Tíminn - 23.06.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.06.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN MiOvikudagur 23. júni 1976 MiOvikudagur 23. júni 1976 TÍMINN 11 Súlmundur Einarsson heldur hér á fyrsta kópnum sem leiOangrinum tókst aö handsama. Heldur er hann frýnilegur, enda búinn aO velta sér upp úr sandinum. Hafrannsóknastofnunin hefur nýlega tekiö upp þá nýjung, aö merkja kópa og hafa tvær feröir veriö farnar austur aö Markar- fljóti i vor i þessu skyni. Mjög erfitt er aö ná kópunum, þvi aö þeir eru geysilega styggir. BæOi var reynt aö háfa þá á sundi, reka þá upp á sandeyrar eöa þá aö læöast aöþeim, þar sem þeir lágu og flatmöguöu i flæöarmálinu. t þessum tveim feröum tókst aö merkja tiu kópa, og kvaöst Sól- mundur Einarsson, fiski- fræöingur, sem var leiöangurs- stjóri, ánægöur meö þann árangur. Þetta er i fyrsta skipti sem kópar eru merktir, en tiltölu- lega lltiö er vitaO um göngu þeirra. Blaöamanni Timans var boöiö 1 seinni leiöangurinn austur aö Markarfljóti og segir I grein þessari frá honum. Rannsóknir á selstofn- inum hér við land Aö sögn Sólmundar Einarssonar, hófst samstarf Haf- rannsóknarstofnunar og Rann- sóknastofnunar fiskiönaöarins snemma árs 1973, til aö gera úttekt á selastofninum viö tsland. Verkaskiptingin milli þessara tveggja stofnana, hefur veriö fólgin I þvi, aö Rannsókna - stofnun fiskiönaöarins hefur tekiö að sér rannsóknir á selastofn- inum meö tilliti til útbreiöslu og sýkingar af völdum hringorms og um fæðuval sela. Jón Björn Pálsson liffræöingur hefur aö mestu haft þær rannsóknir meö höndum. I þvi skyni hafa selir verið veiddir og magainnihald þeirra kannað. Hafrannsóknastofnunin hefur aftur á móti haft meö liffræöi- legar athuganir aö gera, sem Sól- mundur Einarsson hefur haft meö höndum, en þar eru kyn- ferðis- og aldursgreiningar stór þáttur. Samstarf þetta hefur haldizt óbreytt þangað til nú, aö ákveöiö var aö færa út kviarnar og merkja selina, og einnig er ákveöiö aö telja þá — bæöi úr lofti og af landi. Viö höfum stuözt viö útflutningsskýrslur Sambandsins og fleiri, um sölu á kópaskinnum, en þau eru aöallega flutt til Svíþjóöar og Þýzkalands, sagöi Sólmundur. Þessar skýrslur eru þaö eina sem viö höfum haldfast. A þeim má sjá, aö 5.534 kópaskinn af landsel voru flutt út áriö 1974, en voru 6.040 áriö 1975. Undan- farin ár hefur þessi tala veriö frá 5 til 6 þúsund, en nú viröist vera um greinilega aukningu stofnsins aö ræða. Arið 1974 voru teknir 406 haustútselskópar , en þeir eru veiddir á timabilinu frá þvi i ágúst og fram i desember. Ariö 1975 var talan hins vegar aöeins 73, en þar ber aö gæta, aö öll skinn eru ekki komin til sölu svo og aö greinilegt veröfall hefur veriö á útselsskinnum, og er ekki sótzt eins mikiö eftir þeim og landsels- skinnum. Talning selastofnsins mun fara fram i júli og ágúst, en þá er hann I hárlosi og fer þá slður i sjóinn. Afram mun einnig áætlaö aö merkja selina, og veröur útselur merktur I haust og er hann mun auðveldari viöureignar en land- selskóparnir, þvi að fyrstu vikuna fara útselskóparnir ekki i sjóinn og þvi er hægt aö ganga aö þeim Leiðangurinn til að merkja kópa Sólmundur Einarsson fiski- fræðingur var leiöangursstjóri feröarinnar, sem farin var 14. júni s.l. Auk þess voru einnig meö Farkostir leiöangursmanna Hafrannsóknastofnunar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaöarins, jeppinn og gúmmibáturinn. I feröinni Jón Björn Pálsson líf- fræöingur og Björn Steinarsson liffræöinemi, báöir frá Rann- sóknastofnun fiskiönaöarins og Ölafur ólafsson, vélstjóri, starfs- maður Hafrannsóknastofnunar. Jón Einarsson, bóndi á Bakka, slóst einnig i förina, og svo aö siöustu blaöamaöur Timans. — Það hefur lengi