Tíminn - 23.06.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.06.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. júni 1976 TÍMINN 7 H I.illlffií liill Um grafik-sýninguna veröur ekki fjallaö hér, þetta eru gamalkunn verk i bland. Það er i sjálfu sér allt i lagi að sýna þau noröur á Akureyri, en dálitið er farið að gæta ofnotkunar á grafikmyndum \ islenzkra grafikfera. Þetta er litið land, og grafik verður að útbreiða með sérstökum hætti. Þaö kemur i ljós að Akureyri á góðar myndir og vondar. Fyrri hlutinn, eöa góðu mynd- irnar eru flestar úr Daviðshúsi. öndvegi skipar að sjálfsögöu Sölvi Helgason (Sólon Islandus), hiö fræga verk, sjálfsmynd með meiru. Þessi mynd er dýrgripur, og þyrfti að fá betri umbúnað ef vgl ætti að vera. Þarna er lika hin viðfræga mynd Kjarvals Kirkja með fjór- um framliönum sérkennileg og dularfull i senn. Þá er þarna mynd af Akur- eyri, máluð af J.P. Schmidt áriö 1860. Þar er skúta, hin danska verzlun á Akureyri og „Grims- eyjarskipið” — eða Grims- eyjarferjan — að þvi er margir ætla. Þessi mynd er ekki einasta dýrgripur sem málverk, heldur sem heimild um Akureyri siöustu aldar. Þá er þarna stór mynd af Svönum eftir Höskuld Björns- son, oliumálverk og er það stærsta mynd, sem ég hefi séö eftir hann. Alls eru 67 myndir i þessari deild og sumar eftir þekkta listamenn. Þá verö ég að lokum að minnast á eina mynd, mjög fagra og sérkennilega, en það er mynd af Akureyri og Eyjafiröi eftir Einar Jónsson. Hún er máluð áriö 1905, en lítiö er til af myndum þessa lista- manns. Þær liggja a.m.k. ekki á glámbekk. Einar Jónsson var fæddur 1893 og bróðir hins kunna skip- stjóra Eldeyjar-Hjalta. Hann nam smiðar I Kaupmannahöfn og húsamálun og gekk þar i teikniskóla Tekniske Selskabs Skole og var þar meöal annars samtimis og nafni hans frá Galtafelli. Aö loknu námi flutti hann til tslands og bjó á Sauðárkróki og siðar á Akureyri. Einar missti aleiguna i svonefndum Oddeyrarbruna árið 1906. 1 brunanum fórust margar myndir hans að þvi að mér hefur veriö sagt. Fluttist hann þá til Reykjavikur og hann andast árið 1922. Haldin var yfirlitssýning á verkum hans á aldarafmæli hans árið 1963. Þriðja deild, er nefnist Litur- ljós- lina. Þar sýna þeir Gisli Guðmann (f. 1927), Óli G. Jóhannsson (1945), Aðalsteinn Vestmann (1932) og örn Ingi (1945), en þessir menn hafa verið hvað duglegastir við að halda uppi myndlistarstarfi á Akureyri siðustu árin. örn Ingi er framkvæmdasstjóri Vor- vöku. Þeir sýna alls 42 verk. Ef tekin er til samanburðar sýning, er Akureyringar héldu i Norræna húsinu um árið, er þaö mikil framför sem birtist f þess- um myndum. Myndir Óla G. Jóhannssonar hafa nú meiri festu, eru ekki eins sundurlausar og áður var, en liturinn er heldur fábrotinn og dimmur. Þá hefur stærð myndanna breytzt, þær eru minni en þær voru. Óli G. Jóhannsson er einn af fáum islenzkum málurum, sem hefur humor i myndlist sinni og mætti hann gjarnan varöveita hann áfram. örn Ingi sýnir þarna 12 myndir. Þetta eru nýleg verk allt saman. Honum hefur farið fram i tækni, og myndir hans eru ljóðrænni en áður. „Dauða- leit að þorski” fannst mér bezta myndin. Hann hefur nú bætt spraututækni i vinnu sina. Hún er vandmeðfarin og þarfnast gætni. Klappir er lika sterk mynd, og einhvern veginn áþreifanlegri og sannari en flestar hinar myndirnar. Aðalsteinn Vestmann gerir athyglisverðar tilraunir. Ég held að