Tíminn - 22.06.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. júní 1976
TÍMINN
5
Allt það
dómadagsbull
Sá mæti þingmaður, Gils
Guðmundsson, ritar Matthiasi
Jóhannessen, ritstjóra Mbi.,
opið bréf I Þjóðviljanum s.l.
sunnudag, þar sem viða er
komið við, m.a. rætt um vissa
tegund blaðamennsku hér á
landi. M.a.segir Gils:
,,Ég ætla að vikja aðeins
nánar að öllu þvi dómadags
bulli, öllum þeim staðlausu
stöfum og rakalausa kjafta-
vaðli um alþingi, sem stofnun
og alþingismenn i heild, sem
varia hefur linnt I allan vetur.
Þetta viröist vera einkar vel
þegið efni enda er smjattað á
þvf, i æ fleiri blöðum hér.
Lengi vel hafði „Mánudags-
blaðið” eins konar einkarétt á
ábyrgðarlausu skitkasti af
þessu tagi, en ná hefur
„mánudagsblöðum” eins og
þú veizt fjöigað, og koma hin
helztu þeirra út alla daga
nema sunnudaga. Ég er
hér að ræða um greinar og
lesendabréf, þar sem
alþingismönnum — ekki ein-
um, heldur öllum — er
lýst sem duglausum
slæpingjum, fégráöugum,
spilltum mútuþægum, sið-
lausum aumingjum. Og
alþingi er þá að sjálf-
sögðu spegilmynd slikra
vesalmenna, fordæman-
leg stofnun, þar sem úr-
þvætti sitja og koma sér
aldrei saman um neitt annað
en það að hækka kaupið sitt.
Hafirðu ekki lesið svona lýs-
ingar af og til i vetur i Dag-
blaðinu (það á áreiðanlega
metið) VIsi og Alþýðubl., þá
kann að vera, að orðfærið hafi
stundum veriö eitthvað
daufara: en þá stafaði það vist
fremur af getuleysi til að tjá
sig en viljaleysi til að niða al-
þingi og alþingismenn.Ég ætla
ekki að fara að kvarta yfir
þessu, hvorki fyrir sjálfs mhis
hönd né alþingismanna yfir-
leitt. En það get ég sagt þér
hreinskilnislega, að þingmenn
hafa nokkrar áhyggjur af
þessu ábyrgðarlausa skit-
kasti, og ef til vill ættu fleiri að
hafa það”
Þóttur Mbl.
Þessi orð eru i tfma töluð.
Verst er að þurfa að hryggja
Gils Guðmundsson með þvi,
að blaðamaður af Þjóðviljan-
um hefur undanfarið annazt
ritstjórn Mánudagsblaðsins,
en það er önnur saga.
En það er ekki aðeins al-
þingi og alþingismenn sem
verða fyrir skítkasti af þvi
tagi, sem Gils nefnir. Ein-
staka ráðherrar og aðrir
stjórnmálamenn hafa verið
ataðir auri með þeim hætti, að
ótrúlegt er, að slfkt geti gerzt i
siðuðu þjóðfélagi á þeirri öld,
sem við lifum á. Mbl. er engin
undantekning að þvf leyti. Það
er kannski ekki sagt beinum
orðum, aödómsmálaráðherra
landsins sé viðriðinn stórfelld
sakamál, sem nú eru til rann-
sóknar, en það er Iátið liggja
að þvi, sbr. grein, sem birtist i
Lesbók Mbl. s.l. laugardag,
þar sem sagt er „að þræðirnir
snerti sjálfa yfirstjórn dóms-
málanna”.
Þetta er nú sjálft Mbl., sem
leyfir sér slik rakalaus ó-
þverraskrif. Það er fyllsta
ástæða til aö biðja ritstjóra
Mbl. annað hvort Matthías eða
Styrmi Gunnarsson, um
nánari skilgreiningu á þessari
staðhæfingu. Það er ekki svo
litið sagt Isetningu sem þeirri,
er vitnaö er i. Eða er það svo,
að Mbl. sé gengið I björg með
þeim óþverraöflum, sem telja
það aðal sinn að ata samborg-
arana auri með dylgjuskrifum
af þvi tagi, sem Gils
Guömundsson hefur lýst svo
vel, og telji sig ekki þurfa að
standa reikningsskil orða
sinna?
Forsætisrdðherra
og Ræsis-mdlið
Þess hefur ekki orðið vart;
að Mbl. hafi tekið undir
dylgjuskrif um forsætisráð-
herra landsins, Geir Hail-
grlmsson, út af svonefndu
Ræsis-máli, sem Dagblaðið og
Þjóðviljinn hafa reynt að velta
sér upp úr. Sem betur fer
hefur Mbl. ekki gert það.
