Tíminn - 23.06.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 23. júnl 1976
TÍMÍNN
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i
Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaöaprent h.f.
J. Sjersjnev:
Þreföld aukning
á fimm árum
Ádeilur á löggæzluna
Siðustu mánuði hefur oft mátt lesa i blöðum
þungar ádeilur á dómsmálastjórnina og ástand
löggæzlumála i landinu. Slikt þarf ekki að koma á
óvart, þegar um æsifréttablöð er að ræða. Hins
vegar koma á óvart ýmis ummæli, sem hafa fall-
ið um þessi mál i málgögnum Sjálfstæðisflokks-
ins. Einkum lætur það illa i eyra, þegar þessi
málgögn eru að kasta hnútum að núverandi
dómsmálaráðherra og reyna að færa á reikning
hans allt það, sem miður kann að fara.
Ólafur Jóhannesson tók við stjórn dómsmál-
anna fyrir réttum fimm árum. Siðustu 25 árin á
undan eða frá þvi i ársbyrjun 1947 og þangað til i
júli 1971 hafði yfirstjórn dómsmálanna verið í
höndum Sjálfstæðismanna, að rúmum þremur
árum undanskildum (1956-1959). Það er á þessum
tima, sem núverandi skipan löggæzlumála hefur
að miklu ley ti myndast, þótt hún byggist annars á
gömlum merg.
Það má vel skilja á þeim, sem nú deila á dóms-
málaráðherra, að hann hafi tekið hér við ófull-
komri skipan löggæzlumálanna og hafi þvi strax
átt að hefjast handa um stórbreytingar og mikla
útþenslu löggæzlunnar. Þessu er þvi svarað, að
Ólafur Jóhannesson hófst skjótt handa um endur-
skoðun og breytingar og fól það verkefni fróðustu
mönnum. Árangurinn af starfi þeirra kom i Ijós á
siðasta þingi, þegar dómsmálaráðherra lagði
fram frumvörp um eflingu rannsóknarlögregl-
unnar og nýskipan dómstólakerfisins. Þvi miður
náðu þau mál ekki framgangi i siðasta þingi og
verður dómsmálaráðherra ekki kennt um. Þá
hafði ráðherrann áður beitt sér fyrir þvi, að kom-
ið var á fót sérstökum dómstóli til að fjalla um
fikniefnamál. Framlög til framkvæmda á sviði
löggæzlumála hafa stóraukizt i dómsmálaráð-
herratið Ólafs Jóhannessonar, en vegna útfærslu
fiskveiðilögsögunnar hefur mestur hluti þess
runnið til að efla landhelgisgæzluna. Það hefur
dregið úr framkvæmdum á öðrum sviðum.
Þótt mörgu væri ábótavant um það löggæzlu-
kerfi, sem Ólafur Jóhannesson tók við fyrir fimm
árum, væri ósanngjarnt að fella þann dóm, að
löggæzla sé lakari hér en i öðrum löndum og þvi
þurfi að kalla til erlenda sérfræðinga, ef vanda
ber að höndum. Margir af löggæzlumönnum okk-
ar eru ágætlega færir og þekkja betur en útlend-
ingar til islenzkra staðhátta, jafnframt þvi, sem
þeir hafa kynnt sér starfshætti erlendis. Það er
lika mikill misskilningur, að öll sakamál séu upp-
lýst erlendis. Tvimælalaust eru hlutfallslega
fleiri sakamál óupplýst þar en hér. Þótt rannsókn
ýmissa umfangsmikilla fjársvikamála gangi oft
hægthér, gerist það ekki siður erlendis, og er þar
skemmst að minna á Glistrupmálið danska. Lög-
gæzlumenn okkar vinna vafalitið flestir gott starf
og eru borgurunum þvi betri hlif en þeir gera sér
yfirleitt ljóst. En þeir auglýsa ekki störf sin og
árangur þeirra á gatnamótum. Það eru yfirleitt
ekki beztu embættismennirnir, sem auglýsa
ágæti sitt.
En það breytir ekki þessu, að löggæzlukerfið,
sem Ólafur Jóhannesson tók við 1971, þarfnast
endurbóta og eflingar. Það er keppikefli trausts
þjóðfélags, að löggæzlan sé i góðu lagi og njóti
beztu starfsskilyrða. Það er jafnframt mikilvægt,
að almenningur sýni henni skilning og meti störf
hennar og láti ekki stjórnast af sleggjudómum
um hana.
