Tíminn - 03.07.1976, Page 12

Tíminn - 03.07.1976, Page 12
12 TÍMINN Laugardagur 3. júli 1976 Bernhard Nordh: I JOTUNHEIMUM FJALLANNA þessu olli. Hann var á góðum skóm úr hreindýraskinni, og í þá hafði verið troðið mjúku heyi. Hendurnar voru líka vel varðar hreindýraskinni, og loðin húfa úr íkorna- skinni huldi því nær allt andlitið. Það þurfti mikla f rost- hörku til þess, að hroll setti að Jónasi. Hann var nógu vel klæddur til þess að geta skriðið inn í skúta og sofið þar værum svefni. Nei — það var annað en kuldinn, sem olli dráttunum, sem komnir voru kringum munninn á honum. Hver klukkustundin leið af annarri, og jarfaskútinn glotti bara framan í hann. Hann varð ekki var neinnar hreyfingar — ekkert þrusk heyrðist. Höfðu bölvaðir jarfarnir étið sig svo metta, að þeir ætluðu að liggja fyrir í alla nótt? Það var óþægileg tilhugsun. Hann hlakkaði ekki neitttil að standa eins og stytta alla nóttina og ef til vill allan næsta dag í þokkabót. Ætti hann að reka stafinn inn í skútann og vekja kvikindin? Nei — ekki bætti það úr skák. Slík heimskupör hafði hann gert meðan hann var yngri, og ekki haft annað f yrir en skömmina. Það var að sönnu hægt að vekja jarfa, en það heppnaðist aldrei að stinga þá með broddinum í stafnum. Annað hvort skriðu þeir lengra inn í greni sitt eða þeir skutust inn í afkima, þar sem ekki náðist til þeirra með stafnum. Vissi jarfi hættu vofa yf ir, var aðeins eitt réð til að flæma hann út úr fylgsni sínu, og þetta ráð var Jónasi ekki tiltækt. Það var löng leið niður að efsta birkikjarrinu, og til þess að svæla út jarfa þurfti álitlegan hrísabagga. Meðan hann væri að sækja hrísið, myndu jarfarnir hafa sig á burt. Það hafði hann reynt áður. Það var að vísu eitt ráð enn til þess að ná til jarfana. Það var að vísu eitt ráð enn til þess að ná til jarfans. Inn í biksvart myrkrið, móti klóm og þumlungslöngum vígtönnum! Þeir samfundir gátu dregið hala á eftir sér — þeir gátu kostað mann hendurnar eftir óhugnanleg merki á andlitinu. Það var skynsamlegast að bíða. Þegar leið fram undir morguninn, tók að þykkna i lofti. Norðurljósin hurfu. Stjörnurnar fólust bak við svart skýjaflókna, og snarpar vindhviður kembdu fann- slæður fram af fjallabrúnunum. Jónas hnusaði í allar áttir eins og dýr. Nú var hætta í aðsigi. Skylli á stórhríð, var það ekki lengur líf jarfanna, sem i veði var. Snögg hryna gat á svipstundu feykt hon- um fram af stallinum, og eftir það myndi enginn, sem Jónas héti, vera meðal heimilisfólksins í Marzhlíð. Jónas lagðist niður og skreið að jarfagjótunni, án þess að gera sér sérstaka grein fyrir því, hvað hann ætlaðist fyrir. Jarfarnir hlutu að vera þarna inni, en væri óveður í aðsigi, var tilgangslaust að bíða lengur. Villidýr fer aldrei af f rjálsum vilja út í hríð og stórviðri, hversu solt- ið sem það er. Nú virtist ekki annað fyrir hendi en sækja skíðin og hraða sér heim og vera svo kominn aftur, áður en jörf unum þætti veðrið orðið nógu gott fyrir sig. Jónas rak höfuðið inn í munnann og nasaði eins og áð- ur. Allt í einu var eins og hver dráttur stirðnaði, líkt og hann hefði skynjað aðsteðjandi hættu. Hann hnusaði enn — tvisvar eða þrisvar — og