Tíminn - 23.06.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.06.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. júni 1976 TÍMINN 3 Landbúnaðarráðstefnan á Blönduósi: FRAMLEIÐSLAN SVO TIL STADID í STAD í 15 ÁR M.Ó.-Sveinsstöðum — Fram- lciðsla landbúnaðarvara var litlu meiri hér á landi á sfðasta ári en hún var fyrir 10-15 árum síðan: Nokkrar tilfærslur hafa átt sér stað milli búgreina, en aðalbreyt- ingarnar eru vegna árferöis. Þó hafa afurðir hlunninda aukizt jafnt og þétt og nokkur aukning orðið I framleiðsiu svinakjöts og aiifugla, en hefðbundnar búgrein- ar hafa ekki aukið varanlega vöruframleiðslu sina. Mjólkur- framleiðendum hefur fækkað, en hver einstakur fram leiöandi aukið vörumagn sitt, þó gætti verulegs samdráttar i mjóikur- framleiðslunni siðasttiðið ár. Þessar upplýsingar komu fram i fróðlegu erindi, sem Gunnar Guöbjartsson, formaður Stéttar- sambands bænda flutti á ráð- stefnu um landbúnaðarmál á Blönduósi i fyrradag. Gunnar skýrði frá því, að árið 1960 hefðu verið framleiddar Tilraunahitaveitan I Eyjum — myndin tekin i júlfmánuði í fyrra. Nýja hraunhitaveitan í Eyjum: Vandasamast að hafa stjórn á hitanum ASK-Reykjavík. — A næstu dög- um verða fjölmörg hús, eða 23 talsins, tengd við nýju hraunhita- veituna I Vestmannaeyjum. Þeg- ar hefur sjúkrahúsið verið tengt inná kerfið, en eftir áætlun, sem gerð var af Raunvisindastofnun háskólans og teiknistofu Guð- mundar og Kristjáns, á að hita upp 5% af bænum með hraunhita- veitunni. Af því tekur sjúkrahúsið um 2,3%. t tæpt ár hefur litill hitaskiptir verið i notkun, oghefur hann nægt til að hita uppsexhús en sá, sem verið er að taka i notkun nú, er um 90 hitafermetrar. Það hefúr komið i ljós, að sjálfan hitaskipt- inn þarf ekki að nota enn sem komið er, þvi að rörin, sem frá honum liggja, hitna svo mikið á hrauninu, að aðalvandamálið er að halda hitanum niðri. Telja heimamenn, að sú áætlun, sem gerð var og tók til rúmlega tutt- ugu húsa, sé ónákvæm, mögulegt_ sé að hita upp enn fleiri hús. Ekki er talið heppilegt, að hitinn sé meiri en 75-80 gráður, og til þess að fá það hitastig þarf ekki að hleypa miklu magni af gufu inn á kerf- ið. Þessi hitaskiptir er ein- ungis venjulegir pottofnar, sem Eyjamenn keyptu nýja, en einnig fengu þeir ofna úr gamla sjúkra- húsinu, sem nú þjónar þvi hlut- verki að vera ráðhús. Þeir voru látnir i kistur og gufu hleypt i gegn, en hitinn á henni mælistnú um 180gráður. Til þess að stjórna hitauppstreyminu, var ekið yfir svæðið gjalli,og það siðan þakið með plasti. Þetta var gert einum þrisvar sinnum, en þá var mold Jafnréttismál gegn alþingi: AAunnlegum mál- flutningi lokið gébé Rvik — í gærdag fór fram munnlegur málflutningur í bæj- arþingi Reykjavikur I fyrsta jafn- réttismálinu sem höfðað hefur verið á Islandi. Skýrt hefur verið frá máli þessu I Timanum áður, en það voru fyrrverandi kven- þingritarar alþingis, sem höfðuðu mát gegn þeirri viðulegu stofnun vegna launamisréttis sem þær töldu sig hafa orðið fy rir og kröfð- ust leiðréttingu mála sinna. Lög- menn stefnenda, Gunnlaugur Þórðarson og stefnda, Þorsteinn Geirsson, fluttu málið, en setu- dómari er Már Pétursson og með- dómendur Hákon Guðmundsson og Adda Bára Sigfúsdóttir. Fjöl- menni var viöstatt málflutning- inn í gær og var