Tíminn - 22.06.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 22.06.1976, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 22. júni 1976 TÍMINN 23 Frá happdrætti Framsóknarflokksins "N Sumarferð Framsóknar- félaganna í Reykjavík sunnudaginn 4. júlí Lagt verður af stað kl. 8 sunnudagsmorguninn 4. júli frá Rauðar- árstig 18. Farið verður um Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Kjós og komið i Hvalfjarðarbotn ca. kl. 10.15 og áð þar stutta stund. Ekið verður um Geidingadraga, Hvitárbrú, upp Stafholtstungur að Þverár- rétt, en þar verður snæddur hádegisverður. Þá veröur farið um Kleifaveg, Hvitársiðu og áö i stutta stund við Hraunfossa. Um það bil kl. 14.30 verður farið að þjóðgarðinum við Húsafell og dvalið þar klukkustund áður en haldið er að Reykholti og staður- inn skoðaður. Frá Reykholti er áætluð brottför kl. 17.00. Þaðan er ekið um Bæjarsveit, Lundarreykjadal (vestri leið) um Uxa- hryggi til Þingvalla. Þar verður áð eina klukkustund og komið heim tii Reykjavikur aftur kl. 21.00 ef allt gengur eftir áætlun. Allir velkomnir. Mætið stundvislega takið með kunningja og vini. Ferðafólkið þarf að hafa með sér nesti. Ferðin verður nánar auglýst siðar. Upplýsingar I sima 24480. r Strandamenn Almennur þingmálafundur verður haldinn á Hólmavik laugardaginn 26. júni kl. 16.00. Frummælandi á fundinum verður Steingrimur Hermannsson, alþingismaður. r Leiðarþing Austurlands- kjördæmi Alþingismennirnir Halldór 'Asgrimsson og Tómas Arnason halda leiðarþing I Austurlandskjördæmi sem hér segir: 22. júni Neskaupstað—Egilsbúð kl. 9 e.h. 23. júni Breiðdal—Staðarborg kl. 9 e.h. 24. júni Beruneshreppur—Hamraborg kl. 4 e.h. 24. júni Djúpavogi—Skólanum kl. 9 e.h. 25. júni Geithellnahreppi—Múla kl. 9 e.h. Allir eru velkomnir á Leiðarþingin. V----------------------------------------------------------J Dregið var i Happdrætti Framsóknarflokksins 16. þ.m. og eru vinningsnúmerin inn- sigluðá skrifstofu bogarfógeta næstu daga á meðan skil eru að berast frá umboðsmönnum og öðrum, sem hafa miða og eiga eftir að gera skil. Unglingar óskast til innheimtustarfa I nokkra daga. Happdrætti Fram- sóknarflokksins, Rauðarár- stig 18. Þórshöfn - Raufarhöfn Alþingismennirnir, Ingvar Gislason, Stefán Valgeirsson og Ingi Tryggvason halda fund A Þórshöfn, i barnaskólanum, kl. 21.00 á fimmtudag 24. júni. Á Raufarhöfn i félagsheimilinu, föstudag 25. júni kl. 21.00. J Unglingur óskast til sendistarfa og aðstoðar á skrif- stofu hjá stofnun i miðbænum. Ekki sumarstarf. Umsóknir merktar ,,1482” berist fyrir 26. júni 1976 til blaðs- ins. Vænta máfrekari hækkana á kaffi —hs-Rvik.— Útlitið er mjög svart og verðið á kaffi veður upp, ef svo má segja, sagði Þröstur Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Kaffi- brennslunnar á Akureyri, er hann var spurður að þvi, hvort búast mætti við frekari verðhækkunum á þessum þjóðardrykk okkar Is- lendinga. — A siðastliðnu ári hefur kaffi erlendis hækkað um helming og allt útlit er fyrir áframhaldandi hækkunum. Alls konar fjármála- pólitik virðist hafa komið i kjölfar uppskerubrests i Brasiliu i fyrra vegna frosta, og hefur það einnig sin áhrif, sagði Þröstur ennfrem- ur. Auk þessara frosta i Brasiliu i fyrra, sem eyðilögöu fjölda plantna, en það tekur 3-4 ár að rækta upp nýjar, hefur komið til frekari erfiðleika á öðrum kaffi- ræktunarsvæðum s.s. regn i Mið- Ameriku og jarðskjálftar i Guate- mala. Við megum þvi búast við stórfelldum hækkunum á kaffinu á næstunni. Er Þröstur var að þvi spurður, hvort hann héldi að kaffið væri að verða lúxusvara, sagði hann, að það væri að visu að verða nokkuð dýrt og að hann hafi heyrt þvi fleygt, að lslendingar mættu vera þakklátir fyrir það fá það yfir- leitt, en engu að siöur ykist salan á kaffi jafnt og þétt, svo að ekki væri unnt að tala um það sem lúx- us ennþá, a.m.k. Sandspyrnukeppni Kvartmíluklúbbs vel heppnuð ASK-Reykjavik. Að sögn lögregl- unnar munu um fimm þúsund manns hafa horft á sandspyrnu- keppni