Tíminn - 09.06.1976, Síða 17

Tíminn - 09.06.1976, Síða 17
Miðvikudagur 9, júni 1976 TÍMINN 17 Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson „Það var skemmtileat að horfg ó knöttinn hafna í netínu" — sagði Gunnlaugur Kristfinnsson, sem tryggði Víkingum sigur (2:1) með stórglæsilegu marki gegn — ÞAÐ var skemmtilegt að sjá knöttinn sigla fram hjá varnarmönnunum og haf na í netinu, sagði hinn skotfasti Víkingur Gunnlaugur Kristfinnsson, sem skoraði stór- glæsilegt sigurmark Víkings-liðsins, sem lagði KR-inga að velli (2:1) á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Gunn- laugur spyrnti knettinum viðstöðulaust að marki KR- inga af 20 m færi — þrumufleygur hans þaut rétt með jörðinni og skall í netamvöskva KR-marksins. Gunnlaugur fékk knöttinn, eftir hornspyrnu frá Stefáni Halldórs- syni. Stefán spyrnti vel fyrir markið — knötturinn hrökk af KR-ingi, fyrir fæturna á Gunn- laugi, sem var ekki lengi að átta sig á hlutunum og sendi knöttinn fram hjá varnarmönnum KR og i netið, óverjandi fyrir Magnús Guðmundsson, markvörð KR- liðsins. Víkingar voru betri aðilinn i leiknum, sem var nokkuð bragð- daufur. Þeir sóttu mun meira, en aðeins tvisvar sinnum tókst þeim að senda knöttinn i netið hjá Vest- urbæjarliðinu. óskar Tómasson skoraðifyrra mark (1:0) Vikings- liðsins á 26. minútu — hann fékk stungubolta inn i vitateigi KR- liðsins og sendi knöttinn örugg- lega fram hjá Magnúsi. KR-ing- um tókst að jafna á 57. roin. — það var Jóhann Torfason, sem skor- aði markið, eftir að hafa fengið sendingu frá Sigurði Stefánssyni. Jóhann renndi knettinum fram hjá Diðriki Ólafssyni, markverði Vikings. Gunnlaugur tryggði Vik- ingum siðan sigur, þegar hann KR skoraði hið glæsilega mark, fimm min. siðar. Vikingar voru vel að þessum sigri komnir — þeir áttu meira i leiknum og með smá heppni hefðu þeir getað unnið stærri sigur. Róbert Agnarsson og Adolf Guð- mundsson voru beztu menn Vik- ings i leiknum, en Ottó Guð- mundsson var drýgstur hjá KR- ingum. Valur Benediktsson dæmdi leikinn — hann átti slakan dag. Valur bókaði tvo leikmenn KR- liðsins, fyrir harðan leik — þá Ottó og Guðjón Hilmarsson. MAÐUR LEIKSINS: Adolf Guð- mundsson. —SOS JÓIIANN TORFASON.... skoraði mark KR-liðsins. Hann átti ágæta spretti, en fékk litið af sending- um, til að vinna úr. (Timamynd Gunnar). JÍrví v- ' . ■ ■■ „Skagamenn áttu ekki möguleika gegn okkur — sagði markakóngurinn Hermann Gunnarsson — Ég er mjög ánægður með leik- inn — Skagamenn áttu aldrei möguleika gegn okkur, eftir að við settum á fulla ferð, sagði Hermann Gunnarsson, eftir að Valsmcnn höfðu tekið tslands- meistarana frá Akranesi i kennslustund og leikið sér að þeim, eins og köttur að mús. — Við hugsuðum aðeins um, að láta knöttinn ganga og gáfum okkur góðan tima til að hugsa — árangurinn lét ekki á sér standa, við náðum að yfirspila Skaga- menn, sem áttu ekkert svar til. Þeir böröust allan leikinn, en það var bara ekki nóg — því að þeir réöu ekki við leik okkar og með heppni hefðum við átt að skora fleiri mörk I síðari hálfleiknum, sagði Hermann. Hermann