Tíminn - 22.07.1976, Síða 4
4
TÍMINN
Fimmtudagur 22. júll 1976.
Vélarnar
taka
Önnum kafin
konungsfjölskylda
Þegar fyrsta áætlunarferð
brezku Concord-þotunnar var til
Bandarikjanna, 24. mai 1976, þá
undruðust margir það, að
enginn frá brezku konungsfjöl-
skyldunni kom þar fram, eöa
þáði boö aö fara I þessa merkis-
ferð. Margar fyrirspurnir komu
fram i brekzum blöðum, og að
siðustu svöruðu forsvarsmenn
Concorde-þotunnar opinberlega
og sagði I svari þeirra, að þeir
höfðu upphaflega ætlað að fá
Charles krónprins sem heiðurs-
gest i förina, en hann var upp-
tekinn við skyldustörf I hernum.
Siðan var reynt við önnu
prinsessu, en hún var- önnum
kafin við að æfa fyrir kappreiö-
ar. Drottningin sjálf og maöur
hennar voru að undirbúa ferö
sina til Finnlands. Þetta svar
var tekiö gott og gilt, en á bak
við tjöldin var sagt, að konungs-
fjölskyldan hefði sem minnst
viljað koma nálægt Concorde-
fluginu, bæði vegna þess aö
persónulega hefðu þau heldur
imugust á þessu fyrirhugaða.
flugi, vegna mengunarhættu, og
einnig vegna þess, að flestir
spáðu þvi, að flug þetta yrði
fyrir mikilli gagnrýni, og jafn-
vel yröu einhver mótmæli I
sambandi við það, og þá vildi
hin konunglega fjölskylda helzt
vera laus við að koma þar
nærri.
völdin
Sifellt minnkar sá iðnaður, þar
sem mannshöndin vinnur verk-
ið, en vélarnar taka við. A
sumum sviðum þykir þetta ekki
horfa til framfara, og nú er svo
komið i Bretlandi, að menn sjá
fram á það, að hið fræga hand-
ofna Harristveed-ullarefni fer
að verða illfáanlegt. Vefnaöur
þess hefur aðallega fariö fram á
Hebride-eyjum við Skotland, en
nú hefur góðum vefurum farið
svo fækkandi, að til vandræða
horfir. Gamla fólkið fellur frá,
og unga fólkið leitar burtu i
aðra, arðbærari vinnu. Vefarar
á eyjunum voru fyrir nokkrum
áruni taldir vera um 1300 en eru
nú 550.
Farið er að vinna tweed-efnin i
ullariðnaðarvélum, en brezk lög
banna það, að vélunnið ullar-
efni, sé kallað Harristweed, þótt
hráefnið sé það sama.
Hneyksli í Hvíta húsinu árið 1910
William Howard Taft var 27.
forseti Bandarikjanna. Hann
var kosinn forseti árið 1908.
Hann hafði áður veriö blaða-
maður, lögfræðingur, dómari og
gegnt mörgum opinberum em-
bættum. Það atvik gerðist i
veizlu einni, sem hann hélt árið
1910 i Hvita húsinu, að eiginkona
rússneska sendiherrans i
Bandarikjunum bað forsetann,
að gera svo vel að gefa sér
vindling. Þá þótti þetta alveg
frámunalega hneykslanlegt af
konu i hennar stétt og stöðu, þvi
að konur höföu ekki sést reykja i
Bandarikjunum á opinberum
stöðum, — en áður höfðu
evrópskar konur gert þó nokkuð
að þvi að reykja, svo maður tali
nú ekki um neftóbaksnotkun,
sem þar þótti fin — i laumi —
fyrir finar konur. Taft forseti
brást riddaralega viö, og bauð
frúnni sigarettu og kveikti
meira að segja i henni fyrir
frúna. Þetta vakti svo mikla at-
hygli og umtal, að það var
málað málverk af þessum at-
burði, þegar Taft kveikti i siga-
rettunni fyrir ambassadors-
frúna, og birtist mynd af þvi i
bandarisku timariti nýlega, og
þar endaði frásögnin á þessa
leið — Taft var ekki endur-
kjörinn forseti!
— Þaö er ekkert varið I þetta
fyrir þig, Jónatan, það er konan
þln.
— Og hvað getur hann gert fyrir
utan að leggja undir sig heiminn.
DENNI
DÆMALAUSI
„Meinið þið aö ég sé með svona
skrapatól innan I mér.”