Tíminn - 22.07.1976, Side 2
2
TÍMINN
Fimmtudagur 22. júlí 1976.
HÁSPENNA
LÍFSHÆTTA
-hs- Rvik. Reykjavikurborg spottanum áður en hann náði
hefur margt ungmenna i vinnu háspennulinunni) Drengurinn
yfir sumarmánuðina. t einum stirðnápi upp af hræðslu við
flokknum, sem vinnur við atburðinn og fékk þungar ákúr-
gróðurstörf rétt utan við borg- ur frá flokksstjóra sinum fyrir
iiiávskammt frá Rauðavatni, tiltækið.
voru^rengir, 15-16 ára, að störf- Hér skall hurð nærri hælum,
um I fyrradag ekki langt frá þvi ekki þarf að spyrja að leiks-
háspennulinu frá Búrfelli. Einn lokum, fái menn slikan straum i
drengjanna fann einangraðan sig. Er rétt að vekja athygli
vírspotta og slöngvaði honum þeirra, sem hafa eftirlit og um-
upp í háspennulínuna með þeim sjón slikra háspennulina, á
afleiðingum að logandi og fnæs- þessu atviki, og varpa jafn-
andi háspennustraum sló niður i framt fram þeirri spurningu,
jörð. hvort virspottár'af þessu tagi
Það varð honum til lifs, að liggi viðar á glámbekk með-
hann hafði sleppt taki á vir- fram háspennulinum?
Ármúli/Safamýri
í dag birtum við mynd af mótum Háaleitisbrautar-Ár-
múla/Safamýri, en þessi gatnamót urðu niundi mesti slysastað-
urinn I umferðinni i Reykjavik I fyrra.
Háleitisbraut hefur aðalbrautarrétt gagnvart Armúla og Safa-
mýri. Á árinu 1975 urðu á þessum gatnamótum 24 umferðaró-
höpp, þar af 3 slys.
Oft er erfitt að komast þvert yfir Háaleitisbrautina eða beygja
til vinstri af Ármúla og Safamýri. Bilstjórar stöðva því gjarnan á
miðju Háaleitisbrautar, milli eyjanna, e.t.v. 2-3 hlið við hlið. Þá
hindra þeir yfirsýn hvers annars og annarra, sem þarna fara
um.
Bilstjórar ættu ekki að aka yfir á aðalbrautina fyrr en þeir
telja sig komast það i einum áfanga.
Á þessum gatnamótum varð á þessu ári til 15. júni enginn á-
rekstur, en hins vegar hefur orðiðþar eitt slys á þessu ári.
Fjarðará í Seyðisfirði:
ÁÆTLUN GERÐ UM VIRKJUN
— 20 MW miðlunarvirkjun nálægt tvisvar sinnum
dýrari en okkar stærstu og hagkvæmustu virkjanir
-hs-Rvik. — Seyðfiröingar hafa
lengi haft mikinn áhuga fýrir þvl
aö virkja Fjarðará ogvið höfum
nýlega látið gera áætlun um slfka
virkjun, byggða á athugunum
sem gerðar voru, en þær athug-
anir voru heldur neikvæðar, mið-
að við okkar hagkvæmustu virkj-
anir, sagði Jakob Björnsson,
orkumálastjóri, er hann var
spurður um hugsanlega virkjun
Alþjóðlega skákmótið í Reykjavík:
Fimm erlendir stórmeistarar
hafa ákveðið að vera með
— kúbanzki stórmeistarinn Garicia hefur áhuga á
að taka þátt í mótinu og líka Miles og Kurajica
MÓL-Reykjavik. Undirbúningur
fyrir alþjóðlega skákmótið, sem
verður lialdiö I Rcykjavik dagana
23. ágúst til 15. sept. n.k., er nú i
fulium gangi. Fimm erlendir
stórméistarár hafa nú boðað
komu sína. Eru það þeir
Vladimar Ántoskin og Vladimar
Tukmakov frá Sovétr., Miguel
Najdorf frá Argentinu, Timmán
frá Hollandi og Westerinen frá
Finnlandi. Enda þótt ekki sé
alveg ijóst hvaða fleiri erlendir
skákmenn komi á mótið, þá þýðir
þaö ekki, að við eigum við erfiö-
ieika að striða, sagði Jón Briem
formaöur undirbúningsnefndar
mótsins. Við höfum marga góða
stórmeistara I huga og sumir
hafa þegar lýst sig fúsa til að tefla
á mótinu. Bandariska stór-
meistaranum Tarjan hefúr veriö
boðiö á mótiö, en við höfum
ekkert heyrt frá honum i lengri
tlma, þrátt fyrir Itrekaðar
skeytasendingar.
