Tíminn - 03.07.1976, Qupperneq 1

Tíminn - 03.07.1976, Qupperneq 1
/■ Leiguflug— Neyðarflug HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Simar 27122 — 11422 HÁÞRYSTIVORUR okkar sterka hlið ■B33331S3S91 Síðumúla 21 Sími 8-44-43 ,,Ég vildi ekki búa / þessu húsi" segir maður, sem hefur fundið mörg sprengjubrot þar sem brezk herflugvél fórst á stríðsórunum Gsal—Reykjavlk. — Hér hafa fundizt mörg sprenguskot af þremur geröum, fallbyssuskot, vélbyssuskot og merkjaskot. Það er ábyrgðarhluti aö skilja spreng juskot eftir hér I jöröinni og ég vildi ekki búa i þessu húsi sem hérá aörfsa, sagöi Þóröur Eyjólfsson, verkstjóri, sem vinnur viö by ggingaf ram- kvæmdir á Meistarvöllum i Reykjavlk, þar sem fyrir nokkru var komiö niöur á brezka herflugvél, sem farizt haföi áriö 1943. Þórður kvaðst hafa farið meö allmörgskotheim til sin, svo og vélbyssu,sem þarna fannst, en eitt fallbyssuskot gat hann þó sýnt okkur. — Það er engum Þóröur Eyjólfsson meö eitt fall- byssuskotiö úr 40 mm falibyssu, sem hann fann i grunni fjöl- býlishússins, sem á aö reisa á Meistara völlum. Tfmamynd: G.E. vafa undirorpið, að þessi skot eru virk, fallbyssuskotin, sem viðhöfum fundið eru ekki mörg, en vélbyssuskotin mun fleiri, og það er fuUt af merkjaskotum hérna, sagði Þórður. Ekki hefur veriö grafið niöur á skrokk herflugvélarinnar, en fjarlægður var annar hreyfill hennar og látið þar viö sitja. Samkvæmt hleðsluskirteini vél- arinnar voru engar sprengjur i henni, og þvi hætt við að grafa upp flak vélarinnar. — Mér þykir einkennilegt, sagði Þóröur, að likum mann- anna ivélinni hafi verið náð, þvi að yfirleitt er fyrst reynt aö ná hleðsluskirteininu, og það finnst fyrst núna.Ég vil þó ekki rengja bóndann á Jófriðarstöðum við Kaplaskjólsveg né dóttur hans, sem hafa sagt aö likunum hafi verið náö. Þau segja, aö 3 menn hafi verið i vélinni, en ég hef heyrt að þeir hafi verið fimm. Þórður var á 16. ári þegar Framhald á 5. siðu. „Engin loftbóla" segir forstjóri Stólvíkur, Jón Sveinsson, um skipasmíðar fyrir útlendinga —hs-Rvik. — Nei, þaö er alveg Ijóst, aö þetta er engin loftbóla og ábyrgir aöilar, sem standa aö þessu sagöi Jón Sveinsson, forstjóri Stálvlkur, aöspuröur, þegar Timinn haföi samband viö hann i gær vegna tilboöa frá erlendum aöilum, um aö islendingar smiöi skip og leiö- beini Afrikubúum um upp- byggingu fiskiönaöar. Einnig kemur til greina leiga og sala á skipum frá islandi, eins og fram kom i frétt blaösins i gær, ásamt kennslu i meöferö fiskveiöitækja. Þar sem opinbert er nú orð- ið, aö það er áöurnefndur Jón Sveinsson, sem hinir erlendu aðilar leituðu til, féllst hann á a láta i ijós eigin skoöun á þessu máli. — Þaö kom mér i rauninni mjög á óvart, að haft var sam- band við mig, en liklega bygg- Framhald á 5. siðu. Jon Sveinsson, forstjóri Stál- víkur: — Þaö eru ábyrgir aöil- ar, sem að þessu standa. Yfirvinnubann við Kröflu ASK—Reykjavik. — Siðastliðinn Ný rækjumið ASK—Reykjavlk. Skuttogarinn Dagný, sem veriö hefur viö rækjuleit og tiiraunaveiöar fyrir noröan og noröaustan land aö undanförnu, hefur fundiö þokka- leg rækjumiö vestur og noröur af Sporöagrunni. Skipið hefur verið á miðunum undanfarna tvo daga og fengið þar jafnan og þokkalegan afla, að jafnaði 200 kilógrömm af ágætri rækju. Mest fékk skipið 400 kiló- grömm á togtima. Rækjan er stór. fimmtudag hófu trésmiöir og múrarameistarar viö Kröflu yfir- vinnubann, en þeir eiga nú