Tíminn - 03.07.1976, Side 5

Tíminn - 03.07.1976, Side 5
Laugardagur 3. júli 1976 TÍMINN 5 1 111111111 |y ðsttU Uj Bókun sex Það er laukrétt, sem hefur komið fram i blaðaviðtölum við Sigurð Markússon, fram- kvæmdastjóra sjávarafurða- deildar SÍS, að ekki er að vænta neinna stórbreytinga i útflutn. sjávarafurða, þdtt hin svokallaða bókun 6 taki gildi. 1 fyrstu verða það aðeins tiltölulega • fáar útflutnings- greinar, sem njóta góðs af þvi. Meginávinningur Oslóar- samningsins var ekki gildis- taka bókunar 6, eins og stund- um heyrist haldið fram, held- ur viðurkenning Breta á þvi, að eftir 1. desember muni þeir ekki veiða innan 200 milna markanna, nema með leyfi is- lenzkra stjórnvalda. Þótt bókun 6 hafi þannig enga úrslitaþýðingu, treysta íslendingar þvi, að Efnahags- bandalagið fari ekki að þvi ráði Breta, að láta hana falla úr gildi að nýju 1. desember, ef ekki hefur verið samið um fiskveiðiréttindi fyrir þann tima. Þótt það væri enginn stórfelldur fjárhagslegur hnekkir, væri það svo mikið óvináttubragð af hálfu hinna niu Natoþjóða, sem mynda að- alkjarna Efnahagsbandalags- ins, að Islendingar ættu að svara þvi á sama hátt og her- skipainnrás Breta, eöa með öðrum orðum: Við ræðum ekki við Efnahagsbandalagiö um eitt eða neitt fyrr en bókun 6 hefur tekiö gildi aö nýju og öðrum óeðlilegum viðskipta- hömlum, sem kunna að vera lagðar á, hefur verið aflétt. Bolfiskur Jóhann J. E. Kúld hefur ný- lega vakið athygli á þvi, hvernig farið er að misnota órðið bolfiskur. Þetta orð er gamalt í málinu og átti áður fyrr eingöngu við hausaðan og slægðan fisk, eða þegar búið var að fjarlægja annaö af fisk- inum en bolinn. Nú er farið að nota þetta orð um fisk upp úr sjó með haus og innyflum og virðist vera látið gilda um all- ar fisktegundir, nema kola og lúðu. Nýju fötin kommúnismans Lokið er Evrópufundi kommúnistaleiðtoga i Evrópu. Yfirlýsingin, sem birt var I fundarlokin, er talin verulegur sigur fyrir þá Titó, Berlinguer og aöra þá, sem hafa viljað marka þá stefnu, að kommún- istaflokkarnir fylgdu mismun- andi stefnu eftir staðháttum I hverju landi. I yfirlýsingunni var þessi stefna áréttuð. Rúss- ar hafa til þessa viljað að kommúnistaflokkarnir fylgdu sömu meginstefnu i öllum löndum og færu sem mest aö ráðum rússneska Kommún- istaflokksins. Bersýnilegt er, að Bréznjev hefur fallizt á verulegar tilslakanir frá fyrri afstööu Rússa. Vafalitið hefur hann gert það i trausti þess, að þannig styrktu Rússar bezt tengslin við kommúnista- flokkana i Vestur-Evrópu, eins og málum væri komið. Hitt er svo eftir að sjá, hvort hér sé raunverulega aðeins um að ræða fataskipti til að ganga betur i ;augu kjósenda, þótt stefnan sé raunverulega óbreytt. Þ.Þ. O Borun an og hefur verkefnið verið samþykkt á rannsóknastefnu- skrám á nokkrum alþjóðlegum ráðstefnum. Ariö 1974 var stofnaður vinnu- hópur islenzkra jarðvisinda- mannatil að undirbúa hugsan- lega djúpborun á íslandi. Hefur hann ritaö greinargerð á ensku um markmið slikrar borunar og bent á nokkra staði, sem til greina kæmu sem borstaðir. Hópurinn hefur verið i tengslum við einstaklinga og stofnanir I Bandarikjunum, Bretlandi og Kanada, auk þess sem verkefn- iö hefur verið kynnt á alþjóðleg- um fundunuFulltrúar nokkurra stofnana I ofangreindum lönd- um hafa sýnt málinu verulegan áhuga og eru að kanna mögu- leika á fjáröflun til verkefnisins. I áætlun er gert ráð fyrir að ná samfelldum kjarna I gegnum efri hluta jaröskorpunnar og niður I lag 3. 