Tíminn - 22.07.1976, Qupperneq 8
8
TÍMINN
Fimmtudagur 22. júll 1976.
Fimmtudagur 22. júlí 1976.
TÍMINN
9
/■
V
Starlsmenn teiknistofunnar máttu vart vera aö þvi að láta mynda sig.
Fremst situr Sigurbjarni Guðnason, fyrir aftan hann t.v. cr Björn
Helgason, Þá Gunnar S.V. Jónsson, byggingameistari, sem staddur
var á stofunni og talandi I simann er Sigurður Ingi Ólafsson.
Líkan af vcrðlaunatillögu þeirra félaga um skipulag Eiösgrandans. Þar sem hringirnir mætast eru
sameiginlegar þjónustumiðstöðvar s.s. heilsugæzla, lækningastofur, bókasafn, verzlun, vinnusalir og
fönduraðstaða. Minnstu íbúðirnar eru staðsettar næst þessum kjarna og er gcrt ráð fyrir að þar verði
einkum aldrað fólk. Sameiginlegt sauna verður fyrir hverja ibúðareiningu. Engin bilumferð verður
innan hringjanna, en þar veröa vel skipulagöir garðar.
Helgi Hjálmarsson er mikill náttúruunnandi. Kemur það ekki aðeins
fram i hugmyndum hans um samsvörun arkitektúrs og umhverfis,
heldur fer hann iðulega i gönguferðir með konu sinni Marie Hreins-
dóttur og tikinni Gigju. Myndin er tekin fyrir utan heimili þeirra hjóna.
bandi, án hugsunar. Nægiri'þessu
sambandiað benda á nýjuhverfin
hér f Reykjavik. Nú er svo korhið
að fáir hugsa sér að búa til fram
búðar I þessum húsum. Litdð er á
dvölina í fjölbýlishúsinu sem
áfanga I eitthvað stærra og
meira. Þetta hefur svo það I för
með sér, að mikil hreyfing er á
fólki i þessum hverfum. Hverfin
ná því aldrei að skjóta rótum og
getur hver maður séö fyrir þau
vandamál sem af þvi leiöa.
A Eiðsgranda er reynt að koma
til móts við þessi vandamál.
Ibúðareiningarnar eru sjálfstæð-
ari, truflun minni t.d. vegna að-
greindra og stigahúsa og sérinn-
ganga. Svalir eru stærri svo að
likja mætti þeim við lítinn garð.
Lóðin er skipulögö af nákvæmni
og kostir sambýlisins yfirleitt
nýttir eins og hægt er án þess að
það komi niður á þörf Ibúanna
fyrir rólegt heimilislif ,sagði Helgi
er nánar var spurt út i verðlauna-
tiHögu þeirra um Eiðsgranda.
— Reyndar hugsuðum við
skipulagið á Eiðsgranda þannig,
að um byggingaráætlun væri að
ræða, þar sem þarfir hinna ýmsu
þjóðfélagshópa væru leystar i
venjulegri Ibúðabyggð, þ.e. að
byggt yrði jafnhliða fyrir gamla
fólkið, öryrkja, stúdenta, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Sú sérþjónusta sem þessir þjóð-
félagshópar þarfnast koma til
góða fyrir alla heildina, og þannig
vonumst við til að stiðlaö veröi að
eðlilegu samfélagi.
Lausn verkefna með
samkeppnum
— Hvert er álit þitt á sam-
keppnum?
— Samkeppni er sjálfsögð, ef
rétt er að henni staöið, en þvi
miður vill það oft brenna við aö
litið komi út úr þeim. Oft er það
svo, að þær ná ekki tilgangi sin-
um, nema kannski að litlu leyti
þannig að útkoman verður oft á
tiðum önnur en stefnt var að i
upphafi. Það sem hafa verður
einkum i huga, þegar farið er af
stað með samkeppni, er, að
vanda allan undirbúning og velja
til dómnefndarstarfa hæfa menn.
Samstarf við aðra
— Hvernig er hagað samstarfi
arkitekta við aöra, sem að
byggingamálum vinna?
— Forsenda þess að góður
árangur náist við gerð bygginga
er að allir sem þar að vinna leggi
sig fram. Það er þvi i rauninni
ekki hægt að þakka eða kenna
neinum einum aðila um árangur-
inn. Arkitektar þurfa þó að halda
Eigendur Teiknistofunnar óöinstorgi s.f. þeir Vifill Oddsson, Ilelgi Hjálmarsson, Hilmar Knudsen og
Vilhjálmur Hjálmarsson.
— Hann er tvimæla-
laust eitt umfangsmesta
starfssvið hins sið-
menntaða heims og er
snar þáttur i mótun hans
og uppbyggingu. Hann
beizlar tæknina sem og
listina, og er þvi jafn-
framt hin flóknasta og
vandasamasta listgrein.
