Tíminn - 09.07.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.07.1976, Blaðsíða 16
20 TÍMINN Föstudagur 9. júli 1976 Örn sæmdur gullmerki ORN EIÐSSON, formaöur Frjálsiþróttasambands Islands.i sem var fimmtugur á miðviku-| daginn, var sæmdur gullmerki Samtaka iþróttafréttamanna. örn er 8. maöurinn, sem hlýtur gullmerki samtakanna. Þeir sem hafa fengið þaö, eru: Fri- mann Helgason, Atli Steinars- son, Hallur Simonarson, Gisli Halldórsson, forseti l.S.l. Bene- dikt G. Waage, SiguröUr Sig- urösson og Einar Björnsson. Þess má geta, aö örn var I- þróttaritstjóri Alþýöublaösins um nokkurra ára skeiö. Luxem- borgarmenn vilja koma... — og leika einn landsleik hér í knattspyrnu — Þaö eru miklar likur fýrir þvl, aö Luxemborgarmenn komi hingaö 21. ágúst og leiki hér einn landsleik, sagöi Ellert B. Schram, formaöur K.S.l. — Viö höfum lengi veriö I sam- bandi viö Luxemborgarmenn, sem hafa sýnt áhuga áaö koma hingaö og leika einn landsleik, sagöi Ellert. i dag heldur K.S.i. blaöamannafund og veröur þá hægtaö segja endanlega til um, hvort Luxemborgarmenn koma. Bayern fær heima- Gústaf ætlar ekki að fara til Montreal! SÆNSKA FRYSTIHÚSIÐ... húsiö^sem lyftingarmenn okkar voru sagöir vera aö brjóta niöur. „Okkur var sagt að við værum að brjóta niður sænska frystihúsið"... leikinn fyrst — gegn Anderlecht í „Super-Cup" BAYERN Miínchen og Anderlecht frá Belgiu berjast um titilinn „Bezta knattspyrnu liö Evrópu 1976” I ágúst. Bayern, sem tryggöi sér sigur i Evrópukeppni meistaraliöa, fær Anderlecht — Evrópumeistara bikarhafa, 1 heimsókn til Miinchen 17. ágúst, og siöari leikur liöanna fer fram i Belglu 30. ágúst. V-Þjóð- verjar fara til S-Ameríku Heimsmeistararnir frá V-Þýzkalandil knattspyrnu, eru nú byrjaöir aö undirbúa sig fyrir HM-keppnina I Argentinu. Helmut Schön einvaldur v-þýzka landsliösins, fer I sum- ar í keppnisferöalag meö strák- ana sina til Suöur-Ameriku. V -Þjóöverjar leika þá f Brasiliu, Mexikó og Argentlnu. — sagði lyftingarmaðurinn sterki , Gústaf Agnarsson, sem enga að- stöðu hefur haft til að undirbúa sig fyrir Olympíuleikana í Montreal — Ég er ekki í þvi formi, sem ég ætlaðí mér aö vera kominn í fyrir Olympiuleikanai Þess vegna hef ég ákveðið að fara ekki til Montreal# sagði hinn sterki lyftingakappi úr KR, Gústaf Agnarsson í stuttu spjalli við Timann. — Eins og málin standa, þá hef ég ekkert erindi á leikana, sagði Gústaf. Gústaf sagöi aö aöalástæöan fyrir þvi, aö hann væri ekki kom- inn I þá æfingu, sem hann ætlaöi sér — þ.e.a. getaö lyft 370 kg samanlagt, væri aö hann heföi enga aöstööu haft til aö æfa aö undanförnu, eöa eftir aö lyftinga- menn voru geröir brottrækir úr- Sænska frystihúsinu, þar sem þeir heföu haft aðstööu til æfinga undanfarin ár. — Þaö var komið til okkar og okkur sagt, aö viö værum aö brjóta niður húsiö og okkur grýtt út með lyftingatækin okkar. Þetta var eins og hnefa- högg i andlit okkar. Þvi aö þaö var búiö aö segja okkur, áö við mættum æfa I húsinu, þar til þaö yrði rifiö, sagði Gústaf. — Voruð þiö að brjóta niður húsið? — Nei, þaö er eins og hver önn- ur vitleysa. Aö visu voru komnar nokkrar skemmdir i þann sal, sem viö æföum i — en þaö kom sprunga i einn vegginn i jarö- skjálftum. Það var ekkert gert viö skemmdirnar, heldur voru þær látnar grotna niöur — og undir lokin voru nokkrir múr- steinar farnir aö hrynja úr veggn- um, vegna frosta og veöra. Gústaf sagöi, aö eftir aö lyftingamenn heföu veriö geröir brottrækir úr Sænska frystihús- inu, hefðu þeir enga aöstööu haft. — Ég hef verið aö æfa mig i smá kompu I KR-heimilinu, það hefur ekki verið neitt gagn i þvi, þvi að lyftingar þarf aö æfa i stórum söl- um, sagöi Gústaf. — Hefur Olympiunefndin ekki vitað um þá aðstöðu, sem lyftingamenn hafa þurft að búa við? — Jú, en hún hefur engan áhuga sýnt á málum okkar sagöi Gústaf aö lokum. A þessu sézt, að Olympiufarar okkar I lyftingum hafa búið við ófremdarástand að undanförnu, og er það vægast sagt furðulegt. Þegar að þvi er gáð, að Olympiu- nefndin ætti að sjá til þess, að þeir menn sem höfðu tryggt sér far- seðilinn til Montreal, fengju við- unandi aðstöðu til að æfa fyrir 01- leikana. Lyftingamenn okkar hafa þurft að horfa upp á aðstöðu- leysi á sama tima og aðrir iþróttamenn, sem hafa tryggt sér farseðilinn til Montreal, hafa fengið styrki til að dveljast er- lendis við æfingar. —SOS GCSTAF AGNARSSON Ég er ekki f þvi formi, sem ég ætlaði mér að vera kominn i.” .»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.