Tíminn - 22.07.1976, Qupperneq 13
Fimmtudagur 22. júli 1976.
TÍMINN
13
Umsjón: Sigmundur ó. Steinarssonl
Nýtt met
Þórunnar
— í 100 m flugsundi í gær
ÞÓRUNN Alfreðsdóttir setti nýtt Islandsmet I 100 m flug-
sundi á Olympiuleikunum i gær. Þórunn synti vegalengd-
ina á 1:09.63 mfn. íslenzka sundfólkið hefur nú keppt i sex
greinum i Montreai og sett met i fimm þeirra, sem er
góöur árangur.
Vilborg Sverrisdóttir og Sigurður ólafsson veröa i sviðs-
ljósinu i dag, en þá keppir Vilborg i 200 m skriðsundi, sem
er bezta grein hennar — og má búast viö nýju tslandsmeti.
Sigurður keppir i 400 m skriðsundi og siðan i 100 m
skriðsundi á laugardaginn — þaö má búast við metum hjá
Sigurði i báðum greinunum.
JOHN HENCKEN... tryggði sér gullið i 100 m bringusundi og setti nýtt heimsmet. Hér sézt hann á fullri ferð
i átt að marki.
Heimsmetaregn
í Montreal...
Sundfólk fró Bandaríkjunum og A-Þýzkalandi hefur sett
8 heimsmet í þeim 9 greinum, sem búið er að keppa í
Bandaríkjamaðurinn JOHN HENCKEN og Skotinn David Wilkie háðu geysilegt
einvígi í 100 m bringusundi á Olympíuleikunum, sem lauk með sigri Hencken, en
hann tryggði sér gullverðlaunin á nýju heimsmeti — 1:03.11 mínútum. Hinn 22 ára
gamli Kaliforníu-búi hóf sundið af miklum krafti og náði góðu forskoti á Wilkins á
fyrri hluta vegalengdarinnar. — Ég hefði náð að sigra, ef ég hefði náð góðri ferð í
byrjun, sagði Wilkie, sem sýndi frábæran endasprettog var ekki langt frá því að
vinna upp forskot Hencken. Þeir Hencken og Wilkies voru í sérf lokki í sundinu, og
syntu undir gamla heimsmetinu.
Blikarnir
skelltu
Víkingum
*
Draumur Víkinga um Islandsmeistaratitil-
inn varð að engu í gærkvöldi í Kópavogi
BRIAN GOODELL, hinn 17 ára
gamli Bandarikjamaður frá Kali-
forniu, tryggði sér gullið i 1500 m
skriðsundi, þegar hann náði að
sýna stórglæsilegan lokasprett
og setja nýtt heimsmet — 15:02.40
minútur á vegalengdinni. Keppn-
in var æsispennandi i 1500 m
skriðsundinu og náði hinn ungi
Bandarikjamaður, Bobby
Wilkins
til Liver-
pool...
Ensku sunnudagsblöðin voru
sammála um það að ekki
liði á löngu unz Liverpool
keypti „Butch” Wilkins frá
Chelqsea fyrir 300.000 til
350.000 pund. Wilkins er að-
eins 19 ára gamall, en hefur
samt f rúmt ár verið fyrirliði
Chelsea liðsins. Hefur hann
verið langbezti maður Chels-
ea að undanförnu, og er ekki
gott að segja hvar lið
Chelsea lendir, ef þeir selja
hann. En þeir eru komnir I
mjög mikla fjárhagsörðug-
leika, skulda hátt I þrjár
milljónir punda, þyngst á
metunum vegur þar nýja
stúkan, og er líklegt að þeir
neyðist til að taka hinu
freistandi tilboði Liverpool.
Þá er einnig talið mjög lik-
legt, að David Hay veröi
seldur til baka til Celtic, fyr-
ir rúmlega 100.000 pund.
Hackett góðri forystu — htein
synti mjög vel og skemmtilega.
Goodell og Ástraliumaðurinn
Steve Holland fóru hins vegar
rólega af stað, en juku ferðina
jafnt og þétt og náðu Hackett.
Þegar 500 m voru eftir skauzt
Holand fram úr Bandarikja-
mönnunum og allt benti til að
sigurinn yrði hans. En Kaliforniu-
piltarnir voru ekki á sama máli —
Goodell náði frábærum enda-
spretti og skauzt fram úr Holland,
og náði frábærum endaspretti og
skauzt fram úr Holland, og siðan
Hakcett á eftir — tvöfaldur sigur
Bandarikjamanna var staðreynd.
