Tíminn - 05.05.1976, Page 1

Tíminn - 05.05.1976, Page 1
' 1 ' Leiguflug— Neyöarflug HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HP Simar 27122 — 11422 Áætlunarstaðir: Blönduós *— Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur— Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- 'hólmur—Rif Súgandark Sjúkra- og leiguflug um allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 • Sjómaður fórst er rækjubót hvolfdi ó Isafjarðardjúpi GS—ísafiröi. — Vélbátnum Þór- ólfi Bræki hvolfdi á tsafjaröar- djúpi um hádegisbil i gær og fórst meö honum einn maður, Leifur Jónsson, Fjaröarstræti 2, tsafiröi. Þrir menn voru á bátnum og björguðust tveir i gúmmibát. Leifur Jónsson var 52 ára aö aldri, sjö barna faöir. Yngsta barn Leifs, 14 ára gamall dreng- ur Ágúst aö nafni, var meö á bátnum i gær. Þórólfur Brækir var 12 tonna bátur frá Hnifsdal og var á rækjuveiðum. Var hann I siö- asta róörinum á vertiöinni, og fékk Agúst aö fara með, en var ekki skráður á bátinn. Bliðskap- arveður var i Djúpi er báturinn fórst, en slysið varð með þeim hætti, að báturinn festi rækju- vörpuna i grunni er verið var að hifa. Bátnum hvolfdi á augna- bliki. Leifur heitinn var við spil- ið, en skipstjórinn Sigurður Ólafsson var i stýrishúsinu. Komst hann út og gat losað um gúmmibjörgunarbát, og komust hann ogpilturinn i bátinn. Leif- ur tók nokkur sundtök og flaut siðan upp, hefur sennilega ekki þolað kuldann i sjónum. Ekki var hægt að komast að honum alveg strax á lifbátnum, og var Leifur látinn er hann náðist úr sjónum. Vélbátarnir Finnbjörn og Kristinn komu fljótlega á vett- vang og tóku mennina og náðu likinu. Þórólfur Brækir sökk rétt eftir að honum hvolfdi. Þar sem hann fórst er um 60 faðma dýpi- Þetta er fjórði báturinn sem ferst með þessum hætti, — und- ir hifingu, — á Isafjarðardjúpi. Af tveim hinna bátanna varð mannbjörg, en tveir sjómenn drukknuðu af einum. Stjórnarflokkarnir koma til móts við launþegasamtökin: Fullt tillit tekið til vörugjaldshækk- unarinnar við út- reikning vísitölu Fagur fiskur úr sjó A meöan grásleppuvertiöin stendur sem hæst, og sjómenn freista þess aö salta sem mest af grásleppuhrognum I tunnur, er rauömaginn einnig veiddur, en af flestum er hann talinn hinn mesti herramannsmatur. Meöfylgjandi Timamynd tók Róbert, þegar var veriö aö landa spikfeitum og spriklandi rauömaga i Reykjavik. Vinnustöðvun við Kröflu frestað AÞ-Reykjavik.— 1 gær fóru fram umræður um frumvarp rikis- stjórnarinnar um fjáröflun til landhelgisgæzlu og fl. á Alþingi, og var búizt við, aö frumvarpið yrði afgreitt sem lög seint i gær- kvöldi eða i dag. Við umræðu i neðri deild i gær kom fram breytingartillaga við frumvarpið frá meirihluta fjár- hags- og viðskiptanefndar þess efnis, að fullt tillit yrði tekið til vörugjaldshækkunarinnar við út- reikning visitölu, en sem kunnugt er var gert ráð fyrir þvi i upphaf- legri mynd frumvarpsins, aö verðhækkun sú, sem leiðir af þeim hluta hækkunar vörugjalds, sem ganga á til landhelgisgæzlu og fiskverndar, skyldi ekki hafa í dag Úthafsrækjan könnuð