Tíminn - 10.07.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.07.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 10. júll 1976 Gunnar Markússon skólastjóri: STUTT ÁGRIP AF SÖGU ÞORLÁKSHAFNAR I Sögu borlákshafnar má skipta 1 tvo höfuökafla — sögu sveita- býlisins og sögu sjávarþorpsins. Upphafiö aö sögu sveitabýlisins er svo algjörlega huliö í móöu fjarskans, aö ekki er einu sinni á hreinu meö nafn staöarins. Munnmæli herma, aö bær hér hafi i upphafi heitiö Elliöahöfn og veriö kenndur viö skip þaö, er Ketílbjörn gamli kom á frá Noregi — þaö sama og Elliöa- árnar eru viö kenndar. Hvort svo hefir veriö, eöa ekki, veröur vist seint upplýst. Þó má benda á, aö Þórdis, systir Skafta lögsögumanns á Hjalla varö þriöja kona Gissurar hvita. Þeirra son var Isleifur biskup. Hafi hinn kristni goöi á Hjalla veriö aö gera lögbýli úr ver- búöum þeim og hrófum, sem hann hlýturaöhafa átthérniöriá ströndinni, um svipaö leyti og hann var aö gefa dóttur sina sonarsyni- Ketilbjarnar — þeim manni er fáum árum áöur átti sinn stóra þátt i kristnitökunni á Þingvöllum — er varla hægt aö segja.aö seilzthafi veriöum hurö til lokunnar þó aö nýbýliö væri kennt viö frægasta farkost i ætt brúöguma. Þau sömu munnmæli, sem herma, aö bær hér hafi heitiö Elliöahöfn, geta þess og, aö bóndi hér hefi í hafsnauö heitiö á heil- agan Þorlák sér og félögum sinum til fulltingis og heim- kominn hafi hann breytt nafni á bæ súium og kallaö Þorlákshöfn. Sitthvaö gæti veriö missagt i fræöum þessum, varla er hægt aö gera ráö fyrir, aö bær hafi veriö kenndur viö heilagan Þor- lák fyrr en 20. júll 1198. Þann dag var helgur dómur hans upp tekinn og prestar samþykktu áheit á hann. Þess skal aö lokum getiö, aö i lögmannsannál er sagt, aö áriö 1360 hafi Gyröur Skálholtsbiskup ætlaö til Noregs fjölmennur á skipi litlu. Skipiö var ekki komiö úr landsýn, er þaö sökk. Fyrir áheit á heilagan Þorlák björg- uöust menn allir og silfurkistu dómkirkjunnar rak á land á Eyrum. Vel má vera, aö hér sé aö finna kveikjuna aö munnmælasögunni og nafnaskiptunum — ef veriö hafa. En hvaö, sem bærinn hét, þá fer þaö ekki á milli mála, aö hér var búiö og oftast stórt. Tún voru tödd og slegin, búsmala gætt og hann nytjaöur. Konur komu ull í fat ogmjölk i mat og karlar gættu útiverka til lands sjávar. Börn fæddust og eldra fólk safnaöist til feöra sinna. Kynslóöir komu og kynslóöir fóru þar til komiö var fram um 1950, þá hvarf siöasta bændafólkiö héöan meö amboö sin og áhöld — fénaö og föggur. Þá lauk sögu sveitabýlisins. II Auöur in djúpúöga lét gera knörr einn mikinn. Hún haföi meö sér frændliö sitt allt, þaö er á lifi var, þar á meöal 20 karla. Hún haföi og auö fjár á skipinu. Hún kom skipi sinu á Vikra- skeiö. Þar braut skipiö en menn héldust og fé. Vikraskeiö heitir nú Hafnar- skeiö. Þannig er elzta frásögn, sem til er úr nágrenni Þorlákshafnar, tengd sjónum og fer vel á þvi. Þetta er þó ekki I eina sinniö, sem getiö er um gifturika björgun mannsllfa hér um slóöir. Laugardaginn5. nóvember 1718 strandaöi danska herskipiö Gautaborg á Hafnarskeiöi. Þá björguöu bændur hér úr grennd- inni rúmlega 170 manns á Iand. Hinn 16. marz 1895 réru öll skip, sem þá voru gerö út frá Þorláks- höfn, en þau voru rúmlega 20. Þann sama dag réru einnig um 60 skip frá öörum verstöövum i Arnessýslu. Um miöjan dag brimaöi