Tíminn - 05.05.1976, Qupperneq 6

Tíminn - 05.05.1976, Qupperneq 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 5. mal 1976 SIJF S 11)\\ Stóriðja getur verið varhugaverð Stóriðja var á sinum tima lausnarorð ýmissa islenzkra stjórnmálamanna. Efnahagssveiflur og meðfylgjandi atvinnuleysi áttu að hverfa að mestu, þegar Islendingar hefðu eignarhald á tilteknum fjölda stóriðjuvera. Eflaust er þessi kenning rétt i höfuðdráttum. Þá er miðað við jafna og stöðuga hráefnisöflun, og þar af leiðandi sífellda fram- leiðslu, sem vegur á móti óstöðugri hráefnisöflun meginatvinnuvegarins — sjávarútvegsins. Iðnað af þessu tagi er hins vegar ekki á færi okkar Islendinga einna að fjármagna, þvi þurfum við að flytja inn gifurlegt fjármagn. Það er einn af ókost- um við framkvæmdir af þessu tagi. Efnahagslegt sjálfstæði er fjöregg þessarar þjóðar. Velta auðhringanna, sem við eigum skipti við vegna stóriðjunnar, er meiri hvers og eins en fjárlög islenzka rikisins. Þó að við eigum nauman meirihluta i hlutafé verksmiðjanna, gæti farið svo, að það dygði ekki til að spyrna gegn ákvörðunum, sem teknar væru af þessum auðhringum okkur i óhag. Þegar erlenda fyrirtækið ræður yfir hrá- efninu, verðleggur það, og stýrir jafnframt markaði og markaðsverði, er eignarhluti Islendinga litils virði. Gerum ráð fyrir að þjóðin hefði fjárfest í mörgum fyrirtækjum af þessu tagi og auðhringarnir kæmust að þeirri niðurstöðu, að rekstur verksmiðjanna á íslandi borgaði sig ekki og lokaði þeim. Myndi þá nokkuð blasa við annað en efnahagslegt hrun, atvinnuleysi og raunveruleg kreppa? Það er vert að gera sér grein fyrir þvi, að auðhringar þessir eiga fjölda verksmiðja um allan heim. Island yrði aldrei annað en agnarsmár hlekkur i þeirri ógnarkeðju. Við þurfum lika að spyrja okkur þeirrar spurningar, hvort það sé rétt fram gengið að reisa virkjanir til þess að eiga kost á þvi að geta rekið stóriðjuver, og að við verðum að reisa stóriðjuver til þess að hafa grundvöll til þess að hagnýta orku raforkuvera. Er þetta vitahringur eða rökrétt framkvæmd? Hvað viljum við gefa fyrir stóriðjuna? Net af risaverksmiðjum um allt land. Eiturspúandi ófögnuð i annarri hverri dalskvompu. Stórfellda röskun á viðkvæmri náttúru landsins vegna bygg- inga orkuvera og verksmiðja? Allt þetta verður þjóðin að hugleiða. Við megum alls ekki láta erlenda fjármálamenn og lagsnauta þeirra hafa okkur að ginningarfiflum vegna hugsanlegs stundargróða. Islendingar geta auðvitað rekið stóriðju, en þá eigum við að gæta þess að ráða yfir orkunni og hráefninu, og hafa þannig meginhald á framleiðsl- unni. Mengunarsjónarmið verða einnig að ráða ferðinni. Skaða, sem valdið er með vanhugsuðum framkvæmdum vegna eituriðnaðar, er ekki hlaupið að að bæta. íslenzka þjóðfélagið er svo fámennt, að það á að byggja fyrst og fremst á smáiðnaði úr islenzkum afurðum. Við eigum að snúa okkur af alefli að fullvinnslu afurða frá sjó og sveitum. Markmiðið i þeirri framkvæmd á að vera gæðin fremur en magnið. PE. Umsjónarmenn: Helgi H. Jónsson ■>g Pétur Einarsson Hvaða mál mun bera hæst á miðstjórnarfundinum? FRAMUNDAN er aöalfundur miöstjórnar Framsóknarflokks- ins, sú samkoma flokksins, sem mestu á aö ráöa um stefnumótun alla og störf flokksins. Dagskrá fundarins, sem hald- inn veröur i Reykjavik 7.