Tíminn - 09.04.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.04.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 9. april 1976. Tímabært að breyta kjördæmaskiptingu og kosningaskipan Aðalfundur miðstjórnar Sambands ungra Fram- sóknarmanna var haldinn um siðustu helgi að Hótel Hofi i Reykjavik. Þar kom fram, að á undanförnum mánuðum hefur mikið verið unnið að þvi innan SUF að kanna á hvern hátt helzt ætti að standa að hugs- anlegum breytingum á skipan kosninga og kjör- dæma hér á landi. í byrjun febrúar boðaði SUF til ráðstefnu um málið. Þar voru flutt ýtarleg framsöguerindi um kjördæmamál, og þar kom fram, að breytinga væri þörf. Lögð var á það áherzla, að Framsóknar- flokkurinn tæki virkan þátt i þeim breytingum og hefði þar um forustu. Siðan þessi ráðstefna var haldin, hefur verið tekin saman greinargerð um hvaða leiðir helzt væri að fara, þegar breytingar ættu sér stað, og stjórn- arskrárnefnd, sem kjörin var af framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins, hefur unnið upp skýrslu um málið á grundvelli þessarar könnunar. Viðræður hafa farið fram milli ungra Fram- sóknarmanna, ungra Sjálfstæðismanna og ungra jafnaðarmann, og eru allir þessir aðilar sammála um að breytinga sé þörf. Ræddar hafa verið þær leiðir, sem til greina koma, og virðast allir þessir aðilar hafa fullan hug á að ná samkomulagi um þessi mál. Undanfarin þrjú skipti, sem breytingar hafa verið gerðar á skipan kosninga og kjördæma hér á landi, hafa þær verið gerðar án þess að Fram- sóknarmenn kæmu þar nærri. Þetta hefur leitt til þess að allar þessar breytingar hafa verið gerðar til höfuðs flokknum. Þessu þarf að breyta, og slikt má ekki láta koma fyrir oftar, ef annars er kostur. Þau atriði, sem Framsóknarmenn munu leggja áherzlu á við hugsanlegar breytingar, er m.a. þær, að kjördæmin verði fleiri en nú er, og tillit verði tekið til sérstöðu héraða i skiptingunni. Verði ekkert þeirra annars vegar svo fjölmennt eða hins vegar svo viðlent, að örðugleikar verði á samskiptum fólksins við fulltrúa sina. Skipting þingsæta milli landshluta miðist við sem jafnastan atkvæðisrétt, að þvi tilskildu, að þegnar þeir sem fjarri miðstöðvum valdsins búa, fái aðstöðumuninn bættan gagnvart þeim, sem i mið- stöðvunum búa. Allir þingmenn verði kjörnir á sama hátt, per- sónubundnu kjöri i kjördæmum, en þingsætum skipt milli stjórnmálaflokka samkvæmt hlutfallsreglu. Slikar reglur eru viða i gildi i öðrum löndum. Á miðstjórnarfundin SUF voru þessi mál rædd, og og þar var samþykkt, að ljúka yrði endurskoðun stjórnarskrárinnar hið fyrsta. Áherzla var lögð á að þáttur i þeirri endurskoðun verði nýskipan kjör- dæmaskiptingar og kosningatilhögunar. Miðstjórnin samþykkti, að Framsóknarmönnum bæri að taka frumkvæði i þessum efnum þegar á þvi kjörtimabili Alþingis,. sem nú stendur yfir, og var sérstaklega bent á þær tillögur, sem stjórn- arskrárnefnd Framsóknarflokksins hefur látið frá sér fara. Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknar- flokksins ó aðalfundi miðstjórnar SUF: Greiðslubyrði vegna er- lendra lána nær 27%'79 1 ræðu sinni á aðalfundi mið- stjórnar SUF um siöustu helgi fjallaði Ólafur Jóhannesson for- maður Framsóknarflokksins um þau mál, sem efst eru á baugi um þessar mundir og reynzt hafa erfiðust viðfangs. Hann vék i upphafi ræðu sinnar að landhelgisdeilunni við Breta oggat þess m.a. aðhætt væri við þvi, að deilan yrði enn torleyst- ari, ef brezku togararnir flyttu sig vestur fyrir. Þá ræddi