Þ.Þ,
Verzlun Rússa við vestrænar þjóðir eykst stöðugt
Höfundur þessarar
greinar, J.Sjersjnev.er vara-
formaöur þeirrar stofnunar
Sovétrikjanna, sem annast
sérstaklega rannsóknir á
bandariskum málefnum.
Greinin er skrifuö fyrir APN
og hefur skrifstofa hennar
hér séö um þýöingu. Greinin
er m.a. athyglisverö fyrir þá
sök, aö hún sýnir mikinn
áhuga Rússa á auknum
viöskiptum viö vestræn riki,
enda er hún vafalaust hag-
kvæm efnahagslegri þróun
Sovétrikjanna.
JÁKVÆÐAR breytingar á
ástandi alþjóöamála á þessum
áratug hafa skapað ný viöhorf
til nýtingar kosta alþjóðlegrar
verkaskiptingar. A timabili
niundu fimm ára áætlunarinn-
ar 1971-1975 settu Sovétrikin
sér það verkefni að marka
nýja afstöðu til þróunar vis-
inda-, tækni- og efnahags-
tengsla við önnur riki og að
fara að byggja þau upp i sam-
ræmi við rikjandi ástand al-
þjóðamála.
Árangur af framkvæmd
þessarar áætlunar hefur, eins
og bent var á á 25. flokksþingi
KFS, staðfest réttmæti þess-
arar stefnu. Utanrikisvið-
skipti Sovétrfkjanna 1971-1975
tvöfölduðust borið saman við
timabil næstu fimm ára áætl-
unar á undan og komust upp I
67 þúsund milljónir dollara
árið 1975. Hefur aukningin
milli áætlunartimabila aldrei
verið meiri. Mikilvægt er og,
að samfara mikilli aukningu
heildarviðskipta hefur þýðing
erlendra efnahagstengsla
fyrir sovézkt efnahagslif
aukizt mjög. Arið 1970 nam
utanrikis verzlun Sovét-
rlkjanna 7.6% þjóðarteknanna
en 14% árið 1975.
Þróun sovézkra efnahags-
tengsla siðustu ár er þeim
mun athyglisverðari, þar sem
hún gerist á tlmum almennra
erfiðleika i alþjóðaviöskipt-
um. 1975 minnkaði heildar-
magn alþjóðaviðskipta veru-
lega ifyrsta sinn i þrjá áratugi
vegna kreppu i auðvaldslönd-
unum. A sama tima jukust
heildar utanrikisviðskipti
Sovétrikjanna um 28%. Varð
aukning á efnahagssam-
skipturn við öll lönd sem sýndu
samstarfsvilja.
Sameiginlegir hagsmunir
sósialiskurikjannaog skipuleg
og visindaleg efnahagssam-
hæfing þeirra skapar sérlega
vitt svið gagnkvæmrar sam-
vinnu. Eru yfir 55% af utan-
rikisviðskiptum Sovétrikj-
anna við sósialisku ríkin. En
auövaldsriki, sem æskja sam-
vinnu á grundvelli gagn-
kvæms hagnaðar, hafa einnig
mikla möguieira. 1 þessu sam-
bandi er aukning viðskipta
Sovétrikjanna við iðnþróuð
vestræn riki sérstaklega at-
hyglisverð. 1971-1975 þreföld-
uðust viðskipti Sovétrikjanna
viö þessi lönd og komust upp I
samtals 63.000 miljónir
dollara.
VIÐ UPPHAF 9. fimm ára
áætlunarinnar námu viðskipt-
in við þróuð auðvaldsriki 22%
af utanrikisviðskiptum Sovét-
rikjanna en voru komin upp i
31% árið 1974. Breytingin á
viðskiptum okkar við Banda-
rikin var sérstaklega mikil.
Var heildarmagn
sovézk-bandariskrar verzlun-
ar á árunum 1971-1975 áttfalt
meira en næsta fimm ára
timabil á undan. Þessi aukn-
Bréznjev og Kissinger
ing er tvimælalaust ákaflega
mikilvæg vlsbending um breytt
ástand. Þótt viðskipti land-
anna hafi verið lítil við upphaf
þessa samanburðar, sýnir
hann hve möguleikarnir eru
gifurlegir á þessu sviði.