Þá hefur brezka stór-
meistaranum Miles veriö boðið á
mótið.enhann teflir sem kunnugt
er á IBM-mótinu I Hollandi þessa
dagana meb góðum árangri.
Miles getur því miður ekki gefiö
ákveðiö svar fyrr en 1. ágúst, en
hefur áhuga á mótinu, Viö
fengum bréf frá kúbanska stór-
meistaranum Garda þess e&iis,
að hann sé fús til að taka þátt i
mótinu og er það mjög gott að
heyra, þvi Kúbumenn halda mörg
sterk mót og þar af leiðandi hag-
kvæmt að hafa góö samskipti við
þá. Þá vitum viö einnig aö
júgóslavneski stórmeistarinn
Kura jica hefur hug á að taka þátt
i mótinu, væri honum boðið.
íslendingar, sem munu taka
þátt i mótinu eru þeir Friörik
Ólafsson, Guðmundur Sigurjóns-
son, Ingi R. Jóhannsson, Haukur
Angantýsson, Björn Þorsteins-
son, Helgi Ólafsson og Margeir
Pétursson. Ingvar Asmundsson,
sem hafði veriöboöin þátttaka, sá
sér ekki fært aö taka þátt I mót-
inu, en istað hans höfum við bobiö
Jóni Kristinssyni.
Fjárhagslegur grundvöllur
mótsins er auðvitað enn óljós, þar
sem svo stór hluti teknanna er að-
gangseyririnn. Við fáum ein-
hverja styrki, gefum út fyrsta
dags stimpla, seljum minjagripi
og fleira svipað. Þá höfum við
happdrætti I huga, og jafnvel
getraunir eins og gert var á al-
þjóðamótinu 1970.
Aö lokum sagði Jón okkur, að
leyfi hefði fengizt til að halda
mótið I Hagaskólanum I Reykja-
vík.
Fjarðarár i Seyðisfirði.
— Kostnaðaráætlun hljóðaði
upp á rúma 4 milljarða miðað við
20 megawatta miölunarvirkjun
og er það nálægt tvisvar sinnum
dýrara en stærstu og hagkvæm-
ustu virkjanir okkar, sagði Jakob
ennfremur — sem er aö vísu ekk-
ert verri útkoma en við margar
okkar smærri virkjanir.
— Mitt álit er hins vegar það,
að við eigum að geyma okkur
sllkar minni virkjanir, meðan við
höfum úr betra að velja, sagði
Jakob, og bætti þvl viö, aö orku-
lega séð væri Fjarðarárvirkjun
ekki stórkostlegt hagsmunamál
Seyðfirðinga, en á hinn böginn
skapaöist mikil atvinna við sllka
virkjunarframkvæmd.
Hann sagöi að lokum, að ef
bornar væru saman okkar
stærstu virkjanir s.s. við Búrfell
og Sigöldu, Bessastaðaárvirkjun
og svo Fjaröarárvirkjun, þá
mætti likja þeim fyrstnefiidu við
rjóma, Bessastaðaárvirkjun við
nýmjólk en Fjarðarárvirkjun við
undanrennu. Gæti þessi viðmiðun
ef til vill að einhverju leyti skýrt
hagkvæmnismuninn.
Þess má geta, að gert er ráð
fyrir aö Bessastaöaárvirkjun
verði um 32 megawött, en Lagar-
fossvirkjun er aðeins 7.5 mega-
wött.
Sendiherra í
Washington og
áfram ráðu-
nautur í haf-
réttarmálum
HANS G. Andersen hefur af-
hent Gerald Ford, forseta
Bandarikjanna, trúnaðar-
bréf sitt sem sendiherra Is-
lands í Washington, D.C.
Jafnframt sendiherra-
starfinu I Washington hefur
Hans G. Andersen verið falið
að gegna áfram starfi sem
ráöunautur utanríkisráðu-
neytisins i hafréttarmálum,
og sem formaður Islenzkra
sendinefnda á hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna.
JJJ
Ld
lr
i
rzS
ÍMl
OJ f
JLÍJL
Ágæt veiði i
Flókadalsá
— Ég er alls ekki óánægður
með veiðina, sem hefur bara
verið mjög sæmileg, sagði Ingv-
ar Ingvarsson, Múlastöðum I
gær, og áleit að nú væru komnir
að llkindum jafn margir laxar á
land og á sama tima i fyrra, eða
um 140-160 laxar. Laxveiðimenn
þeir sem byrjuðu veiði kl.
tvö á þriðjudag og veiddu á
þrjár stangir, fengu strax átta
laxa fyrsta daginn. — Það er lax
um alla á, og þó að hún sé
kannski ekki alveg eins lifleg og
i tyrra, þá er ekki yfir neinu að
kvarta, sagði Ingvar. Þá sagði
hann einnig að veiðimennirnir
sjálfir væru mjög misjafnir,
þeir sem eitthvað kynnu að
veiða fengju lax, og þvi væri
veiðin mikið undir þeim sjáifum
komið. Eins stunda þeir veiðina
misjafnlega mikið. — Þyngsti
laxinn sem enn hefur fengizt
reyndist 12 pund, nokkrir yfir
tiu pund hafa veiðzt en annars
er þyngd þeirra allt niður I f jög-
ur pund. Mjög gott vatn er i ánni
eins og er.