veriö áhuga- efni okkar að fylgjast betur meö ferðum landselsins, sagði Sól- mundur, en þaö er i fyrsta skipti i vor, sem af þvi veröur aö viö merkjum kópa. Við vitum tiltölu- lega lítiö um ferðir selsins, en eina leiöin til að kynnast þeim nánar er aö merkja kópana og fylgjast siöan vel meö þvi hvar og hvenær þeir veiðast. Mikið er af landsel I ósum Markarfljóts á kæpitimanum, sem er frá um 20. mai fram I júni- mánuö. Sá leiðangur, sem hér veröur sagt frá, var annar i rööinni og sá síöasti I vor. Fariö var meö giímmibjörgunarbát meö utanborösmótor um ósa Markarfljóts, en báturinn var festur á tengivagn viö jeppa á leiöinni austur frá Reykjavik. Ýmsar tafir á ferðinni austur uröu þess valdandi aö ekki var komiö aö Markarfljóti fyrr en undir kvöld. Eins og fyrr segir slóst Jón bóndi á Bakka I Austur- Landeyjarhreppi I förina, en hann er gjörkunnugur fljótinu og öllu umhverfi þess. Texti og myndir: Guðný Bergsdóttir Hann var feginn frelsinu kópurinn, sem hér er varpað út I vatnið eftir mælingar og merkingu leiðangurs manna. y ■ ■*«***"& . - ■ Gúmmibáturinn settur á flot. Eins og sjá má var straumurinn viðasthvar mjög mikill. Hvað eftir annað þurfti að draga bátinn yfir grynningarnar I ósum Markarfljóts og kom sér þá vel að vera vel útbúinn I vöðlum. Markarfljót Það er ekki úr vegi að segja litillega frá Markarfljóti áöur en lengra er haldið. Markarfljót er jökulvatn, sem á meginupptök sin i Mýrdalsjökli, aö nokkru einnig úr Eyjafjallajökli, en lengsta upptakakvislin er úr Reykjadöl- um vestan Torfajökuls. Markarfljót er stórfljót eftir aö niöur I byggö er komiö og flytur fram möl og grjót vegna straum- hörku sinnar. Ain hefur flæmzt sitt á hvaö um sanda og flatlendi og löngum valdiö ■stórfelldum spjöllum á nytjalandi. Markar- fljóter 100 km á lengd frá upptök- um til ósa og vatnasviö þess um 1070 ferkm. Aöur fyrr töldu menn sig sjá skrimsli i Markarfljóti. Til er sú saga, aö maður nokkur taldi sig hafa séö skyndilega stórar gusur og boðaföll 1 ánni, en rétt á eftir gægöust þrir eöa fjórir svartir hausar þegjandi og hljóölaust upp úr vatnsskorpunni. Ferliki þetta var á aö gizka 12-15 metra langt. Fjöldi manns taldi sig hafa séö skrimslið I ánni. Samkvæmt þjóösögn er skrimsl- iö þannig til komið, að bóndi nokkur tók gamla, herta skötu úr hjalli sinum og henti i Þverá til aö verja Fljótshliöinga ágangi jökulvatna og þá fyrst og fremst Markarfljóts, sem féll oft og tiö- um I Þverá og olli þá hinum verstu spjöllum á Fljótshliöar- jöröum. Skatan lifnaöi viö og varö aö skrimsli, enda hefur oft „skriplað aö á skötu” þegar menn riöu Markarfljót eöa Þverá. t leiöangri Hafrannsóknastofn- unar á dögunum uröu feröalangar hins vegar ekki varir viö neitt skrimsli, enda var ekkert fariö upp meö fljótinu, en eingöngu siglt fram og aftur um ósana. Erfitt að fanga kópa Eftir aö gúmmibáturinn haföi veriö settur á flot i ósum Markar- fljóts leiöangursmenn klætt sig vöölum og gúmmistigvélum, var haldiö af staö. Þegar varö vart viö stóra hópa af selum, sem lágu og flatmöguöu á eyrunum 1 ósun- um. Strax og báturinn nálgaðist styggöust . þeir og sentust út I vatniö. Þaö er ótrúlegt hvaö þessi stóru dýr eru fljót að hreyfa sig á söndunum. Þarna voru urtur I tugatali meö kópa sina, en kóp- arnir veröa tiltölulega fjótt sjálf- bjarga I vatninu og ótrúlega þolnir, en þvi áttu leiðangurs- menn svo sannarlega eftir aö komast aö raun um, þegar elting- arleikurinn byrjaöi. Mjög fjótlega tókst aö nálgast kóp, sem var einn sér á sandeyri og tókst að háfa hann I stóran háf, sem haföur var meöferöis. Kóp- urinn hvæsti og urraöi og var hinn versti viðureignar, en varö aö láta i minni pokann. Hann var veginn og lengd hans mæld, og var talinn vera tæplega