Allir þrir kapparnir syntu undir
gamla heimsmetinu.
Hin kornunga sundkona frá
Karl-Marx Stad i A-Þýzkalandi,
Petra Thuemer, sem er aöeins 15
ára tryggði A-Þjóðverjum enn
Gull,
silfur og
brons
100 m bringusund karla:
Hencken,Bandar......... 1:03.11
Wilkie.Bretland........ 1:03.43
Iuozaytis, Sovétr ...... 1:04.23
1500 m skriðsund karla:
Goodell, Bandar....... 15:02.40
Hackett, Bandar....... 15:03.91
Holland, Ástral....... 15:04.66
400 m skriðsund kvenna:
Thuemer, A-Þýskal...... 4:09.89
Babashoff, Bandar ...... 4:10.46
Smith, Kanada .......... 4:14.60
einn sigurinn i sundkeppninni,
þegar hún vann gullverðlaun I 400
m skriðsundi. Þessi unga stúlka
skaut bandarisku sunddrott-
ningunni Shirley Babastoff ref
fyrir rass, og sigraði á nýju
heimsmeti — 4:09.89 mfnútum.
Babastoff synti einnig undir
gamla metinu.
Þegar er lokið keppni ! 9 sund-
greinum i Montreal, hafa verið
sett alls 8 heimsmet, eða I öllum
greinum nema einni.
BREIÐABLIK vann góðan sigur
(3:1) yfir Vikingi f gærkvöldi,
þegar liðin leiddu saman hesta
sina I 1. deildarkeppninni i knatt-
spyrnu i Kópavogi. Þar með er
búinn draumur Vikinga um að
blanda sér i baráttuna um ts-
landsmeistaratitilinn. — Þeir
lékusinn lélegasta leik á keppnis-
timabilinu. Það var ekki rishá
knattspyrna, sem liðin sýndu,
enda var grenjandi rigning þegar
leikurinn fór fram og áttu leik-
menn erfitt með að fóta sig á
blautum vellinum.
Gfsli Sigurðsson opnaði leikinn
á 20.minútu, þegarhann sundraði
varnarvegg Vikings, meö þvi að
leika á 2-3 Víkinga — hann skaut
siðan þrumuskoti efst upp i hornið
á Vikingsmarkinu. Diðrik Ólafs-
son, markvörður Vikings, haföi
hendurá knettinum. en skotGisla
var þaö fast, að Diðrik missti
blautan knöttinn I netið.
Blikarnir bættu siðan við öðru
marki (2:0) á 32. mtnútu og má
skrifa það á reikning Diðriks,
markvaröar. Vignir Baldursson
átti skot að marki Vikings af 23 m
færi — engin hætta virtist vera,
þvi að Diðrik handsamaði knött-
inn, en siöan missti hann knöttinn
fráséroghann skoppaði inn fyrir
marklinu Vikingsmarksins.
Blikarnir voru betri aðilinn i
fyrri hálfleiknum —þeir gáfu
ekkert eftir, voru fljótir á knött-
inn og uppskáru eftir þvi. Viking-
ar snéru dæminu viö i siðari hálf-
Völsungar
komnir
á skrið....
VÖLSUNGAR eru heldur betur
komnir á skrið i 2. deildarkeppn-
inni I knattspyrnu. Þeir skutu KA-
liðið á bólakaf á Akureyri I gær-
kvöldi — sendu knöttinn fjórum
sinnum i netiö hjá KA-liðinu, sem
tókst aðeins einu sinni að svara
fyrir sig, þannig að leiknum lauk
með stórsigri Völsunga — 4:1.
Þór vann sigur (2:1) yfir Hauk-
um, þegar liðin mættust i gær-
kvöldi I Hafnarfirði.
Glæsilegt met
— í 4x200 m boðsundi karla
Bandar.menn settu glæsilegt heimsmet i 4x200m skriðsundi karla i
gær, þegar bandariska sveitin synti vegalengdina i undanúrslitum á
7:30.33 mfnútum. Sveitina skipuðu Mike Bruner, Bruce Furniss,
Doug Northway og Tim Shaw. Þessir kappar voru svo aftur f sviðs-
Ijósinu I nótt, þegar úrslitasundið fór fram — en fréttir höfðu ekki
borizt frá sundinu, þegar blaðið fór i prentun.
HESTAMENN
Mikið úrval af reiðtygjum t.d.:
Höfuðleður, taumar, istaðsólar, nasa-
múlar, stallmúlar, piskar, hringamél,
istöð og fleira og fleira.
Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar
Hólagarði í Breiðholti * Sími 7-50-20