Tíminn - 22.07.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.07.1976, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 22. júlí 1976. kFk FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT' fyrir gæði Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 RAFDRIFIN BRÝNI Brýning tekur aðeins 1—2 minútur. Stærö aöeins 25x20x15 sm. EINNIG: 30 tegundir Victorinox hnlla — ryöfritt stál með Nylon sköftum. ÁRNI ÓLAFSSON & CO. .. 40088 ZS* 40098—^ ^ALLAR TEGUNDIR FÆRIBANDAREIAAA FYRIR Einnig: Færibandareimar úr ryöfríu og galvaniseruöu stáli Æðið er runnið af Amin Reuter, Nairobi. — Idi Amin, forseti Uganda, var i gær, i því friðsamlegasta sálar- ástandi sem komið hefur yfir hann siðan Israelar fram- kvæmdu björgunarleiöangur sinná Entebbeflugvelli fyrr i þessum mánuði, og tilkynnti hann þá aö hann ætlaði að skila flugvélinni sem rænt var yfir Grikklandi aftur til Frakka. Hann fór þess einnig á leit við nágrannarfki Uganda, Kenya, sem hann raunar hefur hótað undanfarið að gera sprengjuárásir á, vegna ætlaðrar þátttöku þeirra i björgun gislanna hundrað af Entebbe-flug- velli, að það sem liðið er i samskiptum landanna verði látið falla i gleymsku. Fór Amin þess á leit i sim- skeyti sem b-unn sendi Jomo Kenyatta, forseta Kenya, en i skeytinu lofaði hann ennfremur hátiðlega að áróöur gegn Kenya myndi ekki framar koma frá Uganda. Um siöustu helgi hótaði Amin að sprengja heimili Kenyatta forseta i Nakuru i loft upp. Nýjar loftþéttar umbúðir Reuter, Salisbury,— Kinverskar handsprengjur voru notaöar á þriðjudagskvöld i sprengjuárás- um skæruliöa á næturklúbba og veitingastaði i Salisbury I Ródesiu, að þvi er lögreglan þar skýrði frá i gær. Arásir þessar voru upphaf nýs þáttar i skæruhernaði þeldökkra i landinu. Þeldökkir þjóðernissinnar, sem reyna að koma frá völdum rikis- stjórn hvita minnihlutans i Ródesiu, hafa til þessa rekið skæruhernað sinn i dreifbýli, að mestu i héruöunum nálægt austur- og norö-austur landa- mærum landsins, það er landa- mærum þess við Mosambik. Ef til áframhaldandi skæru- hernaöar i þéttbýli kemur, gæti það orðiö til þess að setja alger- lega nýjan svp á átökin milli pel- dökkra og hvitra i landinu. Lögreglan i Ródesiu vildi ekki i gær fullyrða að sprengingarnar væru verk þeldökkra skæruliða, en haft var eftir háttsettum embættismanni aö vissulega væru þær skæruhernaður. I veitingahúsinu Pink Panther voru verkamenn i gær aö hreinsa burt brak og gera við gat á vegg eftir handsprengju sem varpað var inn um glugga á veitingahús- inu. Þrjátiu manns sátu að máls- veröi i veitingahúsinu þegar sprengingin varð, en aðeins einn, Andrew Craign, nitján ára, meiddist alvarlega. Hann liggur á sjúkrahúsi með alvarleg meiðsl á hálsi og höfði. Eigandi Pink Panther veitinga- hússins, Ola Bordulak, sem varð fyrir smávægilegum meiðslum á fótleggjum sagði að i dag myndi starfræksla veitingahússins fara fram með eðlilegum hætti og aö lögreglan heföilofað hennivernd. Um það bil tvo kilómetra frá veitingahúsinu sprakk hand- sprengja undir bifreið sem stóð fyrir utan næturklúbbinn La Boheme, en þar urðu litlar sem engar skemmdir og enginn meiddist. Yfirvöld i Ródesiu höfðu áöur varað við þeim möguleika að til aðgerða skæruliöa gæti komiö i þéttbýli i landinu og