Tíminn - 22.06.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.06.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. júnl 1976 TÍMINN 3 Gigtsjúkdómar, risafrumurog erfðir Fró þingi gigtarlækna: SJ-Reykjavik. — Lyfjafyrirtækið Astra-Syntex veitti I gær árlegan styrk sinn til giktarsérfræðinga. TiI- gangurinn með styrkveit- ingum þessum er að örva lyfjafræði- og læknisfræðileg- ar rannsóknir á gikt á Norður- löndum. Að þessu sinni var styrknum, 25.000 sænskum krónum, skipt milli dr. Björns Svensson frá Ueumatolog- kliniken i Lundi I Sviþjóð og dr. Alfreðs Arnasonar, sem starfar við blóðbankann i Reykjavik. Alfreð Arnason. lupus erythematosus) verið rannsakaðir. Alfreð vinnur að þessu verkefni I samvinnu við Landspitalann og Blóðbank- ann. Rannsóknir Björns Svens- son beinast einnig m.a. að sjúklingum með áðurnefndan sjúkdóm og sjúklingum með langvarandi liðagikt og þvi hvaða áhrif S.K. risafrumur hafa i þvi sambandi. Vonandi leiða þær til þess að læknavis- indin komast einu skrefi lengra i átt til vitneskju um orsakir þessara alvarlegu sjúkdóma, en þær eru enn ó- kunnar. Þvi er ekki hægt að ráða bót á þeim heldur aðeins veita meðferð við einkennum þeirra. Astra-Syntex AB er systur- fyrirtæki bandariska lyfjafyi- irtækisins Syntex Corporationa á Norður- löndum. Læknar frá öllum Norðurlöndunum áttu sæti i dómnefnd auk fulltrúa lyfja- fyrirtækisins. Dr. Björn Svensson fékk styrkinn til að rannsaka áhrif svokallaðra risafruma á gikt- sjúkdóma og dr. Alfreð Arna- son fékk styrkinn til að rann- saka áhrif erfðafræðiþátta á giktsjúkdóma. Alfreð Árnason nam dýra- fræði og liffræði i Reykjavík,, Belfast á Norður-trlandi og i Stratclyde á Skotlandi. Island hentar vel til erfða- fræðirannsókna vegna fá- mennis. Góðar erfðafræði- skýrslur eru til staðar og auð- velt er að fá heppilegt úrtak til rannsókna. Rannsóknir Alfreðs Árnasonar beinast að fjöl- skyldum, þar sem vissir sjúk- dómar, einkum giktsjúk- dómar, eru tiðir. Þessi rann- sókn hans kann að leiða til þess að sjúklingar finnist, sem hafa erfðaeiginleika, sem valda giktsjúkdómum. Hagnýtt gildi rannsóknanna gæti orðið það að gikt fyndist fyrr hjá sjúklingum og þeir ættu fyrr en ella kost á fyrir- byggjandi meðferð. A siðari árum hefur það orð- ið æ ljósara að samband er á milli sérstakra gerða vefja i mannslikamanum og sjúk- Björn Svensson. dóma. Sterkt samband er á milli vefjargerðar, sem kölluð er HLA B 27 og vissra sjúk- dóma, t.d. giktsjúkdóms, sem getur leitt til þess að hryggur- inn verður stifur og sjúkling- urinn missir hreyfigetu sina að nokkru, bakið verður bogið og höfuðið álútt. Þar sem þetta samband er til staðar er mikilvægt að erfðafræðilegar og læknisfræðilegar rannsókn- ir haldist i hendur I þessari grein. Einnig hefur komið i ljós að fólk með vissar gerðir vefja hefur einnig svipaða þætti, sem hafa áhrif á varnir likamans gegn sjúkdómum. Rannsóknir Alfreðs Arnasonar byggjast á þessu sambandi vefja og sjúkdóma. Þegar er byrjað að rannsaka hvaða vefjategundir sjúkling- ar, sem þjást af áðurnefndum sjúkdómum hérlendi hafa. M.a. hafa sjúklingar með langvarandi húðsjúkdóm á nefi og kinnum (systemisk Svona getur viss tegund giktar leikiö sjúklinginn. Itannsóknir Alfreðs Arnasonar beinast m.a. að þessum sjúkdómi. Vatnsbunan feliur á yfirfallshjólið og knýr vélar rjómabúsins. Baugsstaðarjómabúið: Gömul vélvæðing kynnt ferðafólki Danirmæla og kvik- mynda torfbyggingar Smjörhnoðunarborðið var knúiö vatnsafli eins og aðrar vélar rjóma búsins. Tlmamyndir: Stjas Hópur manna frá arkitekta- skólunum i Kaupmannahöfn og Árósum er kominn hingað gagn- gert þeirra erinda að mæla islenzka torfbæi, rannsaka byggingarlag þeirra og kvik- mynda torfbyggingar, sem enn eru til i landinu. Mun hópurinn njóta hér fyrirgreiðslu og leiö- sagnar starfsmanna þjóðminja- safnsins. Dagný til djúprækjuveiða gébé Rvik, — Skuttogarinn Dagný fór til djúprækjuveiða fyrir Norð- urlandi um s.l. helgi. Um borð er Guðni Þorsteinsson fiskifræð- ingur. Þessi ferð er liður i djúprækju- rannsóknum Hafrannsóknastofn- unar, en skipverjar á Dagnýju fá vissa tryggingu sem miðast við þriggja mánaða úthald. Trygg- ingin er ákveðin upphæð, sem lækkar svo eftir þvi, hvernig veið- ist.enmiðað er við 385 tonn. — Dagný er af minni gerð skuttog- ara eða um 260 lestir. Þrettán menn eru i þeim hluta hópsins, sem starfa mun að mælingum og rannsóknum, en fjórir vinna að kvikmyndatök- unni, sem meöal annars er styrkt af danska sjónvarpinu. Danirnir verða hér fram undir miðjan júlimánuð og munu þeir meðal annars fara noröur i Skagafjörð, ogaustur að Keldum, Stöng i Þjórsárdal og i öræfi. Að Keldum á Rangárvöllum eru varðveitt forn mannvirki, byggingar, traðir og jarðgöng, sem vissulega eru fýsileg rannsóknarefni. gébé Rvik — Ákveðið er, vegna mikillar aðsóknar og vaxandi á- huga fólks að hafa Baugsstaða - rjómabúiö opið almenningi til skoðunar um helgar I sumar, og fólki þannig gefinn kostur á að kynnast þessum gamla þætti vél- væöingar I Islenzkum landbúnaði. Baugsstaðarjómabúið, sem nú er varöveitt sem minjasafn, með öllum vélum og tækjum, verður opið almenningi alla laugardaga og sunnudaga frá 19. júni til ágústloka frá kl. 14 til 18. Þeim, sem óska eftir að skoða búið á öðrum tima, er bent á að hafa samband við Skúla Jónsson, Sel- fossi i sima 1360. Mikil aðsókn var að rjómabú- inu sl. sumar, en þá var það einn- ig opið um helgar. wn V-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.