meirililutinn kvenfólk. Búast má við dómi I máli þessu innan mánaðar. Nokkuð er um liöið siöan fjallað var um mál þetta I Timanum og þvi ekki úr vegi að rifja það litil- lega upp. Þetta er i fyrsta skipti sem mál er höfðað gegn alþingi og um leið er þetta fyrsta jafn- réttismálið sem tekiö er fyrir af dómstólum hér á landi. Forsagan er, að sjö stúlkur sem unnu við vélritun á ræðum þing- manna sem fluttar voru i sölum alþingis, sögðu upp störfum 1974 vegna óánægju, þegar þær kom- ust að þvi, að eini karlmaðurinn sem vann samsvarandi starf, var allt að sex launaflokkum hærri en þær. Var mál formlega höfðað af Gunnlaugi Þórðarsyni fyrir hönd tveggja þingritara, þeirra Ragn- hildar Smith og Guðnýjar Július- dóttur gegn alþingi og fjármála- ráðherra. Um málið var fjallað i jafnlaunaráði á hvorki meira né minna en átta fundum og margir kallaðir fyrir ráðið vegna máls- ins. Mál hinna stúlknanna verða tekin fyrir siðar. Niðurstaða jafnlaunaráðs varð sú, að það taldi það hfutverk dómsstóla að skera úr um það, hvort gengið hafi verið á rétt stefnenda i máli þessu. 1 1. og 2. gr. laga um jafnlaunaráð segir m.a.: Konum og körlum skulu greidd sömu laun fyrir jafnverð- mæt og að öðru leyti sambærileg störf. Atvinnurekendum er ó- heimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði. Lögmaður alþingis i máli þessu er Þorsteinn Geirs- son, en hann kom með frávisun- arkröfu þann 15. desember, sem byggð var á þeirri forsendu að þetta væri kjarasamningamál og heyrði þvi undir félagsdóm. Þann Framhald á bls. 19. jafnað yfir og sáð I grasi, þannig að nú er bletturinn hvanngrænn. Raunvlsindastofnun Háskólans taldi, að hraunhitaveitan gæti á þessum stað örugglega enzt i ein tólf ár, en sumir jarðfræðinga^, hafa talið hitann verða nægan i allt að mannsaldur. Þetta svæði, þar sem núver- andi hitaveitukerfi hefur ver- ið komið fyrir, er ekki talið það bezta, tvö önnur eru talin enn vænlegri til árangurs, en þau eru hins vegar lengra frá bænum. Aftur á móti hefur þetta svæði hitnað siðan það var einangrað eins og áður var greint frá. Það, sem hefur styrkt trú manna á þvi, að hitinn geti enzt lengur en Raunvisindastofnunin vill I bili á- byrgjast, eru hitamælingar, sem gerðar voru úti i Surtsey. fyrir skömmu. Þar kom fram, að enn er góður möguleiki á að fá nægan hita til hraunhitaveitu, enda þótt rúmur áratugur sé liðinn frá gosi. Uppsetmng á hraunhitaveitu er, einsogað likum lætur, tiltölu- lega ódýrt fyrirtæki. Tilrauna- spirallinn kostaði einungis um 60 þúsund, en til uppbyggingar nýja kerfinu lánaði Viðlagasjóður um 20 milljónir. Þess má hinsvegar geta, að hvern mánuð munu eyja- skeggjar nota svipaða upphæð til hitunar húsa sinna. Þar er talið, að það taki milli 5 og 6 ár að greiða niður stofnkostnaðinn, en úr þvi yrði ekki um annað en eðli- legt viðhald að ræða. 105.365 lestir af mjólk i landinu, en á siðasta ári var framleiðslan ekkinema 125.600 lestir. Dilka-og geldfjárkjöt var um 10.000 lestir 1960, en um 12.000 lestir 1973 og 1974, en fór hins vegar upp i 13.000 lestir á sl. hausti. Svínakjöts- framleiðslan hefur aukizt um helming svo og eggjaframleiðsl- an og alifuglaframleiðsla hefur aukizt úr 50 lestum 1960 i 447 lestir á sl. ári. Garð- og gróðurhúsaafurðir hafa hins vegar dregizt saman á þessu fimmtán