er mjög ánægður með leikskipulag, sem Youri Ilitchev, lætur Valsliðið leika. Ilitchev hefur náð að byggja upp skemmtilegt lið, sem leikur sóknarknattspyrnu, en ekki varnarleik krydduðum lang- spyrnum út og suður, eins og ensku þjálfararnir láta sin lið leika. Það er greinilegt að Ilitchev er miklu klókari og klár- ari heldur en þjálfararnir frá Bretlandseyjum, sem hér hafa verið og eru. ólga í Keflavik Heyrzt hefur, að mikil ólga sé nú hjá leikmönnum Keflavíkur- liðsins, sem eru ekki og ánægðir með þjálfara sinn— James Craig. Keflvikingar eru ekki allt of hrifnir af þvi æfingarfyrirkomu- lagi, sem Craig notar og þá mun vera nokkur óánægja með leik- kerfið sem hann notar i leikjum. Í | HERMANN GUNNARSSON... hefur skorað 6 mörk 11. deildarkeppninni. KNATT- SPYRNU- PUNKTAR Framarar hafa mestu möguleikana Drátturinn i Evrópukeppnun- um þremur i knattspyrnu fer fram 6. júli. Akurnesingar, Kefl- vikingar og Framarar taka þátt i keppnunum fyrir hönd íslands og eiga Framarar mestu möguleik- ana á að dragast gegn liði, sem mun draga áhorfendur á völlinn. Framarar, sem leika i UEFA- bikarkeppninni, hafa möguleika/ á að dragast gegn Manchester i United, Derby, Manchester City, Queens Park Rangers og Barce- lona, svo einhver lið séu nefnd. Skagamenn, sem taka þátt i Evrópukeppni meistaraliða, eiga möguleika á að dragast gegn Evrópumeisturum Bayern Munchen, Borussia Mönchen- gladbach og Liverpool. Kefl- vikingar eiga minnstu mögu- leikana að dragast gegn liði, sem kæmi til með að draga að áhorf- endur — en þeir leika i Evrópu- keppni bikarhafa. Valsmenn — vinn á 10 ára fresti Valsmenn eru harðákveðnir að tryggja sér Islandsmeistaratitil- inn — þeir segja að nú sé komið árið þeirra. Þeir benda á, að Valsmenn hafi orðið íslands- meistarar með 10 ára millibili — og til sönnunar benda þeir á árin 1956 og 1966, en þau ár voru Vals- menn meistarar. — Nú er okkar ár (1976) komið, segja Valsmenn —SOS 1. DEILD Staðan er nú þessi I 1. deildar- I keppninni: Valur ............54 1 0 16:4 9 . KR ...............5 13 1 7:5 5 I Akranes ..........421 1 4:7 5 1 Fram..............5 2 1 2 5:6 5 | Keflavlk..........5 2 0 3 9:7 4 Vikingur..........3 2 0 1 4:4 4 I Breiðablik .......3 111 4:5 3 I FH................4 1 1 2 4:8 3 I Þróttur...........4004 2:9 0 * Markhæstu menn: Guðmundur Þorbjörnss. Val .... 6 I Hennann Gunnarsson, Val......6 I Björn Pétursson, KR..........3 Matthías skrifaði undir í Svíþjóð MATTHIAS Hallgrlmsson, lands- liðsmiðherjinn snjalli I knatt- spyrnu fra Akranesi, hefur skrif- að undir atvinnumannasamning við sænska 2. deildarliöið Halmia. Matthias, sem skrifaöi undir eins og hálfs árs samning við Ilalm- stad-liöið um helgina, heldur til Sviþjóðar eftir mánuð, en hann mun byrja að leika með Halmla- liðinu i byrjun ágúst. Þessi 29 ára marksækni leik- maður, sem hefur skorað 66 1. deildarmörk fyrir Skagamenn, mun ekki leika meira með Akurnesingum i sumar, þar sem hann hefur skrifað undir samning I Sviþjóð. —-SOS iVerjum ,88gróóur) verndumi JandQ^r

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.