Kvartm ílu klúbbsins. Keppni þessi var haldin að Ilrauni i ölfusi sl. sunnudag og keppt var í fimm flokkum. Þetta var i fyrsta sinn sem keppni af þessu tagi er haldin hérlendis, en KvartmQuklúhburinn hefur full- an hug á þvi að fleiri fylgi i kjöl- farið. I keppni mótorhjóla sigraði Yamaha 360, en það fór brautina á sjö sekúndum. Beztur timi i 8 cyl. jeppaflokki var 6.7 sekúndur, en þar urðu tveir jafnir. I flokki 4 cyl. jeppa sigraði Jón Jónsson, en hann ók á 10,3 sekúndum. I flokki fólksbila sigraði Camaro ’69 á 12,8 sekúndum. Það þarf vart að taka það fram að margir keppnisbilanna voru all óvanalegir útlits. Sumir höfðu sett dekk af mykjudreifurum undir bila sina og allar hugsan- legar breytingar höfðu verið gerðar við vélar þeirra. © Kúrdar ar aðstoð þeirra brást, hrundi baráttugeta hans. Hann býr nú nánast i stofufangelsi i úthverfi Teheran, eftir þvi sem heimildar- menn meðal Kúrda i London segja. Lýðræðisflokkurinn er nú undir stjórn manna sem halda nöfnum sinum leyndum oghafa ekki fast- ar aðalstöðvar. Þeir hafa það á stefnuskrá sinni að reka skæru- hernað i smáum stil, meðan þeir byggja upp styrk sinn að nýju. © Slóttur tiltölulega óháðir slæmu veðri og óþurrkum. Þrátt fyrir augljósa hagkvæmni verksmiðjunnar getur hún enn bætt á sig verkefnum, en áhugi á þessari þurrkunar- aðferð er sifellt að aukast. Að sögn Stefáns Jasonar- sonar i Vorsabæ hefur slátt- ur verið halinn á fjórum bæj- um i Flóu- Á tilraunabúinu i Laugardælum. ölv isholti i Hraungerðishreppi og tveim bæjum i (iaulverjabæjar- hreppi. Á niraunabúinu var byrjað aó hirða heý i gær. Gott hljoó var einnig i Pálma Eyjóitssyni a Hvols- velli, en þai er grasmjöls- verksmiðja heimamanna tekin til siarfa Pálmi sagði bændur þar um slóðir spa góðum heyskap. enda tið góð, og jiirð var frostlaus i vor. I gær liolsi heyskapur á Héraðiá Egils: taðabúinu, en almennt haia liændur ekki hafið hi'\ i.eji tyrir austan. Yfirleitt er ■.<■; sprottið. þar sem lún huí.v \'■nð friðuð og að sögn Ivitt: uranna hefst heyskapm j.að bil hálf- um mánué: i\n en i meðal- ári.en allt ajnvmur vikum fyrr en siðas*iiðið iir. © Olíuleit 1 lok greinar sinnar segir Július Sólnes: — Að lokum má geta þess, að ekkert er þvi til fyrirstöðu, að ganga einu skrefi lengra og bjóða út alla oliuleit viö Island. Mætti þá hugsa sér, að líkleg oliuleitar- svæði séu skilgreind og skipt nið- ur i reiti. Siðan yrði auglýst upp- boð á leitarheimildum fyrir hvern reit. Engin vinnsluréttindi myndu fylgja slikum heimildum, en skil- yrði um upplýsingaskyldu til is- lenzkra stjórnvalda og eftirlit af okkar hálfu með framkvæmd mælinganna væru sjálfsögð. Þannig gæti okkur hlotnazt mikl- ar tekjur af oliu við Island þótt hún fyndist aldrei. Hér með er skorað á stjórnvöld að láta nú hendur standa fram úr ermum og aðhafast eitthvað i málinu, segir i lok greinar Július- ar Sólness. © Bátar Eyjólfsson. Vöknuðu þeir við vondan draum, en voru fljótir að átta sig. ólafur þaut upp úr lúkarnum og fékk föður sinum bjarghring, og siðan tókst honum að losa björgunarbátinn, sem var á þaki stýrishússins, og koma honum i sjóinn. Feðgarnir fóru þó báöir i sjóinn, þvi að eins og áður segir, leið aðeins örstutt stund frá árekstrinum og þar til vélbátur- inn var sokkinn. Sigurvonin kom með skipbrots- mennina til Isafjarðar i gær- moi-gun og hafa sjópróf þegar farið fram. Vélbáturinn Báran var smið- aður i Hafnarfirðiárið 1958 og var lOlesta trébátur. Feðgunum varð ekki meint af volkinu, en þetta er tilfinnanlegt tjón fyrir þá, þar sem þeir hafa nú misst sumar- vinnuna. Gljúfur- holt brann Gsal -Rvik — A sunnudagsmorg- un kom upp eldur i Gljúfurholti, skammt frá Hvcragcrði. Slökkvi- lið í Hveragerði kom þegar á vett- vang og tókst að ráða niðurlögum eldsins, en miklar skemmdir urðu á húsinu, sem er mjög gamalt timburhús, hæð og kjallari. Ekki var búið i húsinu og mun vera þó nokkuð langt siðan búið var i þvi siðast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.