i kjaradeilu viö Kröflunefnd. Aö sögn kunnugra getur deila þessi, leysist hún ekki fljótlega, tafiö framkvæmdir allverulega. Þannig stendur nú fyrir dyrum að byggja ibúðarskála fyrir 60-70 manns, en innan fárra vikna er búizt við að starfsmannafjöldi á staðnum verði kominn upp i hálft fjórða hundrað. Nú er húsnæði fyrirþennan fjölda ekki til staðar. Af þessu má ráða, að það kem- ur sér mjög illa, ef yfirvinnubann iðnaöarmannanna verður til þess að byggingar ganga til muna seinna en ella hefði orðið. „Ekki tók ég eftir þessu á Arnarstapa, þegar ég kom þangaö um daginn”, sagði einn Timamanna, er hann leit á myndina. ,,Þó held ég aöþessi mynd sé áreiöanlega þaöan.” ,,Þaö hefur einhver sterkur far- iö þarna um og stjakaö viö dröngunum”, sagöi annar. Viö nánari eftirgrennslan kom I Ijós, aö eiginlega var þaö ekki maöurinn, sem sendi okkur myndina, sem haföi tekiö hana, heldur myndavélin sjálf. Hún haföi sem sé gripiö til sinna ráöa og látiö þrjár myndir renna saman i eina, svona til tilbreytingar. Ljós- mynd: Gunnlaugur (eöa myndavélin hans). Borun niður í lag 3 sunnan Akrafjalls sumarið 1978? —hs-Rvik. — Ennþá hafa engar endanlegar ákvaröanir veriö teknar um þaö, hvar eöa hvenær boraö veröur, en hins vegar er tæpast nokkur vafi á þvi aö þaö veröur gert, sagöi dr. Ingvar Birgir Friöleifsson, jaröfræö- ingur hjá Orkustofnun, er Tim- inn innti hann eftir fyrirhuguö- um djúpborunum hér á landi niöur á þriggja og hálfs kiló- metra dýpi, en jarövísindamenn viöa um heim hafa sýnt þessu verkefni mikinn áhuga, enda getur árangurinn haft mjög mikil áhrif i sambandi viö orku- öflun heimsins i framtiöinni, ekki siöur en fyrir jaröhitanýt- ingu á islandi. Ingvar sagöi, aö ekki væri loku fyrir þaö skotiö, aö mögulegt yröi aö hefja borun áriö 1978 og liklegasti staöurinn fyrir fyrstu holuna er fyrir sunnan Akrafjall. Iðnaðarráðuneytið hefur sýnt þessu máli mikinn áhuga og fal- iö Orkustofnun að kanna mögu- leika á framkvæmd borananna og hugsanlegri þátttöku er- lendra aðila i kostnaðinum. Ingvar sagöi ekki óhugsandi, að hlutur erlendu aðilanna i kostn- aðinum yrði nálægt 3/4 hlutum, en þeir sem mestan áhuga hafa sýnt þessu verkefni eru Banda- rikjamenn, Kanadamenn og Bretar. Hinn stóri bor Orkustofnunar, Jötunn.á aögetaráöið viöþetta verkefni, en búast má við þvi, aö ýmis vandamál þurfi aö yfir- stiga við framkvæmd þess, sem ætti hins vegar aö geta haft góð áhrif á bortækni framtiðarinn- ar. Ef vel tekst til og þessar rannsóknir leiða til þess, að hægt veröi aö nýta jarðvarma dýpra i jöröu, en nú er gert, þá er ekki óhugsandi að i framtið- inni fái nær alir þéttbýlisstaðir notið jarðhitaorku. Þótt allgóð heildarmynd sé komin af gerö jarðskorpunnar, er mörgum spurningum ósvar- að. Þar á meðal greinir menn á um gerö neðsta lags jaröskorp- unnar, sem nefnt er lag 3. Þótt lag þetta sé að finna viðast hvar á jöröunni er á fáum svæðum jafn grunnt á það og á tslandi, nema þar sem það liggur undir sjávarbotni. Vegna þess að auðveldara og ódýrara er aö bora á landi en á sjó hefur um árabil veriö rætt um að bora niður i lagið á Is- landi til að kanna gerð þess. Hefur veriö talið eðlilegt að hafa alþjóðlegt samstarf um rann- sókn borkjamans, svo og um fjármögnun verkefnisins. Fyrst var þetta rætt á alþjóölegum vettvangi 1960, en málið hefur verið tekið upp margsinnis siö- Framhald á 5. siðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.