Tíminn - 05.05.1976, Page 8

Tíminn - 05.05.1976, Page 8
8 TÍMINN Miövikudagur 5. mai 1976 Vilhjólmur Hjdlmarsson menntamdlardðherra: Andvígur því, að Alþingi ákveði stafsetningarregl- ur í einstökum atriðum i gær mælti Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráb- herra fyrir frumvarpi um setn- ingu reglna um islenzka stafsetn- ingu. 1 greinargerö meö frumvarpinu segir m.a.: „Meö frumvarpi þessu er stefnt aö þvi aö setja ákveðin fyrirmæli um hvernig standa skuli aö þvl aö setja reglur um islenzka stafsetn- ingu. Ekki þykir eölilegt aö binda þaö i löggjöf, hvernig stafsetn- ingu skuli háttaö, heldur séu um þaö ákvæöi i lögum hvemig ákvöröun um þau efni skuli bera aö. Engin löggjöf er nú i gildi um þessimál og hafa þvi auglýsingar þær um islenzka stafsetningu sem út hafa verið gefnar þrisvar eöa öllu heldur fjórum sinnum á þess- ari öld, ekki átt viö lagafyrirmæli aö styðjast. Auglýsingar þær, sem hér um ræöir, eru þessar: 1) Auglýsing nr. 15/1918, um eina og sömu stafsetningu i skólum og á skólabókum. 2) Auglýsing um islenzka staf- setningu, sbr. Lögbirtingablaö nr. 9, 22. ár, 28. febrúar 1929. 3) Auglýsing nr. 272/1973 um afnám z, og, 4) Auglýsing nr. 132/1974, um is- lenzka stafsetningu. Þess ber aö geta aö auglýsing um afnám z, nr. 272/1973, var felld inn 1 auglýsingu nr. 132/1974, meö mjög smávægileg- um breytingum, einkum oröa- lagsbreytingum.” 1 ræöu sinni sagöi menntamála- ráöherra, aö þetta frumvarp snerti aöeins óbeint þann ágrein- ing, sem nú er uppi um stafsetn- ingarreglur. Þá sagöi mennta- málaráðherra m.a.: ,,A siöasta þingi var samþykkt ályktun um að skora á rikis- stjórnina aö undirbúa löggjöf um islenzka stafsetningu. Tvennt kom til álita. Aö Alþingi ákveöi sjálft meö lögum stafsetningar- reglur i einstökum atriöum, svo sem lagt er til i frumvarpi Gylfa Þ. Gislasonar og fleiri. Og svo, aö sett veröi lög um meöferö staf- Vilhjáimur Hjálmarsson menntamáiaráðherra. setningarmála, þar sem kveöiö sé á um þaö meö hverjum hætti taka skuli ákvaröanir. En reglugeröir þær, sem út hafa verið gefnar, styöjast ekki viö bein lagafyrir- mæli, eins og kunnugt er.” Sagöist menntamálaráöherra hallast aö siðarnefndu leiöinni, eins og frumvarpiö bæri raunar meö sér. Bæri þar tvennt til. Alþingi fjallaöi um margvlsleg málefni og væri aö bera I bakka- fullan lækinn aö fela þvi aö semja reglur um stafsetningu, greinar- merki o.s.frv. 1 annan staö teldi hann tiöar breytingar á islenzkri stafsetningu afar óæskilegar. Sú hætta væri fyrir hendi, vegna tiöra mannaskipta á Alþingi, aö hringlaö væri meö þessi mál. A hinn bóginn sýndist sér bæöi sjálfsagt og eölilegt, aö meö- höndlan stafsetningarmálanna lyti ákveönum fyrirmælum i is- lenzkri löggjöf. Siðan geröi menntamálaráö- herra grein fyrir efni frumvarps- ins, en þaö er svohljóöandi: l.gr. Menntamálaráöuneytiö setur reglur um islenzka stafsetningu. Skulu þær gilda um staf- setningarkennslu i skólum um kennslubækur útgefnar á kostnaö rikisins eða styrktar af rikisfé, svo og um embættis gögn sem út eru gefin. 2. gr. Um setningureglna samkvæmt 1. gr. skal ráðuneytið leita til- lagna nefndar, sem skal þannig skipuö: Einn tilnefndur af deildarráöi heimspekideildar Háskóla íslands úr hópi fastra kennara háskólans i islenzkri málfræöi, þ.e. prófessora, dósenta og lektora, annar tilnefndur af íslenzkri málnefnd úr hópi nefndarmanna, en hinn þriöji af stjórn Félags Islenzkra fræöa, og skal hann vera móöur- málskennari á grunnskóla- eöa framhaldsskólastigi. Ráöherra skipar einn nefndarmanna for- mann. Heimilt er ráöuneytinu aö leita umsagnar um tillögur nefndar- innar hjá öðrum sérfróöum aöil- um um islenzka tungu og móöur- málskennslu. 