höfðu þau myndaö sérstakar sveitir þjóð- varðliðs til þess aö mæta slikum aðgerðum, ef til þeirra kæmi. Hópar sérstakra varðmanna hafa gengiö eftirlitsferðir um Salisbury, einkum úthverfi henn- ar, en flestir þeirra hafa til þessa aöeins veriö vopnaðir kylfum. I Callaghan um morðingja brezka sendiherrans í Dublin: Við verðum að uppræta þá, eða þeir uppræta okkur Reuter, London. —■ James Callaghan, forsætisráðherra Bretlands, sagði i gær að menn þeir sem réðu af dögum sendi- herra Bretlands i Dublin, væru sameiginlegir óvinir Bretlands og Irska lýðveldisins og rikis- stjórna þeirra og þá þyrfti að uppræta. I yfirlýsingu sem hann gaf felmtri slegnum þingmönnum neðri deildar brezka þingsins i gær sagöi forsætisráðherrann, að hann hefði sjálfur valið Christopher Ewart-Biggs sendi- herra, til þess aö gegna stöðunni á Irlandi, sem hefði verið ákaf- lega viðkvæm, en utanrikis- ráðuneytið hefði viljað senda hann annað. Sagði Callaghan að Elizabeth drottning, sem er I Montreal, viðstödd Olympiuleikana þar, hefði lýst hryllingi sinum vegna 'morðsins á sendiherranum. Sendiherrann, sem þar til ný- lega var við sendiráð Bretlands i Paris, tók viö stöðu sendiherra i Dublin fyrir tveim vikum siðan. Hann lét lifiö I gær- morgun, þegar jarösprengja, sem skæruliðar höfðu komið fyrir, sprakk undir biíreiðhans I útjaðri Dublin. Kona úr utanrikisþjónustunni lét einnig lifið i sprengingunni. An þess að tilnefna skæruliða- samtök þau sem ábyrg eru sagð- ir Callaghan i gær: — Þessir vesælu menn eru sameiginlegir óvinir rikisstjórna beggja land- anna, og raunar alls þess siðmenntaöa fólks sem óskar eftir að fá að lifa i sátt og sam- lyndi á Bretlandseyjum. Og Callaghan bætti við: — Þessir menn eru einskis vinir — þeir eru sameiginlegir óvinir okkar, og við veröum annað hvort að uppræta þá eða þeir uppræta okkur. Ég öfunda menn þessa ekki, þvi þeir þurfa að burðast meö samvizku sina og hatur. — Callaghan skýrði frá þvi I gær að irski forsætisráðherrann, Liam Cosgrave, heföi lofað þvi að allt yrði gert til þess að koma lögum yfir morðingjana. Irski leiðtoginn hringdi til brezka forsætisráðherrans i gær, og vottaði honum samúð sina. Hann lagði við það tæki- færi áherzlu á þá ætlun Ira að vernda lif brezkra borgara sem staddir eru innan landamæra írska lýðveldisins. Leiðtogi stærsta stjórnarand- stöðuflokksins á brezka þinginu, íhaldsmannaleiðtoginn Margaret Thatcher, sagði I gær: — Við. vitum ekki hverju skæruliðarnir ætluðu að ná fram með verknaði þessum, en þetta mun ekki veikja þá afstöðu okk- ar að uppræta hermdarverka- starfsemi með hverjum þeim ráðum sem tiltæk eru. — Sagði hún flokk sinn hrylla við atburðum þessum. Friðargæzluherinn í Líb- anon virkurá ný - Palest- ínar senda til Damsakus ÁRNI ÓLAFSSON & CO. . 40088 s 40098—— Skæruliðar í Ródesíu dreifa aðgerðum sínum: Færist nú barátta þeldökkra frá landamærum til borga? Rauða stjarnan er í raun rauð Reuter,Pasadena. — — „Rauða Plánetan”, eins og Mars hefur verið nefnd, er i raun og veru rauð. Það kom i ljós þegar bandariska Mars- ferjan Viking sendi sinar fyrstu litmyndir til jarðar i gærdag, en þær sýndu að grýtt landslagið á lendingar- stað hennar er fallega brún- rautt, likt og margar eyði- merkur i Bandarlkjunum og Astraliu. Dr. Thomas