Timinn hefur heldur ekki gert
það. Ekki vegna þess, að ekki
geti verið, að eitthvaö að-
finnsluvert kunni að koma I
ljós i þvl máli. En það er svo
langsótt að bendla jafnheið-
viðran mann og Geir
Hallgrimsson við það mál,
jafnvel þótt hann sé einn af
eigendum Ræsis, að ekki nær
nokkru tali. En samkvæmt
kokkabókum þeim, sem Mbl.
fer nú eftir, væri vitaskuld
hægt að dylgja um það, aö
æðsti valdamaður þjóðarinnar
væri viðriðinn fjársvikamál,
þar sem hann er einn af
eigendum fyrirtækisins.
Það er komiö nóg af dyigju-
skrifum af þessu tagi, og
sæmilega heiðvirt blað eins og
Mbl. ætli að sjá sóma sinn i þvi
að hafa það, sem sannara
reynist. Dagblöð geta ekki, og
eiga ekki, að taka sér dóms-
vaid i einstaka málum. Fyrir
dómstólum á að sanna sekt
þeirra, sem sekir eru, og þeir
eiga að fá sinn dóm. Að ráðast
að heiðvirðu sakiausu fólki
með dylgjum, hvort sem um
æðstu valdamenn þjóðar-
innar eða aðra, er að ræða er
viss tegund glæps, sem á ekki,
og má ekki, liðast i þjóðfélagi
Leikur vikunnar
í útvarpinu
Fimmtudaginn 24. júnl kl.
20.30 verður flutt leikritið
„Biedermann og brennuvarg-
arnir” eftír Max Frisch, i þýð-
ingu Þorgeirs Þorgeirssonar.
Leikstjóri er Baldvin Hall-
dórsson. Meö helztu hlutverk
fara: Gisli Halldórsson, Jó-
hanna Norðfjörð, Brynja
Benediktsdóttir, Flosi ólafs-
son og Haraldur Björnsson.
Leikritið var áður flutt 1964.
Max Frisch fæddist I Zurich
árið 1911. Hann lagði stund á
málvisindi við háskólann þar I
borgum tveggja ára skeið, en
varð að hætta af fjárhagsá-
stæðum. Næstu árin starfaði
hann sem blaðamaður og ferð-
aðist þá m.a. um Balkan-
skaga. Hálfþritugur hóf hann
nám i húsag.list og hefur
unnið jöfnum höndum sem
arkitekt og rithöfundur.
Fyrsta skáldsga hans kom
1943. En Frisch er ekki síður
þekktur fyrir leikrit sln. Þau
fyrstu voru ljóðrænir draum-
leikir, áns og t.d. „Nú taka
þau enn aö syngja” (1945), en
siðar færöist hann meira I
fang með „Kinverska múrn-
um”, „Biedermann og
brennuvörgunum” og
„Andorra”. Tvö þau slðast
töldu hafa verið flutt hér á
sviði og I útvarpi.
Leikritið „Biedermann og
brennuvargamir” var frum-
sýnt I Zflrich áriö 1958. Frisdi
nefnir það „siðgæðisleik án
siðgæðis”, auðvitaö I háði, en
þó liggur dýpri merking að
baki en I fljótu bragði sýnist.
Sérkennandi fyrir leikritið er
kórinn, sem höfundur notar
llkt og I grískum harmleik.
Biedermann er góðhjartaður
maður, sem trúir ekki neinu
illu upp á fólk. Til hans koma
gestír og gera sig heima-
komna, nota sér trúgirni og
sakleysi Biedermanns til hins
Itrasta. Jafnvel löngu eftir að
hver heilvita maöur sér hvert
stefnir i framferði gestanna,
getur Biedermann ekki I-
myndað sér að neitt glæpsam-
legt vaki fyrir þeim.
Menn hafa ekki verið á einu
máli um., hver boðskapurinn
eigi að vera i leikritinu. Flest-
ir hallast þó aö þvi, að hér sé
Frisch að deila á andvaraleysi
fólks, og þá um leið þau öfl
sem færa sér það I nyt.
Hafrannsóknaleiðangur:
Engin loðna
fannst, lítill
hafís
gébé Rvlk. — Rannsóknaskip
Hafrannsóknastofnunarinnar,
Bjarni Sæmundsson er nýkominn
úr hinum árlega vorleiðangri sin-
um. Athuganir voru gerðar á
rúmlega 130stöðvum Ihafinu um-
hverfis Island frá 25. mal til 16
júnl og beindust þær aðallega að
hita sjávar, seltu og straumum,
magni og dreifingu næringarefna,
plöntusvifi, dýrasvifi og fiski.