—9. mai, veröur meösvipupu sniöi og veriö hefur hin siöari ár. Þó er ætlunin aö gera aö þessu sinni tilraun meö nokkuö breytta meöferö mála, á þá lund, aö þrir veigamiklir málaflokkar veröi teknir til sérstakrar umfjöliunar, þ.e. kjördæmaskipan og kosn- ingafyrirkomulag, orkumál og verk og tæknimenntun, og þessi mál rædd i sérstökum nefndum. Starfshópar á vegum flokksins hafa I vetur unniö aö undirbúningi þessara mála, og fyrir skömmu var fjallaö um eitt þeirra, þ.e. kjördæma- og kosningaskipanina, á ráöstefnu aö undirlagi Sam- bands ungra Framsóknarmanna. Tillögur þessara starfshópa um orkumál og breytingar á kosn- ingalöggjöf og kjördæmaskipan hafa veriö sendar miöstjórnar- fulltrúum,entillögumum verk og tæknimenntun veröur dreift á aöalfundinum. Þá er þess aö geta, aö sérstök nefnd vinnur aö tillögum um efnahagsmál, sem lagöar veröa fram á fundinum. Auk þess munu aö sjálfsögöu starfa hinar heföbundnu stjórn- mála- og flokksmálanefndir. Sá háttur veröur aö þessu sinni á hafður um nefndaskipan á aöal- fundinum, aö aöeins örfáir menn veröa valdir i hverja nefnd, en öörum miðstjórnarmönnum veröur frjálst aö taka sæti I þeirri nefnd, sem þeir kjósa sjálfir. Ljóst er, aö hiö alvarlega á- stand efnahagsmálanna (saman- ber ágripiö af ræöu Ólafs Jó- hannessonar, formanns Fram- sóknarflokksins, á aöalfundi framkvæmdastjómar SUF, sem birtist hér á siöunni fyrir skemmstu) mun koma mjög til umræöu, bæði I sambandi viö um- ræður um aöild flokksins að rikis- stjórninni og frammistööu hennar á þessu sviöi, og i tengslum viö landhelgismáliö og ástand fisk- stofna á Islandsmiöum — grund- völlinn undir efnahag okkar. Þótt bein innanlandsmál hljóti aö bera hæst á aöalfundinum, veröur ekki hjá þvi komizt aö ræða utanrikismál ýmis, sem hljótt hefur veriö um aö undan- förnu, og þá ekki sizt hermáliö. Rúmiö leyfir ekki, aö fjölyrt verði um þetta, en hér birtast á- litsgerðir þeirra starfshópa, sem lokiö hafa störfum, og þá fyrst um kjördæmaskipanina og kosninga- fyrirkomulagiö: „Stjórnarskrárnefnd Fram- sóknarflokksins var kjörin á fundi framkvæmdastjórnar I nóvember siöast liönum, og var nefndinni ætlaö aö fjalla um stjórnarskrár- málefni f því skyni aö afla gagna, kanna mismunandi kosti og gera tillögur eöa ábendingar til fram- kvæmdastjórnar og miöstjórnar flokksins. ínefndina voru kjörnir: Sigurö- ur Gizurarson sýslumaöur, sem kosinn var formaöur nefndarinn- ar, Ingvar Gislason alþingismaö- ur, Jón Helgason alþingismaöur, Jón Sigurösson framkvæmda- stjóri, Kristján Benediktsson borgarráösmaður, Magnús Ólafs- son formaður SUF og Steingrim- ur Hermannsson alþingismaöur, ritari Framsóknarflokksins. Starf nefndarinnar hefúr fram til þessa miðazt viö kosningatil- högun og kjördæmaskipan i land- inu, enda var þaö viöurkennt i nefndinni, aö þaö viöfangsefni væri brýnast að sinni. Nefndin er sammála um, aö Framsóknarflokknum sé mikils vert aö eiga hlut aö nýskipan kosningatilhögunar og kjör- dæmaskipunar i landinu I sam- vinnu viö aöra flokka. Nefndin fjallaöi annars vegar um kosti og galla núgildandi til- högunar kosninga og kjördæma og hins vegar um þá kosti, sem völ er á til nýskipunar meö hlið- sjón af skipulagi þessara mála i nágrannalöndunum i Evrópu. Nefndin varð sammála um, aö viöfangsefniö skiptist i eftirtalda þáttu: 