áhrif til hækkunar á launum. Með þessari breytingartillögu kemur rikisstjórnin til móts við óskir launþegasamtakanna. Stjórnarandstaðan klofnaði i þessu máli. Gylfi Þ. Gislason og Karvel Pálmason báru fram breytingartillögu um 14% vöru- gjald i stað 18% eins og frum- varpið gerir ráð fyrir, en Alþýðu- bandalagsmenn vildu fella vöru- gjaldshækkunina aleg niður. gébé—Rvik. — Félag byggingar- verktaka á Húsavlk og S-Þing- eyjarsýslu frestaöi i gær fyrir- huguöu eins dags verkfalli viö Kröfluvirkjun. Kröflunefnd mun halda fund meö iönaöarmönnum n.k. fimmtudag, þar sem málin verða rædd. Þangaö til að niöur- stööur þessa fundar liggja fyrir, hafa iönaöarmenn frestaö dags-verkfallinu. Metlaxveiði í fyrra ------ Brezku skipstjórarnir: Hótuðu að sigla af íslandsmiðum Gsal—Reykjavik. —- Brezku togaraskipstjórarnir hótuöu þvi i gærdag, að sigla brott af ís- landsmiðum á miðnætti, heföi brezka rikisstjórnin ekki heitiö þeim aukinni vernd á miöunum — Það má segja aö þaö riki al gjört upplausnarástand á miö unum, sagöi Jón Magnússon talsmaöur Landhelgisgæzlunn ar Isamtali við Timann i gær, — og brezku togaraskipstjórarnir og áhafnir þeirra eru sannfærö- ir um aö togaraeigendurnir fái fullar bætur, meöan þeir sjálfir veröi að lepja dauöann úr skel, eins og kom fram i skeyti frá einu varöskipanna. Sfðari hluta dags i gær ræddi sjávarútvegsráðherra Breta viö fulltrúa togaraeigenda og togarasjómanna i London, en ekki höfðu borizt spurnir af fundinum, er Timinn fór i prent- un. Brezku togararnir hafa aldrei fyrr verið jafn fáir á miðunum og i gær, en þá taldi Landhelgis- gæzlan aðeins tólf togara á Austfjarðamiðum. Verndar- skipin eru nú niu að tölu. Brezku togaraskipstjórunum er farið að leiðast aðgerðarleys- ið, og i fyrrinótt ræddu þeir um það sin á milli að taka upp „gömlu aðferðina” sem þeir nefna svo, en hún er i þvi fólgin aö einn togari togar, meðan tveir togarar verja hann fyrir> varðskipum i gærmorgun milli kl. átta og nlu tókst varðskipinu Tý að klippa á báða togvira brezka togarans Lord St. Vincent H-261 á Hvalbaks- svæðinu, en þessum togara til verndarvoru þá brezki togarinn Prince Philip og dráttarbátur- inn Statesman, — en Tý tókst engú aö siður aö klippa á vir- ana. Prince Philip reyndi eftir megni að hindra klippinguna en ekki tókst betur til en svo, að hann sigldi tvisvar sinnum á stefni Lord St. Vincent. Varðskip elti I fyrrinótt brezk- an togara norður fyrir Dala: tanga, en ekki var Landhelgis- gæzlunni kunnugt um þaö i gær, á hvaöa mið sá togari hygðist halda. Grimsby-togarinn Volesus tók sig út úr togarahópnum i fyrra- dag og hefur eitt varöskipanna fylgt honum eftir siðan — og mun, að sögn Landhelgisgæzl- unnar, elta hann út fyrir 200 milurnar. Þessi togari hefur ekki bleytt veiðarfæri sin si'ðan hann tók sig út úr togaraflotan- um, en i gærdag var hann kom- inn vestur undir Snæfellsnes ásamt varðskipinu. Undir kvöldið i gær bárust þær fréttir frá varöskipunum á Hvalbakssvæðinu, að engir brezkir togarar væru aö veið-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.