Leiðangursstjóri var Ingvar Hall-
grimsson, en alls voru átta sér-
fræðingar frá Hafrannsókna-
stofnun með i leiðangrinum.
Rannsóknlr sýndu m.a. að is er
almennt mjög langt frá landi eða
um 90 sjómilur frá Horni, en var á
sama tlma I fyrra um 14 milur frá
Horni, og þá teygði Isinn sig einn-
ig inn á utanverðan Húnaflóa,
Þessa miklu fjarlægð issins nú
má m.a. rekja til langvinnrar
austanáttar norðan tslands und-
anfarnar vikur.
Siðan árið 1952 hefur Hafrann-
sóknastofnunin kannað almennt
ástand sjá var hér við land að vor-
lagi. Upphaflega voru sllkir vor-
leiðangrar farnir i þann mund er
sildveiðar hófust norðanlands, en
þótt þær hafi lagzt niður vegna
hvarfs norsk-islenzka sildarstofn-
ins, hefur þótt ástæða til að halda
þessum athugunum áfram.
í rannsóknum leiðangurs-
manna kom m.a. fram að áber-
andi er hve sjór norðan íslands
var seltulitill. Selta sjávar var
yfirleitt tiltölulega lág og virðast
áhrif Atlantssjávar við Island
hafa verið með minna móti.
Vegna almennt hlýrrar veðr-
áttu undanfarnar vikur, var hiti I
yfirborðslögum sjávar þó nálægt
meðallagi áranna 1950-1960 og
sums staðar jafnvel yfir meðal-
lagi. Þessi heiti yfirborðssjór náði
þó aðeinsniður á 10-20 metra dýpi
og nær upphitun sjávarins nú
styttra niður en venjulegt er.
Helztu frávik i sjávarhita voru
þau, að á landgrunnssvæðunum
sunnan- og norðanlands var hiti i
yfirborðslögum nokkru hærri en
slðastliðið ár, en hita I djúplögum
svipaði til ástandsins á siðast-
liðnu ári.
Athuganir á næringarefnum,
súrefni og plöntugróðri sýndu
m.a. að vestur af landinu er mjög
næringarrikur sjór, sem teygir
sig austur með norðurströndinni.
1 þessum sjó er mikill þörunga-
gróður. Undan Austurlandi hafa
plöntur sjávarins hins vegar aö
mestu urið upp næringarefnin og
er hámark plöntugróðursins þar
liðið hjá.
Úrvinnsla gagna, er lúta að
framleiðni plöntusvifs og blað-
grænumagni er enn ekki lokið og
þvl ekki hægt að skýra frá sam-
anburöi viö gróðurástand fyrri
ára.
Rauðátumagn má almennt
telja nálægt meðallagi og sums
staðar nokkru meira en á sama
tima i fyrra, sérstaklega undan
. suðurströnd landsins. Atuhámörk
voruauk þess út af Breiðafirði og
eins I kalda sjónum djúpt undan
Norðausturlandi. Vestanlands og
norðan var aðallega um uppvax-
andi rauðátu að ræða og vegna
hinna hagstæðu gróðurskilyrða á
vestursvæðinu, sem fyrrer getið,
má búast við auknu rauðátu-
magni á þessum svæðum.
í leiðangrinum var fylgzt með
fiskileitartækjum skipsins, sér-
staklega með tilliti til hugs-
anlegra loðnuganga. Eins árs
gamallar loðnu varð vart út af
vestanverðu Norðurlandi, en
veiðanleg loðna fannst ekki. —
Það kann að vera að við höfum
verið of snemma á ferð I þessu til-
liti, sagði Ingvar Hallgrimsson
leiðangursstjóri, en það þarf þó
ekki að vera, þar sem göngurnar
breytast mjög ört að vorlagi.
Mikið átumagn i sjónum gerir
það að verkum að uppsjávarfisk-
ur hafa mikið að éta, t.d. loðnan
ogstöðvasthún þvl meira á göngu
sinni en ella. Skip frá Hafrann-
sóknastofnun munu halda til
loðnuleitarfyrir Norðurlandi ilok
þessa mánaðar.
Kennarar:
Eftirtaldar kennarastöður við skólana á
Sauðárkróki eru lausar til umsóknar:
Staða kennara i raungreinum og ianda-
fræði við gagnfræðaskólann. Staða i-
þróttakennara pilta við gagnfræðaskólann
og barnaskólann. Kennarastöður við
barnaskólann.
Umsóknir sendist form. skólanefndar
Guðjóni Ingimundarsyni Bárustig 6,
Sauðárkróki.
. ■■■ —111 1 1 ... \
U 14444, 25555
BiLASALA SIGTÚN 1.