Tíminn - 10.07.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.07.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. júll 1976 TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsiusimi 12323 — aug- lýsingasími 19523. Verð I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. „Að vinna sig út úr erfiðleikunum" Eysteinn Jónsson lét fyrir nokkru falla þau um^ mæli, að þjóðin ætti að vinna sig út úr erfið- leikunum. Það væri eina rétta leiðin til að halda sjálfstæði og frelsi og vera hamingjusöm i land- inu. Þetta er vissulega hollur boðskapur á timum þegar á móti blæs, eins og gert hefur hjá Is- lendingum siðari misserin af völdum efnahags- kreppunnar i heiminum. Eysteinn Jónsson byggir þennan boðskap sinn á öruggri reynslu. Þótt efnahagserfiðleikarnir hafi verið miklir að undanförnu, eru þeir raunar smávaxnir i sambandi við þá, sem var glímt við á árunum 1934-1939. Þá fóru saman mikið aflaleysi á þorskveiðum og hrun saltfisksmarkaðarins, en saltfiskur var þá aðalútflutningsvara lands- manna. Rikisstjórn Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins, sem kom til valda sumarið 1934, setti sér það markmið að bogna ekki fyrir erfið- leikunum, heldur að vinna sig út úr þeim. Þrátt fyrir örðugar fjárhagsaðstæður var hafizt handa um margháttaðar framkvæmdir og byggingar til að sigrast á erfiðleikunum. Sildariðnaður var stóraukinn, karfaveiðar voru hafnar, fiskþurrkun hafin að nýju i stórum stil og siðast, en ekki sizt, ber að nefna hraðfrystihúsin, en þá var lagður grundvöllur þessa iðnaðar, sem nú er mestur i landinu. Jafnframt þessu lagði þjóðin hart að sér, svo að ekki söfnuðust of miklar skuldir erlendis. Þannig vann hún sig út úr erfiðleikunum og gat þvi stolt fagnað fullu frelsi, þegar lýðveldið var stofnsett 1944. Nýfundnalandsmenn, sem glimdu við sömu erfiðleika og íslendingar á þessum tima, hafa aðra sögu að segja. Þeim tókst ekki að vinna sig út úr erfiðleikunum, og leituðu þvi hjálpar Kanadamanna með þeim afleiðingum, að þeir misstu sjálfstæði sitt og Nýfundnaland varð fylki i Kanada. Nú harma þeir þessi örlög. Eysteinn Jónsson getur vissulega með góðum rétti flutt þjóðinni þann boðskap, að hún eigi að vinna sig út úr erfiðleikunum. Það var undir forystu hans, Hermanns Jónassonar og Jónasar Jónssonar, sem þjóðin vann sig út úr erfið- leikunum 1934-1939. En þessi stefna er siður en svo gleymd, heldur er henni enn dyggilega fylgt áfram af flokki áðurnefndra þremenninga. Erfið- leikarnir nú hefðu orðið aðrir og meiri, ef rikis- stjórn Ólafs Jóhannessonar hefði ekki hafizt öfluglega handa um endurnýjun skipastólsins og uppbyggingu hraðfrystihúsanna. Að frumkvæði samvinnumanna hefur verið hafizt handa um stórfellda eflingu ullariðnaðarins. Loðnuveiðar hafa verið stundaðar i stórum stil síðustu árin og enn er verið að færa þær út. Hafinn er undir- búningur að veiði og vinnslu ýmissa annarra fisk- tegunda, sem ekki hafa verið nýttar hingað til. Brátt munu sildveiðar verða aftur vaxandi þáttur i þjóðarbúskapnum vegna þeirrar friðunar, sem sildarstofninn hefur fengið. Þannig getur þjóðin með framtaki og dugnaði unnið sig út úr erfiðleikunum. Hún þarf ekki neitt gull eða gjafir frá öðrum, sem gætu kostað hana sjálfstæðið, likt og Nýfundnalandsmenn. Þ.Þ. Gwynne Dyer, Christian Science Monitor: Uggur vegna þýzka hergagnaiðnaða ri ns Hann er orðinn mjög fullkominn Menn títtast ekki þýzka hergagnaiðnaðinn meðan Helmut Schmidt fer með völd. LIKLEGA er aðeins um öf- und, bæði hernaðarlega og viöskiptalega, að ræða, og vist erað skýið sem dregið er fyrir stílu er ekki stærra en meöal mannshönd. Engu að síður hafa umræður átt sér stað, bæði innan bandarlska þings- ins og utan þess, um vaxandi ógnun sem stafar af vopnaiðn- aöi Vestur-Þýzkalands. Þykir framgangur iðnaöarins hjá Þjóðverjum ógna. bæöi vopnaútflutningi Bandarikja- manna, svo og heimamarkaði þeirra. Á siðasta ári festu Banda- rikjamenn kaup á nokkuð miklu magni Roland II loft- varnareldflauga, en þær eru fransk-þýzkar. Kaup þessi áttu sér staö til þess að fylla skörð þau i varnarkerfi Bandarikjanna, sem tafir I framleiðslu þeirra eigin eld- flaugakerfa hafa valdið. Hiö sama gæti nú átt sér staö hvaö varöar samkeppnina um sölu á skriðdrekum af miðlungs- stærðum til Bandarlkjahers, þar sem Leopard II skriödrek- inn frá Þjóðverjum er haröur keppinautur og hefur sannað hæfni sina I reynslunotkun. (Þö er það nokkurn veginn vistað bandariska þingið mun aldrei samþykkja kaup á þvi mikla magni skriðdreka og þess sem