Tíminn - 22.07.1976, Side 12
12
TÍMINN
Fimmtudagur 22. júlí 1976.
ST ÍJÖTUNHEIMUM
FJALLANNA 23
Jónas sagði nú Páli, hvað þeim föður hans hafði farið
á milli niðri við vatnið. Það kom hörkusvipur á Pál.
— Heldur pabbi að við gerumst hreindýraþjófar?
rumdi hann. O-jæja — það er kannski mest undir
Löppunum sjálf um komið, hvað verður í því ef ni. Ef það
er satf, að þeir ætli að fá okkur gerða útlæga héðan,
getur verið, að fleira beri til tiðinda. Maður getur ekki
sætt sig við, hvað sem er.
Bræðurnir héldu áfram að ræða þetta mál. Það hafði
gerzt í skugga Marzf jallsins, jafnvel þótt Lars, sem
alltaf vildi forðastof beldi, hefði látið margt kyrrt liggja.
Allt benti til þess, að synir hans myndu svara í sömu
mynt, ef Lapparnir reyndu að svifta þá réttindum f rum-
býlingsins.
Innan skamms héldu bræðurnir ferðinni áfram —
örkuðu heim, þungum skrefum. Björninn var unriinri og
þar með úr sögunni og hugur þeirra dvaldi nú einvorð-
ungu við það, sem gerasí myndi í Flattómakk á messu-
daginn.
VI.
Það var messað í Flattómakk tvisvar á ári, síðan þar
var reist lítið bænahús. Enginn hafði'þar þó fasta búsetu,
og þar sástekki fólk nema þessa tvo messudaga. Fyrri
messudagurinn var um Jónsmessuleytið, meðan
Lapparnir héldu sig i f jöllunum þar í grenndinni, en sá
seinni var i septembermánuði, þegar hreindýrahjarðir
voru farnar úr sumardögunum. Á milli þessara messu
daga voru aldrei gift hjón, barn skírt né maður graf inn í
nýbyggðunum. Dæi einhver seint á hausti, gátu menn að
vísu holað honum niður í jörðina, ef þeir vildu, en
rekunum var ekki kastað á, fyrr en um Jónsmessu
sumarið eftir. Stundum bar við, að barn fæddist, lifði
um hríð, en dó svo, áður en presfurinn kom. Þá var
fæðing og andfát bókfest samtímis. Það var hér um bil
eins og barnið hefði aldrei í heiminn komið.
Flattómakk var við Kolturvatnið, vestan vert við litla
vík, sem gekk inn á milli tveggja múla, þar sem áin
Glymjandi féll út í vatnið. Þarna megin við víkina
gnæfði Marzf jallgarðurinn hæstur. Það var enn snjór á
tindunum, þótt sólin skini allan sólarhringinn. Skógi
klætt fell byrgði útsýn til suðurs og í norðvestri voru hin
sléttbrýndu Veggjafjöll. Það var varla hægt að hugsa
sér eyðilegri stað.
Daginn fyrir messuna var kyrrðin á kirkjustaðnum
rofin. Snemma morguns komu Lappafjölskyldurnar
ofan úr f jöllunum, og áður en hádegi væri komið, rauk
þar úr hverjum Lappakofa á grundinni milli víkurinnar
og bænahússins. Stórir pottar fylltir af vatni og hrein-
dýrakjöti. Það var ekki gott að hlusta soltinn á guðsorðið
— það gat ekki orðið nein hátíð, nema magarnir væru
mettir. Lapparnir átu eins og þeir þoldu — og helzt dálít-
ið meira.
Presturinn kom undir kvöldið ásamt Lappafógetanum
og sýslumaðurinn frá Vilhjálmsstað litlu síðar í fylgd
með honum voru tveir meðdómarar, sem áttu bújarðir
sinar í öruggri f jarlægð frá byggðatakmörkunum. Þeir
höfðu konur sinar með sér og það var sjálfsögð skylda
þeirra að annast matseld í skála sem hróf lað hafði verið
upp handa yfirvöldunum. Stórar matarskrinur voru
bornar inn því að það er siður meðal Svía, að Jóns-
messunni sé fagnað með gnægð matar og drykkjar-
fanga.