Treg veiði
að undanförnu
i Norðurá.
VEIÐIHORNIÐ fékk þær
upplýsingar i veiðihúsinu við
Norðurá i gær, að veiðin heföi
verið treg að undanförnu, en
virtist þó eitthvað vera að byrja
að glæðast. Veiðimennirnir urðu
himinlifandi I gærmorgun, þeg-
ar byrjaði að rigna eftir hitana
og góðviðrið að undanförnu. A
hádegi I gær voru komnir 374
laxar á land frá 1. júli, en sam-
kvæmt bókum VEIÐIHORNS-
INS frá þvi I fyrrasumar, sést
að sama dag og eftir jafnlangan
tima,höfðu alls 530 laxar veiðzt.
Veiðin að glæðast
i Viðidalsá
Gunnlaug ráðskona i veiði-
húsinu sagði i gær, að svo virtist
sem veiðin væri heldur að glæð-
ast og nefndi sem dæmi að I
gærmorgun hefðu 14 laxar
veiðzt, allir nýgengnir. Gunn-
laug sagði að á hádegi i gær
hefðu alls 225 laxar verið komn-
ir á land. Heldur er þetta slakari
veiði en á sama tima I fyrra, en
samkvæmt bókum VEIÐI-
HORNSINS má sjá, að 24. júli
var veiðin orðin um 350 laxar,
en þess ber að geta að þá hafði
verið veitt tveim dögum lengur
en nú.
Þyngsti laxinn sem enn hefur
verið landað I sumar, reyndist
19 pund. — Laxveiðimennirnir
hér segja að það sé mikill lax I
allri ánni, sagði Gunnlaug, að
visu finnst þeim fulllitið vatn i
henni, og eins hefur hún verið
fullheit, en fer kólnandi núna
með kólnandi veðri. — Þá sagði
Gunnlaug, að það holl laxveiði-
manna sem hóf veiði á laugar-
dag, hafði fengið alls 59 laxa i
gærdag, og er ekki annað hægt
en að telja það mjög gott.
37 laxar á
einum degi úr
Laxá i Aðaldal
— Veiðin hefur gengið ágæt-
lega undanfarna daga og viröist
þvi vera farin að glæðast tölu-
vert, sagði Helga Halldórsdótt-
ir, ráðskona i veiðihúsinu við
Laxá i Aðaldal i gær. I gær var
dumbungsveður við ána og
heldur hefur kólnað I veðri, sem
gerir það að verkum að vatnið I
henni er ekki eins heitt og verið
hefur að undanförnu. Helga
sagði að samkvæmt veiðibók-
inni i veiðihúsinu að Laxamýri,
hefðu laxveiðimennirnir fengið
allt að 37 löxum á dag, sem er
mun betra en var i siðustu viku,
þegar þeir fengu aðeins 2-3 laxa
á dag. — Laxinn er yfirleitt
mjög vænn, en ekki hefur verið
reiknuð út meðalþyngd hans. Sá
stærsti sem veiðzt hefur reynd-
ist 21 pund, sagði Helga.
Á hádegi á miðvikudag höfðu
alls veiðzt 483 laxar, og ef litið
er I bækur VEIÐIHORNSINS
frá I fyrrasumar, sést að þann
18. júli voru 480 laxar komnir á
land, og sex dögum seinna eöa
24. júli 1975, voru komnir 680
laxar.
Stóra Laxá
i Hreppum
Þrátt fyrir itrekaðar tilraun-
ir, hefur VEIÐIHORNINU ekki
tekizt að ná I neinar nýjar veiði-
fréttir úr Stóru Laxá, en að sögn
Jóns Sigurðssonar i Hrepphól-
um, var veiðin mjög léleg fyrst,
en hún hófst 21. júni. Áin var I
miklum vexti framan af, og
vatnið i henni kalt, en eitthvað
mun þetta hafa lagazt að undan-
förnu. Vatnið er nú hæfilega
mikið og hitastig i þvi gott. Veitt
er á 10 stangir á f jórum svæðum
i ánni, —gébé—