Ólafur um efna- hagsmálin. Þau hafa sem kunn- ugt er, reynzt mjög erfið viður- eignar og þeim er svo farið, að lausn á einum þætti þeirra, kann að hafa óheppileg áhrif á annan. Heildarlausn á þeim væri þvi vandfundin. Kom Ólaf- ur viða við i ræðu sinni og vék m.a. að eftirfarandi atriðum. Verðbólgan yrði meiri og hraðari á næstunni en verið hefði þá fjóra mánuði, sem rikt hefði hert verðlagseftirlit. Þeg- ar að þvi loknu, heföu verð- hækkanir dunið yfir og rauða strikið nálgaðist nú óöfluga og ekkert lát væri á hækkunar- beiðnum. Nær óhugsandi er, að unnt reynist að halda verðbólgunni innan þeirra marka, sem miðað var við i kjarasamningunum af hálfu Þjóðhagsstofnunar. Tildæmis um algjörlega óhjá- Haukur Halldórsson fundarstjón. kvæmilegar hækkanir má nefna aukinn tilkostnað islenzks fram- leiðsluiðnaðar, sem svarar kauphækkuninni, en þennan kostnaðarauka verður að bæta iðnaðinum. Nokkrir aðilar ráða verölags- þróuninni, sem i meginatriðum er þriskipt, — 40% á þvi sviði, sem heyrir undir verðlags- nefnd, 40% landbúnaðarverð og loks er opinber þjónusta, sem er 20%. Ólafur gat þess ennfremur i þessu sambandi, að varla yrði hjá þvi komizt að hækka verð á Ólafur Jóhannesson. framleiðsluvörum ýmissa opin- berra fyrirtækja, t.d. sements- og áburðarverksmiðju. Verst væri i þvi sambandi, að slikar hækkanir drægju dilk á eftir sér, þannig myndi hækkað verð á landbúnaðarvörum fylgja hækkuðu áburðarverði, svo að dæmi væri tekið. Mér hefði fundizt heppilegra, sagði Ólafur, að verðhækkunar- stökkin hefðu ekki orðið jafn stór og gerzt hefur nú, t.d. hjá hitaveitunni. öllum er auðvitað ljóst, sagði hann, að einhvern tima verður hertu verðlags- eftirliti af þvi tagi sem gilti fjóra mánuði nú i vetur, að ljúka, þvi að ógjörningur er að láta það standa endalaust, en það hefur samt án efa haft tima- bundin áhrif til góðs. Þessunæst vék ólafur að fjár- málum rikisins, sem hann sagði vera erfið viðfangs. Ljóst væri, að fjárlög þessa árs myndu ekki standast og afla þyrfti rikissjóði frekari tekna, sem svaraði a.m.k. 1100—1200 milljónum króna til viðbótar auk þess sem á vantaöi, vegna aukins kostnaðar við Landhelg- isgæzluna. Hallalaus rikisrekstur er for- senda eðlilegrar fjármála- stjómar sagði Ólafur Jóhannes- son, og þess vegna þarf rikis- sjóður á þessu fé að halda, þótt enn sé ekki vitað, með hverjum hætti þess verði aflað. • Þá er svo komið fjárhag ým- issa rikisstofnana að hækka þarf verð á þjónustu þeirra. Ólafur sagði ennfremur, að lánsfjáráætlun sú, sem gerð hefði verið vegna opinberra framkvæmda, fengi ekki staðizt til hlitar. Þannig vantaði t.d. 480 milljónir króna vegna virkjun- arframkvæmda, og 1100 mill- jónir króna vantaði til vega- mála til þess að unnt væri að halda þeim málum i viðunandi horfi. Ekki er vitað, hvernig leysa skal þessi mál, þótt hluta fjár- hagsvanda virkjananna megi e.t.v. leysa með tilfærslum á fjármunum. Fjárhagsstaða rikisins út á við er þannig, sagði ólafur, að sigið hefur á ógæfuhlið sl. 2—3 ár. Gjaldeyrissjóði eigum við enga eftir, og skuldasöfnunin hefur verið mikil. 1 því sam- bandi yrði þó að gæta þess, að miklum hluta lánsfjárins hefði verið varið til nauðsynjafram- kvæmda. Bein neyzla er þó miklu meira en aflafé okkar, þótt ástandið i þvi efni hafi skánað nokkuð frá siðasta ári. Miöstjórnarfundur SUF var haldinn um siðustu helgi. Þar voru mörg mál rædd og ályktanir geröar, sem nánari grein veröur gerö fyrir síöar. MÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.