ára timabili og sömuleiðis hafa afurðir af hross- um minnkað verulega. Astæðurnar fyrir þessu taldi Gunnar einkum vera þrjár. t fyrsta lagi hefði framleiðslan einkum veriöbundin við innlenda markaðsmöguleika, sem hefðu verið og væru mettaðir, en erlent verð fyrir búvöru væri of lágt og útflutningsbætur skornar við nögl og oft fullnýttar. í öðru lagi taldi hann að tak- markað lánsfé og óhagstætt láns- fé i landbúnaði hefði takmarkað framkvæmdir og framleiðslu- aukningu. I þriðja lagi nefndi Gunnar, að erfiðleikar væru á aö fá gott starfsfólk til afleysinga i landbúnaði og það hefði valdið þvi, að allt of mikið vinnuálag væri á veitafólki, sem af þessum sökum, fækkaði með hverju árinu sem liði. Þá kom fram i erindi Gunnars að bændur hafa lagt verulegt fé i aukna ræktun, en afrakstur þessarar auknu ræktunar hefur að stórum hluta farið i bein búf j árræ kta rl önd. Byggingar nýrra útihúsa hafa verið talsverðar, en eru þó ekki mikið umfram eðlilega endurnýj- Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráöherra I ræðustól. un, sem sést á þvi ef meðalaldur útihúsa er skoðaður samkvæmt fasteignamatsskýrslum. Bændur hafa orðið að fjármagna slikar framkvæmdir af 66hundraðshlut- um og hafa oft á tiðum lagt hart að sér að koma þeim fram- kvæmdum áfram. Þær fram- kvæmdir ásamt ræktuninni hafa að verulegu leyti byggzt á vinnu- Framhald á bls. 19. Þéttskipaður fundarsalur á ráðstefnunni. — Ljósmyndir: Unnar Agnarsson. Keflavíkurflugvöllur: Röntgentæki til farangursleitar FB-Reykjavik. Toligæzlan á Keflavikurflugvelli er I þann veg- inn að fá nýtt og fullkotniö tæki til þess að leita að óæskilegum hlut- um i handfarangri farþega, sem um flugvöllinn fara.Er hérum að ræða röntgentæki, sem skilar frá sér mynd af innihaldi hand- farangursins, og sjáist eitthvað Frá réttarhöldunum I bæjarþingi Reykjavikur i gær. Taliö frá vinstri: Gunnlaugur Þóröarson, lögfræöingur stefnenda, viö hliö hans, Ragnhildur Smith, Hákon Guömundsson meödómari, Már Pétursson setudómari og Adda Bára Sigfúsdóttir meödómari. —Timamynd: G.E. athyglisvert á myndinni er hægt að leita nánar i farangri viðkom- andi farþega. Pétur Guðmundsson flug- vallarstjóri á Keflavikurflugvelli skýrði Timanum frá þvi, að tæki eins og það, sem hingað er væntanlegt sé m.a. notað á flug- vellinum i Amsterdam. Þetta er færiband, sem farþegi leggur handfarangur sinn á. Rennur hann siðan inn i röntgenmynda- vél, og skilar hún mynd af inni- haldi farangursins. Farangurinn kemur að þvi búnu út á öðrum stað, þar sem farþeginn er kom- inn eftir að leitað hefur verið á honum með venjulegum málm- leitartækjum, eins og notuð hafa verið að undanförnu i Keflavik. Röntgentækið er mjög nákvæmt og öruggt, og á ekki að vera möguleiki á þvi, að i gegn um það komist neinir þeir hlutir, sem farþegar gætu siðan notað til flugvélarána. Einnig er kostur við þetta tæki, hversu fljótvirkt það er, en það ætti aö vera hægt að leita á milli 600 og 700manns á klukkutima með tækinu. Er þaö mun fljótvirkari aðferð, en hand- leitaraðferðin, sem heldur getur aldrei verið fullkomlega örugg. Röntgenleitartækið er nú á leið til landsins með skipi og veröur fljótlega tekið i notkun á Kefla- vikurflugvelli. Það er af Philips-gerð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.