Tíminn - 23.06.1976, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. júni 1976
TÍMINN
5
Hvers vegna mis-
tekst svomörgum?
t blaðinu Degi á Akureyri
birtist nýlega þörf hugvekja i
leiðara. Þar segir:
,,A siðustu uppgangstfmum
sálfræðinnar vefst það þö
meira fyrir mönnum en
nokkru sinni fyrr, að skil-
greina andlega heilbrigði
manna og þvi er jafnvel haldið
fram, að hún sé naumast til, ef
grannt sé skoðað. Það má þó
með sanni segja, að andleg
heilbrigði felist m.a. i þvf, að
takast á herðar skyldur. t öðru
lagi að þýðast samstarf eða
hafa hæfileika til samvinnu,
og i þriðja lagi að leysa verk
sin af hendi eftir beztu getu.
Allt eru þetta aðaismerki sér-
hvers borgara, en óheilum
mönnum mistekst venjulega i
þessum atriðum öllum.
En hvers vegna mistekst
svo mörgum? Heimilum og
skólum mun með réttu um
kennt. Fyrir þéttbýlisbörn
getur ekkert jafnazt á við þá
aðstöðu dreifbýlis, að börn
fylgi foreldrum úti og inni i
daglegri önn, þrátt fyrir dag-
heimilin, leikvellina og allar
gervimæðurnar.”
Eflir þekkingu,
en ekki manngildi
Þá segir blaðið:
,,t skólunum leggja kennar-
ar megináherzlu á þekking-
una, minnisatriðin um dauða
eða sögulega hluti, en ganga
fram hjá Ufinu sjálfu. Há-
skólakennarar segja t.d., að
það sé i sinum verkahring að
veita fræðslu og efla þekkingu
nemenda sinna, en ekki mann-
gildi. Þetta er döpur stað-
reynd, þvi manngildið á auð-
vitað að vera aðalatriðið.
t stað yfirþyrmandi magns
minnisatriða og bókstafs-
stagls ættu kennarar allra
skóla, hverju nafni sem nefn-
ast, að kenna nemendum sin-
um orðheldni, heiðarleika I
viðskiptum og trúmennsku i
starfí. Nemendur þurfa einnig
að læra það, að mæta and-
streymi með stillingu, óheppni
með hugrekki og hvernig á að
snúast við freistingum, sem
allirstanda frammifyrir, fyrr
eða siðar, þar sem ekki verður
komist hjá að velja og hafna.
Afbrýði, reiöi og ótti eru til-
finningar, sem allir þekkja.
Hvar eiga nemendur að læra
að mæta öllu þessu — lifinu
sjálfu, læra að þekkja undir-
stöðuatriði tilfinningalifsins?”
Nýtt gildismat
Loks segirDagur:
„Hvað gera heimili og skól-
ar til að glæða vinnugleöi
barna og unglinga? Hver
kennir þeim að komast af við
náungann? Hver kennir þeim,
að það er ein mesta hamingja
að rétta hjálparhönd, bæði i
bókstaflegri merkingu og með
vinsemd og uppörvun? Vister,
að bæði heimili og skólar vilja
leggja sig fram i uppeldis- og
fræðslustarfi. Þó er siðferöileg
upplausn ört vaxandi I þjóðfé
laginu og þúsundir karla og
kvenna, sem ekki þola mót-
gang lifsins og farast. Nýir
skólar og ný fræðslulög bæta
þar ekki úr skák, heldur nýtt
gildismat uppeldis og
fræðslu.” —a.þ.
Akranes:
Flutt í 18 íbúða fjölbýlishús
— annað jafnstórt í smíðum
GB-Akranesi. Flutt var á laugar-
daginn inn i 18 ibúöa fjölhýlishús
við Skarðsbraut á Akranesi. Það
er trésmiðjan Akur hf. sem byggt
hefur þetta fjölbýlishús, og er
þetta fimmta fjölbýlishúsiö á
Akranesi, sem fyrirtækið reisir
með samtals 66 ibúðum. ibúöirn-
ar eru tveggja, þriggja og fjög-
urra herbergja, og hafa þær allar
veriö afhentar fullfrágengnar ut-
an og innan.
1 ibúðunum eru islenzk teppi á
gólfum, eldhús fullbúið tækjum,
svo og vandað bað með öllu til-
heyrandi. 1 kjallara eru tvö
þvottahús með tilheyrandi bún-
aði, þvottavélum, þurrkurum og
fleiru. Stór lóð, að öllu frágengin
og girt, fylgir, og einnig bilastæði.
Verð á ibúðunum er sem hér
segir: Fjögurra herbergja ibúðir,
113 fermetrar, kosta 6,6 milljónir
króna. Þriggja herbergja 95 fer-
metra ibúðir, kosta 5,5 milljónir,
en tveggja herbergja ibúðir 57
fermetrar, kosta 3,7 milljónir.
Öllum ibúðunum fylgja
geymslur i kjallara. Mikið er
sótzt eftir þessum ibúðum, sem
þykja bæði sérlega vandaðar og
öllu vel fyrir komið i þeim, auk
þess sem þær eru ódýrar eftir þvi
sem nú er um að ræða.
Hafin er bygging 18 sams konar
ibúða, og á sú bygging að verða
tilbúin um næsta ár. Eru flestar
ibúðir i þvi fjölbýlishúsi þegar
seldar.
Framkvæmdastjórar Akurs hf.
eru Stefán Teitsson og Gisli Sig-
urðsson.