Hingað til hafði það líka verið siður frumbýlinganna
að koma til Flattómakk daginn fyrir Jónsmessuna. En
það var engu líkara en þessir útverðir bændastéttarinnar
hefðu gleymt deginum. Allt kvöldið skyggndust
Lapparnir árangurslaust eftir bátum á víkinni, og því
framorðnara sem varð þeim mun meiri varð ókyrrðin í
Lappakofunum. Sumir báru hönd fyrir augu og mændu
tortryggnislega upp til fjallanna, þar sem hreindýra-
hjarðirnar dreifðu sér gæzlulitlar upp hlíðarnar. Um
níuleytið var ókyrrðin orðin svo mikil, að allmörgum
ungum piltum var skipað að halda af stað og vita, hvort
allt væri með felldu. Presturinn og sýslumaðurinn voru
lika forviða á þessu. Höfðu hvorki átt sér stað fæðingar
nédauðsföll meðal frumbýlinganna síðastliðið ár og áttu
þeir ekkert vantalað við yf irvöldin? Presturinn var van-
ur að taka á móti tilkynningum viðvíkjandi lifandi og
dauðum kvöldið fyrir messudaginn og sýslumaðurinn
átti þvi að venjast, að f yrir hann væru lögð ýmis vanda-
mál sem honum bar að ráða f ram úr.
Miðaldra kona í hátíðarbúningi stóð úti fyrir einum
Lappakofanum. Einu sinni hafði hún verið fallegasta
Lappastúlkan á þessum slóðum. En árin leika Lappa-
Hllll
HH
FIMMTUDAGUR
22. júli
7.00 Morgunútvarp. Veöur-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Marinó Stefánsson
lýkur lestri sögu sinnar
„Manna litla” (4). Tilkynn-
ingar kl. 9.30. Létt lög milli
atriöa. Viö sjóinn kl. 10.25:
Ingólfur Stefánsson ræöir
viö Tómas Þorvaldsson i
Grindavik — þriöji þáttur.
(áöur útv. i október). Tón-
leikar. Morguntónleikar kl.
11.00: Nicanor Zabaleta og
Sinfóniuhljómsveit útvarps-
ins i Berlin leika Hörpukon-
sert i C-dúr eftir Boieldieu,
Ernst Marzendorfer stjórn-
ar / Filharmoniusveit
Lundúna leikur „Þrjá dansa
frá Bæheimi” eftir Edward
Elgar, Sir Adrian Boult
stjórnar / Jascha Heifetz og
RCA Victor sinfóniuhljóm-
sveitin leika Fiölukonsert
nr. 2 i d-moll op. 44 eftir Max
Bruch, Izler Solomon
stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Frá Óly mpiuleikunum i
Montreal: Jón Asgeirsson
segir frá. Tilkynningar. A
frivaktinni. Margrét
Guömundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan:
„Römm er sú taug” eftir
Sterling North. Þórir
Friögeirsson þýddi. Knútur
R. Magnússon les (10).
15.00 Miðdegistónleikar.
Hansheiz Schneeberger,
Walter Kagi, Rolf Looser og
Franz Josef Hirt leika á
fiölu, lágfiölu, selló og pianó
Kvartett op. 117 eftir Hans
Huber. Boyd Neel strengja-
sveitin leikur „Capriol”,
svitu eftir Peter Warlock.
John Williams og félagar úr
Sinfóniuhljómsveitinni i
Filadelfiu leika Konsert i D-
dúr fyrir gitar og hljómsveit
op. 99 eftir Castelnuovo-Te-
desco, Eugene Ormandy
stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Litli barnatiminn. Finn-
borg Scheving stjórnar.
17.00 Tónleikar.
17.30 Spjail frá Noregi.Ingólf-
ur Margeirsson talar um
norska verkalýðsskáldiö
Rudolf Nielsen. Siöari þátt-
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Nasasjón. Arni
Þórarinsson og Björn Vignir
Sigurpálsson ræða viö
Gunnar Reynir Sveinsson
tónskáld.
20.10 Gestir I útvarpssal.
Bernhard Wilkinsson leikur
- á flautu og Lára Rafnsdóttir
á pianó. a. Sónata I g-moll
eftir Johann Sebastian
Bach. b. Sónata I D-dúr eftir
Carl Philipp Emanuel Bach.
20.35 Leikrit: „Bældar hvat-
ir” eftir Susan Glaspell.
Þýöandi: Þorsteinn O. Step-
hensen. Leikstjóri: Helga
Bachmann. Persónur og
leikendur: Henrietta, Brlet
Héðinsdóttir. Finnbjörn,
Borgar Garöarsson. Maria,
Kristin Anna Þórarinsdótt-
ir.
21.10 Holbergsvíta op. 40 eftir
Edvard Grieg.Walter Klien
leikur á pianó.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Litii dýrlingurinn” eft-
ir Georges Simenon.
Asmundur Jónsson þýddi.
Kristinn Reyr les (15).
22.40 A sumarkvöldi.
Guðmundur Jónsson kynnir
tónlist varðandi ýmsar
starfsgreinar.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.