1. Kjördæmaskipting 2. atkvæöisréttur um landiö 3. persónukjör eöa flokkslistar 4. sjálf kosningaaöferöin Þessi voru þau helztu sjónar- mið, sem fram komu viö umræö- ur um þessa fjóra meginþáttu, i sömu röö og þeir voru nefndir: 1. Sammæli varö um þaö, aö þingmönnum i heild skuli ekki fjölgaö. Sammæli varö og um þaö, aö æskilegt væri, aö kjör- dæmi væru sem sambærilegust hvert við annaö aö stærö eða fjölda þingsæta. Annars vegar kom fram þaö sjónarmiö, aö kjör- dæmum skyldi fjölgaö nokkuö, og skuli skiptingin meöal annars taka tillit til staðbundinna hags- muna. Var I þvi efni talað um, að kjördæmi yröu 12—15 alls og þingsæti i hverju 3—7. Hins vegar kom fram þaö sjónarmiö, aö var- hugavert væri aö skipta Reykja- vik i einstök kjördæmi, og bent var á, aö núverandi kjördæmi um landiö væru einnig félagslegar heildir hvert um sig. 2. Sammæli varö um þaö, aö núverandi uppbótarsætum skyldi skipt milli kjördæma i þéttbýli i þvi skyni að jafna nokkuö at- kvæöisrétt i landinu. Annars veg- ar kom fram þaö sjónarmiö, aö þetta væri alveg fullnægjandi, en hins vegar var bent á, aö eölileg- ast væri, að uppbótarsætunum yrði skipt milli kjördæma á Suö- vesturlandi einvöröungu. Þá var og bent á það, aö ekki yröi aö sinni séö fyrir um, hvort hér yröu endanlegt skref stigiö eöa aðeins áfangi. 3. Sammæli varö um þaö, aö allir alþingismenn skyldu kjörnir á sama hátt i kjördæmum, og að skipting þingsæta milli stjórn- málaflokka i kjördæmi fari aö hlutfallsreglu. Fram komu ein- dregnar óskir um, aö upp veröi tekiö persónulegt kjör I einhverri mynd, en sú athugasemd var viö þaö gerö, aö slikt gæti vakiö upp innbyröis aö slikt gæti vakið upp innbyrðis keppni i kosningabaráttu hvers flokks. Þá komu ogfram hugmyndir um ein- staklingsbundin framboð i staö flokksframboða. 4. Rætt var um kosningakerfi aö danskri fyrirmynd, en einfald- aö nokkuö. Gerö grein fyrir þvi fyrirkomulagi, sem Irar viðhafa, fjallaö um þá skipan, sem Norö- menn, Sviar og Finnar tiöka. A hinn bóginn komu og fram þær skoðanir, aö núverandi kosninga- aöferö væri fullnægjandi, enda þótt breytingar frá henni yröu ekki taldar frágangssök. Nefndin leyfir sér aö láta helztu hugmyndir sinar frá sér fara i formi tillögu til ályktunar aöal- fundar miöstjórnar Framsóknar- flokksins, sem haldinn veröur i maf. Jafnframt gerir nefndin sér vitaskuld grein fyrir þvi, aö nauö- synlegt er aö ræöa itarlega þær hugmyndir, sem fram koma I til- lögunni, og að ýmsarbreytingar á henni koma til greina. Til frekari upplýsingar um máliö fylgja þessari skýrslu eftir- talin gögn: 1. Erindi þau, sem flutt voru á ráöstefnu SUF um þessi mál i febrúar siðast liönum, 2. Greinargerö um persónukjör meö valkostum, sem lögö var fyrir nefndina. Hér fer á eftir tillaga um grundvallarstefnu Framsóknar- flokksins I þessum málum. Þessi tillaga var kynnt fyrir nefndinni og rædd þar, og var fallizt á, að hún yröi kynnt framkvæmda- stjórn flokksins og lögö fyrir væntanlegan miöstjórnarfund, um leiö og einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til aö gera við hana athugasemdir og fylgja breytingartillögum viö hana, ef svo ber undir. Aöalfundur miöstjórnar Fram- sóknarflokksins, haldinn i Reykjavik I mai 1976, samþykkir aö hraða beri endurskoðun stjórnarskrár lýöveldisins Is- lands. I þvi