myndefnið sem hann velur sér, sé honum tæknilega ofviöa. Hlutar myndanna eru vel geröir og sumar myndirnar eru vel unnar, en ég tel aö hann eiei eftir að finna sig betur. Gisli Guðmann , sýnir pastel-myndir. Þær eru vel geröar, en tæplega eins persónulegar og fyrri myndir hans, sem voru hrjúfar og einhvern veginn sannari en þessar. Ég gat þess hér um árið, að við örðugleika væri að etja norður á Akureyri, yfirvöld voru lengi tómlát um aðstöðu fyrir myndlistir. Nú viröist þetta vera að breytast og fyrir- heit hafa veriö gefin um fram- tiðarhúsnæði fyrir myndlistar- sýningar, sem nota má allt árið. Mun það vafalaust þegar fram i sækir verða til góðs fyrir eyfirzka málara. List á göngugötu Myndhöggvarar hafa meira lag á að hneyksla samborgara sína en málarar. Svo sterkt höfða myndir þeirra til almennings, að menn velta þeim um koll og mölva mélinu smærra. Það hlýtur að vera notaleg tilfinning bæði fyrir myndhöggvarann og skemmdarvarginn. Svona hressileg viðbrögð hafa ekki viðgengizt hér siðan þeir. sprengdu hafmeyna i loft upp i Reykjavík.urtjörn, og stálu stúlkunni, úr Menntaskólanum i Reykjavik. Það kemur i ljós, að það er prýðileg aðstaöa fyrir högg- myndasýningar i gönguhluta Austurstrætis. Þegar veöur eru góð er notalegt að ganga þarna um og virða þessa myndsköpun fyrir sér. Ekki hafa þetta alltaf verið mjög góð myndlistarverk, en það er ekki verra ef mynd- höggvarar okkar fást til þess að sýna tilraunir sínar þarna á opinberum vettvangi. Athyglisverðasta myndin finnst mér vera „Regnverk” eftir myndlistarnema, sem út- skrifaðist i vor, járnliljur. Þetta er snjallt byrjendaverk, höf. Sverrir Ólafsson. Sérstaklega hlýtur þaö aö henta vel I útsynn- ingi og regni. Þá eiga liljurnar aö bærast fyrir storminum eins og reiði á freigátu, eða virðuleg eik og vatnið sullast yfir mynd- ina þegar hreyfing kemur á skálarnar. Ef til vill mætti sjá myndinni fyrir vatni á annan hátt, t.d. með þvi aö láta það streyma hægu rennsli I dropa- tali upp i blöðin. Þessi mynd er þó á afleitum stað. Þyrfti að vera þar sem unnt er aö lita upp til hennar og hún þyrfti að vera á miðju torgi. Asta ólafsdóttir, Ivar Val- garðssonog Niels Hafstein eiga verk I anda dada-ismans að þvi að bezt verður séð. Ragnar Kjartansson sýnir þarna tvo fiskimenn, sem til eru á tsafirði I fullri stærð. Þar stendur myndin sem minnis- merki sjómanna. Er hún gott dæmi um það hvaö sumar myndir njóta sin betur eftir þvi sem þær stækka meira. Ingi Hrafnhefur flutt Gengis- sig sitt nær bönkunum en þaö var áöur, en myndin var viö Bókhlööustig á einkalóö. Högg- mynd ólafar Pálsdótturaf Hall- dóri Laxness er eitt bezta verk listakonunnar á þessu sviði, sem ég hefi séð. Vert væri aö minnast á fleiri verk, en það veröur ekki gert að sinni. Sýningar á þessu svæði eru að minu mati mjög dýrmætar. Myndhöggvarar vorir hafa þarna fengið vettvang, fjölmið- il, sem þeir höföu ekki áður. Þetta ber þeim að nota sem allra bezt. Þeir eiga aö leggja áherzlu á að sýna þarna ný verk, tilraunir sinar og drauma, fremur en „venjuleg” verk. Höggmyndasýningar einstakl- inga eru svo örðugar aö þeim verðurþaö mörgum ofviða, sem von er. Aðrar sýningar. Að lokum langar mig til þess að minnast örfáum oröum á aðrar sýningar, sem haldnar hafa verið, þótt ekki séu þær formlega tengdar listahátið. Er þar fyrst að nefna sýningu Gunnars Hjaltasonar sem hann hélt i Iðnskólanum i