1 kjarnasýnunum og I hoiunni er siðan hægt að mæla hina ýmsu jarðfræðilegu, jarðefnafræðiiegu og jarðeðlis- fræðilegu eiginleika ber^ins. Nákvæmar rannsóknir á sam- felldum kjama úr efri hluta is- lenzku jarðskorpunnar koma til með að hafa mjög mikla hag- nýta þýöingu fyrir jaröhitaleit og ekki siöur jarðhitanýtingu á Islandi. Lag 3hefur löngum ver- ið taliö þéttog óvatnsgengt og þvi álitið mynda botn I jaröhita- vatnskerfm. Margt bendir þó til, að a.m.k. inni í gosbeltinu sé efri hluti þess vatnsgengur. Til að meta rúmmál hugsanlegra vatnsgeyma tengdum hinum ýmsu jarðhitasvæðum og þá um leið vinnslugetu svæðanna er nauðsynlegt að þekkja eigin- leika þessa lags, sem er undir þeim öllum. Grynnst er á lag 3 i svonefnd- um megineldstöðvum, en flest háhitasvæði landsins eru tengd slikum. Margir telja að lag 3 sé nátengt aðalvarmagjafanum undir háhitasvæðunum I gos- beltinu og að háhita sé að finna eftir endilöngu gosbeltinu, ef borað er niður undir eða i lag 3. Samkvæmt þessari skoöun má finna háhita hvar sem er f gos- beltinu, ef nógu djúpt er borað, en hin afmörkuðu háhitasvæöi eru bundin við staði á yfirborði þar sem grunnt er á lag 3. Aug- ljóst er, að nauðsjmlegt er að þekkja eiginleika þessa lags til að hægt sé að meta heildarmagn jarðvarmaorku landsins. Mörg lághitasvæði landsins, þ.á.m. vinnslusvæði Hitaveitu Reykjavikur, eru á jöðrum fornra megineldstöðva þar sem grunnt er á lag 3. Vegna mats á vatnsmagni og nýtingarmögu- leikum á þessum svæðum er mjög mikilvægt að fá vissu um eiginleika lags 3 I stað þess að byggja á tilgátum, hversu vel sem þær eru grundaðar. Þótt upplýsingar þær, sem fást með djúpborun á Islandi af þvi tagi, sem hér um ræðir, komi lslendingum sjálfum að lang mestu gagni varðandi nýt- ingu jarðvarmaorku landsins, verða upplýsingamar tvimæla- laust mficilvægar i öörum lönd- um þar sem dýpra er niður á þetta lag. Liklegt má telja að hinn aukni áhugi, sem erlendir aðilar hafa sýnt verkefninu, sé að hluta til afleiðing orkukrepp- unnar og hinnar auknu leitar aö nýjum orkulindum. Anægjulegt er, ef íslendingar geta lagt mik- iö að mörkum I þessari leit, en eðlilegt aö fjölmennari þjóðir taki verulegan þátt i kostnaöin- um. t frumáætlun er gert ráð fyrir að bora þrjár holur I fyrsta á- fanga. Ein veröur í háhitasvæði i gosbeltinu, önnur i gosbeltinu utan háhitasvæðis,en hin þriðja i gamla berggrunninum utan gosbeltisins. Rannsóknir eru i gangi tilaðvelja endanlega þrjú borstæði, en þau veröa væntan- lega valinúrþeim svæöum.sem lýst er i greinargerö Islenzka vinnuhópsins um djúpborun („Deep crustal drilling in Ice- land”, OSJHD 75 38). Að lokum er rétt aö benda á þá þýðingu sem djúpborun af þvi tagi, sem hér um ræöir, get- ur haft fyrir þróun bortækni á Islandi. Borun 3-4 km niður á háhitasvæði er engan veginn einfalt verk i framkvæmd, og má búast við, að ýmis vanda- mál þurfi að yfirstiga áöur en þaðtekst. Reynsla i öörum lönd- um af slikum borunum við svip- aðar aðstæður er mjög tak- mörkuð, og við veröum þvi að verulegu leyti að treysta á eigin getu. Ef djúpborunin leiddi til bættrar bortækni á háhitasvæð- unum gæti kostnaðurinn við hana verið fljótur að skila sér aftur i þeim verkefnum, sem framundanerui nýtinguháhita- svæða landsins. Þeir sem eru I Islenzka vinnu- hópnum um hugsanlega