3. gr. Viö framkvæmd laga þessara skal þess gætt að stuölaö sé að æskilegri festu i stafsetningu og reglum ekki breytt örar en nauð- synlegt þykir tÚ samræmis viö eðlilega málþróun. 4. gr. Aöur en settar eru stafsetning- arreglur eða gerðar breytingar á þeim, skal aflað heimildar sam- einaös Alþingis i formi þings- ályktunar. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Deilt um það, hvort frjáls innflutningur á kartöflum yrði neytendum í hag eða ekki Albert Guömundsson (S) mæiti nýverið fyrir frumvarpi, er hann flytur um breytingu á lögum um framleiðsluráö landbúnaðarins, sem felur það f sér„að einokunar- ákvæði um söiu á matjurta- og gróður húsaf ra m ieiöslu verði numið úr lögum”, eins og flutningsmaður kemst að oröi i greinargerö meö frumvarpinu. I umræöum sagði flutnings- maöur, aö hann væri andvigur þvi, að Grænmetisverzlun land- búnaöarins heföi einkaleyfi á innflutningi á kartöflum og græn- meti, og vildi gefa þann innflutn- ing frjálsan. Gaf Albert Guö- mundsson ófagra lýsingu á þeim erlendu kartöflum, sem á boöstól- um hafa veriö undanfariö, og sagöi aö helmingur kartaflnanna væri sýnilega ónýtur, þegar pok- arnir væru opnaöir. Sföan reynd- ist helmingur þess, sem soðið væri, ónýtur. Og loks væri þaö staöreynd, aö þær kartöflur, er kæmustá boröiö, væru þar enn aö lokinni máltiö. Ekki taldi Albert, aö þaö myndi skaöa Grænmetisverzlunina, þó aö hún fengi samkeppni frá öör- um aöilum, og sagöi þaö ekki vera hugmynd siha aö leggja hana niður heldur ætti aö skapa samkeppni milli hennar og ann- arra aðila i þágu neytenda og framleiðenda. Ingi Tryggvason (F) lýsti yfir efasemdum sinum vegna frum- varps Alberts Guömundssonar, og sagöi m.a. i ræöu sinni: „Ég ætla mér ekki hér á þess- um vettvangi, aö fara aö deila al- mennt um hagkvæmni verzlunar- frelsis og verzlunartakmarkana, en ég vildi aðeins gera grein fyrir þvi, hvers vegna þessi háttur er á hafður einmitt um kartöflurnar, til þess liggja alveg sérstakar ástæður, sem mér finnst nauö- synlegt, að við höfum i huga, þeg- ar ákvaröanir eru teknar um þetta mál. Viö vitum öll, aö Island liggur á norðurmörkum þess veör áttufars, sem hentar til kartöflu- ræktar, þannig aö kartöflurækt hér á landinu gengur mjög mis- jafnlega. I góöum árum gengur hún vel, I lakari árum miöur og jafnvel getur svo fariö i einstök- um árum, aö kartöfluuppskera bregöist hér aö verulegu leyti. Þetta ástand veldur þvi auövitaö, aö kartöflurækt hér á undir ýms- um kringumstæðum erfiöa sam- keppnisaðstöðu viö kartöflu- ræktarmenn i nágrannalöndum þó lengra væri fariö. Hins vegar erþaösvo, aðeinmitt þessierfiða aöstaða veldur þvi lika, aö menn myndu alls ekki rækta hér kartöflur til sölu nema þeir hefðu nokkurn veginn öruggan markaö fyrir framleiöslu söia. Ef það væri gefinn algjörlega frjáls innflutningur á kartöflum þá mundi þaö leiöa til þess, að þegar góö kartöfluár væru i nágranna- löndunum, þá fengjum við hingað ódýrar kartöflur og þær kartöflur ættu þá auövelda samkeK)ni viö innlenda framleiöslu. Ef aftur á móti harönaði i ári i nágranna- löndunum eða af einhverjum ástæðum yröi þar skortur á kartöflum, þá þýddi það