AAikil eftirspurn
eftir perlusteini
tekur 3-5 ár að koma á laggirnar
stórri verksmiðju og kostnaður
áætlaður 1 1-1200 milljónir
—hs-Rvik. „Mjög margir er-
lendir aðilar hafa beðið um
stórar og smáar prufusend-
ingar af bæði þöndum og ó-
þöndum perlusteini og fram-
leiðslan i tilraunaverksmiðj-
unni hefur gengið mjög þokka-
lega,” sagði Guðmundur Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Sementsverksmiöjunnar á
Akranesi, er hann var inntur
eftir þvi hvernig miðaði I þeim
málum, en tilraunaverksmiðj-
an er rekin i tengslum við
Sementsverksmiðjuna.
Perlusteinn er notaöur i
byggingariðnaðinum og hefúr
mikið einangrunargildi. Hann
er bæði notaður sem laus ein-
angrun og er einnig settur i
múrhúð. Guðmundur sagöi að
ennfremur mætti nota hann
við landbúnaö og garðrækt og
hafi hann reynzt vel á þvi
sviði. Hægt væri að nota hann
við sútun á skinnum, til að af-
hita þau, — hægt væri að nota
hann til að hreinsa með oliu-
mengun úr vatni, með þvf að
setja i hann vatnsfráhrindandi
efni, og framleiða mætti úr
honum svokallaðan siuperlu-
stein, sem væri mjög verð-
mikill og notaður i ýmsum
efnaiðnaði. Hugmyndin er að
flytja perlusteininn út, en
vegna hins mikla rúmtaks,
hans, þegar búið er aö þenja
hann, yrði hann i flestum til-
fellum fluttur út óþaninn.
Guðmundur sagöi það sina
skoðun, að reyna ætti að ná
eignaraðild aö þensluverk-
smiðjum erlendis, þá einkum
á Noröurlöndum, i samvinnu
viö þarlenda.
Ætlunin er, að reisa hér
stóra verksmiðju til þurrkun-
ar, mölunar og flokkunar á
perlusteini og liklegasta stað-
setning slikrar verksmiðju er
nálægt Grundartanga, að sögn
Guðmundar. Þá mætti notast
viö tilvonandi Grundartanga-
höfn, flytja perlusteininn út
með skipunum, sem flyttu
hingað hráefni fyrir járn-
blendiverksmiðjuna, en aníT
ars færu tók til baka, og auk
þess mætti nýta hitann, sem
myndast við járnblendifram-
leiðsluna, til þurrkunar á
perlusteininum. Hann sagöi að
við ættum gifurlegt magn af
hráefni, a.m.k. 30 milljón
tonn, en hins vegar væri dýrt
að leggja veg að Prestahnjúki,
þar sem perlusteininn er að
finna.
1 áætlun, sem kemur siðar i
sumar, er gert ráð fyrir, að
undirbúningsíramkvæmdir
stórrar verksmiðju taki 3-5 ár
og kostnaður við hana nemi
1100-1200 milljónum, miðað
við 100 þúsund tonna útflutn-
ing á ári.
Fyrsta sólóplata
Sigrúnar
Harðardóttur
komin út
Gsal-Rvik — Hljómplötuútgáfan
Júdas hefúr sent á markaöinn
fyrstu sólóplötu söngkonunnar
Sigrúnar Haröardóttur og ber
platan nafnið ,,Shadow Lady”
eftir einu lagi plötunnar. Sigrún,
sem er bóndakona af Vestfjörð-
um, hefur samið öll lög og texta
plötunnar sjálf, en varðandi
hljóðfæraleik nýtur hún aðstoðar
ýmissra þekktra popplista-
manna, s.s. Magnúsar Kjartans-
sonar, Vignis Hermanns, Finn-
boga Kjartanssonar, Hrólfs
Gunnarssonar og Gunnars Þórð-
arsonar, svo einhverjir séu
nefndir.
A plötu Sigrúnar eru ellefu lög.
Öryggismál
sjómanna á
N-AustuHandi
gagnrýnd
JK-Egilsstöðum. Um siðastliðna
helgi héldu fulltrúar slysavarna-
deilda og björgunarsveita á
Austurlandi fund á Egilsstöðum.
Fundurinn samþykkti að beina
þvi til Póst- og simamálastjórn-
arinnar að án tafar yrði komið á
fjarskiptaþjónustu fyrir skip;sem
eru á hafsvæðinu fyrir Norðaust-
urlandi.
Fundurinn taldi þetta mjög
brýnt 'vegna öryggis sjómanna,
sem sækja á þau mið sem þar eru,
því það hefði komið i ljós að skip
og bátar á þessu hafsvæði væru
algjörlega sambandslaus við
land. Fundurinn benti á til úrbóta
að koma upp örbylgjustöð á
Gagnheiði til reynslu. Einnig var
gerð tillaga um talstöð fyrir skip
og báta á tiðnisviðinu 2182. Taldi
fundurinn að hægt væri að setja
þá stöð niður á norðurbrún Fjarð-
arheiðar.
Hreint k
^land I
fagurt I
iand 1
LANDVERWD
^Hljómplata ársins!
Verstaf
Loksins, eftir alla þessa bið,
hafa drengirnir gert nýja
plötu, sennilega þá beztu
sem þeir hafa látið frá
sér fara.
Hlustið á þá syngja um
Óla Jó, Týnda manninn,
Kvennaskólapíuna og
9 aðra afbragðssöngva
FÁLKIN N