Tíminn - 22.07.1976, Qupperneq 6

Tíminn - 22.07.1976, Qupperneq 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 22. júll 1976. ■m Mynd þessi er úr norskum leiöangri er fór til Suður- skautsins áriö 1970. Búöirnar voru einfaldlega kallaöar — Noregur 2 — 1 baksýn eru H.U. fjöll, nefnd eftir leiöangurs- stjóra stofnunarinnar. Olíuborun á Suðurskautslandinu verður eitt aðalmálið á ráðstefnu i Osló á næsta ári Nansen-stofnunin i Noregi hefur nú fengið fyrirskipanir um að undirbúa enn eina ráð- stefnu um Suðurskautslandið. 1 þetta sinn veröur umræðuefnið tæknileg vandamál við nýtingu auðlinda á svæðinu. Að sögn yfirmanns rannsóknadeildar stofnunarinnar er möguleiki á þvi, að ráðstefnan veröi haldin i upphafi næsta árs, en yfir- maöurinn Finn Solle, er sjálfur nýkominn af tveggja vikna löngum fundahöldum i Paris og þar var Suðurskautslandið aöal- umræöuefnið. Ahugi ýmissa landa á Suður- skautinu verður æ meiri með hverjum deginum. Hins vegar eru það eingöngu tólf lönd, sem eta talizt stjórna þessu rjóstruga og óyndislega land- svæði. Stjórnvöld þessara landa standa fyrir ráðstefnum og fundum um visindalega nýtingu Suðurskautsins, og var fundur- inn i Paris einn af þeim. Hins vegar var Parisarfundinum skipt i tvo meginflokka. í öðrum var fjallað um visindalegar rannsóknir og vandamál þeirra en i hinum um póiitiska hlið málsins. Fundirnir voru lokaðir en samkvæmt frásögn Solle, þá skapa pólitisk vandamál og kröfur mun meiri vandræði en þær visindalegu. — Það voru allir sammála um, að lifriki Suðurskautsins mætti ekki skaða á nokkurn hátt. Við vitum heldur ekki um hvaöa áhrif það gæti haft á lifiö I heiminum yfirleitt, ef einhver stórvægileg spjöll væru unnin þar, sagði Solle. Af þeirri ástæðu er lögð rik áherzla á aö finna út hvaða áhrif það gæti haft, ef þarna væru sett upp ýmis þau tæki, sem nauðsynleg eru i framleiðslu t.d. á oiiu. Hins vegar er ég sjálfur frekar svart- sýnn á að hægt sé að setja upp nokkurn stóran iönaö á þess- um slóðum. Hvað viðkemur nýtingu auð- linda, svo sem fiskimiða, þá má um þau segja, að þar er hægt — á pappírnum, — að fiska eins mikið og nú er gert I öllum heiminum. Rannsóknaleiðangr- ar frá mörgum löndum eru að gera tilraunir með mismunandi veiðiaðferðir, bæði á venjuleg-, um fisktegundum svo og fæðu þeirri er hvalir hafa gjarnan haft sér til matar. En þessi veiðisvæði eru langt frá öllum mörkuðum, og það kostar mjög mikið fé að koma fiskinum tii hafna. Ástæðurnar fyrir þvi hversu mikið er til þarna af hvalátu,eru augljósar. Eins og allir vita hefur hvalstofninn beðið mikið afhroð á undanförn- um árum, og þarna hefur mis- ræmi skapast. Það getur sagt okkur svolitið um þróunina, að þýskur togari veiddi hvorki meira né minna en 20 tonn af átu á einni klukkustund. Þá segir þaö sig sjálft, að þegar 200 milna landhelgin verður samþykkt af þjóðum heimsins, veröa gömul og gróin fiskimið lokuð fyrir mörgum þeirra. Það má þess vegna gera þvi skóna, að á hafsvæöin i kringum Suöurskautið verði lit- ið með miklum áhuga sem veiðivæöi. Hvað varöar nýtingu land- svæða pólsins, þá eru sér- fræöingar sammála um, að einu nýtanlegu efnin séu þau, sem eru verulega eftirsótt I dag. T.d. úranium, gull, nikkel, króm og demantar. En hvort þessir málmar finnist I umtalsverðum mæli er ekki enn vitað. Við höf- um vitneskju um nokkuö magn af kolum og járni.en vinnsla þfosara efna er bæði erfið og dýr, þannig aö óvíst er að hún borgi sig. Olia virðist vera á þó nokkr- um svæöum. Visindalegar boranir hafa sýnt fram á aö undir niðri er gas, þannig að gera má sem sagt ráö fyrir oliu. Um oliuboranir fyrir utan strönd suðurskautsins verður m.a. fjallað á ráðstefnunni I Noregi á næsta ári. Um þaö er mikið deilt hversu mikið liggi á þvi aö koma á yfir- stjórn með Suðurskautslandinu stjórn sem gæti bæði haft um- sjón með svæðinu frá náttúru- verndarsjónarmiöi og eftirliti með fjárfestingum landa, sem, teljá sig hafa rétt til afskiþta. Nokkur lönd hafa engan áhuga á þessum málum, en það eru einkum þau lönd, sem hafa ekki fjármagn til að standa straum af framkvæmdum. Hins vegar hafa rikari lönd og meira tækni- vædd sýnt þvi mikinn áhuga að koma á fastri yfirstjórn til að hafa umsjón meö landsvæöinu. 