djúp- borun á Islandi eru: Axel Björnsson, Guðmundur Pálma- son, formaður, Ingvar Birgir Friðleifsson, ritari, Leó Kristjánsson, Rögnvaldur Finn- bogason, Sigurður Benedikts- son, Sigurður Steinþórsson, Ste- fán Arnórsson, Sveinbjörn Björnsson og Trausti Einars- son. ® Loftbóla ist það á reynslu minni og þekkingu á skipasmlðum, sagði Jón, er við leituðum skýr- inga á þvi, hvers vegna hann hafi verið valinn til þess, að koma þessum hugmyndum á framfæri hér á landi. — Ef eitthvað verður úr þvi, að islenzkar skipasmlðastöðv- ar fari að smiða skip fyrir þessa erlendu aðila, þá yröu afleiðingar m jög f jölþættar og vafalaust áhrifarikar, en fyrir það fyrsta myndi það bjarga skipasmiðastöðvunum, sem I dag eru við það að lognast út af vegna verkefnaleysis. Ég er hins vegar ekki i neinum vafa um það, aö haft hefur verið samband við fieiri þjóðir i þessu sambandi, svo aö við verðum að halda vel á spööun- um, ef ekki á að missa allt út úr höndunum, sagði hann enn- fremur. Þess má geta til upprifjun- ar, að um er að ræða málaleit- an þess eðlis, að tslendingar taki að sér að smiða 10-30 skip af ýmsum stæröum og gerö- um, leigja skip með áhöfnum eða selja þau til fiskveiða við strendur Afriku.Ennfremur er ætlazt til þess, aö leiöbeining- ar verði veittar um það, hvernig bezt verði hagað upp- byggingu fiskiðnaðar almennt á þessu svæði. Máliö er ennþá á algjöru byrjunarstigi og stjórnvöld ekki farin að fjalla um það, en a .m.k. sumir þætt- ir þess viröast allrar athygli veröir. O Vildi ekki flugvélin hrapaði, og sá hann vélina i aðílugi, rétt áður en slysiö varð. Hann var þá aö vinna að flugbrautargerð á Reykjavikurflugvelli, en hélt þegar á slysstaðinn. — Vélin var sokkin ofan i mýrina, enda var þetta ein stór drullutjörn. Þegar Bretarnir komu á staðinn ráku þeir okkur strákpattana burtu og beindu byssunum að okkur, sagði hann. Þórður sagði, að þar sem skrokkur vélarinnar væri, ætti að byggja bilageymslur fyrir Ibúa f jölbýlishússins, sem þarna á að risa. Tíminn er peningar „ meiri afköst mecf fjölfæt Vinsælasta heyvinnuvél i heimi 4stærðir — Vinnslubreidd 2,8 til 6,7 m — Geysileg flatar- afköst— Nýjar og sterkari vélar — AAest selda búvélin á íslandi — Eigendahandbók á íslenzku. SÍMI 81500 -ÁRMÚLA'TI Traktorar Buvelar Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag ís- firðinga er laust til umsóknar. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist for- manni félagsins Konráði Jakobssyni Seljalandsvegi 42 ísafirði eða Baldvini Einarssyni starfsmannastjóra Sambands- ins, fyrir 20. þessa mánaðar. Kaupfélag ísfirðinga. Útboð — AAalbik Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð slit- lags á ca. 13.500 fermetra á götum. Tilboð verða opnuð á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu6, kl. 11 fimmtu- daginn 8. júli 1976. Bæjarverkfræðingur. Húsbyggjendur — Athugið! Eigum fyrirliggjandi: Steinrör til skolp- lagna, 4ra til 16 tommu. Gangstéttarhell- ur, litaðar og ólitaðar. BJALLI H.F. Steiniðja — Hellu — Simi 99-5890. -------------------------------\ Vélritun Óskum eftir vönum stúlkum til ritara- starfa. Kunnátta i ensku og norðurlandamálum nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist starfsmanna- stjóra fyrir 10. þ. mán. Starfsmannahald ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA L. J

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.