Tíminn - 10.07.1976, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Laugardagur 10. júli 1976
gébé-Rvik
— iþeim fjöimenna hóp
Vestur -islendinga, sem kom til
landsins á dögunum, eru tveir
bæjarstjórar, þær Violet Einars-
son frá Gimii og Beatrice Ólafs-
son frá Riverton. Þær eru báðar
af islenzkum ættum, en heim-
sækja nú island i fyrsta skipti.
Þær hafa báöar veriö bæjarstjór-
ar i nokkur ár i heimabæjum sin-
um. Timinn haföi sambanú' viö
bæjarstjórana tvo rétt eftir komu
þeirra til landsins og fara viötölin
viö þær hér á eftir.
Bæjarstjóri í 10 ár
Beatrice ólafsson hefur veriö
bæjarstjóri i Riverton síðan áriö
1966. Núverandi kjörtimabil
hennar rennur út i október 1977.
Móöir hennar var af þýzkum
ættum, en faðir hennar var
islenzkur.
— Ég fæddist i Arborg og er
uppalin þar, sagöi Beatrice Ólafs-
son, en til Riverton fluttist ég áriö
1946, og hef átt þar heima siöan.
Riverton er ekki stór bær, ibúarn-
ir«ru á milli átta og niu hundruö
manns.
— Ég fór i framboö, ásamt
tveim karlmönnum, I bæjar-
stjórakosningunum árið 1966 og
fékk ég fleiri atkvæöi en þeir báö-
irtil samans. Þetta eru ekki pdli-
tiskar kosningar né flokksbundn-
ar einsog mér hefur skiliztað hér
sb, heldur er kosið milli manna.
Ég haföi ekki verið áöur i bæjar-
stórninni þegar þetta var.
Akveðið hefur verið, aö meöan
Beatrice ólafsson dvelur hér, aö
koma á vináttubæjartengslum
milli Riverton og Kópavogs, en
hún dvelur einmitt hjá varafor-
seta bæjarstjórnar Kópavogs,
Jóhanni H. Jónssyni, meðan hún
er hér á landi.
Ekki kvaö Beatrice ólafsson
bæjarstjórastarfiö vera mjög vel
launað, heldur væri þetta áhuginn
fyrir umhverfinu sem þvi ylli aö
hún væri enn i þessu starfi.
— Þaö er gaman aö geta litiö í
kringum sig eftir þennan tima og
geta sagt aö maöur hafi einhvern
þátt átt I þeim framförum sem
geröar hafa veriö, siöan ég varö
bæjarstjóri sagöi hún. Með mér i
bæjarstjórninni eru fjórir fuil-
trúar og hefur samstarf okkar
veriö mjög gott.
Bæjarstjórastarfiö kvaö hún
aöallega fólgiö I fjölmörgum
fundum meö hinum ýmsu nefnd-
um sem sæju um bæjarmálin, allt
frá 15-18 fundir á mánuði. Skatta-
málin eru auðvitaö efst á baugi
hjá okkur, en viö sjáum um alla
innheimtu skatta i bænum, en
aöalframkvæmdirnar að undan-
förnuhafa verið gatnagerö, sagöi
hún. Ekki kvaðst hún vera þess
fullviss hve margir af islenzkum
ættum búa I Riverton i dag, en
þeir ná þó ekki helmingi ibúatöl-
unnar núna eins og áöur var,
sagöi hún. önnur þjóöarbrot sem
Violet Einarsson er mjög önn-
um kafin, þvi fyrir utan bæjar-
stjórastarfiö rekur hún fasteigna-
sölu, tryggingaumboð og leigu-
ibúöamiölun.
— Þaö er venjulega mikiö
meira en nóg aö gera, en þetta er
fyrsta friiö sem ég tek mér f fjöl-
mörg ár, sagöi hún. Þaö hafa
margirorðið tilþess aö segja mér
að fara til Islands og ég er mjög.
ánægö yfir þvi að hafa látið veröa
aö þvi. Þaö fólk sem ég hef þegár
kynnzt hér, er mjög elskulegt,
kurteist og gestrisiö viö okkur
Vestur-lslendingana.
— Þaö eru alls 2100 ibúar I
Gimli núna, sagði Violet Einars-
son, og þar af er fólk af islenzk-
um ættum um 1/3, en 2/3
Úkraniubúar og önnur þjóöar-
brot. Ég hef séö Gimli stækka
geysilega, en áður var fólk af
islenzkum ættum yfirráðandi á
staönum.þaö voru aðeins faöir
minn og annar Englendingur sem
ekki voru islenzkir.
— I bæjarstjórn eru, auk min,
fjórir fulltrúar, og hefur sam-
vinna okkar verið meö ágætum og
gengið mjög vel, en vinnan er
mjög mikil, sagöi Violet Einars-
son. Þaö er mjög mikiö um ferða-
menn á sumrin hjá okkur, enda
dregur vatnið (Winnipegvatn) þá
til Gimli. Viö höfum stórkostlegar
baðstrendur og þær eru mikiö
notaöar yfir sumarmánuðina, en
það er mjög heitt hjá okkur
júni-ágúst.
A siðastliðnu ári var mikiö um
dýröir þegar haldið var upp á eitt
hundraö ára búsetu Islendinga i
Kanada, og það var sérstaklega
mikill heiður fyrir okkur þegar
islenzku forsetahjónin ásamt
utanflkisráöherrahjónunum og
fleiri góöum gestum, voru viö-
stödd hátiöarhöldin sem fram
fóru í Gimli, sagöi hún.
