Tíminn - 09.07.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.07.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. júli 1976 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Blöð og sakamál Fyrir nokkru féll i hæstarétti Bandarikjanna úrskurður á þá leið, að óheimilt væri að leggja bann á frásagnir blaða af rannsókn sakamála. Tilefni úrskurðarins var það, að dómari i Nebraska hafði bannað að blöð fjölluðu um viss atriði, sem snertu rannsókn ákveðins sakamáls. Dómarinn byggði úskurð sinn á þvi, að blaðaskrif um þau gætu torveldað rannsóknina og haft óheppileg áhrif á almenningsálitið. Þrátt fyrir þessi rök, áleit hæstiréttur, að bannið sam- rýmdist ekki anda stjórnarskrárinnar um rit- frelsi og málfrelsi og úrskurðaði það þvi ógilt. Að sjálfsögðu var þessum úrskurði mjög fagnað af bandariskum blöðum, en öll hin merkari þeirra, eins og t.d. New York Times og Christian Science Monitor, lögðu jafnframt áherzlu á, að úrskurðurinn drægi ekki úr ábyrgð blaðanna, heldur raunverulega yki hana, en ábyrgð blaðanna væri m.a. fólgin i þvi, að þau leituðust við að segja það eitt, sem þau vissu satt, og að forðast að villa um fyrir almenningi á einn eða annan hátt. Að öðrum kosti væri um að ræða misnotkun þeirra dýrmætu réttinda, sem rit- frelsið væri. Það má segja, að skrif bandariskra blaða um þessi efni skiptist i tvo ólika flokka. Annar er sá, að æsifréttablöð reyna að gera sér sem mestan sölumat úr frásögnum af rannsókn sakamála, og búa oft til stórfréttir um kviksögur og ágizkanir, sem þau hafa ekki minnsta fót fyrir. Þannig er al- menningur blekktur og iðulega skapað alrangt almenningsálit um viðkomandi mál. Hinn er sá, að blöðin leggja sig fram um að upplýsa málin og hleypa af stokkunum sinni eigin rannsókn og skýra ekki frá öðru en þvi, sem þau hafa öruggar heimildir fyrir. Þannig voru t.d. vinnubrögð Washington Post i sambandi við Watergatemálið og New York Times i sambandi við Vietnam- skjölin, svo að tvö fræg dæmi séu nefnd. Yfirleitt má segja, að islenzk blöð hafi sagt frá meðferð sakamála af varkárni og ekki reynt að gera sér sölumat úr þeim i æsifréttastil. Þetta hefur hins vegar nokkuð breytzt siðan hin harða keppni um götusöluna hófst á siðastliðnu hausti, og þó einkum eftir að svonefnt Geirfinnsmál komst á dagskrá að nýju. Siðan hefur i vaxandi mæli verið reynt að nota kviksögur og ágizkanir sem efni i æsifréttir, sem auki götusöluna. Jafn- hliða hefur svo blandazt inn i þetta viðleitni til að gera málið pólitiskt og snúa þvi upp i árás á dómsmálaráðherra og Framsóknarflokkinn. Mjög hefur verið alið á þvi, að þeir, sem annist rannsóknina, séu ekki eða verði ekki frjálsir gerða sinna, heldur verði reynt að „kippa i spott- ann” áður en lýkur, og er þá yfirleitt auðskilið, hvað átt er við. Hér er m.ö.o. reynt að búa til pólitiskt mál, sem er i ætt við Kleppsmálið og Kollumálið áður fyrr. Þeir, sem i stjórnmálabaráttunni standa, verða oft að sætta sig við, að slikum vopnum sé beitt, og yfirleitt þurfa þeir ekki að kvarta, þvi að slik vopn snúast i höndum þeirra, sem beita þeim. Hitt er verra, þegar með slikum æsifréttum og málflutningi er ýtt undir vantrú á störf löggæzlu- manna, sem yfirleitt vinna verk sin vel, og ná tvi- mælalaust eins góðum árangri við að upplýsa sakamál og bezt gerizt annars staðar. Með sliku atferli er verið að veikja eina helztu máttarstoð, sem frjálst þjóðfélag byggist á. Þ.Þ. 1 ERLENT YFIRLIT Trudeau er óvinsæll um þessar mundir En þrjú ár eru eftir af kjörtímabilinu TRUDEU, forsætisráöherra Kanada hefur fengiö aö reyna þaö aö hjá stjórnmálamönn- um skiptast á skin og skúrir. Hann hefur stundum slöan hann kom til valda veriö næst- um dáöur eins og þjööar- dýrlingur, en stundum llka veriö einn af óvinsælustu eöa óvinsælasti maöur landsins. Hiö slöara gildir um þessar mundir. Ef marka má skoöanakannanir, myndi flokkur hans, Frjálslyndi flokkurinn, sem nú hefur traustan meirihluta á þingi, blöa stórfelldan ósigur, ef kosningar færu fram nú. Hann myndi ekki fá nema rétt 30% greiddra atkvæöa, en aöal- keppinautur hans, Ihalds- flokkurinn, myndi fá um 40% greiddra atkvæöa. Flokkur nýdemókrata, sem fylgir sósialdemókratiskri stefnu, myndi einnig auka verulega fylgi sitt eöa fá um 20% greiddra atkvæöa. Trudeau viröist taka þess- um skoöanakönnunum meö mesta jafnaöargeöi. Hann veit oröiöaf eigin