þeim fylgir frá framleiðanda utan Bandarikj- anna). Bak við þessar yfirborös- áhyggjur má einnig greina vaxandi óróa — eða, ef til vill, óvissu og rugling — meðal bandariskra hermálasérfræð- inga, vegna sérlega hraös vaxtar hers- og hergagna- iðnaðar Vestur-Þjóöverja hin siðari ár. Þótt V-Þjóðverjar búi við einna höröust skilyröi allra vopnaframleiðenda, aö þvi er varðar útflutning vopna — þar sem meir en niutiu af hundraöi framleiðslu þeirra fer til bandamanna þeirra i NATO og heildar útflutningur á vopnum frá V-Þýzkalandi fer sjaldan yfir eitt hundraö milljónir dollara — þá hafa þeir engu að siður skapað verulega snjalla vopnalinu á mjög skömmum tima. Meiren sjötiu af hundraöi af búnaðiv-þýzka hersins er þeg- ar oröinn þýzkur (það sem ekki er framleitt i Þýzkalandi er aö mestu bandariskar orustuflugvélar). Þegar nýja Tornado-flugvélin kemur á markað.sem veröur bráðlega, verður búnaöurinn algerlega heimaunninn. Tornado er flugvél sem er ákaflega fjöl- hæf sem herflugvél, og er sameiginlega hönnuð af Þjóð- verjum, Bretum og Itölum. Vestur-Þýzkaland mun þá bætast I hóp þeirra fimm út- völdu rikja sem hanna og framleiöa sjálf allan þann búnað sem þarf til reksturs styrjaldar án kjarnorku- vopna. ÞÝZK VOPN eru þess utan meðal þeirra beztu I heimin- um. Leopard-skriödrekarnir hafa töluverða yfirburði yfir bæði bandariska og sovézka skriðdreka, að minnsta kosti við evrópskar aðstæður, og önnur vopn Þjóðverja eru einnig sérlega góö. útbúnaöur þeirra til loft- og sjóhernaöar er ennfremur sérlega góður. Þar sem sú stefna sem V-Þjóðverjar hafa fylgt um árabil, að láta sem minnst á sér bera á alþjóðavettvangi, er nú óðum að hverfa, hafa önnur þau riki, sem framleiöa vopn Istórum stil, fulla ástæöu til þess aö óttast samkeppni þeirra á alþjóðlegum vopna- markaöi. Það er skiljanlegt að áhyggjur vakni vegna þessa, eneinnig er þó þarna i bland- aö öörum ótta, hálf földum og aðeins aö hálfu leyti viíræn- um, sem full þörf er á aö draga fram I dagsljósið. Það er óttinn vegna ört vaxandi styrks V-Þjóðverja hernaðar- lega. Sfðan á árinu 1972 hafa herir V-Þjóðverja, án þess að I þeim hafi fjölgaö mönnum, þanizt út á tæknisviöinu og að þvf er varöar útbúnaö, þannig að nú er V-Þýzkaland orðiö aö raun- verulega ógnvekjandi hernaöarveldi i Miö-Evrópu.' Um þaö bil helmingi meir er nú af v-þýzkum vopnabúnaöi á mið-framlinu NATO en þar er af bandarfskum og fram- leiðslutækni Þjóðverjanna fel- ur i sér möguleika til enn meiri útþenslu. TIL DÆMIS má nefna það aö nú framleiöir V-Þýzkaland aðeins um það bil sama fjölda skriðdreka á mánuði og Bret- ar gera, þótt benda verði á að framleiösla Breta er að mestu til útflutnings, en ekki Þjóð- verja. Bretland og Bandarikin framleiða nú eins mikið af skriödrekum og iönaöur þeirra getur annað. Þjóðverj- ar, á hinn bóginn, gætu á sex mánuðum aukið skriðdreka- framleiöslu sina svo mikið að hún að minnsta kosti fimmfaldaðist og færi jafnvel fram úr skriðdrekafram- leiöslu Bandarikjamanna. ÞAÐ GETUR verið aö það teljist ruddalegt, en engu að siður er það sannast sagna, að mannkynssaga undanfarinna áratuga og þáttur Þjóðverja i henni hafa ekki skapaö traust á Þjóðverjum meðal nágranna þeirra og banda- manna. Þar aö auki eru rikj- andi ákaflega misjöfn viðhorf gagnvart skiptingu Þýzka- lands, þar sem Þjóðverjar þrá margir endursameiningu rikj- anna tveggja, en vinir þeirra og óvinir eru jafnan sammála um ágæti þess að landið sé skipt i tvo hluta, likt og á sér stað I dag. Þaö er að visu ekki verulega áriöandi i dag, en engu að siöur athyglisvert, að þegar forseti Frakklands, var fyrir nokkru að verja þá ákvörðun sina að halda áfram herskyldu i Frakklandi, lýsti hann þvi yfir að það væri áriöandi fyrir jafnvægi álfunnar að franski herinn væri jafn stór og sá v-þýzki. Þá er það einnig athyglis- vert að megin-ástæða Sovét- manna fyrir þvi aö taka þátt I viðræöum um gagnkvæma fækkun i herjum NATO og Varsjárbandalagsins, er sá möguleiki að þeir geti náð fram samningi um tak- markanir á stærð v-þýzka hersins i framtiðinni. Áhyggjur af þessu tagi eru að öllu leyti ósanngjarnar gagnvart þvi riki sem nú er fyrir hendi i V-Þýzkalandi, en það er meöal þeirra rikja sem sýna af sér hvað bezta hegðun á alþjóöavettvangi. Engu að siður er V-Þýzkaland og hernaöarmáttur þess orðinn mikilvægur þáttur i samskipt- um bæði innan Evrópu og milli stórveldanna i dag. (H.V. þýddi ogendursagði). Uggurinn gæti vaxiö, ef Frans Josef Strauss fengi völdin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.