Hann túlkar athafnir og
er gæddur hljómfalli eða
rytma. Hann getur verið
grófur og hrjúfur og að
sama skapi hárfinn og
nákvæmur. Honum eru
þvi alls engin takmörk
sett. Sé hann sannur eru
máttarstólpar hans
glögg hugsun, listrænir
eiginleikar og tillitsemi.
Það var Helgi Hjálmarsson,
arkitekt, sem með áðurgreindum
orðum svaraði spurningunni um
það, hvaö væri arkitektur, en viö-
talið vartekið á heimili hans fyrir
skömmu.
— Arkitektúr hefur þvi erfiða
hlutverki að gegna, umfram aðr-
ar listgreinar, að vera hagnýtur
og þar af leiðandi háður ýmsum
ytri skilyrðum eins og þörfúm
mannsins, efnivið og byggingar-
aðferðum. Hann hefur frá fyrstu
tið verið spegilmynd af hug-
myndaauðgi og getu mannsins og
I honum hafa þróazt og mótast
stefnur og stileinkenni, sem sag-
an hefur að miklu leyti byggt
timasetningu atburöarása á, sbr.
t.d. endurreisnartimabilið og
barrokktimann. Þess má enn-
fremur geta, að arkitektúr hefur
sýnt hinar furðulegustu hliðar i
timans rás, hélt Helgi áfram skil-
greiningu sinni á þvi hvað arki-
tektúr eða byggingarlist væri.
Teiknistofan.
Helgi Hjálmarsson rekur
Teiknistofuna Óðinstorg s/f á-
samt bróður sínum Vilhjálmi,
sem einnig er arkitekt og verk-
fræðingunum Vlfli Oddssyni og
Hilmari Knudsen. Þrír hinir
fyrstnefndu stofnuöu stofuna árið
1965 og varð hún þvi 10 ára á sið-
asta ári, en Hilmar kom siðar inn
i myndina sem fullgildur aðili.
— Fyrst i stað voru verkefnin
smá i sniðum, en siöan óx þetta
stig af stigi, sagði viðmælandi
okkar, er við spurðum hann út i
fyrirtæki þeirra félaga, en þeir
hafa hlotið mörg verðlaun fyrir
þátttöku i samkeppnum, stórum
ogsmáum. Síðasta dæmið um slik
verðlaun er fyrir skipulagið og
húsin á Eiðsgranda, sem nú er
byrjað að byggja. Meðal bygg-
inga, sem þeir hafa teiknað má
nefna öryrkjabandalagshúsin við
Hátún, Bústaðakirkju, Askirkju,
Skálatúnsheimilið i Mosfellssveit,
Bjarkarás, Sólborg á Akureyri,
Þinghólsskóla i Kópavogi,
Menntaskólann á Isafiröi, Gagn-
fræðaskólann ólafsfirði, heima-
vistir iReykholti, Valhúsaskóla á
Seltjarnarnesi, Ráðhúsið á Bol-
ungarvik, háhýsin við Þver-
brekku I Kópavogi, hin sérkenni-
legu hallandi f jölbýlishús i suður-
hluta miðbæjar Kópavogs, i-
þróttahús Kennaraháskola ts-
lands auk fjölda smærri bygg-
inga.
Staða arkitektsins
Hverfum frá staðreyndum og
upptalningu verka, en kynnumst
áliti Helga Hjálmarssonar á stööu
arkitektsins meö hliðsjón af
fyrstnefndri skilgreiningu á
byggingarlist.
— Abyrgðin er mikil þar sem
að hugmyndir þróast í það að
verða að staðreyndum, varanleg-
um staðreyndum, sem þjóðfélag-
ið er meira eða minna háö og
náttúran fær ekki grandað, með
örfáum undantekningum þó. Til
viðbótar ejiiur á erfiöleikana, hið
háþróaða tækniþjóðfélag með si-
felldum straumi nýrra bygg-
ingarefaa og tilheyrandi auglýs-
ingaskrumi, sem við verðum að
komast skaðlausir frá. Við verð-
um- að nýta það bezta af nýjung-
unum, en megum á engan hátt
hafna þvi, sem gamalt er og gott.
Varast verður sem sagt að láta
nýjungarnar rugla sig I rihainu
nýjunganna vegna.
— Er staða Islenzkra arkitekta
að einhhverju leyti frábrugðin
stöðu erlendra arkitekta?
— Það má segja, að hún sé
erfiðari hér hjá okkur þvi aö við
höfum ekki eins góðan aögang að
ýmsum byggingarefnum og
byggingartækni sem er fyrir
hendi viöa erlendis. Ennfremur
verðum viðað taka meira tillit til
veðurfars, veðra og vinda, sem
seturokkur takmörk. Vegna þess,
hve við erum fáir og smáir eru
flestar okkar stærri byggingar
byggðar i áföngum og kemur það
oft i veg fyrir að sú heilsteypta
lausn náist sem stefnt er að i
upphafi.