dæsti hátt. Víst fann hann lykt af jörf um, en hún var ekki jaf n megn og áður. Það var ekki neinn jarf i þarna inni — það var aðeins þef ur- inn, sem þeir höfðu skilið eftir. Jónas nötraði af reiði, þegar hann yfirgaf skútann. Hann var viss um, að jarfarnir höfðu ekki farið út um þennan munna, sem hann hafði haft auga með. Og nú hirti Jónas ekki um neina hættu — hann spígsporaði fram og aftur um silluna, og eftir nokkrar mínútur fann hann smuguna, dálítið auga í skafl. Þar sáust greinileg för eftir kvikindin. Jónas svitnaði af gremju. Það höfðu verið tveir jarf ar í skútanum, eins og hann grunaði. Nú var Jónas kominn í þann ham, að hann gáði ekki lengur til veðurs. Hann rakti sporin, og þegar hann kom þangað, sem hann hafði skilið skíðin eftir, festi hann þau á sig í skyndi og brunaði af stað á eftir jörf unum. Nýr dagur rann. Skýin hrönnuðust í loftinu, en enn var aðeins eins og óveðrið kreppti ógnandi hnefann yfir Marzf jallinu og væri ekki búið að ráða við sig, hvort það ætti helduraðhörfa til annarra stöðva eða gera áhlaupá byggðir frumbýlinganna. Hæstu tindarnir voru huldir þjótandi skýjum, en gegnum skörðin mátti enn sjá til næstu f jalla, en niðri í skóginum var allt kyrrt eins og verið hafði um nóttina. Greinarnar bærðust aðeins hljóð- lega — vögguðust svo rólega, að það hefði tæpast fælt neinn mann frá þvi að halda á fjallið. ..og þegar hann dettur slær Geiri hann á bakhlutann meö skildin mmm j Laugardagur 3. júli 7.00 Morgunútvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Valbergsdóttir heldur áfram lestri ,,Leyni- garösins” eftir Francis Hodgson Burnett (12). Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 ÍJt og suöur Asta R. Jó- hannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um siödegis- þátt meö blönduöu efni. (16.00 Fréttir. 16.15 Veöur- fregnir) 17.30 Eruö þiö samferöa til Afriku? Feröaþættir eftir Lauritz Johnson. Baldur Pálmason les þýöingu sina (8). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 FjaörafokÞáttur i umsjá Sigmars B. Haukssonar. 20.00 Hljómpiöturabb Þor- steins Hannessonar. 20.45 Framhaldsleikritiö: „Búm annsrau nir” eftir Sigurð Róbertsson Fyrsti þáttur: A rangri hillu. Leik- stjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Geirmundur heildsali: Rúrik Haraldsson. Jósefina kona hans: Sigriöur Haga- lúi. Baddi sonur þeirra: Hrafnhildur Guömundsdótt- ir. Sigurlina (Sisl) skrif- stofustúlka: Sigriöur Þor- valdsdóttir. Dagbjartur fasteignasali: Helgi Skúla- son. Jónas rukkari: Guö- . mundur Páisson. Aörirleik- endur: Kristján Jónsson, Hjalti Rögnvaldsson, Knút- ur R. Magnússon og Kle- menz Jónsson. 21.40 Gamlir dansar frá Vinarborg Hljómsveit Edu- ards Melkus leikur. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Danslög 23.55 Fréttir. Dagskráriok. BILALEIGAN EKILL Ford Bronco Land- Rover Blazer Fíat VW-fólksbílar íí*i-3Q-OT 28340-37199 Laugavegi 118 Rauðarárstígsmegin Húsdýradburður til sölu SÍMI 7-31-26 Kaupið bílmerki Landverndar Kerndum líf rerndum yotlendi mm Til sölu hjá HSSO og SHELL bensinafgreióslum og skrifstofu Landverndar Skólavöróustíg 25

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.