Tíminn - 14.08.1976, Qupperneq 2
2
TÍMINN
Laugardagur 14. ágúst 1976
Heyskapurinn:
Neyðarástand á Suðurlandi
stytti ekki upp fljótlega
ASK-Reykjavik. — Þaö er ekki
mikiö aö frétta af heyskap á
Suöurlandi, annaö en þaö, aö út-
litiö fer versnandi meö hverjum
deginum, sagöi Halldór Pálsson
búnaöarmálastjóri I samtali viö
Timann i gær. — Sumir bændur
hafa náð miklu upp af heyjum,
en þaö eru þeir sem byrjuöu.
fyrst aö slá og áttu góöar súr-
heysgryfjur. Þessir fáu þurrk-
dagar hafa nýzt einstaka manni
vel.
Þá sagöi Halldór, að fjöldi
manns ætti enn mikiö úti af
heyjum og mikiö væri ennþá af
óslegnum túnum. Gras á þeim
er mikið vaxið úr sér og fariö að
tréna.
— Ef færi aö þorna þá gæti
heyfengur orðið mikill þrátt fyr-
ir þetta allt saman, en stytti
ekki upp fljótlega stefnir i al-
gjört neyðarástand, sagði
Halldór. En það er eitt sem vist
er, að heyin verða mjög vond
hjá fjölda bænda. Annars má
segja, að það sé vont heyskap-
' arástand vestan við Mýrdals-
sand og vestan við fjallgarðinn
milli Eyjafjarðar og Skaga-
fjarðar, en ástandið er verst
hérna á Suðvesturhorninu.
Að lokum sagði Halldór, að
hann vildi hvetja alla bændur til
að heyja eins mikið og kostur er,
þvi að hey væru alltaf peningar.
Máli sinu til sönnunar benti
Halldór á, að þegar væru farnar
að berast fyrirspurnir frá meg-
inlandi Evrópu varðandi hey-
kaup, en eins og kunnugt er af
fréttum þá hafa þurrkarnir þar
gersamlega komið i veg fyrir að
nokkuð hafi náðst af heyjum.
Fyrirspurnir um heykaup berast frá meginlandi Evrópu
en þurrkar þar hafa komið í veg fyrir allan heyskap
BIRGIR KJARAN
LÁTINN
FJ-Reykjavik. — Birgir Kjaran,
fyrrverandi alþingismaöur, er
látinn, sextugur að aldri.
Birgir Kjaran var fæddur 13.
júni 1916 i Reykjavik sonur hjón-
anna Magnúsar Kjarans stór-
kaupmanns og Soffiu Kjaran.
Hann varð stúdent frá M.R. lauk
hagfræðiprófi frá háskólanum i
Kiel 1938 og stundaði framhalds-
náð i grein sinni i London og
Paris.
Birgir Kjaran átti sæti i mörg-
um stjórnum og ráðum. Alþingis-
maður Reykvikinga var hann
1959-’63 og 1967-’71 og hann sat i
bæjarstjórn Reykjavikur á ár-
unum 1950-’54.
Birgir Kjaran var áhugamaður
um iþróttamál og náttúruvernd
og liggja eftir hann bækur um sið-
artalda efnið.
Eftirlifandi kona hans er Svein-
björg Helga Sophusdóttir. Birgir Kjaran.
DilAIAIAn
BRdUT
Ikeifunni 11
Samið um 40% kauphækkun
við verkfræðinga borgarinnar
— samninganefnd borgarinnar klofnaði
-hs-Rvik. Fulltrúar Sjálfstæöis-
flokksins i samninganefnd gengu
i fyrrinótt frá samningum viö
verkfræöinga Reykja vikurborg-
ar, sem fela I sér hvorki meira né
minna en 40% — fjörutíu af
hundraði — launa hækkun.
Kristján Benediktsson, fulltrúi
Framsóknarflokksins i nefndinni
og Sigurjón Pétursson fulltrúi Al-
þýðubandalagsins, treystu sér
hins vegar ekki til að mæla með
svo mikilli hækkun. Það voru þvi
þeir Markús Orn Antonsson og
Albert Guðmundsson sem skrif-
uðu undir þessa kauphækkun.
Deilan við verkfræðingana hef-
ur staðið i um tvo mánuði.
Samningarnir voru undirritaðir
með fyrirvara um samþykki
fundar verkfræðinganna og
borgarráðs, en nái þeir fram að
ganga, fá verkfræöingarnir þessa
launahækkun frá 1. marz s.l.
Drengurinn kominn fram
KS-Akureyri. — Pilturinn sem Akureyrarlögreglan lýsti eftir,
kom á heimili bróður sins á Akureyri i gær. Hann var heill á húfi,
en gaf engar skýringar á fjarveru sinni.
veiðihornið
Allgóð veiði i Miðfjarð-
ará
— Laxveiðin hefur gengið hér
allvel, nú eru komnir á land tæp-
lega 1200laxar og er sá þyngsú 22
pund, sagði Gunnar Guðjónsson
matreiðslumaður i veiðihúsinu
við Miðfjarðará i samtali við
Veiðihornið i gær. — Ain er mikil
og mórauð, og þessa stundina er
hún erfið viðureignar.