svo snögglega, aö einungis tugur skipa náöi lendingu i heimavör austan Olfusár. — Oll hin skipin, rúmir sjö tugir, uröu aö lenda inn á milli Skarfs og Flataskers. Þann dag áttu nær 1000 karl- menn á bezta aldri Noröurvörinni hér llf aö launa. Ekki þarf aö ræöa hvert afhroö sunnlenzkar sveitir heföu goldiö ef hennar — ogþeirra manna, er þá stjórnuöu hér — heföi ekki notiö viö. En þvi möur geymir saga Þor- lákshaf nar ekki bara frásögur um sigra 1 baráttunni viö Ægi. Þar er llka getö um ósigra og mann- skaöa. A árunum 1840-90 fórust tvö skip héöan meö um 30 manns innanborös og á sama tima fórst um tugur manna 1 lendingu hér. III Þess er áöur getiö, aö fyrstu mannabústaöirnir hér hafi veriö verbúöir. Þannig mun starf hinna fyrstu manna hér hafa veriö þaö sama og enn er sá buröarás, er afkoman hvllir á — aö afla fiskjar og verka hann. En veiöiskapur þessi og verkun hefir aldrei veriö neitt einkamál þeirra, er hér hafa búiö. Höfuö- kirkjur og stórbýli sýslunnar áttu hér slna.aöstööu. Þess er t.d. getiö, aö áriö 1543 hafi Skálholtsstóll átt hér um 40 hestburöi af fiski. Stóllinn átti um aldir itök hér á staönum — hvort þau hafi veriö hluti af heiman- mundi Þórdlsar á Hjalla veit ég ekki — en gömul eru þau. Og þegar jaröir Skálholtsstóls voru seldar um áriö 1800 var Þorláks- höfn ein af þeim. Stórbóndinn sendi nokkra af vinnumönnum slnum hingaö og einyrkinn skildi búsmala sinn eftir í umsjá konu og barna og fór I veriö. Þannig varö Höfnin einn af hornsteinunum undir afkomu manna i héraöinu öllu. Ekki mun kunnugtum tölu ver- mannahér,fyrr en komiö er fram um miöja slöustu öld, en þá var ekkert óalgengt, aö þeir væru 3-400 talsins. Framan af öldum var handfær- iö eina tækiö, sem notaö var til aö ná fiski úr sjó. Ariö 1800 geröi Lambertsen, kaupmaöur á Eyrarbakka, tilraun með neta- veiöi hér úti fyrir. Sú tilraun gaf góöa raun, en þetta nýmæli mætti svo mikilli andspyrnu, aö rúm öld leiö þang- aö til aftur var róiö meö net hér um slóöir. Um 1880 var farið að nota hér linu siöari hl. vetrar. Ariö 1903 reyndi Gisli Gislason, þá bóndi i Óseyrarnesi, aö veiöa fisk I net og tókst vel. Sú mótmælaalda, sem þá reis, var brotín á bak aftur á nokkrum árum og 1909 voru netin oröin aöalveiöarfæriö. Þaö lætur aölikum, aöekki var fremur hægt aö róa alla daga ver- tlöarinnar um aldamót en nú er. Vermenn uröu þvl aö sjá sér fyrir einhverju ab gera I tórnstundum, sem því miður uröu stundum helzt til margar. Gat jafnvel komiö fyrir, að einungis væri hægt aö róa 30 af þessum 90-100 dögum, sem vertíðin stóö. Sumir notuöu tómstundirnar til aö gera ýmsa smáhluti, sem heimilum þeirra máttu aö gagni koma. Aörir spiluöu eöa gllmdu og fyrir kom ab leikfimi var ibkub. Þá starfaði hér lestrar- félag og söngfélag. Einnig var málfundafélag hér um og eftir aldamótin. Þaö hóf m.a. undir- búning aö byggingu sjúkraskýlis hér á staönum. Nokkru var safnaö af peningum og á vertíö- inni 1916 var grunnurinn geröur og grindin reist. Þaö vor veitti sýslusjóöur 200 kr. til þessara framk framkvæmda. En þvf miö- ur fauk grindin og þar meö vonin um sjúkraskýli hér en fé það, er til var, var lagt I sjúkrahúss- bygginguna á Litla-Hrauni, en eins og kunnugt er voru konur þær, er aö þeirri byggingu stóöu, of stórhuga fyrir slna samtlö og byggingin endaði sem fangelsi en ekki sjúkrahús. IV t