Tíminn - 03.07.1976, Page 6

Tíminn - 03.07.1976, Page 6
6 TÍMINN Laugardagur 3. júli 1976 IiiHb IBBBii UAA FRABÆRAN MALARA OG USTAMANN Hugleiðingar í tilefni af Hundertwassersýningunni Frederich Hundertwasser, listmálari og arkitekt „En hringsrásin frá þvi aö skit a og aö þvíaðéta hefur veriö tekin úr sambandi.” „Hamingja byggist alls ekki á auöi” „Byggist ekki á framleiöslu” „Máiverk eru hlið fyrir mig og ef mér tekst vel þá opna ég þau út aö heimi....” Þannig hljóöa meöal annars ýmsar yfirlýsingar austurriska málarans Friederichs Hundert- wasser, sem nú sýnir verk sin i Listasafni tslands. Er þetta gott dæmi um þaö kjaftæöi, sem komið er inn i myndlist og arki- tektúr samtimans. 1 sálmabók sem safnið heíúr gefiö út um þennan ágæta gest sinn segir að Hundtertwasser sé fæddur árið 1928 i Vinarborg og hann byrjar þegar áriö 1934 aö teikna myndir. Atta ára að aldri sezt hann i Montessori skólann i Vin, þar sem lögð er áherzla á „óvenjulegt lita- og formskyn”. Hundertwasser lýkur skóla- göngu árið 1948 og heldur sina fyrstu myndlistarsýningu I heimaborg sinni áriö 1952. Dapurlegt yfirbragð heimsfrægðarinnar Það er ekki rúm til þesshér aö rekja æviferil og persónusögu Frederich Hundertwassers út i hörgul og visast i þvi efni til út- gáfu safnsins og sýningarskrár- innar, en það er heldur ekki neinum blööum um þaö aö fletta að Hundertwasser er mikilhæf- ur málari og hann er svo sannarlega öfundsveröur af tækni sinni og hugmyndaflugi, hvort heldur þaö er i myndlist eða einkalifi. A hinn bóginn er þvi ekki að leyna, aö list hans hefur á sér dapurlegt yfirbragö heims- frægðarinnar, þvi þaö veröur naumast litiö fram hjá hlekkj- um hinnar skipulögöu heims- frægðar, sem setja meö tlman- um för á ökkla og úlnliöi lista- mannsins. Huntertwasser er semsé neyddur til þess að mála eins og „ekta” Hundertwasser, annars er allt tapað. Þá kemur það einnig fram, liklega af sömu ástæöu, aö nýtt mat er lagt á höfundarétt lista- verka i list Hundertwassers, dá- litil mótsögn viö þaö sem viö eigum aö venjast. Hundert- wasser segir á þessa leiö i sálmabókinni góöu, ma.: „Grafiklistaverk eru sannar- lega mun erfiöari viöfangs, þau eru ekki bein ogblátt áfram eins og málverk. Þegar maöur málar málverk, sest hann niður i vinnustofu og þaö kemur engum viö hvenær málverkið veröur tilbúiö, þaö er hægt aö leggja litina á pappirinn eftir eigin geöþótta — þarna eru litirnir, þarna blaöið, svo einfalt er þaö. 1 grafiklistinni er allt miklu flóknara og erfiöara, gerir meiri kröfur tilfinningalega, vegna þess aö maöur vinnur ekki aleinn heldur stendur and- spænis vinnuhóp, mörgu fólki meö vélar, prenturum og öörum tæknimönnum, sala og dreifing eru lika miklu margbrotnari en þegar málverk eru annars veg- ar. Þaö er mikiö tilfinningalegt og likamlegt álag aö gera grafiklistaverk.” Hvað er eftir lista- manninn og hvað eftir einhverja aðra? Hundertwasser hefur semsé menn til aö gera myndirnar „fyrir sig”. Hann lætur japanska myndskera skera „fyrir sig” grafisk verk I allt að 25 litum o.s.frv. 1 graffska iistasafninu i Munchen hefi ég séð koparplöt- ur og eirplötur, stungnar og unnar af Paul Cézanne sjálfum persónulega. Hægt er að prenta eftir þeim. Af hverju er það ekki gert, spurði ég, sem sá þörfina fyrir aukinn fjölda af verkum meistarans. Forstjóri safnsins sagði þá: — Viö getum prentað, meira að segja I stórum upplögum. Plöturnar myndu eyöileggjast ef viö prentuðum of mikiö, en ef við t.d. nikkelhúðum þær, þá getum við prentað ótrúlegan fjölda án þess að þær skemmist, -----en það er bara ekki Cé- zanne, heldur eitthvaö annað. 