efni leggur miðstjórn- in sérstaka áherzlu á, aö tima- bært er, aö kjördæmaskiptingu og kosningaskipan lýöveldisins veröi breytt. Viö breytingar á kjördæma- skiptingu og kosningaskipan leggur miöstjórnin áherzlu á eftirtalin sjónarmið: I. Kjördæmi veröi fleiri en nú er, og veröi tekið tillit til sér- stööu héraöa i skiptingunni, og sé ekkert þeirra annars vegar svo fjölmennt eða hins vegar svo viðlent, aö örðugleikar veröi á samskiptum fólksins viö fulltrúa sina. II. Skipting þingsæta milli landshluta miöistviðsem jafn- astan atkvæöisrétt, aö þvi tilákildu, aö þeir þegnar, sem fjarri búa miðstöðvum valds- ins, fái aðstööumuninn bættan gagnvart þeim, sem i þessum miðstöðvum búa. III. Allir alþingismenn verði kjörnir á sama hátt, persónu- bundnu kjöri i kjördæmum, en þingsætum skipt milli stjórn- málaflokka samkvæmt hlut- fallsreglu. Til nánari skýringar þessum sjónarmiðum bendir miðstjórnin á þessi atriöi: 1. Stjórnskipanin verði eftir föngum einföld og skýr. 2. Alþingismönnuip veröi ekki fjölgaö, nema brýnt veröi taliö af öörum ástæðum. 3. 1 stjórnarskrá séu aðeins grundvallaratriði varöandi kjördæmaskiptingu og kosn- ingaskipan, en öll nánari á- kvæöi og framkvæmdaatriöi sett með kosningalögum. 4. Kjördæmaskiptingu sé meöal annars hagaö meö tilliti til þess, 'að munur á þingsæta- fjölda einstakra kjördæma sé hóflegur. Eðlilegt er aö miöa viö þrjú til sex þingsæti fyrir hvert kjördæmi. Kjördæmi veröi þannig tólf til fimmtán alls, þar af þrjú i Reykjavik og tvö I núverandi Reykjaneskjör- dæmi. Um kjördæmaskipting- una að ööru leyti sé miöað viö aö koma til móts viö óskir heimamanna, jafna atkvæðis- rétt innbyröis á landsbyggöinni og viröa stjómsýslueiningar og félagslegar einingar, enda þótt núverandi kjördæmamörkum kunni aö verða breytt. 5. Stjórnskipanin sé að þvi leyti sveigjanleg, aðgertsé ráö fyrir þvi, aö hluta þingsæta sé fyrir hverjar kosningar skipt milli kjördæmanna eftir kjósenda- fjölda innan þess ramma, sem heildarfjöldi þingsæta, kjör- dæmaskipting og heimildir um þingsætafjölda kjördæmis setja. 6. Um jöfnun atkvæðisréttar verður þaö taliö viöunandi, aö meirihluti landsmanna búsett- ur á einu takmörkuðu svæöi kjósi, sem næst helming þing- manna. Aö sinni er þvi full- nægjandi, aö núverandi upp- bótarsætum verði skipt milli kjördæmanna á Suövestur- landi. 7. Framboö veröi einstaklings- bundiö. Reglur veröi settar um þaö, með hverjum hætti stjórn- málaflokkur hefur forgöngu um framboö, og hver réttur einstaklings er til aö bjóöa sig fram i nafni stjórnmálaflokks. Til þess aö auka valfrelsi fólks- ins sé kosningaskipanin með þeim hætti, að einu gildi, hve margir bjóöa sig fram fyrir hvern flokk I sama kjördæmi. Til þess að takmarka fjölda frambjóöenda sé svo á kveðið, aö flokkur megi ekki hafa for- gönguum fleiri framboö Isama kjördæmi en nemi tvöfaldri tölu þingmanna þess, lág- marksfjöldi meðmælenda viö hvert framboö sé tiltölulega hároghver kjósandi megi ekki mæla með fleiri en kjósa skal úr kjördæminu. Um rétt ein- staklinga til að bjóða sig fram i nafni flokks umfram þau fram- boð.. sem flokkurinn hefur for- göngu um, séu I sama skyni settar fremur þröngar reglur, meöal annars um aðild hans sjálfs og meömælenda hans aö flokksfélagi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.