tslendingasögunum er hvergi getiö um skipakomur til Þorláks- hafnar. Fyrsta örugga heimildin um kaupskip hér er frá árinu 1533, þá segist landfógeti hafa tekiö viö 30 lýbskum mörkum frá tilteknum kaupmanni liggjandi I „Thor- lackershaffen”. Ekki er ljóst, hvort skip þetta var statt hérna fyrir einhverja til- viljun eöa algengt var, aö * kaupskapur færi fram hér á vik- inni. Okkur, sem átt höfum heima hér I Þorlákshöfn fleiri eða færri undanfarinna ára og sótt svo til allar okkar daglegu nauöþurftir I þessa einu búö, sem hér hefir veriö, gæti virzt, aö ekki þyrfti mörg orö til þess aö rekja verzlunarsögu staðarins. En þaö er öbru nær. Hér er um aö ræöa nær tveggja alda sögu — sögu um baráttu hins veika viö hinn sterka — sögu um uppreisn hins kúgaöa gegn kúg- ara sínum — en fæst af þvi verður rakið hér. Hinn 13. júnl 1878 var gefin út I Kaupmannahöfn konungleg til- skipun um, aö verzlun á Islandi skuli frjáls öllum þegnum Dana- konungs. Þá hófst verzlunarsaga Þorlákshafnar. „Spekulantar” lögöust hér inn á vlkina, en voru illa séöir af Bakkakaupmanni — var jafnvel dæmi til, aö þeir væru heldur vestur á Keflavík, þar sem þeir blöstu ekki eins viö Bakkanum. Sumurin 1789 og 90 fengu þrir Ár- nesingar skip hingaö, en Petersen Bakkakaupmanni tókst aö fá verzlunarleyfin dæmd af þeim félögum. Ariö 1845 er lögö fram á Alþingi bænaskrá undirrituö af 142 sunn- lenzkum bændum þar sem óskaö var eftir aö Þorlákshöfn veröi löggilt sem verzlunarstaður. Voriö 1875 samþykkti fjölmenn- ur bændafundur haldinn I Hraun- geröi, aö óska hins sama og þá um sumariö flutti Þorlákur Guö- mundsson frumvarp til laga um verzlunarstaö I Þorlákshöfn. Frumvarpið var samþykkt I neöri deild. Þegar þaö svo kom til efri deildar gekk þáverandi land- læknir svo hreinlega af þvi dauðu, aö þaö var fellt við fyrstu um- ræöu. Landlæknir sagöist hafa veriö læknir á Eyrarbakka um eins árs skeiö og gæti þvl boriö um aö Þor- lákshöfn væri einn mesti brima- rass á öllu landinu, nema ef vera skyldi aö Svörtuloft væru lakari. Þaö mætti alveg eins setja lög um verzlunarstað á tungiinu eins og I Þorlákshöfn. Hins gat læknirinn ekki aö hann haföi þetta ár sitt á Bakkanum veriö meiri gistivinur I húsi kaup- mannsins en I kotum karlanna, sem áttu lendingunum I Þorláks- höfn lif aö launa. Þorlákur tók máliö upp aftur á þinginu 1877 og daginn eftir Þor- láksmessu á sumri þaö ár var samþykkt, aö Þorlákshöfn I Ar- nessýslu skuli vera löggiltur verzlunarstaöur frá 20. júnl 1878. Verzlun hér hefir þó aldrei veriö mikil.þó haföi Jón Árnason hér sölubúö um skeib og eftir aö þorpið myndaöist hefir Kaupfélag Arnesinga rekiö einu verzlunina þar til nú, aö komin er önnur mat- vöruverzlun, brauögerö og tvær sérverzlanir. V Tvær voru lendingar I Þorláks- höfn — Noröur og Suður-vör og voru þær um mitt Hafnarnes austanvert. Varir þessar höföu tvo stóra kosti. Þann fyrstan, aö siglinga- leiöin aö þeim var hrein og skerjalaus. Og hinn, sem oftar skipti sköpum um gildi þeirra, aö þar var sjór ekki ófær nema aö rok væri af suðaustri eöa um 30 gráöur hvoru megin viö þá átt. Nokkru áöur en vindur nær há- suöri verður hann nesfastur og Flóinn tekur viö mestu látunum áöur en áttin verður þver austan. En auövitaö getur lagt kviku hér inn á vlkina I öörum áttum. A fyrstu árum þessarar aldar samþykkti sýslunefnd Arnessýslu