að við yröum aö borga hærra verö fyrir hina erlendu framleiðslu en þá innlendu. Það er einmitt þaö sem gerist nú. Verö þeirra kartaflna, sem fluttar eru til landsins nú er til muna hærra en það verö, sem 6 manna nefndin hefur ákveðiö á innlendri kartöfluframleiöslu, en þvi miöur er innlenda kartöflu- framleiðslan nú um það bil öll aö veröa seld og alllangt siöan skort- ur varö á innlendum kartöflum i stórum landshlutum.” Vilja aukna þjónustu- starfsemi fyrir V-Húna- vatnssýslu á Hvammstanga Nýlega lögðu þingmennirnir Ragnar Arnalds (Ab) og Páll Pétursson (F) fram þings- ályktunartillögu um þjónustu- starfsemi sjúkrasamlags, lög- reglu, rafmagnsveitna og slma i Vestur-Húnavatnssýslu. Er gert ráö fyrir þvi i tillög- unni, að þjónusta þeirra opinberu aðila, sem nefndir eru, veröi á Hvammstanga. 1 greinargerö segja flutningsmenn m.a.: „Eins og kunnugt er, er Hvammstangi þjónustumiöstöö fyrir Vestur-Húnavatnssýslu. Eftir að sjúkrasamlög hreppanna voru lögð niöur hefur öll þjónusta og skrifstofuhald Sjúkrasamiags vestur-húnvetninga færst út úr . sýslufélaginu. Stjórn sjúkrasam- lagsins ákvaö i desember 1974 aö skrifstofuhald sjúkrasamlagsins skyldi veröa á Hvammstanga frá ársbyrjun 1975, en Trygginga- stofnun rikisins hefur komiö i veg fyrir, aö sjúkrasamlagsstjórnin fengi þessu ráöiö, eins og fram kemur i meðfylgjandi bréfi, sem birt er hér sem fylgiskjal. Þessi afskiptasemi miö- stjórnarvaldsins i Reykjavik af málefnum sjálfstæös sjúkra- samlags úti á landi er aö sjálf- ,sögöu óþolandi meö öllu. Hér er um stefnumarkandimál aö ræða, sem varöar fleiri staöi en Hvammstanga og Vestur-Húna- vatnssýslu, endaerljóst, aö ofriki Tryggingastofnunar ríkisins I málum héraössjúkrasamlaganna er mjög óheppilegt fyrir starf- semi þeirra. Þaö er aö sjálfsögöu lágmarkskrafa, að stjórn héraös- sjúkrasamlagsins ráöi þvl, hvar skrifstofa sjúkrasamlagsins er, án utanaökomandi afskipta manna sem lítiö þekkja til staö hátta. Auk þess er rétt að geta þess, aö hreppsnefnd Hvamms- tangahrepps hefur boöiö sjúkra- samlaginu samvinnu um skrif- stofuhald og er þvi ekki liklegt, ab kostnaður viö rekstur sjúkrasam- lagsins veröi minni annars staö- ar. Hins vegar yröi þjónusta viö ibúa Vestur-Húnavatnssýslu aö sjálfsögöu talsvert meiri. Hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps hefur lengi krafist þess, að lögreglumaöur yrði ráðinn til starfa á Hvammstanga, en þeirri kröfu hefur ekki verið sinnt. Lög reglustörf á Hvammstanga hafa að undanförnu verið unnin f auka- vinnu manns, sem gegnir ööru starfi. A Blönduósi eru tveir lög- reglumenn og einn á Skaga- strönd. Sýslumaður hefur skrif- stofuaöstööu á Hvammstanga og kemur hann þangað eða fulltrúi Framhald á bls. 8. IIM BIIÍIIIIIh fflB IH 1,1., 11,1 II Mikið annriki er á Alþingi þessa dagana, enda stefnt að þvi, aö störfum þess ljúki fyrir 20. mai, hvort sem sú áætlun stenzt eða ekki. Meðal mála, sem rædd voru i neöri deild i gær voru „Norræni fjárfestingabankinn”, „skráning og mat fasteigna” og „Húsnæðis- málastofnun rikisins”. Einnig kom frumvarp um Búnaðarbanka Is- lands til 1. umræðu I neðri deild, en efri deild hefur afgreitt frum- varpið frá sér. Mun stefnt að þvi, aö frumvarpiö verði afgreitt fyrir sumatleyfi þingmanna. Meðal mála, sem rædd voru i efri deild, má nefna „lyfsölulög”, „ljósmæöralög”, „áfengislög” og „búfjárræktarlög”.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.