1 þessu ljósi veröur sum grafik Hundertwassers ekki mjög persónuleg og nær venju- legri iönaðarvöru, en persónu- legri myndlist, — eða þýzki safnforstjórinn er vægast sagt mjög langt á eftir timanum. Málverk eftir Hundertwasser. Fram til þessahefurþað veriö venjan að listamaöurinn geröi sjálfur myndmótin, veldi litinn og stæöi yfir prentaranum, sem var i rauninni aðstoöarmaöur listamannsins. Sumir prentuðu þá sjálfir og þaö gera þeir sem eiga pressur að minnsta kosti. Nú er þetta semsé allt breytt, og myndlistarmaðurinn er aö- eins leiötogi vinnuhóps, ef hann er það þá, og þjáningin er ómót- stæðileg. Vinnuhópurinn er her sérfræöinga, en gömlu menn- irnir voru sérfræðingar sjálfir og bjuggu yfir leyndardóms- fullri þekkingu á grafik, efna- fræöi og aðferðum. „Það er óþægilegt, að ekki skuli einfald- lega vera hægt aö mála á blaðið sem þrykkið birtist endanlega á”, segir Hundertwasser, en það er hægt og er gert, getum viö fullvissað meistarann um. Það heitir eftirprentun. Svipaða sögu er að segja af vefnaði meistarans. Myndir Vigdisar Kristjánsdóttur 1 sal borgarstjórnar Reykjavikur eru eftir Vigdisi Kristjánsdóttur. Jóhann Briem, listmálari teikn- aði hinsvegar myndirnar, sem ofið var eftir, en samt eru þessi teppi yfirleitt ekki talin eftir hann. Veggteppi Hundertwassers eru ekki ofin af honum sjálfum, heldur einhverjum öðrum mönnum, nema eitt, „Drengur aö pissa hjá skýkjakljúf”, sem þó er bezta teppið. Lika þarna rekum við okkur á nýja höfundareglu. Er mikill munur á að vefa mynd eftir teikningum, að skera tré- skuröarmynd eftir einhverjum teikningum Hundertwassers og að prenta Paul Cézanne? Ég veit það ekki, en þetta setur iðnaöarblæ á Hundertwasser. Hann er stofnun með uppskrift, einsog Coca Cola og Prins Póló, „uppskriftir” hans eru fram- leiddar af flinkum grafik- gerðarmönnum, tréristufólki, vefurum og offsettprenturum, og framleiðslan er Hundert- wasser. Við stöndum semsé i hliði sem opnað hefur verið út i heiminn, svo notuð séu orö meistarans, grafikin er oröin að eins konar magarini I smjör- landi listanna, — Ekkert virðist i rauninni lengur geta komiö i veg fyrir að málari geti haldið áfram að mála, t.d. eftir andlát sitt, þvi við höfum opnaö hliðin. En vfkjum nú ögn að myndun- um. Mál verk af meistarans höndum Hundertwasser er undursam- legur málari. Hann hefur per- sónulegan stil. Hann minnir samt á ýmsa fræga málara eins ogPaul Klee. Þaðgera nú fleiri. Megin styrkur hans er linan. Hún er aldrei bein aldrei subbu- leg og yfirleitt þrungin spennu og gleðk' Litaskalinn er einfald- ur, hann ber liti, svipaö og her- maðurinn ber einkennisbúning- inn, rauðan jakka, bláar buxur og svarta húfu með gullnum dúski. Myndir Hundertwassers eru lika innan þess ramma sem einkennisbúningur heims- frægðarinnar setur honum. Þetta er viöhafnarbúningur, marglitur og prýddur gulli og öðrum eðalmálmum. Allar myndir eru unnar af nær undur- samlegri nákvæmniog alúð. Sér i lagi er fróðlegt að skoða vatns- litamyndir hans, sem eru hrein- asta afbragð i allri tækni — og þær eru ekta, „ekta Hundert- wasser”. Við finnum að þessi maður er kjörinn til heims- frægðar. Viö látum hrffast af