Kosturinn við að vera arkitekt á
Islandi gæti verið að hér eru
meiri möguleikar á þvi að vinna
sjálfstætt jafnvel mjög fljótlega
að námi loknu.
Er viö spurðum Helga um
viðhorf almennings til arkitekta,
sagðihann: — Ýmsum vex i aug-
um sá kostnaður, sem fylgir þvi
að leita þjónustu arkitekta. Sumir
gera sér ekki grein fyrir því hve
miklu máli það skiptir að búa i
velgerðu húsnæði. Staðreyndin er
sú að tiltölulega litill hluti ibúða
er teiknaður af arkitektum e.t.v.
15%.
Eiðsgrandi
Nú er m.a. unnið að tveim stór-
um verkefnum á Teiknistofúnni á
Óðinstorgi, þ.e. endanleg útfærsia
á Eiðsgrandabyggðinni og teikn-
ingin af húsi Rikisútvarpsins,
sem á að standa í Kringlubæ.
— Eiðsgrandabyggöin er unnin
með öðrum hætti heldur en tiðk-
azt hefur við gerð fjölbýlishúsa-
hverfa hingað til hér á landi.
Markmiöið meö verkefninu var
að leita nýrra leiða við gerð fjöl-
býlishúsa. Að minu mati, hefur
orðið mjög neikvæð þróun hjá
okkuríþessum efnum. Þaðmætti
segja að ibúðablokkirnar séu
framleiddar hraðsoðnar á færi-
Þannig koma öryrkjabandalagshúsin við Hátún til með að Hta út þegar öllu verður fulllokið. I tengi byggingunum verða þjónustumiðstöðvar en
undir þeim bilageymslur, en fæð okkar og smæð eru þe'Ss iðulega valdandi, að ekki er unnt að ljúka heilum verkefnum i einum áfanga. Bygginga
meistari þessara húsa var Ingvar heitinn Þórðarson. <<tlr myndasafni T.Ó.).
STÓR FORM OG FÁAR
EN STÓRAR ÁKVARÐANIR
— eru einkunnarorð Helga Hjdlmarssonar, arkitekts, sem rekur Teiknistofuna
Óðinstorgi s.f. dsamt Vilhjdlmi Hjdlmarssyni, Vífli Oddssyni og Hilmari Knudsen
Sólborg á Akureyri, þar sem vangefnir hafa aðstöðu. (Myndasafn
Tciknist. Óðinst.)
Minningarkapella Jóns Steingrimssonar á Klaustri (Myndasafn T.Ó.).
Helgi Hjálmarsson er aðdáandi Asmundar Sveinssonar og hér sjáum
við eitt af verkefnum Teiknistofunnar, Öryrkjabandalagshúsin við
Hátún, en I forgrunni er eitt verka Asmundar.
Nú er byrjað að grafa fyrir þessu húsi, sem i verða Ibúðir fyrir aldraða,
en það verður viö Lönguhlið. t tengslum við ibúðarhúsið verður gróður-
hús. Verkefnið var unnið fyrir Reykjavikurborg.
Suðurhluti Miðbæjar Kópavogs litur þannig út fullgerður. (Myndasafn
T.Ó.).
Hin sérkennilegu skáhýsi I suðurhluta miöbæjar Kópavogs eru nú að
risa, en einn aðalfrumkvöðull þess skipulags var.auk þeirra áTeikni-
stofunni, Arni Jóhannsson, byggingameistari, en starfsbróðir hans,
Friðgeir Sörlason, hefur séð um framkvæmdirnar.
Ráðhúsið i Bolungarvik. Þar eru bæjarskrifstofurnar til húsa ásamt lögreglustöð, brunaliöi og sparisjóöi, svo eitthvað sé nefnt. (Myndasafn T.ó.)
imarga enda og sjá um samræm-
ingu hinna ýmsu verkþátta. 1
sliku samstarfi er ómetanlegt að
vinna með góðum og reynslurik-
um mönnum.
— Aö lokum, Helgi hverníg
finnst þér að við islendingar eig-
um að byggja?
— Verk Asmundar Sveinssonar
Finnur P. Fróðason, teiknar, sér
um fjármálin o.f. o.fl.
hafa ætið höfðað sterkt til min.
Staðhættir valdá þvi að víð þurf-
um á hlýjum og traustum húsa-
kynnum að haldá, sem bjóða
náttúruöflunum byrginn.
Byggingar okkar hljóta þvi að
einkennast af þessum þáttum og
þvi er viöleitni minn sterk form
og fáar en stórar ákvarðanir.
Pennis Jóhannesson, starfsmað-
ur Teiknistofunnar.
Texti og myndir: Hermann Sveinbjörnsson