Tíminn - 22.06.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.06.1976, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 22. júni 1976 . TÍMINN 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Hvað vilja stjórnar- andstæðingar? Ef lýsa ætti einkennum þeirrar stjórnarandstöðu, sem nú er á íslandi i fáum orðum, mætti vel komast af með eitt orð: stefnuleysi. Það er sam- eiginlegt einkenni hinnar þriklofnu stjórnarand- stöðu að forðast að marka einhverja ákveðna stefnu i aðalmálum þjóðarinnar, eins og t.d. landhelgis- málinu og verðbólgumálinu. I staðinn hefur verið haldið uppi kraftlausu nöldri um aðgerðir ríkis- stjórnarinnar. En alltaf hefur það verið forðazt að benda á nokkur úrræði. Undantekning i þessum efnum hefur þó stundum verið Magnús Torfi Ólafsson, en þá er ljóst, að hann hefur verið einn á báti, viðskila við flokk sinn, og þó alveg sérstak- lega við Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn. Landhelgismálið er gott dæmi um þetta. Alþýðu- bandalagið og Alþýðuflokkurinn studdu útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 200 milur með hangandi hendi, svo að ekki sé meira sagt. Siðan höfðu þeir ekki aðra afstöðu en þá, að það ætti ekki að semja við neinn. Ef þeir hefðu fengið að ráða, væri viður- kenning Breta ekki fengin, þorskastriðið væri i fullum gangi og stórfellt smáfiskadráp héldi áfram á friðunarsvæðunum. Verðbólgumálið er annað enn ömurlegra dæmi. Það vantar ekki, að Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn þykist vera á móti verðbólgunni og gagnrýni rikisstjórnina fyrir vöxt hennar. Hitt forðast báðir þessir flokkar, að benda á nokkur raunhæf úrræði til að halda henni i skefjum. Þvert á móti hafa þeir gert sitt bezta til að auka elda verðbólgunnar. Þeir hafa stutt og styðja allar kröfur um kauphækkanir, hvort heldur sem hálaunahópar eða f jölmennar láglaunastéttir hafa átt hlut að máli. Þeir hafa jafnvel stutt hálauna- hópana enn öfluglegar. Þeir hafa skammazt yfir of lágum framlögum til vegagerðar, hafnarmála og skólabygginga. Ef farið hefði verið eftir þessum málflutningi þeirra, hefði verðbólgan orðið miklu meiri. Slikir flokkar eru þess vissulega ekki um- komnir að gagnrýna rikisstjórnina. Þannig mætti halda áfram að rekja það, að Al- þýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn hafa ekki upp á nein sérstök úrræði að bjóða i efnahags- málum þjóðarinnar. Svo að segja allur mál- flutningur þeirra er fólginn i ábyrgðarlausu nöldri og yfirboðum. Raunhæf úrræði finnast engin. Þeir hafa þvi ekki i stjórnarandstöðunni unnið sér aukið traust, heldur hið gagnstæða.Um Samtökin þarf ekki að ræða, þvi að flest bendir til þess, að þau séu senn úr sögunni. Byggingariðnaðurinn Á blaðamannafundi, sem nýlega var haldinn á vegum Meistarasambands byggingarmanna, var vakin athygli á þvi, að verulegur samdráttur væri i byggingariðnaðinum, þótt enn væri ekki um at- vinnuleysi að ræða. Horfur virðast hins vegar með iskyggilegra móti. Á blaðamannafundinum var bent á nauðsyn þess, að byggingariðnaðurinn gæti starfað á eðlilegum grundvelli. Lægð eins og sú, sem nú virðist framundan að óbreyttum að- stæðum, hefur oftast leitt til ibúðaskorts, en i kjöl- far hans fylgir venjulega mikil ofþensla, þegar reynt er að bæta úr honum. Hér þarf að reyna að tryggja nauðsynlegt jafnvægi. Rikisstjórn og lána- stofnanir verða að huga að þessu i tima og gera ráðstafanir til að hindra óeðlilegan samdrátt i by ggingariðnaðinum. ERLENT YFIRLIT Óeirðirnar í Soweto upphaf annars verra Þær setja svip á fund Vorsters og Kissingers Stúdentar I Soweto með fallinn félaga sinn. ÓEIRÐIRNAR miklu, sem hófust I Soweto á miðvikudag- inn var og bárust síðan til fleiri blökkumannaborga i Suður-Afriku, komu á öheppi- legasta tíma fyrir Vorster for- sætisráðherra. Hann var þá i þann veginn að fara til fundar við Kissinger utanrikisráð- herra Bandarikjanna, sem á að hefjast i Vestur-Þýzkalandi á morgun. Fyrir Vorster var þessi fundur mikilvægur, þvi að slikur fundur forsætisráð- herra Suður-Afriku og utan- rikisráðherra Bandarikjanna hafði ekki verið haldinn siðan flokkur Vorsters hófst til valda i Suður-Afriku 1948. Til fundarins var stofnað á þann hátt, að þeir Kissinger og Vorster höfðu báðir ráðgert Evrópuferð um þetta leyti og var látið lita svo út, að þeir hittust meira af tilviljun en samkvæmt áætlun. í Vest- ur-Þýzkalandi var Vorster enginn aufúsugestur, en hann sækir þar sameiginlegan fund sendiherra Suður-Afriku i Evrópu. t