tveggja vikna gamall. Siöan var hann merktur merki Hafrannsókna- stofnunar i annan afturhreifann og honum sleppt. Var hann frels- inu harla feginn og synti sem ör- skot i burtu. Leiö nú nokkur timi aö siglt var fram og aftur um fjótiö, án þess aö tækist aö ná i fleiri kópa. Þá sáust skyndilega tveir kópar, sem lágu á sandeyri, og tók þá Jón bóndi undir sig stökk, hljóp meö gusugangi miklum aö kópunum og náöi I afturhreyfa þeirra beggja áöur en þeim tókst aö komast á nokkuö dýpi. Erfitt var aö festa hendur á þeim, en aö lok- um tókst einnig aö mæla þá I bak og fyrir og merkja. Nú var siglt I nokkra klukku- tima fram og aftur, kópar eltir, en allt án árangurs. Báturinn var þá tekinn upp og fluttur á vagni austur i ósana og settur út aftur. Þar var sömu sögu aö segja, siglt var um, fullt af kópum allt i kring um bátinn, en ekki tókst aö fanga einn einasta, þótt oft munaöi ekki nema hársbreidd. Kóparnir stungu hausnum upp viö hliðina á bátnum, horföu á leiðangursmenn sinum fallegu augum meö spurn og forvitni i augnaráöinu. Svo geltu þeir einu sinni eöa svo, en voru horfnir áö- ur en tókst aö beita háfnum. Þaö virtist sem þeir væru aö gera grin aö leiöangursmönnum, sem þó gátu ekki annaö en dáöst aö þeim. Kóparnir voru flestir aðeins eins til tveggja vikna gamlir, en þeir voru ótrúlega þolnir I þessum elt- ingarleik. Stundum voru þeir tveir og tveir saman og þegar þeir tóku að þreytast skriöu þeir til skiptis upp á bakiö hvor á öör- um til aö hvila sig. En þannig gera þeir viö urtuna þegar þeir eru minnstir. Stundum komu urt- urnar einnig og kölluöu á kópa sina og björguðu þeirn I burtu frá mönnunum. En forvitnir eru kóparnir meöaf- brigöum og talið er aö sérstak- lega veki rauöi liturinn áhuga þeirra, en leiðangursmenn voru allir klæddir i rauö björgunar- vesti. Oft þegar búiö var aö elta 2- 3 kópa i langan tima, og gefizt haföi veriö upp á eltingarleikn- um, þá snerist dæmiö viö og kóp- arnir eltu bátinn. Seint um kvöldiö var báturinn dreginn á land, og ákveðið aö hætta við að reyna aö ná fleiri kópum. 1 staö þess var haldiö á jeppanum suöur Krossasand, allt suður aö Affalli og skyggnzt um eftir selum. Nokkrir hópar sáust, en aöeins tókst aö nálgast einn þeirra. A einni sandeyrinni fannst litill kópur sem urtan haföi yfirgefiö. Undanvillingar, eru þeir kallaöir. Heldur var hann horaður og ræfilslegur og vældi eins og unga- barn þegar hann var tekinn upp. Á söndunum viö ósa Markarfljóts var þetta sandlóu-hreiöur, en sandlóan haföi búiö snyrtilega um eggin sin isjóreknum netahring. Akvebiö var aö taka hann meö til Reykjavikur og koma honum fyr- ir i Sædýrasafninu. Virtist honum liða ágætlega i jeppanum á leið- inni I bæinn. Um klukan 2 um nóttina var komiö þar aö, þar sem yfir þrjátiu fullorðnir selir, ásamt mörgum kópum, lágu i fjöruborð- inu og flatmöguöu. Leiöangurs- menn læddust hljóðlega aö þeim, siöasta spölinn á fjórum fótum. Allt I einu stukku þeir upp og hlupu allt hvaö af tók I átt aö sel- unum. Hófust þá læti mikil og buslugangur þegar selirnir styggöust og æddu i átt til sjávar. Með snarræöi tókst þó þeim Jóni Birniog Birniaöná tveim kópum, sem þeir drógu á afturhreifunum upp fjöruna. Þeir voru nokkuö stórir og fokreiðir yfir þessari meðferð. Reyndist þaö fullerfitt aö festa á þá bandiö, sem nauö- synlegt var þó, til að geta vegiö þá. Reyndust þeir vera brimill og urta, 22 og 24 kg og tæplega metri á lengd hvor. Voru þeir siöan merktir og þeim sleppt. — Þrátt fyrir itrekaöar tilraunir tókst leiöángursmönnum ekki aö ná fleiri kópum, og um klukan hálf fjögur um nóttina var ákveðið aö nóg væri komiö og haldiö heim á leiö, en þá var sólin aö koma upp. —gébé-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.