Gunnar sagði, að mest hefði
veiðst 155 laxar eftir þrjá daga,
enréttuppúr helginni fengust 140
stykki, — einnig áþremur dögum.
A siðastliönu ári varð heildar-
veiðin 1414 laxar og var meöal-
þyngd þeirra 8,5 pund. Hins
vegar var heildarveiðin 1974 að-
eins 837 laxar. Veiötimabilinu
lýkur 31. ágúst.
Laxá i Aðaldal
— Það voru komnir 1005 laxar á
land i gærkvöldi, sagöi Helga
Halldórsdóttir ráðskona i veiöi-
húsinu við Laxái Aðaldali gær. —
Ain er ekki góö vegna leysinga og
einnig er hvasst.
Helga saöi, aö laxinn væri yfir-
leitt stærri nú i sumar en oft áður,
og það hefði komið fyrir, aö veiöi-
menn sneru til baka með mjög
góðan afla. Hún sagöi, að einn
Akureyringur hefði veitt I ánni i
þrjá daga og fengið samtals 33
laxa. Þá var annar með 23 eftir
jafnlangan tima.
Um sama leyti á s.l. ári voru
komnir á land um 1200 laxar.
Þyngsti laxinn var þá 28 pund en
er núna 21 pund.
Góð veiði i Hofsá
— Veiði hefur gengið ágætlega,
i gær voru komnir á land 770
laxar. Hér hefur veriö hvasst og
stundum hefur veiðimönnunum
reynzt erfitt að athafna sig, sagði
Sólveig Einarsdóttir, Teigi, igær.
— Ain er mjög vatnslitil og ég
man ekki eftir henni jafn litilli.
Sá þyngsti, sem dreginn hefúr
verið á land nú, er 18 pund, en
Sólveig sagði það hafa komið
áöur fyrir, að aUt upo i 26 nnnHa
laxar hafi veiðzt. Þá sagði hún
einnig, að laxinn virtist yfirleitt
vera smærri en áður, a.mJc.
veiddist meira af þeim smærri.
Nú eru Englendingar að veiða i
ánni og nota þeir mest flugu.
Islendingar fá að veiða i ánni
nokkrar helgar, en annars halda
þeir sig aðaUega á silungasvæö-
inu. Nokkru fyrr i ágústmánuði
s.l. ár var heUdarveiöin sam-
kvæmt bókum veiðihornsins tæp-
lega 600 laxar.
Sifellt meir af smáum
laxi i Selá
— Við höfum aUtaf lagt á það
áherzlu að fá seiði stórvaxinna
laxategunda, en þrátt fyrir þaö
veiðist hér mikið af 5 til 6 punda
laxi. Við viljum ekki trúa öðru en
þvi, að 2ja ára lax hafi einhverra
hluta vegna horfið, sagði Þor-
steinn Þorsteinsson Núpum, i
gær.
Heildarveiðin er 440 laxar, en
samkvæmt bókum veiðUiomsins,
þá var hún á svipuðum tima i
fyrra rétt um 300 laxar. I Sélá er
hámarksveiði 7 laxar á stöng á
dag, þannig að ekki er að búast
við stórum tölum, sagði Þor-
steinn. Frá 20. júU hefur verið
veitt á sex stangir i Selá, en áður
var veitt á 3 til 5 stangir á dag.
Þyngsti laxinn sem veiðzthefur i
sumar reyndist vera 20 pund.
— Hér hafa annars verið
þurrkar og hlýindi i um hálfan
mánuð og það er litið vatn i ánni,
sagði Þorsteinn, — Selá er berg-
vatnsá og þvi fljót að hitna en það
hefur þau áhrif að laxinn gefur
sig minna en ella.
Fnjóská: upp eru að
koma steinar og björg
sem ekki hafa sést áður
— Það er reytingur I ánni, núna
eru komnir um 170 laxar á land,
sagði Gunnar Arnason á Akur-
eyri. — Nú er að ganga i ána
smærri lax, en fyrr I sumar var
ágæt meöalþyngd eða milli 7 og 9
pund.
Gunnar sagði Fnjóská vera
mjög vatnslitla, en hún er berg-
vatnsá eins og Selá. Nú eru aö
koma upp steinar og björg, sem
Gunnar sagði hafa verið óþekkt
áður, en þaö eru engar stórfannir
sem halda henni við yfir sumarið
eins og gerist með Eyjafjarðará
og Hörgá.
Meðalþungi laxa i Fnjóská var
s.l. sumar 8,6 pund og veiddust þá
268 laxar.
ASK.