— Ég hef ekki ferðast mikiö og
aöeins fariö tvisvar I flugvél áöur
en ég kom hingaö, sagöi Violet
Einarsson. Ferðin gekk alveg
ljómandi, en I þessum 230 manna
hóp eru nokkuð mrgir Ibúar frá
Gimli, en alls munu þeir sem i
ferðinni eru, vera alit frá
Manitoba til Kyrrahafsstrandar-
innar.
Viö erum mjög ánægö meö
stofnun Vikine Travel spm íori-
aö verkum aö feröalagiö veröur
bæði stutt og þægilegt, en áður
var nauösynlegt aö feröast fyrst
frá Winnipeg til New York og
þaöan til islands. Bæöi tók þetta
lengri tlma og var mun óþægi-
legra feröalag. Hins vegar tekur
feröin nú aöeins rúmar fimm
klukkustundir frá Winnipeg..
Violet Einarsson, kvaöst mundu
fara til Akureyrar og reyna aö
feröast eitthvaö meira um meðan
hún dveldi hér á landi , og vonar
Timinn að henni verði aö ósk
sinni.
Violet Einarsson, bæjarstjóri i Gimli
Beatrice Ólafsson, bæjarstjóri I Riverton.
Timamynd: G.E.
Timamynd: G.E.
i Riverton búa eru helzt tJkraniu-
búar og Ungverjar, sem eru gott
fólk ogsamvinna og samstarf viö
þaö hefur öll veriö meö mestu
ágætum.
— Feröamannastraumurinn
hefur aukizt mjög mikið undan-
farin ár, og þá sérstaklega eftir
að Hekla lsland var gerö aö þjóö-
garöi, en Riverton er slöasta
þorpiö áöur en þangaö er komiö,
sagöi Beatrice Ólafsson. Viö
erum mjögheppin i Riverton, þvi
þrátt fyrir að i Manitoba hafi ver-
iö töluvert um atvinnuleysi aö
undanförnu, er nóg um atvinnu
hjá okkur , og þá ekki sizt I sam-
bandi viö feröamennina.
Hópur Vestur-lslendinganna
dvelur hér út júlímánuö og kvaöst
Beatrice ólafsson hafa ákveðiö
aö fara til Akureyrar og Húsa-
vlkur, og eins vonaöist hún til aö
geta fariö til Vestmannaeyja. —
Mig langar aö sjá eins mikiö af
islandi og hægt er á meöan ég
dvelst hér, sagði hún, ég hef
aldrei feröazt áöur til útlanda, ef
Bandarikin og Alaska eru undan-
skilin. Feröin hingað meö nýju
feröaskrifstofunni Viking Travel
gekk með afbrigöum vel, viö vor-
um aöeins rúmar fimm klukku-
stundir á leiöinni og farastjórarn-
ir voru fyrirtak, sagöi hún aö lok-
um og Timinn vonar aö hún njóti
islandsferðarinnar eins vel og
kostur er á.
í fyrsta skipti á íslandi
en talar ágæta islenzku
— Ég er fædd og uppalin i
Gimli og hef alltaf átt þar heima,
sagði Violet Einarsson, bæjar-
stjóri I Gimli. Faöir minn var
brezkur en móðir min islenzk.
Hún kom reyndar til Kanada áriö
1876, með foreldrum sinum, þeg-
ar liúii var þrlggja áia og var l
öörum landnemahó num sem kom
til Kanada frá Islandi. Violet
Einarsson talar ágæta fslenzku,
sem hún segir aö maður sinn,
Hermann Einarsson, hafi kennt
sér.
— Ég var fyrst I bæjarstjórn-
inni I Gimli áriö 1958, en var kosin
bæjarstjóriáriö 1962ogvarþaö til
ársins 1967 aö ég tapaöi i kosning-
unum og einnig þeim næstu. Hins
vegar var ég aftur kosin bæjar-
stjóri áriö 1972 og hef verið þaö
siöan. Kjörtlmabilið, sem nú er 3
ár, rennur út I oktober 1977.
TVEIR VESTUR-
ÍSLENZKIR BÆJAR-
STJÓRAR í
HEIMSÓKN
Fengu
Krabbameinsbílinn
Eins og frá hefur veriö skýrt,
var dregiö I vorhappdrætti
Krabbameinsfélagsins 17. júnl
s.l. Annar vinningurinn,
Plymouth-Duster fólksbifreiö,
kom á miða nr. 109884. Eigendur
miðans reyndust vera Arngrlmur
Marteinsson bifvéla virki,
Háaleitisbraut 103, og fjölskylda
hans.
Arngrimur og kona hans, Ingi-
björg Sveinsdóttir, hafa verið
öruggir stuðningsmenn Krabba-
meinsfélagsins frá fyrstu tið.
Vinningurinn kemur þeim I sér-
lega góöar þarfir, þvi að þau eru
að undirbúa að byggja yfir sig
nýtt húsnæði.
Hinn vinningurinn i vorhapp-
drætti Krabbameinsfélagsins
kom á miða nr. 18714. Miöinn var
seldur I lausasölu, en eigandinn
hefur ekki gefið sig fram.
Útboð
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum i
að skipta um þak á Sundhöll Hafnar-
fjarðar.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjar-
verkfræðings, Strandgötu 6.
Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11
mánudaginn 19. júli 1976.
A myndinni eru Arngrimur og Ingibjörg og þrjú af fimm börnum þeirra, Kári 16 ára, Kara 11 ára og
Auðbjörg 5 ára, svo og frænka Ingibjargar, Sigrún Jónsdóttir frá ósabakka á Skeiöum. A myndina
vantar Reyni 15 ára og Svein 7 ára, sem báöir eru.í sveit hjá frændfólki sínu.annar á Yztafelli, hinn á
Ósabakka.
Krabbameinsféiag Reykjavlkur