reynslu, aö þetta getur átt eftir aö lagast. Hann tók viö stjórnartaumunum af Lester Pearson sumariö 1968. Stjórn hans var þá minni- hlutastjórn. Hann efndi því til þingkosninga um haustiö og fékk flokkur hans þá hreinan meirihluta. Kanadamenn geröu sér þá miklar vonir um Trudeau og litu nánast á hann sem væntanlegan töframann. Trudeau gat aö sjálfsögöu ekki fullnægtslikum vonum og flokkur hans missti þvl þing- meirihluta sinn i þingkosning- unum 1973. Trudeau hélt þó stjórnarforustunni áfram sem forsætisráöherra minnihluta- stjdrnar. Hann efndi til nýrra kosninga fáum mánuöum siöar, eöa I júli 1974, og fékk flokkur hans þá traustan þing- meirihluta aö nýju. Kanada- menn voru þá komnir á þá skoöun, aö ekki myndi til bóta aö skipta um og fela íhalds- flokknum stjórnina. Nú blæs vindurinn á móti Trudeau og hann myndi vafalaust vera hrakinn frá völdum, ef kosiö væri nú. En kjörtimabil kanadiska þingsins er fimm ár, og Trudeau á þvi þrjú ár til stefnu til aö rétta hlut sinn. Hann lætur þvi ekki á neinum ótta bera, þótt hann njóti nú litilla vinsælda.ef marka má skoöa nakann an irnar. EINS og viöa annars staöar eru þaö atvinnuleysiö og verö- bólgan, sem valda mestu um Pierre Trudeau óvinsældir rikisstjórnar Trudeaus. Atvinnuleysi hefur veriö verulegt i Kanada og verðbólga miklu meiri en áöur hefur þekkzt þar. Fyrst og fremst stafar þetta afhinnial- þjóölegu efnahagskreppu, sem rikt hefur siöustu misser- in, en almenningur viröist ekki taka þaö meö I reikning- inn. Trudeau hefur reynt aö beita hömlum bæöi gegn kauphækkun og veröhækkun- um. Þessar hömlur hafa boriö verulegan árangur, en þær hafa orðiö jafnt óvinsælar hjá samtökum verkamanna og at- vinnurekenda. 1 málgögnum beggja er þvi dróttaö aö Trudeau, aö hann sé hreint einræöissinna og undir hand- leiöslu hans yröi Kanada brátt einræöisland. Forustumenn verkalýössamtakanna stimpla Trudeau sem hálf- gerðan fasista, en forustu- menn atvinnurekenda bera honum kommúnisma á brýn. Þaö bætti ekki úr skák, þegar Trudeau lét þau ummæli falla I siöustu nýársræöu sinni, aö hiö frjálsa markaöskerfi heföi brugöizt og þjóöfélagiö þarfnaöist þvi meiri stjórnun- ar, ef ekki ætti illa aö fara. Raunar gekk Trudeau hér ekki lengra eða reyndar öllu skemmra en sóslaldemókrat- ar og miðflokkar hafa gert á Noröurlöndum. Þessi ummæli vöktu þó hinn mesta úlfaþyt I Kanada og má af þvi marka, aö Kanadamenn eru á ýmsan hátt Ihaldssamari en Noröur- landabúar. TRUDEAU varö svo fýrir sérstöku áfalli á dögunum, þegar flugmenn geröu verk- fall. Tilefni verkfallsins var þaö, aö stjórnin heföi fyrir- skipaö aö flugumferöarstjórn- in skyldi nota ensku og frönsku jöfnum höndum I fyrirmælum sinum til flug- véla. Flugmenn, sem eru margir aöeins enskumælandi töldu þetta hættulegt fyrir flugöryggi og geröu þvi verk- fall i mótmælaskyni. óbeint beindist þetta verkfall gegn Trudeau, en hér var um aö ræöa einn þátt i þvi starfi hans, aö sætta frönskumæl- andi menn og enskumælandi menn I Kanada en fransk ættaöir menn, sem eru í meirihluta I Quebec-fylki, hafa haft viö orö aö stofna sér- stakt rlki sökum þess, hve mjög hlutur þeirra sé fyrir borö borinn. Trudeau hefur oröiö mikiö ágengt i þvi aö jafna þennan ágreining meö þvi aö auka rétt frönskumæl- andi manna, án þess aö ganga á hlut hinna..Umrædd ráöstöf- un hans var þáttur I þessu starfi hans, eins og áöur segir. Flugmenn töldu hana hins vegar ekki nægilega undir- búna. Trudeau taldi þetta verkfall svo alvarlegt, aö hann tók þaö aö sér persónulega aö vinna aö lausn þess. Niöur- staöan var sú, aö framkvæmd umræddrar reglugeröar var frestaö, sérstakri nefnd faliö aö ihuga máliö, og slöan skyldi þingiö taka um þaö endanlega ákvöröun. Meöal frönskumæl- andi manna hefur þetta sam- komulag mælzt illa fyrir og einn ráöherrann úr hópi þeirra, Jean Marchand um- hverfisráöherra, hefur beöizt lausnar i mótmælaskyni enda þótthann hafi veriö náinn vin- ur Trudeaus. Fyrir Trudeau getur þetta orðiö alvarlegt, þvi aö Quebec-fylki var aöal- vigi Frjálslynda flokksins I siöustu kosningum. En Trudeau hefur samt ekki misst kjarkinn. Hann hefur þrjú ár til stefnu. A þeim árum telurhann m.a. aö draga muni verulega úr þeim vinsældum, sem hinn nýi leiötogi Ihalds- flokksins, Joe Clark, sem er aöeins 36 ára gamall, viröist njóta nú. Þ.Þ. Joe Clark

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.