1 dag er sem sagt engin samning- ur til, sem kveður á um, hvað megi — og hvað sé bannaö. Sum landanna leggja þá merkingu i það að allar framkvæmdir séu bannaðar. önnur vilja túlka samningsleysiö þannig, aö úr þvi að enginn sé samningurinn þá hljóti allt að vera leyfilegt. Eitt vandamálið, sem lönd þau, sem hafa þegar fengiö sneið af kökunni standa fyrir, er það, hvort þau hafi yfirleitt nokkurn rétt tilaðivera þarna. Sum lönd, sem ekkí hafa neitt meö Suðurskautslandið að,gera, hafa varpað fram þeirri spurningu, hvort þau alveg eins hafi ekki Finn Solle, yfirmaður Nansens stofnunarinnar. rétt til þess. — Það hafa allir jafnan rétt til að gera tilkall til landssvæða á Suöurskauts- landinu segir Finn Solle, en að þvi tilskyldu, að viðkomandi taki þátt i þvi rannsóknastarfi sem þar fer fram. Mikilvægasta spurningin varðandi Suðurskautslandiö er sú, hvernig verðmætum þeim, sem þar kunna að finnast, verð- ur skipt. — Það er min skoðun, sagði Finn Solle, að afrakstur fram- kvæmda á Suðurskautslandinu skuli skiptast á milli landa, en renni ekki til einhvers sérstaks lands eða félags. (lausl. þýtt og endursagt: ASK) % GRÆNLANDS MAPPA Enn heldur áfram útgáfu- starfsemi HAFNIA-76. Út hefir veriö gefin sérstök mappa með grænlenzkri póstsögu. Inni- heldur þessi mappa m.a.: 1) Sér-örk meö merkjum Konunglegu Grænlands- verzlunarinnar frá 200 ára af- mælinu, 1 króna og 2 krónur. Eru merkin stimpluð með dag- stimpli verzlunarinnar I Kaup- mannahöfn, 29. 2. 1976. örkin er Sorttryk Isbjorn med unger. Udgivet 19. februar 1976 KALATDLIT nunát j£S>I<-7~----.. 5kr. GR0NLAND Black Print Polar Bear with Cubs. Issued 19th February 1976 Svartprentun 5.00 króna merkisins. árituð með kveöju Hans C. Ch r is ti a ns e n, forstjóra verzlunarinnar og G. Kasper- sen, póstmeistara Grænlands. 2) Fyrsta opinbera svart- prentunin af grænlenzku fri- merki, ‘er gerð af 5 króna merkinu með isbirninum og ungunum tveim, sem út kom 19. 2. 76, teiknað af Jens Rosing. Danska frimerkjaprentsmiöjan hefir gert þessa svartprentun eftir upprunalegri prentplötu. Auk þess getur að lita texsta á dönsku og ensku. Er þetta eins- konar minnaörk. Upplag svart- prentsins er aðeins 25,500, en eftir alþjóöareglum hefir það ekki gildi sem burðargjald. 3) Ljósprentun af bréfi frá kónginum til J. Severin, dagsett 20. 4. 1737 ásamt svari frá 27. 4. 1737. Þar er rætt um bréfa- skoðun. 4) „Instrukser fra Direktoratet for Den kongelige grönlandske Handel”, forsiða og paragraf 55 frá 1873. Þar eru i nánari reglur um póstrekstur- inn. 5) Kópía af bréfi fra 25. 4. 1905, frá stjórn konungs- verzlunarinnar um útgáfu Pakka-Portó merkjanna. 6) Verölisti frá 1920 yfir póst- flutninga meö kajak milli hinna ýmsu póststöðva sem þá voru. 7) Fæöingar vottorð grænlenzka póstsins, i nútima- skilningi. Tilskipunin frá for- sætisráðuneytinu, dags. 17. 9. 1938, um útgáfu frimerkja fyrir Grænland. Er þetta ljósprentun af bréfi Th. Stauning, sem ekki var óþekkt persóna hér á landi á sinni tiö. 8) Ljósprentun af fyrir- mælunum, sem fylgdu þessu bréfi. Þar er tekiö fram hvenær nota skuli frimerki, gjaldfrelsi opinberra bréfa, um vanborguð bréf o.fl. 9) Skrá yfir helztu burðar- gjöld og breytingar þeirra, frá 1938-1976. 10) örk með myndum af 16 fyrstu pósthúsunum og stimplum þeim er þau notuöu, en stöðvarnar voru stofnaðar á árunum 1938-1939. 11) Þýðing gotneska handrits- ins á dönsku og þýðing allra skjalanna á ensku. Af ofanskráöu má sjá, að ekki er svo litið lagt í póstsögu, sem sögö er i möppu þessari. Það er meira virði fyrir safnara hvers lands en hægt er að lýsa I stuttu máli, að fá svona aðgang að upprunalegum skjölum um póstsögu landsins, sem þeir safna. Hafnia hefir svo sannar- lega riðið á vaðið um svona út- gáfustarfsemi, sem gjarnan mætti taka upp viöar. Henrik Eis, frkvstj. HAFNIA-76 tekur við svartprentinu frá fri- merkjaprentsmiðjunni. Frá vinstri. R. Sundgard, forstj. fri- merkjaprentsmiðjunnar. Henrik Eis, frkvstj. HAFNIA- 76. G. Kaspersen, póstmeistari Grænlands.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.