um síð-
ustu mánaðamót voru 715
manns atvinnulausir á land-
inu öllu og er það nokkuð
minna atvinnuleysi en á
Björn Þorsteinsson islandsmeistari '75.
íslandsmótið í skák
Gsal-Reykjavik — 1 gærkvöldi kl. 19.30 hófst ís-
landsmótið i skák í félagsheimili Taflfélags
Reykjavikur að Grensásvegi 46. tslandsmótið
hófst með keppni i landsliðsflokki og áskorenda-
flokki, en keppni í siðarnefnda flokknum hefur
ekki verið háð áður. t hvorum flokknum eru 12
keppendur, en þrir efstu menn i áskorenda-
flokknum vinna sér sæti i landsliðsflokki og tefla
i þeim flokk að ári liðnu. Núverandi tslands-
meistari i skák er Björn Þorsteinsson.
Islandsmótinu verður framhaldið i kvöld og
einnig verður teflt um helgina, en áformað er að
ijúka keppninni á sumardaginn fyrsta. Keppni i
meistaraflokki, kvennaflokki og unglingaflokki
hefst um helgina.
Dregið hefur verið um töfluröð i landsliðs-
flokki og fara hér á eftir nöfn keppenda og röð
þeirra.:
1. Björn Þorsteinsson. 2. Gylfi Þórhallsson. 3.
Bragi Halldórsson. 4. Haraldur Haraldsson. 5.
Haukur Angantýsson. 6. Þórir Ólafsson. 7. Jón
P. Erlingsson. 8. Helgi ólafsson. 9. Ingvar As-
mundsson. 10. Asgeir Þór Arnason. 11. Július
Friðjónsson. 12. Margeir Pétursson.
í gærkvöldi tefldu saman Björn Þorsteinsson
og Margeir Pétursson (1 og 12) og Gylfi Þór-
hallsson og Július Friðjónsson (2 og 11) o.s.frv.
Að sögn Gunnars Gunnarssonar, formanns
Skáksambands Islands er landsliðsflokkurinn
skipaður mjög sterkum skákmönnum að þessu
sinni og meðalstig þeirra 2300, en það mun vera
óvenju hátt.
Keppendur i áskorendaflökknum á tslands-
mótinu eru þessir: (Töfluröð ókunn.)
1. Magnús Gunnarsson. 2. Ólafur Kristjánsson.
3. Gunnar Finnlaugsson. 4. Pálmar Breiðfjörð.
5. ögmundur Kristinsson. 6. Jón Þorsteinsson. 7.
Jón L. Árnason. 8. Þröstur Bergmann. 9. Gunnar
Gunnarsson. 10. Björn Jóhannesson. 11. Jóhann
Orn Sigurjónsson. 12. Hilmar Viggósson.
en var
í fyrra
Tiltölulega mest er at-
vinnuleysið i kauptúnum
með færri en eitt þúsund
ibúa. Um síðustu mánaða-
mót voru 264 atvinnulausir á
þeim stöðum, flestir á Þórs-
—| höfn 65, þar af 37 konur. I
Bildudal voru 35 atvinnu-
íausir, þar af 22 konur, 18 á
Blönduósi og 15 á Vopnafirði.
í kauptúnum með fleiri en
eitt þúsund ibúa gætir at-
vinnuleysis hins vegar mjög
lítið og um mánaðamótin
siðustu voru 35 manns at-
vinnulausir á þeim stöðum,
þar af 20 konur i Stykkis-
hólmi. Á Selfossi voru 9 karl-
menn á atvinnuleysisskrá.
1 kaupstöðum landsins
voru 247 atvinnulausir um
siðustu mánaðarmótjlestir i
Reykjavik eða 231 talsins,
þar af 155 karlmenn. 47 voru
atvinnulausir á Akureyri, 21
i Kópavogi og 22 konur at-
vinnulausar á Eskifirði.
1 kaupstöðunum eru flestir
atvinnulausir úr stétt verka-
kvenna og iðnvericakvenna,
eða 131, og sömu sögu er að
segja um kauptúnin, bæði
þau sem hafa fleiri ibúa en
eitt þúsund og þau sem hafa
færri ibúa.