æsku- verkum hans. Myndinni sem hann gerir af móður sinni þegar hann er um tvitugt. Mynd af ferju yfir fljót, sem hann gerir enn fyrr og þegar við skoöum hvernig hann vinnur sama mótiv áratug siðar, lær- um við dálitiö um þaö hvernig myndheimur Hundertwassers varð til. Það vekur athygli okkar að Hundertwasser gerir i rauninni ekkert illa. Hann er jafnvigur á svo til alla þekkta tækni og beit- ir henni á sannfærandi hátt. Myndir hans virðast nokkuð einhæfar viö fyrstu sýn, jafnvel svo aö hver salur virðist serla, eða rjóður i skógi, en við nánari skoðun er mikil fjölbreytni þó rikjandi og Ihófsamri gleöi hef- ur hver mynd „vaxið” eins og jurt. Spirallinn er vörumerkið. Um hann hafa margir fjallað, um sjónhverfingu hans og aöra merkilega hegðan og væri það að bera i bakkafullann lækinn að reyna að skilgreina hann frekar. Inn um myndirnar eru tré i stömpum og eru veröug samspil við gróandann i mynd- verkinu. Húsagerðarlist Húsagerðarlist Hundertwass- ers er stór liður i sýningu hans I Listasafni Islands. Arkitektúr heimsins hefur skipzt upp I tvi- höfða þurs og húsbónda. Annar hausinn kveður rimur um manninn, sem hefur aö hans mati breytzt i óvita, sem veit ekki lengur þarfir sinar, heldur þarf á einhverjum sérfræðing- um aðhalda til aðtjá bældar til- finningar sinar. Skipulags- fræðingar Reykjavikurborgar barna Hringbrautina, aðrir sér- fræðingar teikna 80 milljón- króna skóla fyrir 12 börn og svo framvegis og framvegis. Þessi hlið arkitektúrsins er farin að minna á sálarfræði fremur en teikningu eða byggingalist. Hinn hausinn á þursinum teiknar svo hús nánast undir lögreglueftirliti og við spyrjum okkursjálf,færskurðlæknirinn i Gnitanesi leyfi til þess að sprengja bilskúr skókaup- mannsins i loft upp, eða fær hann þaö ekki? Aðrar spurning- ar eru dckii arkitektúr á lslandi ogþaö eina verulega snjalla var þegar sérfræöingarnir færðu grafarbakkann niður á sjávar- bakkann og breyttu Hafnarbúð- um i sjúkrahús. Sú hugmynd á eftir að lifa þá alla. Húsagerðarlist Hundertwass- ers er liklega fremur llfsskoðun en arkitektúr. Hann er I réttu landi, þar sem naumlega er búið að leggja niður torfbæina. Samanlögð ste&ia hans I bygg- ingalist virðist vera sú aö valda sem minnstri röskuná yforboröi jaröar. Ef til vill er þetta sjónarmið frekar mengunar- vörn, en húsageröarlist. Ekki veit ég hvernig tillögur Hundertwassers rúmast innan byggingasamþykkta Reykja- vikurborgar, en þar er þakgerð- in lika trúarbrögð, eða guð- fræði.fremur en veðurvörn. Allt um það, þá eru hugmyndir Hundertwassers I húsnæðismál- um frjóar og athygli verðar. Það er eins með myndlistar- verk Hundertwasser og húsa- geröarlist hans, að myndirnar, eöa myndverkin eru ekki látin ein um að tala, heldur fylgja ýmsar vísnaskýringar meö i kaupunum, oft býsna hvimleið- ar. Verkin fá ekki að tala fyrir sér sjálf, skoðandinn má ekki fá ráðrúm til þess að draga eigin ályktanir, — það þarf aö gjöra fyrir hann. Þetta er dálitið þreytandi, verkar næstum þvi öfugt. Hljóölát sýning á Hundertwasser hefði ef til vill heppnast betur, en samt er þetta merkasti viöburður I myndlist hér á landi um langt skeið. Jónas Guðmundsson Tillaga I húsagerðarlist eftir Hundertwasser.Tillögur hans hnlga flestar I sömu átt, aö yfirborö jaröar sé óbreytt, séö ofanfrá, jöröin og þá ibúöahverfin séu grasi vaxin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.