Hafnarfirði i byrjun þessa mánaðar. Gunnar Hjaltason Gunnar er afkastamikill um þessar mundir. Sýndi nýverið i Eden i Hveragerði, en þessar sýningar I Iðnskólanum i Hafn- arfiröi er árlegur viðburður hjá honum. Aö þessu sinni sýndi Gunnar á annað hundrað myndir, olíu- málverk, vatnsliti og pastel. Myndgerð hans virðist vera með svipuðum hætti og áöur, en þó greinir maöur ögn frjálsari vinnubrögð og mildari. Ef til vill leggur hann of mikiö upp úr ná- lægð áhorfenda við myndirnar, þar sem smámunir og skreyt- ingar njóta sin. Myndirnar njóta sin þvi ekki eins vel úr fjarlægð, sem skyldi. Þetta er ágætt viðhorf I bók- arskreytingum, áhorfandinn heldur á myndinni I höndum sér, en fer ekki eins vel I mál- verkum, sem hanga eiga á vegg. Gunnar hefur náð ágætri tækni og gjarnan fenginn til þess að gera konungsgersemar I gullsmiði, sem er hans aöalfag. Honum ætti þvi að vera i lófa lagiö að vinna myndir sinar meö meiri fjarlægð áhorfenda I huga. Góð aösókn var að sýn- ingu hans, sem endranær. I lok listahátiðar opnuðu þau Hallbjörg Bjarnadóttir söng- kona og Fischer Nielsen mál- verkasýningu i Casa Nova i Menntaskólanum i Reykjavik. Hallbjörg var hér fyrr á árum þekkt söngkona og skemmti- kraftur i borginni, en hefur nú siöari ár verið búsett erlendis. Þau sýna 66 myndir, 33 hvert. Myndir Hallbjargar eru blið- legar og hún er „heppin meö veður” einsog Kjarval sagöi, en fremur bragðdaufar. Hún ræður á hinn bóginn yfir ágætri tækni og málar betur en margur ann- ar. Ef til vill heföi hún átt að snúa sér fyr að myndlistarstörf- um. Myndir Fischers Nielsen eru af öðrum toga. Minna dálitiö á auglýsingamyndir i alþjóðleg- um timaritum fyrir ferðalög, sterk vin og ameriskar sigarett- ur, þar sem „töffarar” og „skvisur” þeirra njóta lifsgæöa fremur en vinnu. Myndir Nielsen eru mjög misjafnar að gæðum, en samt er sýning þeirra veggja mun betri en maður þorði að vona. Jónas Guðmundsson Opið frá kl. 8.oo 19.oo alla daga nema sunnudaga Bílasalan Braut ATHUGIÐ! Fyrir aðeins 200 kr. sólarhringsgjald getið þér skilið bilinn eftir i rúmgóðum, upphituðum og björtum sýningarsal okkar. Innifalin er bruna- og þjóftrygging. — Otisvæði. Sendið okkur bilinn og látið 4 sölumenn okkar tryggja yður fljóta og örugga þjónustu. J L Bílasalan Braut Skeifunni 11 Símar: 81502 — 81510 ga Heilbrigðisfulltrúi w Sauðárkróki Starf heilbrigðisfulltrúa fyrir Sauð- árkrókskaupstað er laust til umsóknar. Óskað er eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa með sérmenntun i heilbrigðiseftirliti, eða sem er talinn hæfur til starfsins að mati heilbrigðisnefndar Sauðárkróks og Heil- brigðiseftirlits rikisins. Launakjör og starfstimi verða ákveðin af bæjarstjórn Sauðárkróks. Skrifleg umsókn berist bæjarráði Sauðár- króks, bæjarskrifstofum við Faxatorg, fyrir 28. júni 1976. Sauðárkróki 10. júni 1976. Bæjarstjórinn á Sauðárkróki Þórir Hilmarsson. Laus staða Staða fulltrúa við Verðlagsskrifstofuna á Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Verðlags- skrifstofunni i Reykjavik. Reykjavik, 21. júni 1976. Verðla gsstjórinn. Verkstjóri Óskum að ráða verkstjóra (matsmann) við rækjuvinnslu og saltfiskverkun. Nánari upplýsingar i sima 96-52132. Sæblik h.f. — Kópaskeri. Til sölu TZ sláttuþyrla 135 i góðu standi og sláttu- vél með 5 feta greiðu fyrir Deutz dráttar vél, sem ný. Simi 99-3148.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.