Heildarviðskipti Sovét-
rikjanna og Bandarikjanna
árið 1975 námu 2000 milljónum
dollara, þ.e. þau eru enn frem-
ur litil og sýna ekki hve mögu-
leikarnir eru miklir fyrir báða
aðila. Það, að Bandarlkjaþing
skyldi viðhalda ýmsum mis-
mununarákvæðum i banda-
riskum lögum, var ekki aðeins
pólitlsk feilnóta heldur bakaði
það sovézk-bandariskum
samskiptum raunverulegt
tjón. Að dómi bandariskra
hagfræðinga nam það á árinu
1975 einu saman 1600 milljön-
um dollara i formi glataðra
viðskipta fyrir bandarisk
fyrirtæki.
Það er ekki að furða þótt
samtök bandariskra iðnfram-
leiðenda, sem telja innan
sinna vébanda yfir 1300 fyrir-
tæki, skyldu senda þinginu I
april sl. kröfu um að skjótt
yrði bundinn endi á þessar
eftirhreytur kalda striösins.
Sagði William Standart i bréfi
til bandariskra þingmanna, að
núverandi stefna Banda-
rikjanna stuölaði aðeins að
meiri aukningu sovézkra við-
skipta við önnur lönd og hefði
það i för með sér, að banda-
risk fyrirtæki misstu af mögu-
legum útflutningi sem næmi
alitað 6000 milljónum dollara,
sem hefði þýtt atvinnu til
handa yfir 240 þúsund at-
vinnuleysingjum i Bandarikj-
unum.
Eins og kunnugt er hefur
megináherzlan i samskiptum
sósialisku landanna innbyrðis
um alllangt skeið verið lögð á
visinda-,tækni-,iðnaðar- og
efnahagssamvinnu þeirra og á
samræmingu efnahagsáætl-
ana þeirra. A auðvaldsmark-
aðnum hefur langmest aukn-
ingin orðið á verzlunarvið-
skiptum. Hvað varðar sam-
skipti landa með ólikt
þjóðskipulag, þá hefur hið
hefðbundna form þeirra,
verzlunarviðskipti, verið
rikjandi fram til þessa. Siö-
ustu ár hefur þó gætt til-
hneigingar til að hagnýta
virkara form samvinnu.
ÞAÐ ER orðið brýnt verk-
efni að skapa fyrirmyndir
nýrra samstarfshátta: Sam-
eiginlegrar framleiðslu á vör-
um til að fullnægja markaðs-
þörfum aðildarlanda, sam-
eiginlegra aðgerða á mörkuð-
um i öðrum löndum og fram-
kvæmd sameiginlegra áætl-
ana um nýtingu náttúruauð-
linda, o.s.frv. Afstaðan til um-
ræðna um önnur vandamál
hefur og breytzt. Til skamms
tima var einkum rætt um hvað
Sovétrikin gætu látið mörk-
uðum vestrænna landa i té. Nú
hafa fjölmargar sovézkar
framleiðsluvörur rutt sér til
rúms á vestrænum markaði
og slflcar umræður tilheyra þvi
fortiöinni, eins og bandariska
timaritið US News World
Report sagði nýverið. Tugir
vestrænna fyrirtækja hafa
þegar opnað skrifstofur i
Sovétrikjunum, eiga samstarf
við sovézk fyrirtæki og lita
bjartsýnum augum á fram-
tiðarhorfurnar.
Sl. fimm ár hafa afsannað
þá sögu, að Sovétrikin hefðu
aðeins áhuga á innflutningi
véla og tækja til þungaiðnað-
arins, og aðlitil eða meðalstór
fyrirtæki á sviði neyzluvöru-
framleiðslu og þjónustu gætu
varla vænzt þess að koma vör-
um sinum á sovézkan markaö.
Það er rétt, að áður voru sllk-
ar vörur óverulegur hluti
sovézkra viðskipta. En
1971-1975 voru 40% af heildar-
innflutningi Sovétrikjanna
neyzluvörur og hráefni til
neyzluvöruframleiðslu.
25. flokksþing KFS sam-
þykkti viðtæka áætlun um
efnahagsþróun Sovétrikjanna
1976-1980. Hún gerir ráð fyrir
áframhaldandi aukningu á
þátttöku Sovétrikjanna i al-
þjóðlegri verkaskiptingu, auk-
inni þýðingu efnahagstengsla
við önnur lönd fyrir lausn
efnahagsvandamála landsins,
upptöku nýrra samstarfshátta
og endurbótum á áætlunum,
eftirliti og skipulagningu efna-
hagssamskipta við önnur riki.
Að dómi vestrænna frétta-
skýrenda býður 10. fimm ára
áætlunin upp á mikla mögu-
leika á sviði viðskipta við
önnur lönd, ekki aðeins til
handa stórfyrirtækjum heldur
og meðalstórum fyrirtækjum.