aö láta fara fram athugun á hafnarstæði beggja vegna ölfus- ár. Thorvald Krabbe, þáverandi landsverkfræöingur, geröi þessa athugun á árunum 1907—9. Hon- um fannst ekki gerlegt aö leggja I framkvæmdir austan ár en geröi tillögur um hafnargerö I Þorláks- höfn. Ariö 1913 veitti Alþingi Fisk- veiöifélagi Islands 1000 kr. styrk til þess aö rannsaka og gera áætlun um vélbátahöfn I Þorláks- höfn. Jón Þorláksson, sem þá var oröinn landsverkfræöingur, geröi þessa áætlun. Ariö eftir flutti Matthias Ólafs- son, þingmaður Vestur-Isfiröinga og starfsmaöur fiskifélagsins til- lögu þess efnis, aö landssjóöur veitti 20.000 króna styrk til hafnargerðar hér og auk þess yröu lánaöar 40.000 krónur úr viölagasjóöi til sömu fram- kvæmda. Tillaga þessi fór til sjávarút- vegsnefndar, sem lagði til aö landssjóður keypti jöröina og léti Guömundssyni frá Háeyri höfuö- ból sitt. Jón sat hér þó til dauða- dags 4. nóvember 1912. Um þaö leyti, er Þorleifur keytpi jöröina haföi franskt út- gerðarfyrirtæki mikinn áhuga á aö koma sér upp útgeröarstöö hér. Þaö sendi hingað verk- fræöinga árið 1,911 og sögur voru á lofti um aö Þorleifur heföi selt frökkunum hluta jarðarinnar. Upp úr 1920 kemst Þorlákshöfn svo I eigu Reykvíkinga og er þaö þangað til 1934 aö Kaupfélag Arnesinga, undir stjórn Egils Thórarensen kaupir hana. Tólf árum siöar kaupa svo Árnes og Rangárvallasýslur staðinn og á þeirra vegum var ráöist I hafnar- framkvæmdirnar 46 og 62. Arið 1966 var höfnin gerö að landshöfn og eignaöist rlkiö þá 80 m breiöa spildu meöfram strönd- inni. 1971 keypti svo ölfushreppur jöröina aö undanskildum nokkrum hekturum, sem sýslurnar eiga enn. A árunum kringum 1920 var unniö aö nýju fasteignamati fyrir landiö I heild. Mat þetta tók gildi 1. aprll 1922 og var Þorlákshöfn þá dýrasta jörö á íslandi, metin á 118.000 kr auk bygginga. Hve hátt land hér var virt sést bezt á þvi aö allt land Árnessýslu var þá metiö á tæpl. tvær og einn fjórða úr miljón og aö 6 af hreppum sýslunnar voru hver um sig lægra virtir en landiö hér. Skálholtsland var þá virt á 9.700 kr og Oddi á Rangárvöllum á 8.400 og allt land Skaröshrepps I Dalasýslu var taliö 400 kr. minna viröi en sandurinn hér og er trú- legt aö Birni á Skaröi og Ólöfu rlku hefði þótt þaö þunnur þrettándi. Var þá hægt aö moka hér upp gulli á þessum árum? Ekki úr sandinum, en þeir sem aö matinu unnu geröu sér ljóst, aö mikib gull var geymt I Selvogsbanka og hér höföu veriö hönnuö þau mannvirki, er þurfti til aö taka á móti þvl. Ariö 1949 var Meitillinn h.f. stofnaöur aö frumkvæöi Egils Thorarensen. 1 september þaö ár kom fyrsta skip þess fyrirtækis hingaö. Var það 22 tn eikar- bátur, er Brynjólfur hét. Félagiö hóf svo útgerö á vertlðinni 1950. Þann vetur voru bátar þess 5 og hétu allir nöfnum Skálholts- biskupa. Flaggskip þess flota var Þorlákur, er var 27 tonn. Samtals voru þessir 5 bátar 104 tonn. Fyrstu starfsmenn Meitilsins settust aö I bæjarhúsum bóndans. Þannig sátu gamli og nýi tlminn hér I tvíbýli um skeiö og skildu i bróöerni. Á manntalinu 1950 voru skráöir hér I Þorlákshöfn 4 karlmenn en engin kona. Arið eftir, þegar fyrstu húsin voru reist voru komnar hingað tvær fjölskyldur og 7 einhleypingar, alls 14 manns. Nú eru hér 834 Ibúar meö lög- heimili, þar af 406 innan viö tvi-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.