fyrstu var ákveðið, að þeir Kissinger hittust I Hamborg, en við nánari at- hugun þótti það ekki ráðlegt, en kjósendur Helmuts Schmidt þar höfðu látiö hann vita, að þeir óskuðu ekki eftir Vorster þangað. Fundurinn var þvi fluttur til Bæjaralands og verður haldinn i tveimur smábæjum þar. Aðalefni fundarins er aö ræða málefni Rhodesiu, en Vorster hefur það i hendi sinni, að knýja stjórnina þar til samkomulags við blökkumenn og koma þannig i veg fyrir borgara- styrjöld, sem gæti leitt til á- taka milli risaveldanna. Vorster virðist hafa haft á- huga á slikri lausn og nota það til að bæta álit Suður-Afriku út á við. óeirðirnar i Soweto hafa hins vegar sýnt, að kynþátta- deilum i suðurhluta Afriku er ekki lokið, þótt sættir takist i Rhodesiu. SOWETO er fjölmennasta borg Suður-Afriku. Ibúatalan er talsvert á reiki, eða frá 700 þús. til 1 millj. Soweto er ein- göngu svört borg. Hún er i um 15 km fjarlægð frá Jóhannes- burg, sem er stærsta borg hvitra manna I Suður-Afriku. Þar búa um 500 þús. hvitra manna og um 120 þús. blökku- manna, sem fá að búa þar sök- um þjónustustarfa, sem eru talin þannig vaxin, að þeir þurfi að búa f borginni. Annars hefur verið komið upp sér- stökum blökkumannaborgum unihverfis Johannesburg, og er Soweto langmest þeirra. Margir þeirra, sem búa i þess- um blökkumannaborgum, vinna f Johannesburg á dag- inn. Þannig munu um 200 þús. af ibúum Soweto vinna þar. Þá vinna blökkumenn nær ein- göngu i hinum miklu námum sem eru á þessu svæði. Soweto þykir fremst blökkumanna- borganna og þykja það sérstök forréttindi að búa þar. Allar lóðir þar eru eign rikisins og langflestar ibúðir þar eru leiguibúðir, sem hið opinbera á. Þó hafa efnaðri blökku- menn fengið að byggja þar á lóðum, sem eru leigðar til skamms tima. Þar eru ekki leyfðar vinveitingar á skemmtistöðum og yfirleitt eru ekki starfræktar þar aðrar verzlanir en matvöruverzlan- ir. Aðrar vörur verða ibúarnir að kaupa i Johannesburg, en þeir þurfa sérstök vegabréf til aö geta komið þangað. Hvitir menn, sem heimsækja Soweto, þurfa lika að hafa sér- stök vegabréf. Reynt er á sem flestan hátt að halda svörtum mönnum og hvitum aðskild- um. Ibúar Suður-Afríku eru nú taldir 23 milljónir, en nokkuö er þó ibúatalan á reiki. Talið er að blökkumenn séu um 15-16 milljónir, hvitir menn um 4.5 milljónir og kynblend- ingar 2.5 milljónir. ÓEIRÐIRNAR i Soweto rekja rætur sinar til þess, að rikisstjórnin hefur unnið að þvi siðustu árin, að festa tungumál Búanna, sem er eins konar hollenzka, i sessi, og reynt aö gera hana að skóla- máli við hlið ensku og tungu- máls blökkumanna. Þetta hef- ur gengið illa, og þvf var ný- lega gripið til þess ráðs i Soweto, að krefjast þess, að kennsla i vissum námsgrein- um færi fram á máli Búa. Þessu mótmæltu nemendur við marga skóla með verk- falli. Siðastl. miðvikudag efndusvo þessir nemendur til stórfelldrar mótmælagöngu, sem ætlað var að færi frið- samlega fram. Þó kom til á- taka, sem óvist er hvernig hóf- ust, og hóf þá lögreglan skot- hrið á mannfjöldann og féllu strax nokkrir unglingar. Þetta leiddi til stóríelldrar óaldar i Soweto næstu daga og breiddist hún út til fleiri blókkumanna- borga næstu daga. Kveikt var i húsum og bilum, verzlanir og bankar voru rændir og unnin margvisleg spellvirki önnur. Margir hvitir menn sluppu nauöuglega, og þá aðallega á þann hátt, að svertingjafjöl- skyldur földu þá i ibúðum sin- um meðan ólætin voru mest. Lögreglan reyndi að bæla ó- eirðirnar niður með harðri hendi, en fullkomin ró var þó ekki komin á fyrr en á sunnu- dag. Talið er að 100 manns hafi fallið i þessum óeirðum og mörg hundruð særzt. Þetta eru mestu kynþáttaóeirðir, sem hafa orðið i Suður-Afriku. Næst koma óeirðir I Sharpe- ville 1960, þegar blökkumenn voru að mótmæla nýjum vegabréfum og flykktust á lögreglustöðvar til að skila þeim. Þá féllu um 70 manns. Þriðju mestu óeirðirnar uröu i Carltonville 1973, þegar kom til átaka milli lögreglunnar og kröfugöngu námumanna, sem voru að kref jast kauphækkun- ar. Þá féllu ellefu menn. Að dómi margra, sem til þekkja, er þetta aöeins upphaf þess, sem koma mun, ef rikis- stjórn Suður-Afriku breytir ekki um stefnu. Þetta segist Kissinger ætla að reyna að gera Vorster ljóst, og þvi muni fundur þeirra snúast um meira en Rhodesiumálið. Þ.Þ. Uppdrátturinn sýnir Johannesburg og hinar svörtu nágranna- borgir hennar, þar sem óeirðir urðu. óeirðir urðu einnig i Empangeni i Natal-fylki. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.