Mutch, yfir- maður yfirborðs-ljósmynd- unardeildar Viking-áætlun- arinnar, sagði að myndirnar hefðu borizt klukkan um þrjú i gærdag. — Það er ákaflega spenn- andi að sjá þennan ákveðna rauða lit á yfirborði plánet- unnar, sagði hann. — Þetta er svo undarlega likt jörðinni sjálfri, en engan veginn svipað tunglinu, bætti hann við. . Staðfesting tækjg Viking- ferjunnar á þvi að köfnunar- efni fyrirfinnst á Mars, þýðir i raun að þar eru til staöar þau fjögur efni sem I sam- einingu mynda lifandi efni, eins og við þekkjum það úr dýra- og plönturiki jarðar- innar. Þetta þarf þó ekki að þýða að lif fyrirfinnist á Mars, en eykur engu að siður nokkuð á möguleikana á þvi. Mars er sú pláneta i sól- kerfi okkar sem er likust jörðu, og visindamenn álita að ef lif i einhverri mynd fyr- irfinnst þar, gæti það vel verið nokkurs konar frum- stæð mynd þess sem við þekkjum hér á jörðu. Þess vegna er staðfesting á tilvist allra fjögurra lifefn- anna á Mars mikilvæg. Sú spurning er nú knýandi hvort þessi fjögur efni geta hafa haft, á einhverjum tima, myndað lif, likt og hlýtur að hafa gerzt á jörð- inni. Sumir visindamenn telja að það litla köfnunarefni sem finnst i andrúmslofti Mars (rétt um þrir af hundraði) geti verið leifar mun þykk- ara andrúmslofts, sem ein- hverntima hefði svo losnaö frá plánetunni eða eyðzt, og þá um leið eytt lifi á henni. Þegar Viking-ferjan tekur til við rannsóknir á jarðvegi plánetunnar, gætu svör við slikum spurningum komiö i ljós. , Vörubíladekk •J KAFFID frá Brasiltu Reuter, Beirút. — Sendinefnd Palestinumanna fór I gær til Damaskus, stuttu eftir að hér- menn úr friðargæzluher Araba- bandalagsins flutti sig til stöðva meöfram vegi þeim sem tengir yfirráðasvæði hægri-manna og vinstri-manna i Beirút. Hermenn Saudi-Arabiu úr frið- argæzluhernum, með hvita hjálma sem aðgreiningatákn frá öðrum vopnuðum sveitum i Beirút, fengu yfir sig mikla sprengjuhriö þegar þeir nálguð- ust veg þennan. Enginn hermannanna meidd- ist, en einn borgari lét lifið og fjórtán særðust i sprengjuhriðinni nálægt Barbir-sjúkrahúsinu i Beirút. Um miðjan dag I gær bárust svo fregnir af þvi, að hverfið væri ról- egt að nýju og umferð meiri um veginn milli ýfirráðasvæðanna. Fimm manna sendinefnd Pal- estinuaraba hélt I gær til Dam- askus til viðræðna við forseta Sýrlands Hafez al-Assad. Sagðist forsvarsmaður sendi- nefndarinnar vonast til þess að för hennar gæti greitt leiðina til friðar i Libanon. Sýrlandsforseti hélt á þriðju- dagskvöld ræðu þar sem hann sakaði Palestinumenn um að brjóta loforö sin hvað eftir annað, og standa ekki við gerða samn- inga. Talið er að orð forsvars- manns Palestinusendinefndar- innar hafi verið viðbrögð við þeirri ræðu, en hann sagði að Frelsishreyfing Palestinu (PLO) hefði ákveðið að stiga tiltekin skref, i þeirri von að það mætti greiða fyrir friðarmöguleikum i Libanon. Stærö 1100-20/ 14PR KR. 57.600 - ■ Stærö 1000-20/16PR KR. 47.980 AMEÐAN BIRGÐIR ENDAST Auk þess eigum við fyrirliggjandi stærðirnar: 1000 - 20 900 - 20 825 - 20 í bæði fram- og afturhjólamynstrum Góðir greiðsluskilmálar — eða staðgreiðsluafsláttur. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/F AUOBREKKU 44 46 SÍMI 42606

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.